Morgunblaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 21 MINNSTAÐUR SUÐURNES Reykjanesbraut | Framkvæmdir við annan áfanga tvöföldunar Reykjanes- brautar eru komnar vel af stað. Jarð- vélar ehf. í Kópavogi sem vinna verkið hafa komið upp vinnubúðum við gatnamót Grindavíkurvegar og á kafl- anum á milli Grindavíkurvegar og Vogaafleggjara má sjá fjölda vinnu- véla að störfum. Nýi vegurinn liggur frá enda tvö- falda kaflans á Strandarheiði og endar í mislægum gatnamótum í Njarðvík. Hann er liðlega 12 kílómetrar að lengd með fernum gatnamótum, mis- læg tveggja brúa gatnamót verða við Vogaveg, Grindavíkurveg og við Tjarnahverfi í Innri-Njarðvík. Gert er ráð fyrir því að lögð verði ný akbraut sunnan við núverandi braut, síðan verði tengt saman beggja vegna og eftir það byggðar brýr á núverandi Reykjanesbraut. Framkvæmdum á að vera lokið í júní 2008 en verktakinn getur fengið aukagreiðslu ef hann skilar fyrr af sér. Fram kom við opnun tilboða þar sem Jarðvélar áttu lægsta tilboð að fyrirtækið hefur hug á því að ná sér í flýtiféð. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Grafið fyrir breiðari braut Vogar | Fyrsti bæjarstjórnarfundur Sveitarfélagsins Voga verður hald- inn í dag, fimmtudag, klukkan 18 í Tjarnarsalnum í Stóru-Vogaskóla. Verður þetta hátíðarfundur í tilefni þess að félagsmálaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun hreppsnefndar Vatnsleysustrandarhrepps um breytingu á nafni sveitarfélagsins. Mun það framvegis heita Sveitarfé- lagið Vogar. Jafnframt hefur ráðuneytið stað- fest nýja samþykkt um stjórn og fundarsköp fyrir Sveitarfélagið Voga, en samkvæmt henni mun hreppsnefnd framvegis nefnast bæj- arstjórn og sveitarstjóri fá titilinn bæjarstjóri. Auk þess mun fulltrúum í sveitarstjórn fjölga úr fimm í sjö frá og með næstu sveitarstjórnarkosn- ingum sem fara fram þann 27. maí næstkomandi. Frá gildistöku breytingarinnar mun einnig verða starfandi bæjarráð í sveitarfélaginu, sem bæjarstjórn kýs. Eitt af fáum málum á dag- skránni á morgun er einmitt kosning fulltrúa í bæjarráð. Fyrsti fundur bæjar- stjórnar Voga AUÐHUMLA og mjaltastúlkan listaverk í eigu Norðurmjólkur á Akureyri verður bráðlega flutt af svæði félagsins og mun í framtíðinni blasa við vegfarendum um Kaup- vangsstræti, Gilið svonefnda. Verk- inu verður komið fyrir á svæði efst í Gilinu, sunnan Frímúrarahússins. Verkið er eftir Ragnar Kjartansson og hefur staðið í hlaðinu hjá Norð- urmjólk, áður Mjólkursamlagi KEA, í 20 ár, var afhjúpað á 100 ára af- mæli KEA í júní árið 1986. Helgi Jóhannesson framkvæmda- stjóri Norðurmjólkur sagði að vissulega yrði eftirsjá af verkinu. „En við munum áfram eiga verkið, því verður nú komið fyrir á góðum palli efst í Kaupfélagsgilinu sem einu sinni var kallað en það gerir að verkum að í framtíðinni munu fleiri sjá það en gera þegar það er hér á lóðinni hjá okkur,“ sagði Helgi. Hann sagði að við hlið þess komið fyrir skilti þar sem rakin verður saga mjólkurvinnslu í Gilinu og jafnvel á félagssvæðinu. „Við ætlum að draga þessa mynd upp og gera hana almenningi að- gengilega, það má búast við að tug- þúsundir muni leggja leið sína að verkinu þegar það verður komið á nýjan og áberandi stað í bænum.“ Norðurmjólk mun ekki láta þar við standa, félagið hyggst kaupa fimm plastkýr í fullri stærð og koma þeim fyrir í miðbæ Akureyr- ar. „Við ætlum að bjóða listamönn- um að mála og skreyta kýrnar, sennilega verða þær málaðar tvisv- ar þrisvar sinnum yfir sumarið. Við vonum að þetta lífgi upp á bæj- arbraginn.“ Auðhumla og mjalta- stúlkan koma í bæinn Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.