Morgunblaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 51
MENNING
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Ath. myndlist í dag kl.
13. Vinnustofur og jóga kl. 9. Videó-
stund kl. 13.15.
Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handavinna
kl. 9–16.30. Smíði/útskurður kl. 9–
16.30. Boccia kl. 9.30. Helgistund kl.
10.30. Leikfimi kl. 11. Myndlist kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, hárgreiðsla, böðun, leikfimi,
myndlist, bókband, fótaaðgerð.
Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er öll-
um opið. Fastir liðir eins og venjulega.
Skráning á postulínsnámskeið stendur
yfir. Þorrablótið verður 3. febrúar. Not-
endaráðsfundur 17. jan. kl. 10. Síminn
hjá okkur er 588 9533 Handavinna
stofa Dalbrautar 21–27 er opin alla
virka daga milli kl. 8 og 16.
FEBÁ, Álftanesi | Gengið þriðjudaga
og fimmtudaga frá 10–11. Mæting við
Bessann og kaffi þar eftir göngu. Allir
eldri borgarar velkomnir í hópinn.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
í dag kl. 13.
Félag kennara á eftirlaunum | Bók-
menntaklúbbur í Kennarahúsi kl. 14–
16. EKKÓ-kórinn í KHÍ kl. 17–19.
Félagsheimilið Gjábakki | Kl. 9.05 og
kl. 9.50 leikfimi, kl. 9.15 rammavefn-
aður, kl. 9.30 málm- og silfursmíði, kl.
13 bókband.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Eldri
borgarar spila brids (tvímenning) alla
mánu- og fimmtudaga í félagsmið-
stöðinni. Skráning kl. 12.45 á hádegi.
Spil hefst kl. 13. Þátttökugjald 200 kr.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Vatnsleikfimi kl. 9.45 og karlaleikfimi
kl. 13.15 í Mýri. Kynningarfundur fé-
lagsstarfsins í Kirkjuhvoli kl. 14.
Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 9
aðstoð við böðun. Kl. 13 smíðar og út-
skurður, kl. 13.30 boccia og kaffi kl. 15.
Hraunbær 105 | Kl. 9 perlusaumur,
postulínsmálun, Hjúkrunarfræðingur á
staðnum. Kaffi, spjall, dagblöðin, hár-
greiðsla. Kl. 10 boccia. Kl. 11 leikfimi. Kl.
12 Hádegismatur. Kl. 14 félagsvist. Kl.
15 kaffi.
Hvassaleiti 56–58 | Hannyrðir hjá
Halldóru kl. 9–16. Boccia kl. 10–11. Fé-
lagsvist kl. 13.30, kaffi og nýbakað.
Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir
588 2320. Hársnyrting 517 3005.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Kl. 10.30
sögustund og léttar hreyfingar, kl. 13
handmennt almenn, kaffiveitingar, kl.
15 bingó.
Laugardalshópurinn Blik, Laug-
ardalshöll | Leikfimi eldri borgara í
Laugardalshöll kl. 11.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og
fótaaðgerðir. Kl. 9–10 boccia. Kl. 9.15–
14 aðstoð v/böðun. Kl. 9.15–15.30
handavinna. Kl. 10.15–11.45 spænska.
Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13–
14 leikfimi. Kl. 13–16 kóræfing. Kl. 13–16
glerbræðsla. Kl. 14.30–15.45 kaffi.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9.
Bókband og pennasaumur kl. 9, morg-
unstund kl. 9.30, boccia kl. 10, hand-
mennt almenn kl. 13. Glerskurður kl.
13. Bridge, frjálst, kl. 13.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyr-
irbænastund kl. 12. Léttur hádeg-
isverður á vægu verði í safnaðarheim-
ili á eftir.
Áskirkja | Opið hús milli kl. 14 og 17 í
dag. Samsöngur undir stjórn org-
anista. Kaffi og meðlæti. Sam-
verustund í safnaðarheimili II kl. 17 í
dag. Starfið á vormisseri kynnt.
Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl.
10 á neðri hæð. Bænastund kl. 12.
Barnastarf 6–9 ára kl. 17–18 á neðri
hæð. Unglingastarf kl. 19.30–21.30 á
neðri hæð. www.digraneskirkja.is
Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund er hvert fimmtudagskvöld í
Vídalínskirkju kl. 22. Gott er að ljúka
deginum og undirbúa nóttina í kyrrð
kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur
sínar og gleði. Tekið er við bænar-
efnum af prestum og djákna. Boðið
upp á kaffi í lok stundarinnar.
Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar
kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar
samverustundir, ýmiss konar fyr-
irlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús
og brauð fyrir börnin.
Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund í há-
degi alla fimmtudaga kl. 12. Org-
elleikur, íhugun. Léttur málsverður í
safnaðarsal eftir stundina.
Háteigskirkja – starf eldri borgara |
Bridsaðstoð í Setrinu, Háteigskirkju, á
föstudögum kl. 13–16. Kaffi kl. 15.
Hjallakirkja | Kirkjuprakkarar, 7–9 ára
starf, í Hjallakirkju kl. 16.30–17.30.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Eld-
urinn kl. 21 fyrir fólk á öllum aldri.
KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUM
verður fimmtudaginn 12. jan. kl. 20 á
Holtavegi. „Marteinn Lúther“. Sr.
Frank M. Halldórsson sér um efnið og
hefur hugleiðingu. Allir karlmenn eru
velkomnir.
Kristniboðsfélag kvenna | Fundur í
dag í kristniboðssalnum á Háaleit-
isbraut 58–60. Fundurinn er í umsjá
mæðgnanna Þóreyjar Ingvarsdóttur
og Halldóru Ásgeirsdóttur og hefst
með kaffi kl. 16. Allar konur velkomnar.
Langholtskirkja | Opið hús kl. 10–12
fyrir foreldra ungra barna. Spjall, kaffi-
sopi og söngur fyrir börnin. Fræðsla
frá Heilsuvernd barna annan hvern
fimmtudag. Umsjón hefur Lóa Maja
Stefánsdóttir. Leitið upplýsinga í síma
520 1300. Verið velkomin.
Laugarneskirkja | Kyrrðarstund kl. 12.
Gunnar Gunnarsson leikur á orgel
kirkjunnar frá 12–12.10. Málsverður í
safnaðarheimilinu að samveru lokinni.
Neskirkja | Samtal um sorg er opinn
vettvangur þeirra sem glíma við sorg
og missi og vilja vinna úr áföllum sín-
um. Þar kemur fólk saman til að tjá sig
eða hlusta á aðra. Prestar kirkjunnar
leiða fundina.
í fögru umhverfi við Elliðavatn
Álfkonuhvarf 53-55
www.bygg.is
Íbúðir af ýmsum gerðum til sölu. Upplýsingar gefa sölumenn.
www.fjarfest.is
Byggingafélag Gylfa og Gunnars byggir 4ra hæða fjölbýlishús með lyftum við Álfkonuhvarf við Elliðavatn.
Í húsinu eru 3ja - 4ra herbergja íbúðir með sérinngangi á svalagangi. Íbúðirnar verða búnar vönduðum
innréttingum úr eik. Stæði í bílageymslu fylgir flestum íbúðum. Í bílageymsluna er innangengt úr húsinu.
Fallegur sameiginlegur suðurgarður. Húsið er með varanlegum utanhússfrágangi.
Sími 594 5000
STÓRHÖFÐI 27
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
19
9
7
9
JÓNA Þorvaldsdóttir
opnar sýningu í Skotinu,
Ljósmyndasafni Reykja-
víkur, í dag. Mynd-
heimur Jónu er með
draumkenndum blæ,
sveipaður dulúð og mýkt
sem hefur seiðandi áhrif
á áhorfandann, að því er
fram kemur í kynningu.
Jóna nam ljósmyndun í
Póllandi og hefur tekið
fjölda mynda á ferðalög-
um sínum víða um heim-
inn. Myndirnar á sýning-
unni, Móðir Jörð, gefa
óhefðbundna og nýstár-
lega sýn á íslenskt lands-
lag þar sem markmiðið
er að fanga ákveðna
stemningu fremur en
ákveðna staði. Skotið er
nýr sýningarkostur hjá
Ljósmyndasafni Reykja-
víkur. Markmiðið með
þessari nýjung er að
kynna fyrir almenningi
það sem er efst á baugi í
ljósmyndun í dag og sýna þá marg-
víslegu starfsemi sem iðkuð er und-
ir formerkjum greinarinnar hvort
sem um er að ræða landslags-
ljósmyndun, iðnaðar- og auglýsinga-
ljósmyndun, portrett, blaða-
ljósmyndun eða ljósmyndun sem
myndlist. Tilgangurinn er einnig að
bjóða upp á aukið sýningarrými og
gefa fleiri ljósmyndurum og lista-
mönnum sem vinna með ljósmynda-
miðilinn kost á að koma verkum sín-
um á framfæri. Ljósmyndum er
varpað úr myndvarpa á vegg. Stað-
setning Skotsins er í húsakynnum
Ljósmyndasafns Reykjavíkur á 6.
hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15.
Sýningunni lýkur 22. febrúar næst-
komandi.
Nánari upplýsingar um verk Jónu
er að finna á slóðinni: http://
www.jonath.is
Móðir Jörð í Skotinu
Útsala
Opið virka daga kl. 10-18
laugardaga kl. 10-16
Nýbýlavegi 12,
Kópavogi
sími 554 4433