Morgunblaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK  Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gerðu upp við þig hvað þú vilt fá út úr tilteknu sambandi. Hálfbakaðar eða óljósar skuldbindingar þarfnast úr- lausnar. Hér er augljóslega á ferðinni verkefni sem þarfnast viðbragða frem- ur en málþófs. Naut (20. apríl - 20. maí)  Athafnir á ólíkum sviðum lífsins gleðja nautið. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið. Leggðu verkefnalistann til hliðar og gefðu þér svigrúm fyrir óvæntar uppákomur. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er sóun á tíma og orku að ætla að standa á máli sínu í dag, ekki síst við ljón eða bogmann. Er ekki frábært hversu góðum árangri maður nær ef maður er sáttur þótt aðrir haldi að maður hafi rangt fyrir sér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Iðkun, agi og endurtekning skila ár- angri. Haltu þínu striki þrátt fyrir óþægindi, efasemdir og eigin takmark- anir. Þess verður ekki langt að bíða að nístandi sársauki hjartans breytist í gleði. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Allt er eins og það á að vera. Í alvöru. Að berjast gegn straumnum er eins og að ætla sér að hamla gangi jarðarinnar um sólu. Sættu þig við núverandi stöðu áður en þú reynir að breyta henni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Himintunglin hvetja meyjuna til þess að losa sig við takmarkandi hugmyndir um sjálfa sig. Hún getur tekist á við ferðalög, auðævi og frægð ef hún bara trúir því sjálf. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ef breyting verður á viðhorfi vog- arinnar til vinnunnar er allt eins hugs- anlegt að hún laði að sér áhugaverða manneskju. Eitt leiðir af öðru og fyrr en varir verður hún hluti af hópi sem hana hefur alltaf langað til þess að til- heyra. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Fjölskyldan virðir sporðdrekann hugs- anlega meira, ef hann lærir að deila skyldum sínum með fleiri. Að fjárfesta í öðrum þýðir að vita hvenær maður á að leyfa fólki að klára sitt upp á eigin spýtur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Reyndu að komast hjá því að taka að þér of mörg verkefni, þú sérð bara eftir því síðar. Vellíðan er mikilvægari en hvaða peningaupphæð sem er. Notaðu kvöldið í að spá í spennandi leiðir til þess að sjá þér farborða. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Opinber persóna steingeitarinnar fær- ir henni verkefni, vini og rómantík. En það er samband hennar við sjálfa sig sem færir henni hamingju. Athugaðu hvaða tóntegund þú notar þegar þú ert á eintali við þína eigin persónu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn eyðir peningum til þess að græða peninga og eyðir þeim svo aftur í kvöld í skemmtanir og afþreyingu, sem er vel þess virði. Vogir og hrútar sýna þér fádæma ástleitni. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn er að verða sterkari og vitr- ari og þarf að sýna þeim sem taka hæg- ari framförum þolinmæði. Reyndu að fara út í viðskipti með krabba, sér- staklega ef þú hyggst selja það sem þú hefur skapað. Stjörnuspá Holiday Mathis Tungl í krabba minnir á móður, sem er sterk og við- kvæm í senn. Hún finnur styrk í viðkvæmninni og viðkvæmni í styrknum. Leystu vandamál sem þú glím- ir við í sambandi við kvenpersónu í lífi þínu, heilunin felst í uppgjöfinni. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 hlutdeild, 4 lóð, 7 ól, 8 halinn, 9 illgjörn, 11 gylla, 13 hæðum, 14 Jesú, 15 fá á sig þunnan ís, 17 skaði, 20 sár, 22 myndun, 23 grefur, 24 eldstæði, 25 skepnurnar. Lóðrétt | 1 árás, 2 súr- efnið, 3 vot, 4 listi, 5 skikkju, 6 niðurfelling, 10 yfirbygging á skipi, 12 keyra, 13 stefna, 15 hafa stjórn á, 16 saddi, 18 kantur, 19 líffærin, 20 sæla, 21 föndur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 kvenfólks, 8 vítur, 9 öldur, 10 Týr, 11 neita, 13 feikn, 15 bauks, 18 skóla, 21 tóm, 22 Eldey, 23 efast, 24 fangelsið. Lóðrétt: 2 vetni, 3 narta, 4 óþörf, 5 koddi, 6 svín, 7 grun, 12 tak, 14 eik, 15 brek, 16 undra, 17 stygg, 18 smell, 19 óvani, 20 autt. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Café Rosenberg | Halli Reynis með tón- leika í kvöld. Norræna húsið | Félag þjóðfræðinga á Ís- landi stendur fyrir tónleikum með skoska sekkjapípuleikaranum og þjóðfræðingnum Gary West í Norræna húsinu 12. janúar kl. 20. Gary West er talinn einn besti sekkja- pípuleikari Skotlands og hefur komið fram á virtustu tónlistarhátíðum. Aðgangseyrir er 1.500 kr. Myndlist Aurum | Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir vöruhönnuður sýnir handgerðar fígúrur sem unnar eru út frá þörfum eigendanna, s.s. gegn myrkfælni. www.fridayfans.com. Opið mán.–fös. 10–18 og lau. 11–16. Café Karólína | Aðalsteinn Svanur sýnir bleksprautuprentaðar ljósmyndir á segl- dúk til 3. febr. www.simnet.is/adals- teinn.svanur Gallerí + Akureyri | Ingileif og Áslaug Thorlacius til 22. jan. Opið um helgar kl. 14–17. Gallerí Sævars Karls | Byggir brú milli náttúru og borgar – Helgi Már Kristinsson sýnir abstrakt málverk. Til 26. jan. GUK+ | Hartmut Stockter til 16. jan. Hafnarborg | Kári Sveinsson frá Færeyjum og Pétur Bjarnason, myndhöggvari. Til 30. jan. Hallgrímskirkja | Kristín Gunnlaugsdóttir og Margrét Jónsdóttir til febrúarloka. Hrafnista, Hafnarfirði | Ellen Bjarnadóttir sýnir í Menningarsal til 7. febrúar. Iða | Sölusýning á málverkum Þóru Guð- rúnar Benediktsdóttur til loka janúar. Kaffi Sólon | Dóra Emils – Heyr himna smiður – til 14. jan. Karólína Restaurant | Óli G. með sýn- inguna Týnda fiðrildið til loka apríl. Kling og Bang gallerí | Ég sýni ekkert en í nýju samhengi eftir Erling T.V. Klingenberg & Hreyfingar – Movements eftir Sirru, Sig- rúnu Sigurðardóttur. Til 22. janúar. Opið fim.–sun. kl. 14–18. Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýning. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist II – Um rými og frásögn. Sýning á verkum 13 ísl. samtímalistamanna. Til 12. febrúar. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Bernd Koberling til 22. janúar. Maðurinn og efnið, yfirlitssýning. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Erró til 23. apríl Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Jóhannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá fæðingu málarans. Til 19. mars. Nýlistasafnið | Kees Visser, Þór Vigfússon og Ívar Valgarðsson. Til 28. jan. Saltfisksetur Íslands | Margrét Bára með málverkasýningu í Listsýningarsal til 27 jan. Opið alla daga frá 11–18. Yggdrasill | Tolli til 25. jan. Þjóðmenningarhúsið | Á veitingastofunni Matur og menning í Þjóðmenningarhúsinu eru sýnd málverk eftir Hjört Hjartarson – Myndir frá liðnu sumri. Þjóðminjasafn Íslands | Huldukonur í ís- lenskri myndlist í Bogasal, til 28. maí. Ljós- myndir Marcos Paoluzzo í Myndasal og ljósmyndir Péturs Thomsen í Myndasal. Til 20. febrúar. Söfn Hönnunarsafn Íslands | Feðginin Erla Sól- veig Óskarsdóttir, iðnhönnuður, og Óskar L. Ágústsson, húsgagnasmíðameistari, sýna verk sín. Safnið er opið kl. 14–18, lokað mánudaga. Til 20. jan. Þjóðmenningarhúsið | Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá Nóbelsverðlaunaveitingunni til Halldórs Laxness hefur Gljúfrasteinn sett upp sýningu í bókasal Þjóðmenning- arhússins. Sjá má sjálfan Nóbels- verðlaunapeninginn, kjólinn sem Auður Laxness klæddist við afhendingarathöfn- ina, borðbúnað frá Nóbelssafninu í Svíþjóð o.fl. Þjóðmenningarhúsið | Sýnishorn af ár- angri fornleifarannsókna sem njóta stuðn- ings Kristnihátíðarsjóðs eru til sýnis í and- dyri Þjóðmenningarhússins. Rannsóknirnar fara fram á Skriðuklaustri, Hólum, Þingvöllum, Keldudal, Reykholti, Gásum, Kirkjubæjarklaustri og Skálholti. Auk þess eru kumlastæði um land allt rannsökuð. Þjóðminjasafn Íslands | Boðið upp á fjöl- breytta fræðslu og þjónustu fyrir safn- gesti. Þar eru nýstárlegar og vandaðar sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Skemmtanir Félag íslenskra línudansara | Félagið held- ur sína fyrstu línudanskeppni 14. janúar í Íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ. Húsið opnað kl. 14.30 og mótið byrjar kl. 15. Að- gangseyrir 1.500 kr., en 1.000 kr. fyrir fé- lagsmenn. Í tilefni af keppninni verður fé- lagið með línudansleik um kvöldið í Breiðfirðingabúð kl. 21. Allir velkomnir. Stjórnin. Kiwanishúsið | Félagsvist alla fimmtudaga í Kiwanishúsinu Mosfellsbæ, í landi Leir- vogstungu við Vesturlandsveg. Spilaverð- laun, kaffiveitingar. Sími 566 7495, húsið opnað kl. 20. Fyrirlestrar og fundir Landakot | Fræðslunefnd Rannsóknastofu HÍ og LSH í öldrunarfræðum (RHLÖ) held- ur fræðslufund 12. janúar kl. 15, í kennslu- salnum á 6. hæð á Landakoti. Guðrún Reykdal félagsráðgjafi mun fjalla um ís- lenskar niðurstöður úr Rai Home Care- rannsókn. Sent verður út með fjar- fundabúnaði. Versalir, Ráðhúsi Þorlákshafnar | Sam- fylkingin í Þorlákshöfn boðar til fundar fimmtudaginn 12. janúar kl. 20 í Ráðhús- kaffi. Fundarefni eru stjórnmál líðandi stundar og framboðsmál. Gestir fundarins verða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson og þingmenn kjördæm- isins. Allir Samfylkingarfélagar og velunn- arar velkomnir. Frístundir og námskeið Hússtjórnarskólinn | Náttúrlækningafélag Reykjavíkur heldur matreiðslunámskeið í grænmetisréttum laugardaginn 14. jan. Að þessu sinni hefur félagið fengið til liðs við sig Dóru Svavarsdóttur matreiðslumeist- ara frá veitingahúsinu Á næstu grösum. Námskeiðið verður haldið í Hússtjórn- arskólanum, Sólvallagötu 12, og stendur yfir frá kl. 11–17. „ÞAÐ sem einkennir fiðlukonsert Sibeli- usar og er kannski helsta ástæðan fyrir vinsældum hans er hversu vel tónskáld- inu tekst að sameina glæsilega virtúósa- spilamennsku og innhverfar kyrrð- arstundir,“ segir Árni Heimir Ingólfs- son tónlistarfræð- ingur um einleiks- konsertinn sem Boris Brovtsyn flyt- ur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands í kvöld. Hljómsveitarstjóri verður Arvo Volmer. Önnur verk á efnisskránni eru Lemm- inkäinen og stúlkurnar frá Saari, auk þess sem þar verður að finna tvö verk eftir ungverska tónskáldið Zoltán Kodály. Efn- isskrána má nálgast á heimasíðu Sinfón- íuhljómsveitarinnar: sinfonia.is. Sinfónían leikur Sibelius
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.