Morgunblaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 47 HESTAR HESTAVEFURINN 847.is stóð fyrir ljósmyndasamkeppni í lok síðasta árs og liggja nú úrslit fyrir um bestu hestaljósmynd ársins 2005. Á fjórða hundrað mynda barst í keppnina en dóm- nefnd valdi sex þeirra til úrslita og 830 lesendur vefjarins kusu síðan um hvaða mynd hlyti fyrstu verðlaun. Ljósmynd Hugrúnar Hörpu Reynisdóttur á Kjalarnesi, Kíkt af syllu, varð hlutskörpust og hlaut hátt í helming atkvæða. Myndin sýnir folald á Hlíðarbergi á Hornafirði sem horfir fram af klettasyllu. Í öðru sæti varð mynd Lindu Sverrisdóttur sem nefnist Í langferð og sýnir hún hestamenn á ferð yfir Stóru-Laxá. Sigurjón Reynisson frá Miðengi sendi myndina inn í keppnina. Þriðja sætið kom í hlut Hálfdáns Jónssonar í Noregi og er myndin af nýfæddu folaldi í fífil- skreyttu túni. Verðlaunahafar fá send gjafabréf frá hestavöruversluninni Knapanum í Borgarnesi. Ljósmynda- samkeppni 847.is ÍÞRÓTTA- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, afhenti í síðustu viku á Grandhóteli 58 íþróttamönnum í 32 greinum viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur á liðnu ári. Sérsambönd innan ÍSÍ velja afreksfólk sitt í íþróttum og útnefndi Landssamband hesta- mannafélaga Sigurð Sigurðarson hesta- íþróttamann ársins 2005 og Huldu Gúst- afsdóttur hestaíþróttakonu ársins. Samtök íþróttafréttamanna völdu íþróttamann ársins í sama hófi og eins og kunnugt er varð Eiður Smári Guðjohnsen knatt- spyrnumaður langefstur í kjörinu. Nokkur umræða fer fram ár hvert á með- al hestamanna um vægi hestaíþrótta við kjör á íþróttamanni ársins og oft hefur sú gagnrýni heyrst að fyrrnefnd samtök snið- gangi hestamenn. Að þessu sinni lenti Sig- urður Sigurðarson í 12.–13. sæti í kjörinu og er það besti árangur hestaíþróttamanna síð- an árið 1993 en þá hlaut Sigurbjörn Bárð- arson titilinn íþróttamaður ársins. Úr sömu sveit, Rangárþingi ytra Sigurður og Hulda eru heiðruð fyrir afrek á keppnisvellinum árið 2005 og er viður- kenning þeirra verðskulduð. Sigurður var kjörinn knapi ársins af svo- kallaðri „hófapressu“ á uppskeruhátíð hestamanna í nóvember sl. Í umsögn stjórn- ar Landssambands hestamannafélaga segir um Sigurð: „Sigurður náði í sumar Íslands- meistaratitlinum í fjórgangi af þeim Olil Amble og Suðra frá Holtsmúla en þau hafa verið ósigrandi. Sigurður er heimsmeistari í fjórgangi og var sigur hans aldrei í hættu. Hann sýndi miklar framfarir í reiðmennsku og náði sigri jafnt í gæðinga-, íþrótta- og skeiðkeppni auk þess að sýna til dóms góð kynbótahross. Sigurður er góð fyrirmynd og hefur sýnt prúðmennsku og ástundun svo eftir er tekið. Enginn sem á horfði mun gleyma sýningu hans á gæðingnum Silfur- toppi frá Lækjamóti á HM þar sem hann var stærsta leynivopn Íslands.“ Huldu Gústafsdóttur vegnaði einnig vel á síðasta ári. Hún sigraði m.a. í Kvennatölti í atvinnumannaflokki og á Íslandsmótinu hafnaði hún í 3. sæti í fjórgangi og tölti í meistaraflokki. Umsögn stjórnar LH um Huldu hljóðar svo: „Hulda hefur staðið í fremstu röð kvenna í hestaíþróttum og hef- ur verið í landsliði Íslands. Hulda náði góð- um árangri í sumar og þá er helst að telja sigra hennar í tölti á hryssunni List frá Vakurstöðum.“ Hestaíþróttamenn ársins eru búsettir í sama sveitarfélaginu, Rangárþingi ytra, Sig- urður í Þjóðólfshaga í Holtum og Hulda á Árbakka í Landsveit, og sætir það nokkrum tíðindum. Ef til vill má segja að úrslitin endurspegli sterka stöðu hestamennskunnar í Rangárvallasýslu en sífellt fleiri hesta- menn setjast að í sýslunni og stærðarinnar hestabú, nokkurs konar búgarðar, rísa víða. Sigurður Sigurðarson og Hulda Gústafs- dóttir hestaíþróttamenn ársins 2005 Morgunblaðið/Eyþór Sigurður Sigurðarson og Silfurtoppur frá Lækjamóti í stuði á Íslandsmótinu. Ljósmynd/Gunnar Jónsson Hulda Gústafsdóttir og List frá Vakurstöðum fara mikinn á Selfossi. Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.