Morgunblaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 18
MEIRI GLEÐI OG SANNLEIKA CAPONE-BRÆÐUR EINS ÁRS 031 Fimmtudagurinn 12. janúar 31. tölublað 2. árgangur Forsíðumynd Silja Magg 8 FRÍTT Til verndar náttúrunni Stjörnuprýdd Laugardalshöll 4 Mindcamp – samfélagsleg sjálfsskoðun „Fólk þarf að vakna“ Armband gegn átröskun 6 Skauta- drottningar á ísnum 7 Meiri gleði og sannleika Capone-bræður eins árs 8 Sirrý lýsir upp myrkrið í Barcelona The Strokes: First Impress- ions of Earth Plata vikunnar 10 Besta kvik- mynd Evrópu 2005 Caché á franskri kvikmyndahátíð Allo, France filmfestival, oui oui! 12 Fer allt eftir hugarástandi Steinunn Valdís Óskarsdóttir Sveiflur allan ársins hring Aðgengilegt hobbí 14 MÁLIÐ ER Í MIÐJUN NI Á MOG GANUM Í DAG SJÓSETT hafa verið tvö ný björgunarskip af Arun-gerð sem Slysavarnafélagið Lands- björg keypti frá breska sjó- björgunarfélaginu RNLI. Munu þau koma í stað eldri skipa á Vopnafirði og Siglu- firði. Skipin eru átján ára gömul en voru endurbyggð fyrir um þremur árum og eru því nán- ast eins og ný, að því er fram kemur í tilkynningu frá Slysa- varnafélaginu. Skip þessi hafa reynst afskaplega vel hér við land, eru hagkvæm í rekstri með mikla getu og vel búin til björgunarstarfa. Slysvarna- félagið Landsbjörg hefur nú alls 11 slík skip af þeim 14 sem staðsett eru hringinn í kring um landið. Auðveldar það mjög þjálfun skipverja að skipin séu eins en Slysavarna- skóli sjómanna sér um sam- ræmda þjálfun áhafna björg- unarskipa félagsins. Þessa dagana er verið að gera skipin sjóklár og koma þeim á íslenskt haffæri en stefnt er að því að sigla þeim til heimahafna sinna um kom- andi helgi. Samskip sá um að flytja skipin til landsins frá Immingham í Bretlandi, félag- inu að kostnaðarlausu. Tvö ný björgunarskip sjósett Slysavarnir Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds- dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi- @mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Vestfirðingur ársins | Sigríður Guðjóns- dóttir, íþróttakennari á Ísafirði, hefur verið kosin Vestfirðingur ársins 2005 af les- endum fréttavefjarins bb.is á Ísafirði. Sigríður átti því láni að fagna að bjarga ungum dreng frá drukknun í sundlaug Bolungarvíkur í byrjun desember. Í frétt á bb.is kemur fram að Sigríður fékk rúmlega 22% greiddra atkvæða en á fjórða hundrað manns tóku þátt í kjörinu. Sigríður er fyrsta konan sem kjörin er Vestfirðingur ársins af lesendum bb.is. Alls fengu 42 ein- staklingar atkvæði í kosningunni. Sigríður tók við viðurkenningu í tilefni útnefning- arinnar undir lok síðustu viku sem og eign- ar- og farandgrip sem smíðaður er af Ísfirð- ingnum Dýrfinnu Torfadóttur gullsmið. Í öðru sæti að mati lesenda bb.is varð Vilborg Arnarsdóttir í Súðavík sem m.a. setti á stofn fjölskyldugarðinn Raggagarð í Súða- vík um minningar um son sinn sem lést í bílslysi. Í þriðja sæti varð Sólberg Jónsson, landeigandi í Leirufirði í Jökulfjörðum, og fékk hann atkvæði sín fyrir lagningu vegar í fjörðinn sem mikið var rætt um í fjöl- miðlum síðastliðið sumar.    Skólabygging í Reykholti | Ný viðbygg- ing við Grunnskóla Bláskógabyggðar í Reykholti verður formlega tekin í notkun við athöfn sem fram fer föstudaginn 13. jan- úar og hefst klukkan 14. Framkvæmdir við bygginguna hófst 28. febrúar sl. með því að fyrsta skóflustungan var tekin. Að lokinni hefðbundinni vígsluathöfn, þar sem m.a. verður sungið, verður við- stöddum boðið að skoða húsnæði grunn- skólans og þiggja kaffiveitingar. Allir íbúar eru boðnir velkomnir.    hafði samband við sér- fræðing á Hafrann- sóknastofnun. Að sögn Stefáns hafði vogmærin, sem er rúm- lega metri á lengd, losn- að úr netinu en hann gat húkkað hana meðan hún Stefán Þóroddssonnáði sjaldgæfumfiski þegar hann var að vitja um net sín en hann rær á báti sínum Stellu ÞH frá Kópaskeri. Talið er að þetta sé vog- mær, eftir að Stefán flaut meðfram bátnum. Þess má geta að Stef- án fékk, fyrir stuttu, löngu í net sín og fyrir rúmu ári sagði Morg- unblaðið frá stóru-sænál sem hann fékk í net á Öxarfirði. Morgunblaðið/Kristbjörg Sigurðardóttir Sjaldgæfur fiskur flæktist í netin Davíð Hjálmar Har-aldsson brá áleik, eins og stundum áður: Matthías krókinn oft mataði. Mörg þúsund konur hann plataði inn í sitt tjald, fyrir ofurhátt gjald ætíð þar sveindómnum glataði. Þá Hjálmar Frey- steinsson: Við hljótum að undrast þann andskota að ekki varð Matthías magnþrota, sveitinni í gengu sögur af því að sveindómur hans væri margnota. Og Sigurður Ingólfsson: Það hlýtur að teljast til hamfara en hreint ekki nokkuð til framfara hvað Matthías sá fer mikið á stjá og makar svo krókinn því samfara. Loks Sigrún Haralds- dóttir: Hann keypt́enga konu með gjaldinu, komst aldrei úr prjónaða haldinu, en laug sér í vil eins og langur var til og lúllaði aleinn í tjaldinu. Af kvensemi pebl@mbl.is ALLS voru seldir 815 skammtar af hold- anautasæði úr sæðingarstöð á síðasta ári. Er það heldur minna á árinu 2004 þegar seldir voru 836 skammtar. Kemur þetta fram á vef Landssambands kúabænda, naut.is. Mest var selt úr Álfi 95401 eða 286 skammtar og 226 skammtar úr Anga 95400. Úr honum hafa verið seldir flestir skammt- ar frá upphafi, eða 6.256. Notkun á holdanautasæði hefur farið ört minnkandi undanfarin ár. Til samanburðar var hún 2.433 skammtar árið 2000, hefur því minnkað um tvo þriðju hluta á aðeins fimm árum. Þetta sýnir hversu svigrúm bænda er lítið, vegna gríðarlegar endurnýjunarþarfar mjólkurkúastofnsins, að sögn naut.is. Enn- fremur endurspeglar þessi þróun stöðuna á kjötmarkaði undanfarin ár. Lítill áhugi á ræktun holdanauta Hellissandur | Undirbúningur er hafinn að byggingu þjóðgarðsmiðstöðvar fyrir Þjóð- garðinn Snæfellsjökul, sem rísa mun á Hellissandi. Ákveðið hefur verið að efna til opinnar samkeppni um hönnun hússins og hefur dómnefndin haldið sinn fyrsta fund. Áætlað er að úrslit keppninnar verði kunn í maí. Verður spennandi að sjá vænt- anlegar tillögur en húsið verður á fallegum stað við þjóðveginn, við hlið Sjómanna- garðsins, með útsýni til Jökulsins og út á haf, segir í frétt á vef Snæfellsbæjar, snb.is. Í húsinu er m.a. gert ráð fyrir gesta- stofu, upplýsingaþjónustu, veitingasölu og vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk þjóðgarðsins. Þjóðgarðsmið- stöð byggð á Hellissandi ♦♦♦ Samgöngumál | Félag ungra framsókn- armanna í Dala- og Strandasýslu fagnar því að ráðist hafi verið í framkvæmdir á veg- inum yfir Svínadal sem liggur milli Dala- byggðar og Saurbæjarhrepps í Dalasýslu. Hins vegar harmar félagið í ályktun sinni að ekki hafi verið ráðist í gagngerar end- urbætur á veginum norður Strandir og skorar á samgönguráðherra að hefja fram- kvæmdir hið fyrsta. Áfram markaðsstjóri | Bæjarráð Bol- ungarvíkur hefur samþykkt að leggja tvær milljónir kr. til atvinnumála, til þess að standa straum af áframhaldandi starfi markaðs- og kynningarfulltrúa, en sam- þykkt var á síðasta bæjarstjórnarfundi að starfinu yrði haldið áfram næstu sex mán- uði. Þetta kom fram í umræðu um fjárhags- áætlun á síðasta fundi bæjarráðsins, að því er segir á fréttavefnum bb.is. Þar var lagt til við bæjarstjórn samþykkja viljayfirlýsingu um að hafnar verði endurbætur á Víkurbæ, félagsheimili Bolungarvíkur, á árinu 2006. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.