Morgunblaðið - 12.01.2006, Síða 47

Morgunblaðið - 12.01.2006, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 47 HESTAR HESTAVEFURINN 847.is stóð fyrir ljósmyndasamkeppni í lok síðasta árs og liggja nú úrslit fyrir um bestu hestaljósmynd ársins 2005. Á fjórða hundrað mynda barst í keppnina en dóm- nefnd valdi sex þeirra til úrslita og 830 lesendur vefjarins kusu síðan um hvaða mynd hlyti fyrstu verðlaun. Ljósmynd Hugrúnar Hörpu Reynisdóttur á Kjalarnesi, Kíkt af syllu, varð hlutskörpust og hlaut hátt í helming atkvæða. Myndin sýnir folald á Hlíðarbergi á Hornafirði sem horfir fram af klettasyllu. Í öðru sæti varð mynd Lindu Sverrisdóttur sem nefnist Í langferð og sýnir hún hestamenn á ferð yfir Stóru-Laxá. Sigurjón Reynisson frá Miðengi sendi myndina inn í keppnina. Þriðja sætið kom í hlut Hálfdáns Jónssonar í Noregi og er myndin af nýfæddu folaldi í fífil- skreyttu túni. Verðlaunahafar fá send gjafabréf frá hestavöruversluninni Knapanum í Borgarnesi. Ljósmynda- samkeppni 847.is ÍÞRÓTTA- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, afhenti í síðustu viku á Grandhóteli 58 íþróttamönnum í 32 greinum viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur á liðnu ári. Sérsambönd innan ÍSÍ velja afreksfólk sitt í íþróttum og útnefndi Landssamband hesta- mannafélaga Sigurð Sigurðarson hesta- íþróttamann ársins 2005 og Huldu Gúst- afsdóttur hestaíþróttakonu ársins. Samtök íþróttafréttamanna völdu íþróttamann ársins í sama hófi og eins og kunnugt er varð Eiður Smári Guðjohnsen knatt- spyrnumaður langefstur í kjörinu. Nokkur umræða fer fram ár hvert á með- al hestamanna um vægi hestaíþrótta við kjör á íþróttamanni ársins og oft hefur sú gagnrýni heyrst að fyrrnefnd samtök snið- gangi hestamenn. Að þessu sinni lenti Sig- urður Sigurðarson í 12.–13. sæti í kjörinu og er það besti árangur hestaíþróttamanna síð- an árið 1993 en þá hlaut Sigurbjörn Bárð- arson titilinn íþróttamaður ársins. Úr sömu sveit, Rangárþingi ytra Sigurður og Hulda eru heiðruð fyrir afrek á keppnisvellinum árið 2005 og er viður- kenning þeirra verðskulduð. Sigurður var kjörinn knapi ársins af svo- kallaðri „hófapressu“ á uppskeruhátíð hestamanna í nóvember sl. Í umsögn stjórn- ar Landssambands hestamannafélaga segir um Sigurð: „Sigurður náði í sumar Íslands- meistaratitlinum í fjórgangi af þeim Olil Amble og Suðra frá Holtsmúla en þau hafa verið ósigrandi. Sigurður er heimsmeistari í fjórgangi og var sigur hans aldrei í hættu. Hann sýndi miklar framfarir í reiðmennsku og náði sigri jafnt í gæðinga-, íþrótta- og skeiðkeppni auk þess að sýna til dóms góð kynbótahross. Sigurður er góð fyrirmynd og hefur sýnt prúðmennsku og ástundun svo eftir er tekið. Enginn sem á horfði mun gleyma sýningu hans á gæðingnum Silfur- toppi frá Lækjamóti á HM þar sem hann var stærsta leynivopn Íslands.“ Huldu Gústafsdóttur vegnaði einnig vel á síðasta ári. Hún sigraði m.a. í Kvennatölti í atvinnumannaflokki og á Íslandsmótinu hafnaði hún í 3. sæti í fjórgangi og tölti í meistaraflokki. Umsögn stjórnar LH um Huldu hljóðar svo: „Hulda hefur staðið í fremstu röð kvenna í hestaíþróttum og hef- ur verið í landsliði Íslands. Hulda náði góð- um árangri í sumar og þá er helst að telja sigra hennar í tölti á hryssunni List frá Vakurstöðum.“ Hestaíþróttamenn ársins eru búsettir í sama sveitarfélaginu, Rangárþingi ytra, Sig- urður í Þjóðólfshaga í Holtum og Hulda á Árbakka í Landsveit, og sætir það nokkrum tíðindum. Ef til vill má segja að úrslitin endurspegli sterka stöðu hestamennskunnar í Rangárvallasýslu en sífellt fleiri hesta- menn setjast að í sýslunni og stærðarinnar hestabú, nokkurs konar búgarðar, rísa víða. Sigurður Sigurðarson og Hulda Gústafs- dóttir hestaíþróttamenn ársins 2005 Morgunblaðið/Eyþór Sigurður Sigurðarson og Silfurtoppur frá Lækjamóti í stuði á Íslandsmótinu. Ljósmynd/Gunnar Jónsson Hulda Gústafsdóttir og List frá Vakurstöðum fara mikinn á Selfossi. Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.