Morgunblaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í JANÚAR Yamaha píanó. Yamaha píanó og flyglar með og án SILENT búnaðar. Veldu gæði – veldu Yamaha! Samick píanó. Mest seldu píanó á Íslandi! Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 357.000 kr. Goodway píanó. Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 238.000 kr. 15 mán. Vaxtalausar greiðslur. Estonia flyglar. Handsmíðuð gæðahljóðfæri. Steinway & Sons Fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Til sýnis í verslun okkar. H L J Ó Ð F Æ R A H Ú S I Ð Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • 591 5350 Það skiptir miklu máli fyrirhinn aldraða að verastundum í hlutverki gef-andans en ekki þiggjand- ans eins og oft vill verða með þá sem dvelja á öldrunarstofnunum,“ segja þær Sigrún Huld Þorgrímsdóttir geðhjúkrunarfræðingur og Berglind Indriðadóttir iðjuþjálfi, þegar þær tala um svokallaða minningavinnu. Þær starfa báðar á Landakoti en sjúklingum þar hefur staðið til boða að taka þátt í minningavinnu und- anfarin fjögur ár, en á Landakoti eru deildir öldrunarsviðs Landspítala. Á iðjuþjálfunardeildinni er sérstakt herbergi sem heitir Betri stofan og þar er allt innréttað samkvæmt gamla tímanum og fjölmargir hlutir frá fyrri tíð prýða stofuna. Að koma þangað inn er eins og að koma inn á heimili afa og ömmu, þar andar blær liðins tíma. „Þessum gömlu hlutum er ætlað að vera minningakveikjur, þeir vekja upp minningar fólksins sem kannast við þá frá sínum yngri árum og þannig er hægt að koma fólki af stað í því að segja frá end- urminningum sínum. Minn- ingakveikjur geta líka verið annað en hlutir, til dæmis lykt og tónlist.“ Fara úr sjúklingshlutverkinu Minningavinna iðjuþjálfa fer þannig fram að einn eða fleiri sjúk- lingar setjast saman í Betri stofunni með iðjuþjálfa og spjalla saman um liðna tíð. Oft er eitthvað ákveðið þema tekið fyrir og iðjuþjálfinn stjórnar umræðunum. „Tilgangur minningavinnu er fyrst og fremst sá að gera sjúklinginn virkan, draga úr einangrun, einmanaleika og þung- lyndi, auka sjálfsvirðingu, bæta fé- lagslega færni og samskipti. Við er- um að nýta endurminningar einstaklinga til að auka vellíðan þeirra og aðstoða þá við að aðlagast breytingum. Þetta eru virkilega góð- ar stundir, ekki síður fyrir okkur starfsfólkið, því við fáum að kynnast fólkinu á allt öðrum forsendum. Fyr- ir mig, sem er svona miklu yngri en þetta fólk, þá eru þau að færa mér gjafir í formi fróðleiks úr fortíðinni og opna mér sýn inn í nýjan heim. Og það eflir sjálfstraust aldraðra að geta miðlað af reynslu sinni. Hér er stundum mikið hlegið, það lifnar yfir fólki þegar það kemur hingað inn á Betri stofuna og það fer úr sjúk- lingshlutverkinu og talar um hvað þetta sé notalegt og heimilislegt, og héðan fara allir alltaf ánægðir út,“ segir Berglind. Ekki aðeins fyrir minnisskerta Sigrún Huld segist líka nota minn- ingavinnu á sinni deild, sem er al- menn öldrunardeild, en hún og Borghildur Árnadóttir deildarstjóri fóru nýlega af stað með minninga- vinnu sem sérstakt þróunarverkefni í hjúkrun, undir heitinu „minn- ingavinna á almennri sjúkradeild“. Á þessari deild er engin sérstök Betri stofa. „En það er einmitt svo frábært við þessa nálgun sem minn- ingavinnan er, að það þarf engan aukakostnað eða aukastarfsfólk til að stunda hana. Í raun þarf ekkert nema svolítið næði og kveikja neistann hjá fólki með stikkorði, þá er allt farið af stað. Og þetta er alls ekki aðeins fyrir minn- isskerta, eins og margir halda, þetta er ekki síður fyrir þá sem hafa enn óskert minni. En minningavinna getur vissulega haft góð áhrif á minn- isskerðingu, vegna þess að hún styrkir fjar- minnið, sem er það síðasta sem fer í minnistapi. Minningavinna hjálpar líka minnisskertum að halda lengur í persónu sína. Þetta eflir virðingu á milli starfs- fólks og sjúklinga, því við notum líka minningavinnu í daglegri umönnun. En við þvingum engan til að taka þátt, minningavinna stendur öllum til boða og langflestir eru mjög ánægðir með hana, bæði starfsfólk og sjúklingar og ekki síður aðstand- endur sem stundum taka líka þátt.“ Lífshlaupið skráð í ljósmyndum Þær segja að til dæmis sé góð leið til að brúa kynslóðabilið að fá yngra fólkið í aðstandendahópnum til að hjálpa afa og ömmu við að koma sér upp minningasjóði með gömlum ljós- myndum úr lífi þeirra, skanna inn myndir fyrir þau, skrifa inn nöfn þeirra sem eru á myndunum og ann- að slíkt. Þá fær gamla fólkið líka tækifæri til að segja unga fólkinu frá liðnum stundum sem tengjast myndunum. Þann- ig er saga þeirra skráð af þeirra nánustu og það getur verið gott að búa að því þeg- ar minnið fer að gefa sig, bæði fyrir fólkið sjálft og þá sem annast það. Sigrún Huld segir mjög ánægjulegt að víða á hjúkr- unarheimilum og dagvistum aldraðra sé minningavinna komin vel af stað og á dval- ar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund og á Hrafn- istu séu nú þegar komin sérstök minninga- herbergi. „Minn- ingavinna eykur lífs- gæði aldraðra og það skiptir máli í sam- félagi þar sem aldur fer hækkandi.“  MINNINGAVINNA | Ný nálgun í öldrunarþjónustu sem eykur lífsánægju Brúnin lyftist og sögurnar streyma Ritföng frá horfinni tíð. Kampakátar í Betri stofunni á Landakoti. Frá hægri: Borghildur Árnadótt- ir deildarstjóri, Berglind Indriðadóttir iðjuþjálfi og Sigrún Huld Þorgríms- dóttir geðhjúkrunarfræðingur. Morgunblaðið/Ásdís Gamli, góði, svarti og þungi síminn ásamt símaskrá frá 1961. Gamalt þvottabretti, klemmur og straubolti á bróderuðum dúk. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Æskuárin Skólagangan Heimilislíf Hátíðir Gifting, ferming eða aðrir viðburðir Skemmtanir Fyrsta ástin Dæmi um persónuleg umfjöllunarefni Matseld Mataruppskriftir Klæðnaður Ferðalög Íþróttir Heimilisstörf Leikir/leikföng Stríðsárin Dæmi um almenn umfjöllunarefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.