Morgunblaðið - 12.01.2006, Qupperneq 18
MEIRI GLEÐI OG SANNLEIKA
CAPONE-BRÆÐUR EINS ÁRS
031
Fimmtudagurinn
12. janúar
31. tölublað
2. árgangur
Forsíðumynd
Silja Magg
8
FRÍTT
Til verndar
náttúrunni
Stjörnuprýdd
Laugardalshöll
4
Mindcamp
– samfélagsleg
sjálfsskoðun
„Fólk þarf að
vakna“
Armband gegn
átröskun
6
Skauta-
drottningar
á ísnum
7
Meiri gleði og
sannleika
Capone-bræður
eins árs
8
Sirrý lýsir upp
myrkrið
í Barcelona
The Strokes:
First Impress-
ions of Earth
Plata vikunnar
10
Besta kvik-
mynd Evrópu
2005
Caché á franskri
kvikmyndahátíð
Allo, France
filmfestival,
oui oui!
12
Fer allt eftir
hugarástandi
Steinunn Valdís
Óskarsdóttir
Sveiflur allan
ársins hring
Aðgengilegt hobbí
14
MÁLIÐ ER
Í MIÐJUN
NI Á MOG
GANUM Í
DAG
SJÓSETT hafa verið tvö ný
björgunarskip af Arun-gerð
sem Slysavarnafélagið Lands-
björg keypti frá breska sjó-
björgunarfélaginu RNLI.
Munu þau koma í stað eldri
skipa á Vopnafirði og Siglu-
firði.
Skipin eru átján ára gömul
en voru endurbyggð fyrir um
þremur árum og eru því nán-
ast eins og ný, að því er fram
kemur í tilkynningu frá Slysa-
varnafélaginu. Skip þessi hafa
reynst afskaplega vel hér við
land, eru hagkvæm í rekstri
með mikla getu og vel búin til
björgunarstarfa. Slysvarna-
félagið Landsbjörg hefur nú
alls 11 slík skip af þeim 14 sem
staðsett eru hringinn í kring
um landið. Auðveldar það
mjög þjálfun skipverja að
skipin séu eins en Slysavarna-
skóli sjómanna sér um sam-
ræmda þjálfun áhafna björg-
unarskipa félagsins.
Þessa dagana er verið að
gera skipin sjóklár og koma
þeim á íslenskt haffæri en
stefnt er að því að sigla þeim
til heimahafna sinna um kom-
andi helgi. Samskip sá um að
flytja skipin til landsins frá
Immingham í Bretlandi, félag-
inu að kostnaðarlausu.
Tvö ný björgunarskip sjósett
Slysavarnir
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs-
dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114.
Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds-
dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi-
@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Vestfirðingur ársins | Sigríður Guðjóns-
dóttir, íþróttakennari á Ísafirði, hefur verið
kosin Vestfirðingur ársins 2005 af les-
endum fréttavefjarins
bb.is á Ísafirði. Sigríður
átti því láni að fagna að
bjarga ungum dreng frá
drukknun í sundlaug
Bolungarvíkur í byrjun
desember.
Í frétt á bb.is kemur
fram að Sigríður fékk
rúmlega 22% greiddra
atkvæða en á fjórða
hundrað manns tóku þátt í kjörinu. Sigríður
er fyrsta konan sem kjörin er Vestfirðingur
ársins af lesendum bb.is. Alls fengu 42 ein-
staklingar atkvæði í kosningunni. Sigríður
tók við viðurkenningu í tilefni útnefning-
arinnar undir lok síðustu viku sem og eign-
ar- og farandgrip sem smíðaður er af Ísfirð-
ingnum Dýrfinnu Torfadóttur gullsmið. Í
öðru sæti að mati lesenda bb.is varð Vilborg
Arnarsdóttir í Súðavík sem m.a. setti á
stofn fjölskyldugarðinn Raggagarð í Súða-
vík um minningar um son sinn sem lést í
bílslysi. Í þriðja sæti varð Sólberg Jónsson,
landeigandi í Leirufirði í Jökulfjörðum, og
fékk hann atkvæði sín fyrir lagningu vegar
í fjörðinn sem mikið var rætt um í fjöl-
miðlum síðastliðið sumar.
Skólabygging í Reykholti | Ný viðbygg-
ing við Grunnskóla Bláskógabyggðar í
Reykholti verður formlega tekin í notkun
við athöfn sem fram fer föstudaginn 13. jan-
úar og hefst klukkan 14. Framkvæmdir við
bygginguna hófst 28. febrúar sl. með því að
fyrsta skóflustungan var tekin.
Að lokinni hefðbundinni vígsluathöfn,
þar sem m.a. verður sungið, verður við-
stöddum boðið að skoða húsnæði grunn-
skólans og þiggja kaffiveitingar. Allir íbúar
eru boðnir velkomnir.
hafði samband við sér-
fræðing á Hafrann-
sóknastofnun.
Að sögn Stefáns hafði
vogmærin, sem er rúm-
lega metri á lengd, losn-
að úr netinu en hann gat
húkkað hana meðan hún
Stefán Þóroddssonnáði sjaldgæfumfiski þegar hann
var að vitja um net sín
en hann rær á báti sínum
Stellu ÞH frá Kópaskeri.
Talið er að þetta sé vog-
mær, eftir að Stefán
flaut meðfram bátnum.
Þess má geta að Stef-
án fékk, fyrir stuttu,
löngu í net sín og fyrir
rúmu ári sagði Morg-
unblaðið frá stóru-sænál
sem hann fékk í net á
Öxarfirði.
Morgunblaðið/Kristbjörg Sigurðardóttir
Sjaldgæfur fiskur flæktist í netin
Davíð Hjálmar Har-aldsson brá áleik, eins og
stundum áður:
Matthías krókinn oft mataði.
Mörg þúsund konur hann plataði
inn í sitt tjald,
fyrir ofurhátt gjald
ætíð þar sveindómnum glataði.
Þá Hjálmar Frey-
steinsson:
Við hljótum að undrast þann
andskota
að ekki varð Matthías magnþrota,
sveitinni í
gengu sögur af því
að sveindómur hans væri
margnota.
Og Sigurður Ingólfsson:
Það hlýtur að teljast til hamfara
en hreint ekki nokkuð til framfara
hvað Matthías sá
fer mikið á stjá
og makar svo krókinn því samfara.
Loks Sigrún Haralds-
dóttir:
Hann keypt́enga konu með
gjaldinu,
komst aldrei úr prjónaða haldinu,
en laug sér í vil
eins og langur var til
og lúllaði aleinn í tjaldinu.
Af
kvensemi
pebl@mbl.is
ALLS voru seldir 815 skammtar af hold-
anautasæði úr sæðingarstöð á síðasta ári.
Er það heldur minna á árinu 2004 þegar
seldir voru 836 skammtar. Kemur þetta
fram á vef Landssambands kúabænda,
naut.is.
Mest var selt úr Álfi 95401 eða 286
skammtar og 226 skammtar úr Anga 95400.
Úr honum hafa verið seldir flestir skammt-
ar frá upphafi, eða 6.256.
Notkun á holdanautasæði hefur farið ört
minnkandi undanfarin ár. Til samanburðar
var hún 2.433 skammtar árið 2000, hefur því
minnkað um tvo þriðju hluta á aðeins fimm
árum. Þetta sýnir hversu svigrúm bænda er
lítið, vegna gríðarlegar endurnýjunarþarfar
mjólkurkúastofnsins, að sögn naut.is. Enn-
fremur endurspeglar þessi þróun stöðuna á
kjötmarkaði undanfarin ár.
Lítill áhugi á
ræktun
holdanauta
Hellissandur | Undirbúningur er hafinn að
byggingu þjóðgarðsmiðstöðvar fyrir Þjóð-
garðinn Snæfellsjökul, sem rísa mun á
Hellissandi. Ákveðið hefur verið að efna til
opinnar samkeppni um hönnun hússins og
hefur dómnefndin haldið sinn fyrsta fund.
Áætlað er að úrslit keppninnar verði
kunn í maí. Verður spennandi að sjá vænt-
anlegar tillögur en húsið verður á fallegum
stað við þjóðveginn, við hlið Sjómanna-
garðsins, með útsýni til Jökulsins og út á
haf, segir í frétt á vef Snæfellsbæjar,
snb.is. Í húsinu er m.a. gert ráð fyrir gesta-
stofu, upplýsingaþjónustu, veitingasölu og
vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk þjóðgarðsins.
Þjóðgarðsmið-
stöð byggð á
Hellissandi
♦♦♦
Samgöngumál | Félag ungra framsókn-
armanna í Dala- og Strandasýslu fagnar því
að ráðist hafi verið í framkvæmdir á veg-
inum yfir Svínadal sem liggur milli Dala-
byggðar og Saurbæjarhrepps í Dalasýslu.
Hins vegar harmar félagið í ályktun sinni
að ekki hafi verið ráðist í gagngerar end-
urbætur á veginum norður Strandir og
skorar á samgönguráðherra að hefja fram-
kvæmdir hið fyrsta.
Áfram markaðsstjóri | Bæjarráð Bol-
ungarvíkur hefur samþykkt að leggja tvær
milljónir kr. til atvinnumála, til þess að
standa straum af áframhaldandi starfi
markaðs- og kynningarfulltrúa, en sam-
þykkt var á síðasta bæjarstjórnarfundi að
starfinu yrði haldið áfram næstu sex mán-
uði.
Þetta kom fram í umræðu um fjárhags-
áætlun á síðasta fundi bæjarráðsins, að því
er segir á fréttavefnum bb.is. Þar var lagt til
við bæjarstjórn samþykkja viljayfirlýsingu
um að hafnar verði endurbætur á Víkurbæ,
félagsheimili Bolungarvíkur, á árinu 2006.
♦♦♦