Morgunblaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 45
FRÉTTIR
Sjálfstæðiskvennafélagið
Edda
Kynningarfundur
Sjálfstæðiskvennafélagið Edda gengst fyrir
kynningarfundi með þeim kvenframbjóðend-
um sem gefið hafa kost á sér í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Kópavogi.
Fundurinn er í kvöld, 12. janúar, kl. 20-21:30 í
sal Sjálfstæðisflokks Kópavogs, Hlíðasmára 19.
Alls hafa 15 manns gefið kost á sér í prófkjör-
inu, þar af eru sjö konur. Hvetjum sjálfstæðis-
menn í Kópavogi til að fjölmenna.
Margrét Halldórsdóttir,
formaður Eddu.
Tilboð/Útboð
Félagslíf
I.O.O.F. 11 1861128½ HELGAFELL 6006011219 VI
Í kvöld kl. 20.00
Lofgjörðarsamkoma.
Umsjón Harold Reinholdtsen.
Allir velkomnir.
Almenn samkoma í Þríbúðum.
Hverfisgötu 42 kl. 20:00.
Kristinn Birgisson.
Mikill söngur og vitnisburður.
Allir hjartanlega velkomnir.
www.samhjalp.is.
Raðauglýsingar 569 1100
F.h. Framkvæmdasviðs
Reykjavíkurborgar:
Málningarvinna í fasteignum
Reykjavíkurborgar - Hverfi 1, 2 og 3.
Útboðsgögn verða seld á kr. 3.000 í
upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur
frá og með 16. janúar 2006.
Opnun tilboða: 25. janúar 2006 kl. 10:00
í Ráðhúsi Reykjavíkur.
10666
Nánari upplýsingar er að finna á
www.reykjavik.is/utbod.
Fundir/Mannfagnaðir
Raðauglýsingar
sími 569 1100
SVALA Norðdahl, varaformaður SFR, afhenti þann 10. jan-
úar Amneh Agha, stofnanda Maher Center, styrk að upphæð
krónur 700.000 fyrir krabbameinssjúk börn í Palestínu. Af-
hendingin fer fram kl. 16.30 á Grettisgötu 89, 4. hæð.
Um síðustu páska ferðaðist Svala um herteknu svæðin í Pal-
estínu. Í ferðinni gafst henni tækifæri á að heimsækja Al
Hussein-spítalann í Betlehem sem sinnir krabbameinssjúkum
börnum. Maher Center er nýstofnað athvarf í tengslum við
spítalann. Hún tók að sér framkvæmd og ábyrgð á pen-
ingasöfnun til kaupa á tölvubúnaði til að auðvelda börnunum
erfiða lyfjameðferð og samskipti við sína nánustu.
Amneh Agha hefur dvalið á Íslandi yfir hátíðirnar í heim-
sókn hjá systur sinni Amal Tamimi, sem er fulltrúi hjá Al-
þjóðahúsinu. Amneh hefur unnið sem sjálfboðaliði til margra
ára. Aðalverkefni hennar hefur verið að liðsinna veikum
börnum í Jerúsalem og á Vesturbakkanum.
SFR styrkir krabbameinssjúk
börn í Palestínu
EKKI hefur mikið borið á hvítri jörð á höfuðborgar-
svæðinu í vetur en þó hefur aðeins ræst úr í umhleyp-
ingunum síðustu dagana. Þessir drengir nýttu sér
þannig snjóinn sem hafði fallið í Ártúnsbrekkunni í
Reykjavík og renndu sér á sleða og skíðum en ekki er
að vita hversu lengi hann endist.
Á sleða í Ártúnsbrekkunni
Morgunblaðið/Golli
Rangt nafn
EYSTEINN Jónsson, aðstoð-
armaður landbúnaðarráð-
herra, var ranglega sagður
heita Sigurður Eyþórsson í
myndatexta með mynd af
heimsókn þingmanna Fram-
sóknarflokksins á ritstjórn-
arskrifstofur Morgunblaðsins í
blaðinu í gær. Beðist er vel-
virðingar á þessu.
Tilraun um
kjarasamninga
FYRIRSÖGN á viðtali við
Ólaf Loftsson, formann FG,
snerist við í Morgunblaðinu í
gær. Hið rétta er að hann
sagði að samkomulag skólans
og fræðsluyfirvalda í Reykja-
vík væri tilraun um kjara-
samning kennara en ekki
skólaþróun, eins og reyndar
kom fram í textanum. Beðist
er velvirðingar á þessum mis-
tökum.
Röng undirskrift
NAFN Valgerðar Brynjólfs-
dóttur slæddist með undir-
skrift Jónasar Kristjánssonar
á minningargrein hans um
Sigurpál Ísfjörð Aðalsteinsson
í blaðinu miðvikudaginn 11.
janúar. Hlutaðeigandi eru
beðnir velvirðingar á þessu.
Svo öllu sé haldið til haga þá
er Jónas enn sem fyrr kvænt-
ur Sigríði Kristjánsdóttur hús-
mæðrakennara.
LEIÐRÉTT
FORMANNAFUNDUR Samflots
bæjarstarfsmannafélaga, haldinn 10.
janúar 2006, samþykkti ályktun þar
sem skorað er „á fulltrúa á launa-
málaráðstefnu sveitarfélaga sem
haldin verður þann 20. janúar nk. að
tryggja að sambærileg og jafn-
verðmæt störf verði launuð á sama
hátt, óháð kynferði eða búsetu þess er
starfinu gegnir“.
Á vefsíðu Samflots kemur fram að
„hin alvarlega staða sem uppi er í
kjaramálum“ hafi verið rædd ítarlega.
Vilja sömu
laun fyrir sam-
bærileg störf
GUÐRÚN Helga Sederholm, fé-
lagsráðgjafi MSW með sérfræðirétt-
indi frá heilbrigðisráðuneytinu,
námsráðgjafi og kennari, hefur opn-
að stofu í Lágmúla 9, 3. hæð. Guðrún
býður áhugasviðsgreiningar fyrir
alla aldurshópa, sjálfsstyrkingar-
viðtöl og almenna ráðgjöf auk ráð-
gjafar við foreldra barna með náms-
erfiðleika og fatlanir. Einnig sinnir
hún handleiðslu kennara, náms-
ráðgjafa og skólafélagsráðgjafa og
býður upp á námskeið.
Námsráðgjöf,
félagsráðgjöf
og fleira
NÝVERIÐ var dregið í jólaleik
MasterCard, Draumaferðinni, en
hann stóð frá 15. október–31.
desember 2005.
Aðalvinningshafinn, Jóna
Björg Jónsdóttir, Kópavogi,
spurði skv. upplýsingum frá
MasterCard nokkrum sinnum
hvort þetta væri grín þegar
henni var tilkynnt um vinning-
inn, en þegar hún loksins sann-
færðist sagði hún að þetta kæmi
mjög á óvart: „Ég vinn aldrei
neitt!“
Jóna Björg er í fullu starfi sem
leiðbeinandi í leikskólanum Fífu-
sölum í Kópavogi auk þess að
vera í 75% námi á leikskólabraut
í Háskólanum á Akureyri og var
því í fyrstu ekki viss um hvenær
hún gæti nýtt sér vinninginn.
Nú mun hún vera farin að gæla
við að skella sér í málaskóla
strax næsta sumar. Vilhjálmur
Ómar Sverrisson, markaðsstjóri
MasterCard, lét þess getið að
Jóna Björg hefði stoppað stutt við
þegar hún náði í ávísunina, enda
manneklan á leikskólum Kópa-
vogs mikil um þessar mundir.
Vann 500.000 króna ferðaávísun
ÞARFANAUT Fjölskyldu- og hús-
dýragarðsins, Eldur frá Laugabóli,
fagnaði í gær tveggja ára afmæli sínu.
Tók Eldur á móti gestum og fögnuðu
starfsmenn Húsdýragarðsins honum
með virktum að morgni og snæddu
köku á meðan Eldur tuggði morg-
untöðuna.
Eldur er fæddur á bænum Lauga-
bóli í Reykjadal í Suður-Þingeyj-
arsýslu, en hafði átt lögheimili á
Nautastöð Bændasamtaka Íslands á
Hvanneyri fyrir komu sína í garðinn.
Hann vann frækilegan sigur í keppn-
inni um hið íslenska þarfanaut sem
sýnd var í Kastljósi Sjónvarpsins fyrr
í vetur. Eldur virðist una hag sínum í
garðinum vel þar sem hann deilir fjósi
með tveim kúm og tveimur nautkálf-
um.
Foreldrar Elds eru kýrin Glóð og
nautið Sproti. Hann er greinilega af
góðum ættum, því á vef Nautastöðv-
arinnar kemur fram eftirfarandi dóm-
ur um þarfanautið: „Fagurrauður,
kollóttur. Svipfríður. Sterkleg yf-
irlína. Boldýpt ekki mikil, og útlögu-
lítill. Fremur breiðar og jafnar malir.
Sterkleg fótstaða. Þokkalega hold-
þéttur. Langvaxinn og háfættur grip-
ur.“ Þar kemur einnig fram að
tveggja mánaða gamall var Eldur 73
kg. að þyngd, eða um kjörþyngd full-
orðins manns. Eins árs var hann orð-
inn 340 kíló og við komuna í garðinn,
tæplega tveggja ára, vó hann 492 kg.
Unnur Sigurþórsdóttir, deildar-
stjóri fræðsludeildar Fjölskyldu- og
húsdýragarðsins, segir að venjulega
væri nautið komið á sláturaldur, en
þar sem Eldur hefur slíka tign-
arstöðu fái hann að enda sína ævi-
daga í garðinum.
Nýtur forréttinda
„Eflaust fá fleiri naut á Íslandi að
njóta þeirra forréttinda, en þetta er
svona almennt,“ segir Unnur. Að-
spurð hvernig almennt sé háttað með
kynbótanaut segir Unnur að mögu-
legt sé að ná um 7.000 sæðis-
skömmtum úr nautinu áður en það er
fellt við tveggja ára aldur. Því sé yf-
irleitt til lítils að tefja eðlilegan fram-
gang, nema ef um sérstaka gripi sé að
ræða eins og Eld og forvera hans
Guttorm sem gladdi fjölda barna á
sinni löngu ævi.
Þarfanautið Eldur
tveggja ára
Þarfanaut Eldur frá Laugabóli er
hinn myndarlegasti boli.