Morgunblaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sophus AuðunGuðmundsson
fæddist á Auðunar-
stöðum í Víðidal í
Vestur-Húnavatns-
sýslu 6. apríl 1918.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni 4. janúar síð-
astliðinn.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Jóhannesson, bóndi
á Auðunarstöðum,
f. 25. júní 1884, d.
26. apríl 1966, og
Kristín Gunnarsdóttir, f. 25. 8.
1890, d. 11. 8. 1969. Systkini
Sophusar eru Ingibjörg, f. 16.4.
1914, d. 12.4. 1999, Jóhannes, f.
13.2. 1916, d. 8.4. 1996, Kristín,
f. 20.7. 1919, d. 22.9. 1944, Erla,
f. 28.4. 1921, d. 24.2. 1997, Gunn-
ar, f. 10.9. 1923, og Hálfdan, f.
24.7. 1927, d. 4.10. 2001.
Sophus kvæntist 15. maí 1943
Áslaugu Maríu Friðriksdóttur,
skólastjóra, f. 13. júlí 1921, d. 29.
júní 2004. Foreldrar hennar voru
Friðrik Ásgrímur Klemenzson,
kennari og póstafgreiðslumaður,
f. 21.4. 1885, d. 5.9. 1932, og
María Jónsdóttir, kennari og
húsmóðir, f. 18.10. 1986, d. 5.9.
1961. Börn Áslaugar og Sophus-
ar eru: 1) Friðrik Klemenz, f.
ur Margréti Elínu Guðmunds-
dóttur, f. 15.6. 1949, börn þeirra:
a) Áslaug Auður, f. 28.3. 1972,
gift Nökkva Sveinssyni, f. 16.11.
1972, börn þeirra Nökkvi Már, f.
2000, og Guðmundur Baldvin, f.
2004. b) Kristín Hrönn, f. 28.7.
1976, c) Páll Arnar, f. 17.6. 1986.
3) María, f. 25.4. 1950, gift Sig-
urjóni Mýrdal, f. 12.11. 1949,
dóttir þeirra er Sigurveig, f. 2.3.
1980. 4) Kristín Auður, f. 22.3.
1952, gift Sigþóri Sigurjónssyni,
f. 12.7. 1948, börn þeirra: a)
Sophus Auðun, f. 11.10. 1972,
kvæntur Hjördísi Selmu Björg-
vinsdóttur, f. 10.3. 1971, börn
þeirra: Kristín Auður, f. 1999, og
Sophus Ingi, f. 2002, b) Kristín
María, f. 22.5. 1977.
Sophus vann algeng sveita-
störf til 18 ára aldurs, stundaði
nám í Reykjaskóla einn vetur og
vann verslunarstörf í Verslun
Guðmundar Gunnarssonar á
Hvammstanga 1939–1942, þegar
hann flutti til Reykjavíkur. Hann
var bókari og gjaldkeri hjá Raf-
magni hf. á Vesturgötunni í 20
ár, en starfaði síðan hjá Almenna
bókafélaginu 1963–1988, fyrst
sem bókari en lengst af sem
skrifstofustjóri. Sophus var um
skeið formaður Tafl- og bridge-
klúbbs Reykjavíkur. Hann vann
að félagsmálum Húnvetninga-
félagsins og átti sæti í fulltrúa-
ráði sjálfstæðisfélaganna um
árabil.
Útför Sophusar verður gerð
frá Grensáskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
18.10. 1943, kvænt-
ur Sigríði Dúnu
Kristmundsdóttur, f.
13.8. 1952, dóttir
þeirra er a) Sigríður
Fransiska, f. 6.5.
1994. Dætur Frið-
riks frá fyrra hjóna-
bandi eru: b) Áslaug
María, f. 20.7. 1969,
í sambúð með
Hjálmari Edwards-
syni, f. 16.4. 1975,
synir þeirra: Hjálm-
ar Friðrik, f. 2001,
og Jóakim, f. 2003,
áður átti hún Jóhönnu Þorkötlu
Eiríksdóttur, f. 1992. c) Gabríela
Kristín, f. 3.7. 1971, gift Daníel
Haraldssyni, f. 26.8. 1969, dóttir
þeirra er Daníela, f. 1989. d)
Helga Guðrún, f. 15.12. 1981.
Fyrir átti Friðrik: e) Stefán
Baldvin, f. 31.10. 1963, kvæntan
Þjóðhildi Þórðardóttur, f. 14.5.
1969, börn þeirra: Þórður Örn, f.
1996, Kristín Auður, f. 1999, og
Þóra Björg, f. 2004. f) Halldór, f.
28.10. 1967, kvæntan Esther Ing-
ólfsdóttur, f. 22.4. 1972, börn
þeirra: Ásta Björk, f. 1990, og
Bjarkey Líf, f. 2000. Fóstursynir
Friðriks eru: Jóakim Hlynur
Reynisson, f. 5.8. 1961, og Ragn-
ar Hjálmarsson, f. 18.9. 1978. 2)
Guðmundur, f. 15.8. 1947, kvænt-
Í dag er hugurinn hjá mínum
kæru tengdaforeldrum Sophusi og
Áslaugu, sem nú eru bæði látin. Þau
voru ólík í flestu, Sophus dökkur yf-
irlitum, rólegur, reglufastur og var-
kár, Áslaug hins vegar ljós yfirlitum,
opin, glaðleg og leitandi. Þessir ólíku
einstaklingar náðu þó afar vel sam-
an í lífinu og unun var að fylgjast
með þeirra löngu og farsælu sam-
leið. Sophus starfaði lengst af sem
skrifstofustjóri hjá Almenna bóka-
félaginu í hjarta höfuðborgarinnar.
Umhyggja hans og tryggð við félag-
ið og starfmenn þess var einstök. En
hann sinnti fleiri störfum. Hann að-
stoðaði Áslaugu svo eftir var tekið í
hennar krefjandi kennslu- og skóla-
stjórnarstörfum. Hvort sem það var
við uppbyggingu hennar á einum
stærsta grunnskóla Reykjavíkur eða
móttöku og umsjón nemenda sem
komu á heimilið og nutu aðstoðar
hennar í námi.
Mér fannst það merkilegt fyrir
tæpum fjörutíu árum að sjá hús-
bóndann á heimilinu þvo og strauja,
baka dýrindis tertur, steikja kleinur
og reiða fram gómsæta rétti. En ég
var fljót að skilja á Sophusi að þátt-
taka hans í öllum heimilisstörfum
væri sjálfsögð og eðlileg. Það var
mjög gaman að ræða við Sophus,
hann hafði góðan húmor og hafði lag
á að nálgast umræðuefnið með
óvenjulegum og skemmtilegum
hætti.
Sophus var Húnvetningur og var
alla tíð tengdur sterkum böndum við
sínar æskuslóðir. Ferðir norður í
Víðidal voru fastir liðir á hverju
sumri. Ræktarsemi við vini og
vandamenn var mikil og hann átti
drjúgan þátt í útgáfu niðjatals Jó-
hannesar Guðmundssonar og Ingi-
bjargar Eysteinsdóttur á Auðunar-
stöðum. Ættarmótin voru
eftirminnanleg, lífleg og fjörug enda
Auðunarstaðafólkið mikið gleðifólk.
Fjölskylda Sophusar og Áslaugar
á lítinn sumarbústað í sælureit aust-
ur í sveitum. Eftir að starfsferli
þeirra lauk fjölgaði ferðum þangað.
Þar átti stórfjölskyldan margar af
sínum bestu stundum. Þar var Soph-
us héraðshöfðinginn sem stjórnaði
búi sínu af myndugleik og þangað
komu fjölmargir vinir þeirra til dval-
ar í lengri eða skemmri tíma.
Eftir að Áslaug lést sumarið 2004
dofnaði lífsviljinn hjá Sophusi og ég
hygg að hann hafi verið sáttur við að
kveðja þennan heim. Að leiðarlokum
vil ég kveðja tengdaföður minn með
hlýhug og virðingu. Blessuð sé
minning þín Sophus.
Þín tengdadóttir,
Elín.
Sophus tengdafaðir okkar var
Húnvetningur í húð og hár. Hann
fæddist á landnámsjörðinni Auðun-
arstöðum í Víðidal, góðri bújörð sem
bar stórt heimili. Þar liðu æskuár
hans við leik og störf í faðmi fjöl-
skyldu og annars heimilisfólks.
Þau voru sjö Auðunarstaðasystk-
inin. Í Víðidalnum var vettvangur ís-
lenskrar sveitamenningar af bestu
gerð. Þar mótuðust hugsjónir og
skapgerð Sophusar, sem fylgdu hon-
um á farsælu lífshlaupi. Sophus var
reglufastur, réttsýnn og heiðarlegur
í öllum samskiptum. Það fengum við
tengdabörnin að reyna. Hann er
gott dæmi um vel menntaðan al-
þýðumann, þótt ekki nyti hann
skólagöngu, nema nokkrar vikur ár-
lega í farskóla heima á Auðunarstöð-
um og einn vetrarpart á Reykja-
skóla í Hrútafirði.
Örlög Sophusar réðust sumarið
1940 þegar ung kaupakona, Áslaug
Friðriksdóttir, kom að sunnan að
Víðidalstungu. Þau löðuðust hvort
að öðru, hann dökkhærður og
dreyminn, hún ljóshærð og gáska-
full. Næsta sumar kom hún aftur
norður, nú í Vatnsdalinn. Þau undu
saman í frístundum sínum, í fjör-
ugum vinahópnum í sveitinni eða tvö
ein. Var þá stundum sprett úr spori
um sléttar grundir eða holt og móa.
Stundum dólað við Kolugil eða á
bökkum Flóðsins.
Sophus fylgdi Áslaugu sinni suður
til Reykjavíkur, en hann tók sveitina
sína með sér. Menning sveitarinnar,
þekking, viðhorf, samskiptahættir
og vináttubönd að norðan reyndust
Sophusi vel þegar þau Áslaug stofn-
uðu heimili vorið 1943 og hann byrj-
aði að fóta sig í deiglu þess sam-
félags sem varð til í höfuðborginni á
stríðsárunum. Þau bjuggu fyrst
þröngt í leiguhúsnæði og Sophus
fékk vinnu í Rafmagni hf. Hann
vann við þau störf sem til féllu í fyr-
irtækinu, en aðallega við afgreiðslu,
fjármál og bókhald. Sophus var
talnaglöggur auk þess að vera með
afbrigðum nákvæmur og heiðarleg-
ur. Síðar starfaði hann hjá Almenna
bókafélaginu, fyrst sem bókari og
síðan skrifstofustjóri.
Þau Áslaug og Sophus fluttu í eig-
ið húsnæði að Mávahlíð 13, ásamt
Maríu tengdamóður hans. Þar ólu
þau upp börnin sín fjögur. Amman
var heima, húsmóðirin vann löngum
utan heimilis og heimilisfaðirinn tók
virkan þátt í öllum heimilisstörfum.
Þá höfðu börnin skýrar skyldur í
samræmi við aldur og þroska.
Seinna flutti fjölskyldan í Brúnaland
21. Börnin flugu úr hreiðrinu, en
barnabörnin heimsóttu afa og
ömmu. Þar var oft líf í tuskunum.
Sophus sletti gjarnan upp í
Ambrósíuköku eða Siggutertu og
var ólatur að hlusta þolinmóður á
unga gesti eða segja þeim sögur –
gjarnan norðan úr Víðidal. Við eld-
húsborðið lék gamli Auðunarstaða-
húmorinn lausum hala.
Áslaug og Sophus voru óvenju
samhent hjón. Þau voru nægilega
ólík til að bæta hvort annað upp.
Hún fljóthuga og framtakssöm,
hann hlédrægur og gætinn. Sophus
var henni traustur bakhjarl í upp-
eldisstarfi, hvort heldur var í skól-
um, skátahreyfingunni eða Kvenna-
athvarfinu. Síðustu æviárin bjuggu
Sophus og Áslaug með góðum
grönnum á Sléttuvegi 13. Þaðan
þekkja barnabarnabörnin þau.
Sophus og Áslaug reistu ásamt
börnum sínum sumarbústað, Sælu-
kot, í Skyggnisskógi í Biskupstung-
um. Sophus réði nafninu. Þar fékk
bóndasonurinn útrás fyrir athafna-
þrá sína í íslenskri náttúru og þar
var athvarf fjölskyldunnar allrar.
Hann gerði sér frá upphafi grein
fyrir gildi Sælukots fyrir fjölskyldu-
böndin. Við tengdasynirnir fengum
að taka fullan þátt í því ævintýri.
Þótt Sophus byggi stærstan hluta
ævi sinar í borginni var hugurinn
jafnan í sveitinni fyrir norðan. Þang-
að sótti hann mælikvarða allra hluta.
Hvort sem ferðast var um búsæld-
arleg sveitahéruð Júgóslavíu, sléttur
Wisconsin eða dali Alpanna var við-
miðið jafnan í Víðidalnum. Víðfræg
náttúruundur urðu að standast sam-
jöfnuð við Vatnsdalsfjallið, Víði-
dalsá, Kerafossana eða Borgarvirki.
Reyndar hélt Sophus því jafnan
fram að náttúrufegurð byggi í gróð-
urmagni landsins og vel ræktuðu
túni fremur en öræfum og örfoka
fjallatindum.
Sophus varðveitti þann dýrmæta
eiginleika sveitamenningarinnar að
tengja fólk við bæi og heimilisfólk
saman í ættir og kynslóðir. Hann
hitti varla svo mann að hann reyndi
ekki að finna honum stað í ættar-
samfélagi og heimfæra hann á
sveitabæi. Það var oft kostulegt að
fara með Sophusi um sveitir lands-
ins og hlusta á hann draga upp fjöl-
skyldutengsl og ættartöl.
Þetta var sérlega skemmtilegt
þegar farið var um Húnavatnssýsl-
ur. Þá blönduðust saman við ætt-
artölin munnmæli og staðreyndir,
harmsögur og skemmtisögur við
hvern bæ. Sophus fylgdist alla tíð
vel með þróun mála fyrir norðan,
ekki síst á Auðunarstöðum, þar sem
systkini hans bjuggu á tveimur býl-
um eftir að foreldrar hans brugðu
búi. Var ætíð gott samband Sophus-
ar við systkini sín öll, bæði þau sem
bjuggu fyrir norðan og þau sem
fluttu suður.
Lífshlaup Sophusar Guðmunds-
sonar var farsælt. Við leiðarlok
blandast söknuður og þakklæti.
Mestur er missir fjölskyldunnar
sem hann stóð vörð um og hlúði að
alla tíð eins og sá bóndi sem hann
var alinn upp til að verða.
Sigþór og Sigurjón.
Hann sagði ekki alltaf margt hann
Sophus Auðun Guðmundsson
tengdafaðir minn en hann var alltaf
þarna, fastur fyrir og kíminn til
augnanna. Hann talaði líka lágt og
heyrði illa hin síðari ár, en það kom
ekki að sök því hann heyrði það sem
hann vildi og brýndi raustina ef svo
bar undir. Sjálfur frábað hann sér
selskap við fólk sem ekkert heyrði
og neitaði til dæmis að tala við
Gunnar bróður sinn í símann af því
að Gunnar heyrði ekki neitt. Gunnar
heyrði hins vegar ekkert í Sophusi
af því hann talaði svo lágt. Mér er
ekki grunlaust um að Sophus hafi
verið að stríða Gunnari því að hann
var stríðinn með afbrigðum. En
hann var líka viðkvæmur og hjarta-
hlýr þótt hann væri ekki endilega að
bera það á torg.
Sophus var þriðji í röðinni í systk-
inahópnum sem ólst upp á Auðunar-
stöðum í Víðidal í Vestur-Húnaþingi
á fyrri hluta síðustu aldar. Stjórn-
mál voru mikið rædd á heimilinu og
skiptust systkinin á flokkana líklega
meira til að rökræða og stríða hvert
öðru en af sannfæringu til að byrja
með. Sophus tók að sér að fylgja
Framsóknarflokknum en það stóð
ekki lengi. Eftir að hann hleypti
heimdraganum gerðist hann sjálf-
stæðismaður og fylgdi þeim flokki
einarðlega alla tíð. Hann var mikill
andstæðingur kommúnisma og
Friðriki syni hans er minnisstætt að
þegar hann var lítill snáði leiddi
Sophus hann í sannleikann um
heimsmálin og sagði þá meðal ann-
ars: ,,Mundu að Stalín er vondur en
Truman góður.“ Sophusi fannst
betra að byrgja brunninn áður en
barnið dytti ofan í hann.
Ungur maður reyndi Sophus fyrir
sér við ýmislegt eins og refarækt og
verslunarstörf. Hann var nokkur
misseri á Hvammstanga og starfaði
þá við verslun Guðmundar Gunnars-
sonar móðurbróður síns. Hann sagði
mér að um þetta leyti hafi dans-
kennari komið reglulega í bæinn og
að á meðan hann stóð við hafi unga
fólkið dansað við harmonikkuspil í
samkomuhúsinu fleiri klukkutíma
hvern dag. Það hefur sópað af Soph-
usi í dansinum. Hann var vörpulegur
maður með mikið hrafnsvart hár,
svo svart að það brá á það blárri
slikju. Augabrúnirnar voru líka
miklar og svartar en augun grá.
Þess var heldur ekki langt að bíða að
ung stúlka fengi augastað á honum.
Einn heitan sumardag var hann að
laga leiði afa síns og ömmu í kirkju-
garðinum í Víðidalstungu þegar
stúlka úr Reykjavík, Áslaug María
Friðriksdóttir, átti leið um. Henni
varð starsýnt á þennan mann, mikið
svart hárið og hversu fimlega hann
bar sig að verkinu. Enda fór það svo
að þegar hún fór suður um haustið
var hún búin að festa sér hann eins
og hún sagði.
Áslaug og Sophus gengu saman
æviveginn í meira en sex áratugi.
Hann var kletturinn en hún fjörkálf-
urinn, sem sífellt tók sér ný verkefni
fyrir hendur. Framan af vann Soph-
us við verslunarstörf en gerðist síð-
an skrifstofustjóri hjá Almenna
bókafélaginu þar sem hann hélt utan
um bókhaldið af fádæma nákvæmni,
enda var hún honum í blóð borin.
Eitt sinn fékk ég lánaðan hjá honum
bedda, sem var svo haganlega reyrð-
ur saman og frágenginn að mér
fannst vissara að skrifa niður að-
ferðina svo ég gæti skilað honum í
sama horfi. Það kæmi mér samt ekki
á óvart þótt Sophus hefði þrátt fyrir
það tekið upp fráganginn hjá mér og
gengið almennilega frá beddanum
sjálfur. Í sumarbústaðnum þar sem
þau Áslaug áttu margar góðar
stundir mátti einnig sjá þessi vinnu-
brögð. Húsið og pallurinn voru olíu-
borin á hverju ári og verkfærum
raðað snyrtilega í geymsluna þar
sem hver hlutur átti sinn stað. Meira
að segja leikföng barnanna voru í
röð og reglu.
Sophus var óvenjulegur maður að
því leyti að hann taldi ekki eftir sér
að sinna heimilishaldi löngu áður en
það þótti við karlmanna hæfi. Ás-
laug fór snemma að vinna utan
heimilis og þá setti Sophus bara upp
svuntuna einsog ekkert væri sjálf-
sagðara. Hann gerðist kökumeistari
góður og er Ambrósíusarkakan hans
í minnum höfð. Þegar þau hjón voru
bæði komin á eftirlaun tók Áslaug
að sér að kenna börnunum í
Kvennaathvarfinu heima hjá sér og
þá ók Sophus börnunum á milli og
hélt til haga leikföngum fyrir þau.
Þau kölluðu hann Sophus afa.
Nú er Sophusar afa sárt saknað.
Barnabörnin og barnabarnabörnin
hans mörgu syrgja hann og það ger-
um við líka sem eldri erum. Við vit-
um samt að hann varð hvíldinni feg-
inn. Þegar sólin í lífi hans hné til
viðar við fráfall Áslaugar fyrir hálfu
SOPHUS A.
GUÐMUNDSSON
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR,
Víðigrund 4,
Sauðárkróki,
verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugar-
daginn 14. janúar kl. 11.00. Jarðsett verður á
Akranesi síðar sama dag.
Svanhildur Björgvinsdóttir, Eiður Kr. Benediktsson,
Anna Halla Björgvinsdóttir,
Bjarni G. Björgvinsson, Ólöf M. Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
HELGI RUNÓLFSSON
bifreiðastjóri,
Ánahlíð 12,
Borgarnesi,
verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugar-
daginn 14. janúar kl. 14.00.
Gunnfríður Ólafsdóttir,
Særún Helgadóttir, Jóhann B. Hjörleifsson,
Ólafur Helgason, Sigríður Ingibjörg Karlsdóttir,
Hrönn Helgadóttir, Indriði Jósafatsson,
Friðborg Helgadóttir, Árni Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabarn.