Morgunblaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Stóra svið
SALKA VALKA
Su 22/1 kl. 20 Fi 26/1 kl. 20
SÍÐUSTU SÝNINGAR!
WOYZECK
Su 15/1 kl. 20 Lau 21/1 kl. 20
Su 29/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR!
KALLI Á ÞAKINU
Su 15/1 kl. 14 Lau 21/1 kl. 14
Su 22/1 kl. 14 SÍÐUSTU SÝNINGAR!
CARMEN
Í kvöld kl. 20 FORSÝNING UPPSELT
Fö 13/1 kl. 20 FORSÝNING UPPSELT
Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT
Fi 19/1 kl. 20 Gul kort
Fö 20/1 kl. 20 Rauð kort
Fö 27/1 kl. 20 Græn Kort
Lau 28/1 kl. 20 Blá kort
Nýja svið/Litla svið
MANNTAFL
Lau 14/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20
SÍÐUSTU SÝNINGAR!
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Í FEBRÚAR!
BELGÍSKA KONGÓ
Su 15/1 kl. 20 UPPS. Fö 20/1 kl. 20 UPPS.
Lau 21/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20
Lau 4/2 kl. 20 Su 5/2 kl. 20
GLÆPUR GEGN DISKÓINU
Í kvöld kl. 20 FRUMS. UPPS. Fö 13/1 kl. 20
Lau 21/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20
Naglinn
e. Jón Gnarr í samstarfi við 540 Gólf leikhús
Fö 20/1 kl. 20 FRUMS. UPPS.Lau 21 /1 kl. 20
Su 22/1 kl. 20 UPPSELT Fö 27/1 kl. 20
Lau 28/1 kl. 20
Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is
Fullkomið brúðkaup - heldur áfram!
Lau. 7. jan.kl. 19 UPPSELT
Fös. 13. jan. kl. 20 UPPSELT
Lau. 14. jan. kl. 19 Örfá sæti laus
Lau. 14. jan. kl. 22 AUKASÝNING
Fös. 20. jan. kl. 20 Örfá sæti laus
Lau. 21. jan. kl. 19 Örfá sæti laus
Fös. 27. jan. kl. 20 Nokkur sæti laus
Lau. 28. jan. kl. 19 Laus sæti
Miðasala opin
allan sólarhringinn
á netinu.
Allir
norður!
Miðasalan opin virka daga kl. 13-17 og frá kl. 15 á laugardögum.
Sibelius
SÍMI 545 2500 :::WWW.SINFONIA.IS
Hljómsveitarstjóri ::: Arvo Volmer
Einleikari ::: Boris Brovtsyn
FIMMTUDAGINN
12. JANÚAR KL. 19.30
gul tónleikaröð í háskólabíói
Zoltán Kodály ::: Sumarkvöld
Jean Sibelius ::: Fiðlukonsert í d-moll
Jean Sibelius ::: Lemminkäinen og
stúlkurnar frá Saari
Zoltán Kodály ::: Páfuglstilbrigðin
Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga.
Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn.
ÖSKUBUSKA - La Cenerentola eftir ROSSINI
Frumsýning sun.5. feb. kl. 20
2. sýn. fös. 10. feb. kl. 20 – 3. sýn. sun. 12. feb. kl. 20 – 4. sýn. sun. 19. feb. kl. 20
www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200
Námskeið umÖskubusku og Rossini hjá Endurmenntun Háskóla Íslands
Skráning í síma: 525 4444 - endurmenntun@hi.is
FÖS. 20. JAN. kl. 20
LAU. 21. JAN. kl. 20
LAU. 28. JAN kl. 20
MIND KAMP
eftir Jón Atla Jónasson
FORSÝNING
FÖS. 13. JAN UPPSELT
HÁTÍÐAROPNUN
SUN. 15. JAN UPPSELT.
FIM. 19. JAN.
SUN. 22. JAN.
FÖS. 27. JAN.
SUN. 29. JAN.
TAKMARKAÐUR SÝNINGARFJÖLDI
EF
eftir Valgeir Skagfjörð/
Einar Má Guðmundsson
MÁN. 16. JAN. KL. 9 OG 11 UPPSELT
ÞRI. 17. JAN. KL. 9 OG 11 UPPSELT
ÞRI. 24. JAN. KL. 9 OG 11 UPPSELT
MIÐ. 25. JAN. KL. 9 OG 11 UPPSELT
HINIR árlegu nýárstónleikar í
Tíbrá-tónleikaröðinni í Salnum
verða haldnir laugardaginn 14. jan-
úar kl. 16. Þegar seldist upp á tón-
leikana og vegna mikillar aðsóknar
verða þeir endurfluttir sama kvöld
kl. 20 og enn eru nokkur sæti laus.
Á efnisskránni eru að vanda ljúf-
ustu söngvar, svellandi valsar,
spriklandi polkar og önnur gleði-
tónlist úr gnægtabrunni Vínar-
tónlistarinnar í flutningi Sigrúnar
Hjálmtýsdóttur sópransöngkonu og
Salonhljómsveitar Sigurðar Ingva
Snorrasonar. Hljómsveitin er skip-
uð átta tónlistarmönnum, fiðl-
aranum Sigrúnu Eðvaldsdóttur,
sem leikur einleik og er jafnframt
konsertmeistari salonhljómsveit-
arinnar, Pálínu Árnadóttur, fiðlu-
leikara, Bryndísi Höllu Gylfadóttur,
sellóleikara, Hávarði Tryggvasyni,
kontrabassaleikara, Martial Nar-
deau, flautuleikara, Sigurði Ingva
Snorrasyni, klarínettuleikara, Önnu
Guðnýju Guðmundsdóttur, píanó-
leikara og Pétri Grétarssyni, sem
leikur á slagverkshljóðfæri.
Salurinn hefur gengið til sam-
starfs við Tónlistarfélag Reykja-
nesbæjar og er það mikið fagnaðar-
efni að Nýárstónleikar í Tíbrá
verða að þessu sinni einnig fluttir á
vegum Tónlistarfélagsins í Lista-
safni Reykjanesbæjar sunnudaginn
15. janúar og hefjast kl. 17.00.
Nánari upplýsingar og miðapant-
anir fyrir þá tónleika eru í síma
421-3796.
Ósóttar pantanir fyrir tónleikana
14. janúar kl. 16 eru nú komnar í
sölu.
Morgunblaðið/Ómar
Tvennir nýárstónleikar
í Salnum í Kópavogi
Heildaráhorfendafjöldi sjálfstæðu
atvinnuleikhúsanna var um 170
þúsund á liðnu ári. Einnig sáu um
30 þúsund áhorfendur á vegum
fjögurra leikhúsa sýningar SL er-
lendis.
Á síðasta leikári voru um fimm-
tíu sviðsverk á vegum sjálfstæðra
atvinnuleikhópa sýnd. Áberandi
fjöldi uppsetninga fyrir börn og
unglinga hefur einkennt leikárið
og má þar til að mynda nefna
Ávaxtakörfuna, Kalla á þakinu,
Landið Vifra og Hrafnkelssögu.
Eins hafa verið fjölbreyttar dans-
sýningar á vegum Reykjavík dans-
festival og Dansleikhússins. Til-
raunaleikhús eru líka að spretta
upp.
„Aðstandendur sjálfstæðra at-
vinnuleikhópa fjárfesta iðulega af
eigin fé í uppsetningar sínar eða
slá persónuleg lán og þurfa að
reiða sig á greiðvikni aðstandenda
og vandamanna og útsölukaupa í
vinnuframlagi og efni. Það er því
ánægjulegt að sjá að erfiði þeirra
og áhugi á listsköpun í leikhúsi
höfðar til almennings. Landsmenn
hafa sýnt svo um munar að þeir
kunna að meta starfsemi sjálf-
stæðra atvinnuleikhópa og getur
allt sviðslistafólk fagnað þeim
áhuga sem starfi þeirra er sýndur
með þessum beina hætti,“ segir
Gunnar Gunnsteinsson, fram-
kvæmdastjóri sjálfstæðu leikhús-
anna.
„Vegna þess hve stjórnvöld mis-
muna leikhúslistamönnum eftir því
hvort þeir vinna að einkaframtak-
inu í sjálfstæðum atvinnuleik-
húsum eða við stofnanaleikhús
þurfa aðstandendur sjálfstæðra
atvinnuleikhópa oftast að vinna
sjálfboðavinnu og taka persónu-
lega fjárhagslega áhættu við að
efla menningarlíf landsins. Það er
því einlæg von okkar í stjórn
Bandalags sjálfstæðra leikhúsa að
ráðamenn þessa lands rétti hlut
sjálfstæðra atvinnuleikhópa,“ seg-
ir Gunnar.
Metaðsókn hjá sjálfstæð-
um atvinnuleikhúsum
Morgunblaðið/Golli
Úr sýningunni Kalla á þakinu.
FYRIR skömmu birtust í gríska
bókmenntaritinu Elevþeros
Díalógos, sem útleggja má Frjáls
samræða, fjögur ljóð eftir Sindra
Freysson í þýðingu rithöfundarins
og þýðandans Tassos Englezos.
Ljóðin eru úr bókinni Harði kjarn-
inn (njósnir um eigið líf), sem var
tilnefnd til Íslensku bókmennta-
verðlaunanna. Einnig ritar þýðand-
inn um höfundinn og ljóðlist hans.
Þar segist Tassos áður hafa skrifað
um íslenskar bókmenntir og þýtt
ljóð íslenskra skálda, en þetta sé þó
í fyrsta skipti sem hann sjái ástæðu
til að birta þær þýðingar og ritgerð
þar um.
Í greinni segir m.a.: „Í þetta sinn
þýði ég nokkur ljóð hins unga og
frumlega skálds íslenskrar nútíma-
ljóðlistar, Sindra Freyssonar, félaga
míns í Rithöfundasambandi Íslands.
Á þeim vettvangi kynntist ég hon-
um fyrst, þegar hann var verðlaun-
aður fyrir hina
stórkostlega
frumlegu og sér-
stöku ljóðlist
sína, sem er
kraftmikil og ein-
kennist af ein-
stakri ljóðrænu
og samstilltum
viðfangsefnum
með mjög auð-
ugu og merkingarþrungnu mynd-
máli.“
Þess má geta að Tassos kom
fyrst hingað til lands kornungur
skömmu fyrir 1960, kvæntist ís-
lenskri konu og bjó hér og vann um
nokkurra ára skeið. Hann var síðan
búsettur í Svíþjóð og Grikklandi,
þar sem hann hefur fengist við
kennslu og ritstörf. Hann heimsæk-
ir Ísland reglulega og er félagi í
Rithöfundasambandi Íslands, eins
og fram kemur í greininni.
Ljóð | Fjallað um Sindra Freysson
í grísku bókmenntariti
Auðugt og merking-
arþrungið myndmál
Sindri Freysson