Fréttablaðið - 25.03.2009, Qupperneq 62
30 25. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
BESTI BITINN Í BÆNUM
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1 82,3 milljarðar króna.
2 300 þúsund krónur.
3 Eitt-eitt.
LÁRÉTT 2. fangi, 6. ólæti, 8. hall-
andi, 9. bein, 11. í röð, 12. hólf, 14.
hroki, 16. tímaeining, 17. hlóðir, 18.
skammst., 20. frá, 21. sundfæri.
LÓÐRÉTT 1. leikur, 3. klaki, 4. hjara,
5. loka, 7. aðdragandi, 10. fjór, 13.
viðmót, 15. ræningi, 16. keraldi, 19.
einnig.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. gísl, 6. at, 8. ská, 9. rif, 11.
rs, 12. klefi, 14. dramb, 16. ár, 17. stó,
18. möo, 20. af, 21. uggi.
LÓÐRÉTT: 1. hark, 3. ís, 4. skrimta, 5.
lás, 7. tildrög, 10. fer, 13. fas, 15. bófi,
16. ámu, 19. og.
„Það er Maður lifandi í Borgar-
túni. Mér líður alltaf eins og ég
hafi gert mér eitthvað gott þeg-
ar ég fæ mér hádegismat þar.“
Kristján B. Jónasson bókaútgefandi.
„Jú, ég get ekki neitað því. Mér
finnst þetta vera skrítin ákvörðun
því þetta er ekki dýrt efni hefði ég
haldið,“ segir Ævar Örn Jósepsson
rithöfundur.
Sigrún Stefánsdóttir, dagskrár-
stjóri útvarpssviðs Ríkisútvarps-
ins, hefur tekið þá ákvörðun að
slá af spurningakeppni fjölmiðl-
anna sem verið hefur veigamikill
líður í páskadagskrá Rásar 2 og
notið mikilla vinsælda. „Já, þetta
hefur verið fastur liður hjá mörg-
um að hlusta á þetta, ekki síst í
bílum og sumarbústöðum,“ segir
Ævar Örn en fólk er gjarnan á far-
aldsfæti um þetta leyti árs. Ævar
Örn hefur verið umsjónarmaður
keppninnar undanfarin fimm ár.
Aðspurður vill hann ekki gefa upp
hversu mikla verktakagreiðslu
hann hefur verið að þiggja, segir
hana hvorki háa né lága en eftir
því sem Fréttablaðið kemst næst
er um þrjú hundruð þúsund krón-
ur að ræða. Og væntanlega leggst
þá einhver fastakostnaður við
dagskrárgerðina. Ævar hefur
því samkvæmt þessu verið
að þiggja um þúsund krónur
per spurningu.
Spurningakeppni fjöl-
miðlanna er um tuttugu
ára en það mun hafa
verið Þjóðviljinn sem bar
sigur úr býtum í fyrstu
keppninni sem var árið
1989. Samkvæmt heimild-
um Fréttablaðsins er þetta
liður í niðurskurði stofn-
unarinnar. Síðast sigraði
fréttastofa Ríkisútvarpsins
eftir mikla eyðimerkurgöngu.
Þegar sú kenning er viðruð við
Ævar Örn hvort menn hafi beðið
eftir því og lagt þá keppnina
niður til að halda bikarnum
í Efstaleitinu, hlær spurn-
ingahöfundurinn en telur
svo ekki vera. - jbg
Spurningakeppni slegin af
ÆVAR ÖRN Hefur haldið utan um
keppnina sem hefur verið svo ríkur
partur af páskadagskrá Rásar 2.
Veljum íslenskt
25% AFSLÁTTUR AF
ÖLLUM FISKI Í DAG
ýsufl ök, lúðusneiðar laxafl ök, fi skréttir
hörpuskel, humar, rauðmagi og margt fl eira.
HUGSUM UM HEILSUNA OG BORÐUM FISK.
„Ég legg í hann á morgun með feitt
umslag frá útlendingaeftirlitinu. Guð
má vita hvað gerist,“ segir Darri Ing-
ólfsson leikari. Hann hefur feng-
ið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og
hyggst setjast að í Los Angeles, höf-
uðborg skemmtanaiðnaðarins. Darra
þekkja flestir úr hlutverki morðingj-
ans í sjónvarpsþáttunum Mannaveið-
um sem sýndir voru í fyrra. Hann
hefur hins vegar lítið dvalist á Íslandi
síðustu ár. „Planið var alltaf að fara til
Bandaríkjanna. Svo ákvað ég að fara
í leiklistarnám í London og allt í einu
liðu átta ár. Síðustu tvö árin hef ég hins
vegar verið að grúska í þessu græna
korts-dóti. Þetta hefur verið ótrúleg
pappírsvinna,“ segir Darri.
Darri segir að hann renni alger-
lega blint í sjóinn með atvinnu í Los
Angeles. „Þetta verður bara hark. Ég
á nokkra kunningja þarna úti og ég
vona að einhver þeirra geti komið mér
í samband við umboðsmann. Annars
gerist ekki neitt,“ segir leikarinn sem
segist vel átta sig á því að erfitt verði
að koma sér á framfæri. „Ég heyrði að
það væru 800 þúsund leikarar í LA …
en fólk vinnur í lottói á hverjum degi,“
segir hann og hlær. - hdm
Íslenskur leikari flytur til Los Angeles
REYNIR FYRIR SÉR Í BORG ENGLANNA
Darri Ingólfsson flytur til Los Angeles á morg-
un þar sem hann ætlar að reyna að koma sér
á framfæri sem leikari.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Landsfundarfulltrúar Vinstri grænna
veltu því mjög fyrir sér hvort meist-
arakokkurinn Siggi Hall væri geng-
inn til liðs við flokkinn. En
Siggi var eins og grár köttur
á Hótel Nordica og var
kammó við kommúnistana
– enda
hefur
hann
ekkert
á móti
þeim. En ekki var
það svo að Siggi væri
landsfundarfulltrúi
heldur var hann að
snúast í tengslum við Food and
Fun.
Fréttablaðið missté sig í gær
þegar sagt var af tilþrifamiklum
og fúl skeggjuðum Friðriki Weiss-
happel, veitingahúsamógúl í
Kaupmannahöfn, sem
vakti óskipta athygli veg-
farenda í miðborginni
þar sem hann sprangaði
um með barnavagn
á undan sér. Sagt var
að Friðrik væri hér
Árna Snævar innan
handar vegna
afmælisveislu en
afmælisbarnið
var annar Árni og
er sá Sævarsson. Eru hlutaðeigandi
beðnir velvirðingar á þessu, ekki
síst Árni Snævarr en yfir hann
rigndi í gær óbótaskömmum frá
fólki sem taldi furðu sæta að hafa
ekki fengið boðsmiða í veisluna.
Óljósar fréttir berast frá framleiðslu-
fyrirtækinu Saga Film. Starfsmenn
þar á bæ leita nú logandi ljósi að
tvífara grínistans Péturs Jóhanns
Sigfússonar fyrir væntanlegan
sjónvarpsþátt. Engar upplýsingar
fást um hvað nákvæmlega er að
ræða en þeir sem telja
sig líkan Pétri ættu að
setja sig í samband við
fyrirtækið. Það skyldi
þó aldrei vera að tveir
einstaklingar með þetta
sérstaka útlit nái að
verða frægir á
Íslandi.
- jbg, hdm
FRÉTTIR AF FÓLKI
Nafnið Tinatin Japaridze kemur
sennilega flestum Íslendingum
spánskt fyrir sjónir. En það tengist
landi og þjóð með nokkrum sérstök-
um hætti. Því þessi georgíska popp-
stjarna sem alin er upp í Moskvu en
býr nú í New York er einn þriggja
höfunda að framlagi Íslands til Eur-
ovision, Is it True? sem Jóhanna
Guðrún flytur. Og Íslendingar
hafa þarna náð töluverðu forskoti
á önnur lönd með ögn skárri rúss-
neskri tengingu en Rússalánið
víðfræga. „Við reyndum að halda
þessu leyndu enda vildum við að
fólkið kynni að meta lagið en væri
ekki að spá í einhverja pólitík. Það
gekk eftir og ég get ekki beðið eftir
að hitta Jóhönnu, Óskar og Chris í
Moskvu,“ segir Tinatin í samtali við
Fréttablaðið í gær.
Is it True? var upphaflega hugs-
að á plötu Tinatin sem hún vann
með Óskari Páli og lagahöfundin-
um Christopher Neil í London fyrir
nokkrum árum. Lagasmíðarnar
gengu hins vegar það vel að lagið
rataði ofan í skúffu þar sem það
hálfpartinn gleymdist. „Síðan hafði
Óskar samband við mig fyrir hálfu
ári og spurði hvort það væri mér að
sársaukalausu að senda lagið inn í
Eurovision,“ útskýrir Tinatin sem
fór í kjölfarið að fylgjast grannt
með keppninni hérna heima í gegn-
um fartölvu sína í New York. „Óskar
var alveg handviss um að það kæm-
ist í gegnum sextánlaga-úrslitin en
svo gæti brugðið til beggja vona á
úrslitakvöldinu.“ Tinatin hélt því
niðri í sér andanum þegar hún
horfði á úrslitakvöldið og reyndi að
skilja hvað væri í gangi. „Ég skil
auðvitað ekki stakt orð í íslensku
og vissi því ekkert hvernig þetta fór
fram. Fyrst hélt ég að við hefðum
lent í öðru sæti og fannst það alveg
frábært. Ég meira að segja vakti
mömmu mína í Moskvu og sagði
henni frá því. En svo varð náttúr-
lega allt brjálað þegar ég komst að
því að við hefðum unnið og hvorki
ég, Christopher né Óskar Páll
vorum viðstödd,“ segir Tinatin.
Söngkonan er nú að vinna að
því að þýða texta lagsins yfir á
rússnesku ásamt landa sínum
sem búsettur er í New York. Og
hún hlakkar mikið til að koma til
Moskvu og fá tækifæri til að taka
þátt í Eurovision-ævintýri Íslend-
inga og hitta fjölskyldu sína sem
þar er búsett. Tinatin hefur jafn-
framt mikla trú á Jóhönnu Guð-
rúnu. „Þegar maður er listamað-
ur er maður mjög vandfýsinn á
aðra listamenn. En að svona falleg
stúlka geti sungið jafn vel er nátt-
úrlega bara draumur.“ Og Tinatin
telur að Íslendingar hafi alla burði
til að heilla að minnsta kosti Rússa
upp úr skónum ef ekki aðrar þjóð-
ir. „Samband Íslands og Rússlands
er mjög sérstakt og ég held að þetta
eigi eftir að ganga mjög vel.“
freyrgigja@frettabladid.is
TINATIN JAPARIDZE: LYKILLINN AÐ HJARTA RÚSSNESKA BJARNARINS
Leynihöfundur að íslenska
Eurovisionlaginu Is it True?
KOMIN MEÐ FORSKOT Jóhanna Guðrún
er óneitanlega komin með forskot á
önnur lönd með þessari rússnesku
tengingu. Hún er ögn skárri en Rússa-
lánið víðfræga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ÞÝÐIR TEXTANN YFIR Á RÚSSNESKU Tinatin vinnur nú hörðum höndum að því að
þýða texta íslenska Eurovision-lagsins yfir á rússnesku og telur að það gæti heillað
Rússa upp úr skónum.