Morgunblaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 57 SAMBÍÓ KEFLAVÍK SAMBÍÓ AKUREYRISAMBÍÓ KRINGLUNNI  S.V / MBL  m.m.j / KVIKMYNDIR.COM kvikmyndir.is V.J.V. / topp5.is  S.V. / Mbl. FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNA LEIKSTJÓRANUM PETER JACKSON DOMINO kl. 8 - 10.50 B.i. 16 CHRONICLES OF NARNIA kl. 5 - 8 - 10.30 KING KONG kl. 9 B.i. 12 JUST LIKE HEAVE kl. 6 HARRY POTTER OG ELDBIKARINN kl. 6 B.i. 10 CHRONICLES OF NARNIA kl. 7.45 THE SAW 2 kl. 10.30 B.i. 12 ára. JUST LIKE HEAVEN kl. 8 B.i. 14 ára. GREEN STREET HOOLIGANS kl. 10 B.i. 16 ára. RUMOR HAS IT kl. 6 - 8 -10,30 CHRONICLES OF NARNIA kl. 5 - 8 King Kong kl.10 B.i. 12 ára Byggð á sönnum orðrómi. E.P.Ó. / kvikmyndir.com   A.B. / Blaðið Eftir á að hyggja er þetta húsnæði sem ég er að opna í miklu flott- ara,“ segir Atli, sem sjálfur er úr Njarðvík en hefur einnig búið í Keflavík. Atli segir að Yello verði fyrst og fremst bar og kaffihús, en búast megi við því að leikar æsist um helgar. „Við erum með opið alla daga vikunnar en um helgar verð- um við með færustu plötusnúða landsins að spila hjá okkur. Það verður því dansað um helgar,“ seg- ir Atli og bætir því við að hann sjálfur og Jón Gestur muni þeyta skífum á Yello um helgina. Auk þess verður boðið upp á beinar útsendingar frá fótbolta- leikjum á risaskjá og þráðlaust netsamband sem Atli segir að sé nýjung í bænum. „Ég held að ég sé að fara með rétt mál þegar ég segi að við verðum fyrsta og eina kaffi- húsið sem er opið í miðbæ Kefla- víkur á kvöldin með þráðlaust net. Það er eitthvað sem Keflvíkingar hafa ekki þekkt áður.“ Listunnendur munu einnig geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Yello. „Við ætlum að fara í sam- starf við unga og upprennandi listamenn í Reykjanesbæ og bjóða þeim upp á að sýna hjá okkur, þannig að þetta verður svona nett menningarhús líka. Svo verðum við líka með tónleika á staðnum,“ segir Atli að lokum. Á MIÐNÆTTI annað kvöld verður opnað í Keflavík kaffihús og bar sem hlotið hefur nafnið Yello, en staðurinn er á efri hæð húss númer 28 við Hafnargötu. Atli Rúnar Hermannsson, framkvæmdastjóri Yello, segist hafa ákveðið að opna föstudaginn 13. janúar, þrátt fyrir að vera hjátrúarfullur maður. „Ég vildi bara opna um leið og stað- urinn var tilbúinn. Ég ætlaði upp- haflega að opna 4. september en missti húsnæðið sem ég fékk fyrst. Fólk | Nýr bar opnaður í Keflavík Kaffihús á daginn, dansað um helgar Víkurfréttir/Þorgils Jónsson Atli Rúnar við eitt borðið á Yello í Keflavík. HLJÓMSVEITIN Dead Sea Apple fagnar fjórtán ára afmæli á þessu ári og er hún því með eldri rokkhljómsveitum íslenskum sem enn eru starfandi. Að vísu eru fjögur ár liðin frá því að sveitin gaf síðast út plötu en hún hefur þó komið saman einu sinni á ári, iðu- lega í kringum jólahátíðina og spilað fyrir aðdáendur sína sem margir hverjir eru nú komnir á fertugsaldurinn. Dead Sea Apple var um miðjan tíunda áratuginn sú sveit sem margir hverjir spáðu hvað mestum frama í útlöndum og undir lok síð- ustu aldar virtist sem sveitin væri loks að komast í feitt vestanhafs þegar bandaríski umboðsmaðurinn Don Thomas tók þá pilta undir verndarvæng sinn. Thomas þessi gerði garðinn frægan sem gít- arleikari fyrir Van Morrison og Monkees og lék meðal annars inn á lögin „Brown Eyed Girl“ og „I’m a Believer“ en sneri sér síðan að umboðsmálum og var með leik- konur á borð við Miru Sorvinu á sínum snærum. Hannes Heimir trommuleikari Dead Sea Apple segir að Thomas þessi hafi fyrst heyrt í hljómsveit- inni eftir að sonur hans sem hér var staddur á ferðalagi, sneri heim til Bandaríkjanna með fyrstu plötu Dead Sea Apple Crush en hún kom út árið 1996. „Við kynntumst syni hans þegar hann var að gera sér dælt við ís- lenska stúlku sem við þekktum og hann kom í heimsókn niður í Stúd- íó Sýrland þar sem við vorum að taka plötuna upp. Hann varð und- ireins að miklum aðdáanda og kom svo pabba sínum upp á lagið. Við fórum sumarið 1997 út til Bandaríkjanna til að hitta þennan strák og ferðast um landið en tók- um hljóðfærin með og þá var Don Thomas okkur innan handar mjög mikið og fyrirtækið hans Fox/ Albert Management.“ Sveitin endurtók leikinn sum- arið 1998 og spilaði þá vítt og breitt um Manhattaneyju í New York og sama ár kom seinni plat- an Second 1 einnig út. Í kjölfarið komu hingað til lands útsendarar erlendra plötufyrirtækja og fylgd- ust með sveitinni spila á tónleiku á Akureyri en svo … ekki söguna meir. „Við fylgdum seinni plötunni eftir hérna heima og vorum mjög iðnir við að spila um allt land en valið var einfaldlega um það að flytja út til Bandaríkjanna og vinna eins og skepnur án þess að vera öruggir um að nokkuð myndi gerast, eða þá að vera hérna heima og lifa hinu ljúfa lífi.“ Hannes segir að í kringum 1999 hafi spilamennskan minnkað tölu- vert og ári seinna fóru hljómsveit- armeðlimir að snúa sér að öðrum óskyldum verkefnum. Aðspurðu hvort þeir sjái eftir þessari ákvörðun sinni að freista ekki gæfunnar segir Hannes svo ekki vera. „Við erum frekar sáttir með okkar framlag til íslenskrar rokk- tónlistar. Það er alltaf hægt að efast en við grátum þetta alls ekki. Þetta var alltaf meiri spurn- ing um vináttu en heimsfrægð að vera í Dead Sea Apple. Við erum allir úr sama hverfinu í Kópavog- inum og það hefur aldrei orðið mannabreyting í sveitinni. Við nærumst á því að hittast og spila rokk og ról og þess vegna höfum við alltaf komið saman einu sinni á ári og spilað en líka til að búa til nýtt efni. Þá hoppum við yfirleitt í stúdíó og nú er svo komið að við erum með heila plötu sem bara bíður útgáfu, ef eitthvað plötufyr- irtæki hefur áhuga.“ Hannes segir tónlistina aðeins þyngri núna, „meiri metall og gredda“. „Þetta var nú ekkert flókið rokk. Við vorum voðalega mikið í grugginu, hlustuðum á Alice in Chains og Soundgarden en líka á Bítlana og annað eldra efni. Við vorum aldrei að reyna að finna upp hjólið. Í raun og veru má segja að áhrifavaldarnir hafi verið allt frá Villa Vill til Slayer.“ En liggur þá ekki beint við að önnur atlaga verði gerð á Banda- ríkin? „Nei, ég held að aðstæður í dag mæli ekki með því. Við erum að þessu fyrir sjálfa okkur og við fáum nóg út úr því að rokka sam- an á Íslandi. Þegar menn eru komnir á gamals aldur verður það líka svo erfitt að ferðast …“ Hannes Heimir segir að hljóm- sveitin muni leika gömul lög í bland við ný á tónleikum í kvöld og sum laganna hafa aldrei verið spiluð á tónleikum áður. Aðdá- endur Dead Sea Apple ættu því ekki að láta þetta tækifæri fram hjá sér fara – það gefst bara einu sinni á ári. Tónlist | Dead Sea Apple leikur á sínum árlegu tónleikum á Gauknum í kvöld Of gamlir til að ferðast Morgunblaðið/Kristinn Meðlimir Dead Sea Apple eru allir gamlir vinir úr Kópavoginum. Dead Sea Apple á Gauki á Stöng í kvöld. Frítt er inn á tónleikana sem hefjast kl. 22. Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.