Morgunblaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÉG ER í áhugaverðu ábyrgð-
arstarfi á vinnustað sem mér þykir
vænt um. Við maðurinn minn eig-
um ungan son sem okkur þykir
óendanlega vænt um.
Í október sl., þegar
drengurinn var 10
mánaða, fékk hann
inni hjá frábærri dag-
móður, að undangeng-
inni margra mánaða
leit. Hann aðlagaðist
vel og ég fór aftur að
vinna. Við treystum
dagmóðurinni full-
komlega fyrir auga-
steininum okkar og
allt gekk ljómandi vel
– þar til dagmóðirin
neyddist til að segja
öllum börnunum upp
vegna veikinda.
Þetta var um miðjan desember
og síðan höfum við tekið einn dag í
einu. Hringt í dagforeldra út um
alla borg, talað við daggæsluráð-
gjafa á þjónustumiðstöðvum í öll-
um hverfum, fylgst með auglýs-
ingum og umræðum á Barnalandi
og vef Barnavistunar, haldið uppi
spurnum hvar sem við komum – í
stuttu máli leitað logandi ljósi.
Svörin eru öll á sama veg hjá dag-
foreldrum: „Því miður, ekkert
laust, ég fæ mörg símtöl á dag og
tek ekki á biðlista. Þú getur reynt
að hringja seinna en gerðu þér
ekki miklar vonir …“ Eftir tugi
slíkra símtala er ekki laust við að
bjartsýnin fari dvínandi. Nú höfum
við bjargað okkur með pössun frá
degi til dags í bráðum mánuð með
dyggri hjálp ættingja og vina. Við
höfum notið skilnings og sveigj-
anleika á vinnustöðum okkar en
það eru takmörk fyrir öllu. Líka
því hve lengi hægt er að umbera
óvæntar fjarvistir frá vinnu.
Segja má að við séum komin á
byrjunarreit (og í raun aftar, því
nú er fyrirvarinn enginn og mun
erfiðara að fá pláss um miðjan vet-
ur). Ástandið var slæmt sl. sumar
en er sýnu verra nú. Svo nefnt sé
nærtækt dæmi voru sjö dagmæður
á skrá í vesturbænum í haust, síð-
an eru þrjár hættar og því aðeins
fjórar eftir.
Á þjónustumiðstöðinni í hverfinu
er okkur gefin góð von um leik-
skólapláss í ágúst. Þangað til eru
sjö mánuðir. Það er of
langur tími til að
hægt sé að brúa bilið
með reddingum –
bæði gagnvart
vinnunni og barninu.
Svo nú hef ég sagt
starfi mínu lausu til
þess að vera heima
með barnið. Það var
hreint ekki sárs-
aukalaus ákvörðun, en
barnið er jú númer
eitt og við foreldrarnir
berum ábyrgð á vel-
ferð þess.
Nú spyr ég: Hver
ber ábyrgðina á þessu ástandi?
Þarna er greinilega stór glufa í
kerfinu; frá því fæðingarorlofi lýk-
ur (oftast við 9 mánaða aldur) þar
til börn fá inni á leikskóla (á bilinu
18 mánaða til tveggja ára, jafnvel
seinna). Ríkið hefur tryggt að for-
eldrar geti tekið samtals 9 mánaða
fæðingarorlof og sveitarfélögin sjá
til þess að börnum bjóðist leik-
skóladvöl. Vissulega eru börn fyrst
og fremst á ábyrgð foreldra sinna
og við viljum síst skorast undan
henni. Við vorum samt svo bláeyg
að halda að sveitarfélögin ættu að
tryggja öllum börnum vistun hjá
dagforeldrum á þessu tímabili.
Það er eitthvað stórkostlega
gallað við það fyrirkomulag að
dagforeldrar séu „sjálfstætt starf-
andi verktakar úti í bæ“, eins og
það er gjarnan orðað þegar
Reykjavíkurborg reynir að firra
sig ábyrgð á ástandinu. Því þó að
dagforeldrar séu sjálfstætt starf-
andi eru þeir háðir starfsleyfum
frá borginni og starfa undir eft-
irliti og ráðgjöf daggæsluráðgjafa.
Eftir því sem ég kemst næst liggja
ekki fyrir tölur um hve mörg börn
bíða eftir vistun hjá dagforeldrum
í Reykjavík, þar sem borgin hefur
ekki með höndum sameiginlega
skráningu, líkt og þegar sótt er
um leikskólavist. Því er í raun eng-
inn sem hefur yfirsýn yfir umfang
vandans. Haft var eftir Regínu Ás-
valdsdóttur, sviðsstjóra þjónustu-
og rekstrarsviðs borgarinnar, í
Fréttablaðinu 30. des. sl. að skort-
ur á dagforeldrum væri „ekki til-
finnanlegur“. Ég myndi gjarnan
vilja vita á hverju hún byggir
þessa staðhæfingu og hversu mörg
börn þurfi að vera án vistunar til
að vandinn sé tilfinnanlegur. Ein
forsenda þess að hægt sé að leysa
úr vandanum er að hann sé kort-
lagður. Því á meðan enginn hefur
yfirsýn yfir hve mörg börn bíða
vistunar er auðvelt að líta fram hjá
vandanum og segja að hann sé
„ekki tilfinnanlegur“.
Í Danmörku eru dagforeldrar
starfsmenn sveitarfélaganna.
Skráning hjá dagforeldrum fer í
gegnum sveitarfélögin og afleys-
ingaþjónusta sömuleiðis, þannig að
foreldrar þurfa ekki að hafa
áhyggjur af fjarvistum frá vinnu
vegna forfalla dagforeldra. Mér
skilst að danska leiðin sé í skoðun
hjá Reykjavíkurborg um þessar
mundir og ég vonast til að hún
verði tekin til fyrirmyndar við
gagngera endurskoðun á fyr-
irkomulagi daggæslu í Reykjavík.
Nú hefur verið ákveðið að
hækka niðurgreiðslur til dagfor-
eldra og er það vel svo langt sem
það nær. Ég er hins vegar hrædd
um að mun meira þurfi að koma til
svo að fleiri taki til starfa.
Við mæðginin fórum á fund
Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur
borgarstjóra á dögunum. Hún tók í
meginatriðum undir gagnrýni mína
á stöðu mála, kvaðst taka orð mín
alvarlega og sagði ljóst að nú yrði
að gera eitthvað verulega róttækt.
Ég bíð þess að hún sýni þann vilja
í verki og grípi til ráðstafana til að
úr þessu ófremdarástandi rætist
sem allra fyrst.
Víst er vandinn
tilfinnanlegur
Margrét Sveinbjörnsdóttir
skrifar um neyðarástand í
dagvistarmálum í Reykjavík
’Ein forsenda þess aðhægt sé að leysa úr
vandanum er að hann
sé kortlagður. ‘
Margrét
Sveinbjörnsdóttir
Höfundur er yfirmaður
markaðssviðs Íslensku óperunnar, en
hefur sagt starfi sínu lausu vegna
dagvistarvanda.
SNEMMA á níunda áratugnum
var ákveðið að gera átak í að
byggja upp þjónustu fyrir aldraða.
Lagður var á alla landsmenn að 70
ára aldri flatur skattur sem fara
skyldi til uppbygg-
ingar hjúkrunarheim-
ila. Árið 1991, þegar
við völd var rík-
isstjórn Sjálfstæð-
isflokks og Alþýðu-
flokks, var sett inn í
lögin heimild til að
nota hluta af skatt-
inum í rekstur. Þetta
þýddi að fram-
kvæmdafé til nýbygg-
inga var skorið niður
um nærri helming.
Undanfarin 10 ár hef-
ur Framsóknaflokk-
urinn farið með ráðu-
neyti heilbrigðismála og ekki séð
neina ástæðu til að auka fé til
framkvæmda sem hefur haft þær
afleiðingar samkvæmt upplýs-
ingum ráðuneytisins að hér á suð-
vesturhorni landsins sé bráður
skortur á hjúkrunarrými fyrir
aldraða um 400–450 pláss.
Í desember sl. var afgreitt
frumvarp um að breyta þessum
flata skatti úr kr. 5.738 í kr. 6.075.
Var það samþykkt samhljóða. Í
fjárlögum 2006 er síðan gerð grein
fyrir skiptingu fjárins og þar kem-
ur eftirfarandi í ljós hvernig nýta
skuli þann rúma milljarð króna
sem skatturinn gefur:
Almennur rekstur 231,5
Viðhald fasteigna 188,0
Stofnkostnaður 582,5
Það er því ljóst að
engin stefnubreyting
hefur orðið hjá rík-
isstjórn landsins til að
auka framlög til
byggingar hjúkr-
unarheimila.
Ljóst er að sú
breyting sem gerð var
að kröfu Friðriks
Sophussonar fjár-
málaráðherra og sam-
þykkt af Sighvati
Björgvinssyni heil-
brigðisráðherra hefur
haft þær afleiðingar
um skort á hjúkr-
unarrými sem getið er hér að of-
an. Ef við miðum við verðlag í dag
hefur sú upphæð sem fór í rekstur
en hefði átt að fara til nýbygginga
numið 5–6 milljörðum króna á
þeim 15 árum sem liðin eru og
samkvæmt áliti Ríkisendurskoð-
unar, sem áætlaði í nýlegri
skýrslu að hvert hjúkrunarrými
kosti 12 milljónir króna, hefði ver-
ið auðvelt að mæta þörfum fyrir
þessa þjónustu.
Afleiðingar þessarar ótrúlegu
vitleysu eru t.d. þær að á Land-
spítala liggja skv. skýrslu Rík-
isendurskoðunar um spítalann 102
langlegusjúklingar. Þeir staðfesta
tölur sem undirritaður lagði fram í
haust að kostnaður á legudag á
Landspítala er 30–50 þúsund
krónur. Á hjúkrunarheimilum
landsins er meðalkostnaður dag-
gjalda 14.400 krónur.
Það er ljóst að öldruðum hér á
landi mun fjölga mjög verulega á
næstu 10–20 árum. Það er nátt-
úrulögmál að ákveðinn hluti þessa
hóps þarf á þessari þjónustu að
halda. Í fjárlagafrumvarpi 2006
eru engin merki þess að núverandi
ríkisstjórn ætli að koma til móts
við þessar þarfir.
Framkvæmdasjóður
aldraðra – fjárlög 2006
Ólafur Örn Arnarson fjallar um
framkvæmdasjóð aldraðra ’Það er ljóst að öldr-uðum hér á landi mun
fjölga mjög verulega á
næstu 10–20 árum. Það
er náttúrulögmál að
ákveðinn hluti þessa
hóps þarf á þessari
þjónustu að halda.‘
Ólafur Örn
Arnarson
Höfundur er læknir.
NÚ ER að nálgast sá tími að
taka verði endanlegar
ákvarðanir um upp-
byggingu sjúkrahús.
Þetta er verður
geysilega fjölmennur
vinnustaður, sem
kallar á gríðarlega
mikið svæði umfram
þann reit sem húsin
sjálf taka. Umferð-
aræðar vestur í bæ
eru nú þegar full-
nýttar. Spítali á
Keldnalandi er vel
staðsettur umferð-
arlega séð.
Það er auk þess í
ríkiseign, rúmgott
svæði og er mikið
heppilegra en Vatns-
mýrin. Miðpunktur
umferðarlega séð.
Umferðaæðar frá öll-
um byggðum á höf-
uðborgarsvæðinu og
byggðum á vestur-
og suðurlandi sam-
einast þar.
Samfara þessu á að flytja innan-
landsflugvöll á svæðið fyrir ofan
Geitháls. Þar yrði hann vel stað-
settur sem miðpunktur alls innan-
lands samgönguæðakerfisins.
Innanlandsflugvöllur í Vatns-
mýrinni er út úr þar sem hann er
nú.
Með þessum aðgerðum myndi
losna gríðarlega verðmætt bygg-
ingarsvæði, sem stæði fyllilega
undir kostnaði af þessum flutning.
Við eigum einnig að huga að því
að flytja alla starfsemi sem er í
Borgarspítalanum í
nýjan spítala á
Keldnalandinu.
Öll bráðamóttaka
væri mun betur stað-
sett á Keldnalandinu,
eins ég hef bent á hér
framar.
Núverandi Borg-
arspítala á að breyta í
sérbýli fyrir aldraða
með miðstöð fyrir
hjúkrunaraðstoð. Á
þessu svæði á að
byggja fleiri blokkir
með sérbýlum fyrir
aldraða.
Um þessa uppbygg-
ingu á að stofna sjálfs-
eignarfélag, sem nyti
stuðnings stéttarfélag-
anna. Verkefnið má
auðveldlega fjármagna
með langtímalánum úr
lífeyrissjóðum. Hlut-
verk ríkis og sveitar-
félaganna á höf-
uðborgarsvæðinu væri
að tryggja reksturinn. Í þessa mið-
stöð öldrunarþjónustu á að flytja
þá starfsemi sem nú fer fram í
Heilsuverndarstöðinni við Bar-
ónsstíg og snýr að heimilisþjón-
ustu og á að flytja þar út innan
nokkurra mánuða.
Sjúkrahús, innan-
landsflug og
sérbýli aldraðra
Guðmundur Gunnarsson
fjallar um skipulagsmál
Guðmundur
Gunnarsson
’Ég get ekkiverið sammála
því að byggja
eigi upp nýtt
sjúkrahús í
Vatnsmýrinni. ‘
Höfundur er formaður
Rafiðnaðarsambands Íslands.
VIÐ Sjálfstæðismenn í Garðabæ
göngum til prófkjörs laugardaginn
14. janúar nk.
Það hefur ekki ver-
ið haldið prófkjör í
Garðabæ í 28 ár og
ég skynja það og
heyri að prófkjörið
kemur bara til með
að styrkja flokkinn
og stöðu hans í bæn-
um.
Það blæs lífi í
glæðurnar og fólk
finnur að það hefur
val til að hafa áhrif á
framtíðarforystusveit
flokksins í bænum.
Það er bjart fram-
undan í Garðabæ.
Mannlífið er gott,
álögur eru lágar,
íþróttastarfið er
blómlegt og skólarnir
í fremstu röð.
Við erum mjög rík
af landsvæðum og
samkvæmt tillögu að
aðalskipulagi 2004-
2016 má búast við að
íbúum bæjarins fjölgi
úr 9000 í tæplega
16000 á tiltölulega
skömmum tíma.
Því fylgja að sjálf-
sögðu mörg tækifæri
en einnig ákveðnar
ógnanir.
Tryggja verður að flestir þjón-
ustuþættir bæjarins vaxi í takt við
þessa miklu fjölgun en jafnframt
verður að halda vöku sinni gagn-
vart þeim hverfum og íbúum sem
fyrir eru og þeirri þjónustu sem
bærinn veitir. Þrátt fyrir að við
búum í góðum bæ má alltaf gera
betur á ýmsum sviðum, við meg-
um ekki sofna á verðinum.
Það skiptir máli hvernig raðast
á lista okkar sjálfstæðismanna í
prófkjörinu.
Nauðsynlegt er að
nýja forystusveit skipi
fólk með mismunandi
bakgrunn og áherslur.
Sjálfur starfa ég í
stærstu félagsmála-
samtökum landsins.
Mitt starf gengur út á
að vinna fyrir fólk og
með fólki.
Mitt starf er fyrst
og fremst þjónustu-
starf.
Hið sama á við um
starf bæjarfulltrúans.
Hinir kjörnu fulltrú-
ar eru í þjónustustarfi
fyrir fólkið í hverju
samfélagi.
Ég tel að minn bak-
grunnur, reynsla og
þátttaka í íþrótta- og
æskulýðsstarfi muni
styrkja flokkinn í
komandi sveitarstjórn-
arkosningum. Ég gaf
kost á mér í 3. sæti í
prófkjörinu til þess að
hafa áhrif á samfélag
mitt og uppbyggingu
þess.
Fái ég til þess
brautargengi, mun ég
leggja áherslu á að
vinna fyrir fólkið og
með fólkinu í Garðabæ.
Það skiptir
máli
Eftir Stefán Snæ Konráðsson
Stefán Snær
Konráðsson
’Það er bjartframundan í
Garðabæ.
Mannlífið
er gott, álögur
eru lágar,
íþróttastarfið
er blómlegt
og skólarnir í
fremstu
röð. ‘
Höfundur er framkvæmdastjóri og
gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Prófkjör í Garðabæ