Fréttablaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 21
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Jóhannes Steinn Jóhannesson er matreiðslumaður á veitingastaðnum Vox. Hann ber titilinn matreiðslu- maður ársins 2008 og býður les- endum uppskrift að bleikju forrétti sem hann setti saman fyrir Vox á dögunum. „Þessi réttur er agalega góður með bleikju frá Klaustri og svo nota ég smá humar og skyr en við erum bara í nýnorrænni matreiðslu hér á Voxinu,“ útskýrir Jóhannes og segir vatnið ekki sótt yfir lækinn. „Við notum eingöngu hráefni frá Norður- löndunum og eins mikið íslenskt og við getum.“ Jóhann segist reynd- ar ekki fara sjálfur að veiða fisk- inn en matreiðslumennirnir á veit- ingastaðnum séu þó að skipuleggja sveppatínsluferð í sumar og tíni blóðberg og jurtir í matreiðsluna sjálfir þegar þeir geta. „Við erum alla daga í því að gera tilraunir með íslenskt hrá- efni, innan skynsamlegra marka þó,“ bætir hann við hlæjandi. „Við höfum ekki verið að steikja íslenska snigla enn þá.“ Inntur eftir uppáhaldsmatnum sínum segist Jóhannes borða hvað sem er. „Best er að fara í mat til mömmu og fá venjulegan heimilis- mat. Ég elda alltaf heima hjá mér og tek uppvaskið í leiðinni, enda þjálf- aður í þessu og jú, ég býð mömmu líka í mat öðru hvoru.“ heida@frettabladid.is Íslensk bleikja og skyr Íslenskt hráefni er í hávegum haft hjá matreiðslumanni ársins 2008 því Jóhannes Steinn Jóhannesson gerir tilraunir með það á hverjum degi. Hann gefur lesendum uppskrift að forrétti með íslenskri bleikju. Jóhannes Steinn matreiðslumaður töfrar fram ljúffengan bleikjuforrétt sem hann segir einstaklega góðan. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Bleikjurúlla 1 flak taðreykt bleikja frá Skútustöðum 1 flak lítil Klausturs- bleikja 100 g hreint skyr Salt Pipar Roðflettið reykta bleikju, beinhreinsið og frystið. Skerið því næst í langar þynnur og leggið á bökunarpappír. Roð- flettið og beinhreinsið Klaustursbleikjuna og skerið niður mjög smátt. Blandið saman við skyr og smakkið til með salti og pipar. Setjið blöndu í sprautupoka og sprautið jafnri línu á reyktu bleikjuþynnuna og vefjið þétt upp í plastfilmu. Frystið og skerið í jafna bita eftir vild. Grafin bleikja 1 flak fersk Klausturs- bleikja 100 g Svartigaldur frá Sverri Guðjónssyni te- meistara 40 g salt 60 g sykur Roðflettið og bein- og fituhreinsið bleikjuna. Blandið tei, salti og sykri saman og sáldrið yfir bleikju. Látið standa yfir nótt. Skolið og skerið í þunnar sneiðar þegar á að bera fram. Humar 4 stk. stórir humarhalar, pillaðir Saxað dill Salt Pipar Eldið humarhala í örlítilli olíu í ofni við 160 °C í um fjórar mínútur. Kryddið með salti, pipar og dilli. Skyrkrem 100 g hreint skyr 3 stilkar ferskt fáfnisgras Salt Saxið fáfnisgras örfínt og blandið saman við skyrið. Hrærið rösklega saman og smakkið til með smá salti. Agúrkur ½ stk. íslensk agúrka Salt Dill Hrásykur Repjuolía frá Bornholm Saxið gúrkur fínt niður. Setjið dill, hrásykur og olíu út á og blandið vel saman. Smakkið til með örlitlu salti. BLEIKJA, REYKT OG GRAFIN með humri, agúrkum, skyri og Svartagaldri FYRIR 4 KONSÚM kallast nýjasta páskaeggið úr ranni Nóa Siríus. Eggið sem verður aðeins fáanlegt í einni stærð er búið til úr suðusúkkulaðinu gamla og er ekki síst ætlað fullorðnum sælkerum. Undirstaðan í fyllingu páska- eggsins er konfektmolar, rúsínur og karamellur. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Heimasíða www.perlan.is H ri n g b ro t Næg ókeypis bílastæði við Perluna Ódýrt og gott! Súpubar 620 kr. Salatbar 990 kr. Súpa og salatbar á aðeins 1.430 kr. ~ NÝBAKAÐ BRAUÐ FYLGIR MEÐ SÚPU- OG SALATBAR. ~ Í kaffiteríunni Perlunnar er hægt að fá alls kyns góðgæti á frábæru verði: Crépes, samlokur, pizzur og smurt brauð. Eins er hægt að fá heimatilbúinn ítalskan ís, alls kyns ísrétti, kökur og tertur. Vegna mikillar eftirspurnar hefur Allt í steik verið framlengt til 19. apríl!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.