Morgunblaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HLAUPIZT UNDAN ÁBYRGÐ? Stjórnarandstaðan hefur neitaðað skipa fulltrúa í nefndmenntamálaráðherra, sem á að semja frumvarp til laga um fjöl- miðla, byggt á skýrslu fyrri fjöl- miðlanefndar allra flokka. Ástæðan er sú, að sögn forystumanna stjórn- arandstöðuflokkanna, að þeir vilja nýja nefnd. Sú á að fjalla heildstætt um fjölmiðlamarkaðinn, þar með tal- ið Ríkisútvarpið. Í bréfi sínu til menntamálaráðherra segist stjórn- arandstaðan alla tíð hafa viljað spyrða saman almenna löggjöf um fjölmiðla og málefni Ríkisútvarps- ins. Það kemur nokkuð spánskt fyrir sjónir að stjórnarandstöðuflokkarnir vilji í nýrri nefnd taka upp málefni Ríkisútvarpsins sérstaklega. Í skýrslu þverpólitísku fjölmiðla- nefndarinnar, sem skilaði af sér í apríl síðastliðnum, er fjallað um Ríkisútvarpið og gerðar tillögur um að almannaþjónustuhlutverk þess verði styrkt. Frumvarp, sem stuðlar að slíku með breytingu á rekstr- arformi Ríkisútvarpsins og betri skilgreiningu á hlutverki þess liggur nú fyrir Alþingi. Að öðru leyti er hins vegar mótun stefnu fyrir Ríkisútvarpið og samn- ing löggjafar um eignarhald á fjöl- miðlum algerlega aðskildir hlutir. Það þarf ekki að fjallar frekar um eignarhald á RÚV; þverpólitísk samstaða ríkir um að hér verði áfram ríkisútvarp. Hins vegar er full þörf á að sett verði lög um eign- arhald á fjölmiðlum á einkamarkaði, með það að markmiði að hindra samþjöppun eignarhalds og draga úr möguleikum á að fyrirtækjasam- steypur misbeiti fjölmiðlum. Þörfin fyrir slíka löggjöf hefur ef eitthvað er orðið enn skýrari eftir að þver- pólitíska fjölmiðlanefndin lauk störf- um. Ástæðan fyrir því að stjórnarand- stöðunni var boðin aðild að fjöl- miðlanefndinni haustið 2004 var auð- vitað viðleitni til að skapa nýja sátt eftir þau miklu átök, sem orðið höfðu um fjölmiðlafrumvarp ríkis- stjórnarinnar þá um sumarið og synjun forseta Íslands á fjölmiðla- lögum frá Alþingi með tilvísun til „gjár milli þings og þjóðar“. Sú lög- gjöf snerti Ríkisútvarpið hins vegar ekki neitt. Um málefni þess gilda raunar eðli málsins samkvæmt allt önnur lögmál en um aðra fjölmiðla. RÚV er ríkisútvarp og ber skyldur í samræmi við það. Það er ekki og á ekki að vera eins og aðrir fjölmiðlar. Stjórnarandstaðan telur nú að hægt sé að fela sérfræðingum að semja nýtt frumvarp til fjölmiðla- laga. Hún var ekki þeirrar skoðunar þegar hið upphaflega fjölmiðlafrum- varp var samið. Hvernig stendur á því að hún telur sig nú ekki þurfa að eiga fulltrúa í nefndinni, sem semur frumvarpið? Getur verið að stjórnarandstöðu- flokkarnir vilji firra sig ábyrgð á því að semja fjölmiðlalög, sem taka í raun og veru á þeirri samþjöppun eignarhalds, sem orðið hefur til hér á fjölmiðlamarkaðnum og myndi tæplega líðast í nokkru öðru vest- rænu ríki? Reynir hún að tengja saman málefni Ríkisútvarpsins og fjölmiðlalöggjöfina til að reyna að hindra hvort tveggja; nauðsynlegar breytingar á rekstrarformi RÚV og fjölmiðlalöggjöf, sem í raun og veru breytir einhverju um stöðuna á fjöl- miðlamarkaði? Hleypst stjórnarand- staðan, undir forystu Samfylkingar- innar, alltaf undan ábyrgð þegar taka þarf erfiðar ákvarðanir? ER ÞETTA RÉTT AÐFERÐ? Tony Blair, forsætisráðherra Bret-lands, hefur hafið nýja sókn gegn andfélagslegri hegðun og kynnt að- gerðir, sem eiga að stuðla að auknum þegnskap og virðingu í samfélaginu. Til þess að ná þessum markmiðum er gert ráð fyrir að hægt verði að reka í burtu í þrjá mánuði svonefnt vandræðafólk og vandræðafjölskyld- ur, sem sagðar eru til vandræða og ama fyrir nágranna. Einnig verður heimilt að svipta þetta fólk velferð- arbótum. Um hina nýju herferð sagði for- sætisráðherrann m.a.: „Við munum beita fullri hörku í þessum málum til að hinn stóri meiri- hluti löghlýðins og heiðarlegs fólks þurfi ekki að líða fyrir framkomu fárra einstaklinga og fjölskyldna, sem halda að ekkert tillit þurfi að taka til annarra.“ Samkvæmt hugmyndum Tony Blairs verður hægt að neyða svo- nefndar vandræðafjölskyldur til að sækja endurhæfingarnámskeið og yf- irvöld á hverjum stað geta jafnvel neytt þær til að búa á ákveðnum stöð- um, sem sérstaklega eru ætlaðir vandræðafólki. Það er sjálfsagt ekki hægt að bera saman brezkt þjóðfélag og íslenzkt. Í Bretlandi hefur öldum saman verið djúpstæð stéttaskipting, svo að dæmi sé nefnt. Engu að síður hljóta menn að spyrja hvort hörkulegar aðgerðir af þessu tagi muni skila raunveruleg- um árangri. Er einhver munur á því, að skipa Gyðingum í Þýzkalandi fjórða áratugarins að búa saman í hverfum eða að stefna svonefndu vandræðafólki saman á sama stað í hverfum í Bretlandi nútímans? Eru líkurnar á því, að með þessum aðferðum verði dregið úr reiði og beizkju þess fólks, sem með einhverj- um hætti hefur orðið undir í lífinu? Svonefnt vandræðafólk er bara fólk eins og við öll. Það bregzt við á neikvæðan hátt ef að því er veitzt og á jákvæðan hátt ef komið er fram við það af fullri virðingu. Það er umhugsunarefni og kannski undrunarefni að forsætisráðherra úr Verkamannaflokknum skuli vera það sérstakt hjartans mál að koma fram við fólk með þeim hætti, sem hér var lýst. Auðvitað þarf agi að ríkja í sam- félögum fólks. Auðvitað þurfa þegnar samfélags að hlíta settum lögum og reglum. En það hljóta að vera til skynsamlegri aðferðir til þess að ná fram slíkri háttsemi en safna fólki saman í eins konar „ghettó“ eins og Tony Blair stefnir að. Með tilkomu fastanefnd-arinnar í Róm er Íslandkomið með skrifstofurá þeim fjórum stöðum sem eru mikilvægastir fyrir störf Sameinuðu þjóðanna – New York, París, Genf og Róm. Það er mik- ilvægur áfangi,“ segir Guðni Braga- son. Hann hefur starfað innan ís- lensku utanríkisþjónustunnar um árabil og sinnt störfum í Róm síðan í ágúst. „Það var löngu tímabært að setja á stofn fastanefnd hjá aðalstöðvum FAO í Róm. Þar eru líka aðalskrif- stofur WFP og IFAD. Þótt ég sinni öllum þremur stofnununum er starfið að FAO-málum það mikil- vægasta á mínu verksviði. Segja má að hagsmunir Íslands í sjávarútvegi og landbúnaði hafi gert að verkum að ákveðið var að stofna fastanefnd hjá FAO í Róm. Samhliða þessu var ákveðið að skrifstofan yrði jafn- framt sendiráð gagnvart Ítalíu, en lengi hefur verið fyrir hendi áhugi á að opna sendiráð í einu Miðjarðar- hafsríkja Evrópusambandsins,“ segir Guðni. Áður sinnti íslenska sendiráðið í París sendiráðsstörfum gagnvart Ítalíu, en nú hafa þau flust til Róm- ar. Sendiherrann í París, Tómas Ingi Olrich, er þó áfram sendiherra gagnvart Ítalíu. Stjórnarskrá fiskveiða Að sögn Guðna á ákvörðunin um fastanefndina í Róm sér nokkurn aðdraganda. „FAO er afar mikilvæg stofnun fyrir Ísland. Hún er sú hnattræna stofnun sem fjallar um málefni sjáv- arútvegsins og gegnir því veiga- miklu hlutverki fyrir allar fiskveiði- þjóðir. FAO er nokkurs konar þekkingarmiðstöð. Þar hefur síð- ustu 60 árin verið safnað saman um- fangsmiklum tölfræðilegum upp- lýsingum, þekkingu og reynslu er varða viðfangsefni stofnunarinnar og ekki síst í sjávarútvegi. Hjá FAO er starfrækt sjávarútvegsskrifstofa með tugi starfsmanna og á vett- vangi hennar, einkanlega í sjávar- útvegsnefndinni (COFI), fara fram mikilvægar umræður um sjávarút- vegsmál. Einn af yfirmönnum sjáv- arútvegsskrifstofu FAO er dr. Grímur Valdimarsson, sem fer þar meðal annars með fiskiðnaðarmál. Íslensk stjórnvöld líta svo á að fisk- veiðistjórnun og veiðar séu fyrst og fremst á hendi þeirra þjóða sem hagsmuna hafi að gæta. Sum mál- efni í sjávarútvegi eru þó hnattræn í eðli sínu og þegar slík mál eru ann- ars vegar er litið svo á að rétti vettvangurinn til að r eins og Einar K. Guðfinns arútvegsráðherra lagði áh ræðu sinni á aðalfundi FA ember síðastliðnum,“ segir Aðspurður hvaða hnattr um sé að ræða nefnir Guð gegn ólöglegum veiðum, um stefnu einstakra þjóða um hafsins, fiskveiðar í s samhengi og greiningu styrkjum í sjávarútvegi. Ísland með sen og fastanefnd á Morgunblaðið/Bryn Guðni Bragason hefur starfað innan íslensku utanríkisþjónustun árabil og segist sjá mikla viðskiptamöguleika á Ítalíu. SENDISKRIFSTOFUR íslensku utanríkisþjónustunnar gagnvart alþjóðastofnunum eru kallaðar fastanefndir og forstöðumaðurinn fastafulltrúi. Íslenska fastanefndin í Róm kemur fram fyrir Íslands hönd hjá eftirfarandi stofnunum Samein- uðu þjóðanna: FAO – Matvæla- og landbún- aðarstofnun Sameinuðu þjóðanna Leitast við að tryggja fæðu- öryggi jarðarbúa meðal annars með verkefnum á sviði landbún- aðar og sjávarútvegs. Rekur sjáv- arútvegsskrifstofu og er alheims- vettvangur fyrir sjávarútv WFP – Matvælaáætlun uðu þjóðanna Skipuleggur umfangsm matvælaaðstoð við fólk se við hungur af völdum nátt úruhamfara, ófriðar og an Sinnir á hverju ári milljón manna um víða veröld. IFAD – Alþjóðasjóður u landbúnaðar Sjóður sem veitir lán me vöxtum og aflar fjár til þr arverkefna í landbúnaði o útvegi í þeim tilgangi að a fæðuframleiðslu. Fastanefnd og fastafulltr Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sigridurv@mbl.is Það má ekki dragast lengurað grípa til aðgerða tilþess að koma í veg fyrirfrekari hlýnun loftslags af völdum gróðurhúsaáhrifa, að sögn Wallace S. Broecker, prófessors í jarðefnafræði við Columbia-háskólann í New York, en hann er einn fremsti vísindamað- ur heims í rannsóknum á umhverf- is- og loftslagsbreytingum jarðar- innar. Broecker var væntanlegur til landsins í morgunsárið, en á morg- un heldur hann fyrirlestur um lofts- lagsbreytingar í Háskóla Íslands. Þar mun hann meðal annars fjalla um hvernig megi meta áhrif kol- tvíoxíðs í andrúmsloftinu. Broecker bendir á að loftslag hafi hlýnað nokkuð jafnt og þétt síðustu 30 árin, en þrátt fyrir þetta hafi afar lítið verið gert í málunum. „Við verðum að grípa til miklu róttækari aðgerða á næstu 30 árunum,“ segir hann. Orkunotkun muni halda áfram að aukast og kol verði al- gengasta orkuformið í framtíðinni. Margir telji Kyoto-samkomulagið hafa verið spor í rétta átt í loftslags- málum, en þar hafi aðeins verið um örlítið skref að ræða. „Við lok gild- istíma Kyoto mun vöxtur koltvíox- íðs verða meiri ár hvert en hann er nú, vegna þess að þróunarríki á borð við Kína nýta orku í æ meira mæli,“ segir hann. Einungis ein leið fær Broecker segir að í fyrra hafi um 25 milljarðar tonna koltvíoxíðs ver- ið framleiddir í heiminum með brennslu eldsneytis, sem sé mikið magn. Hann kveðst telja að einung- is ein leið sé fær til þess að stöðva þessa þróun á næstu 50–75 árunum. „Hún snýst um að nema á brott kol- tvíoxíð í andrúmsloftinu og binda það djúpt í jörðu,“ segir Broecker. „Við verðum að gera það að lyk- ilatriði að nema á brott koltvíoxíð sem kemur frá stórum orkuverum og líka það sem er í andrúmsloftinu almennt,“ segir hann. Spurður um hvernig orkuverð myndi þróast yrði gripið til þessa segist Broecker meta það svo að það muni ekki hækka um meira en 20%. Undanfarin tvö ár hafi ýmsir fengi fyrir Megi nefna stjórn sem breyt stöð Norð um í stöð tvíoxí Broe leggur áherslu á mikilvæg hefja strax aðgerðir við a brott koltvíoxíð úr andrúm og binda það í jörðu. „Ég mikilvægt því enginn hefu sinni reynt að nema efnið á lofti og við höfum mjög tak reynslu af því að binda þa Undirbúningur mun því ta urn tíma, þróa þarf þá tæk þarf, ná þarf samkomulagi mögnun og þá er nauðsynl ríki heims fáist til þess þykkja að taka þátt í þess hann. Sá hluti verði senn iðastur. „Ekki er víst að s lag takist um þetta, en við að reyna,“ segir hann. Wallace S. Broecker heldur erindi hér á landi Wallace S. Broecker Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Nema þarf á bro tvíoxíð og binda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.