Morgunblaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 8
Þá er nú bara að velja. Ella mella kúa della, Ólavía stopp úr. 8 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ásókn í iðnnám hefuraukist talsvert síð-ustu árin og við- horf til þess er orðið mun jákvæðara en það var á tímabili á árum áður. Sér- staklega hefur áhugi á byggingagreinum aukist allra síðustu árin og er það einkum rakið til þess upp- gangs sem verið hefur í þeim greinum atvinnulífs- ins að undanförnu. Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Sam- taka iðnaðarins, segir að burtfararprófum í starfsnámi hafi fjölgað talsvert undanfarin ár og heldur meira en stúdentsprófum, sem þeir telji afskaplega jákvæða þróun. Hins vegar hafi sveinspróf- um fækkað, enda sé fólk að læra ýmislegt annað en löggiltar iðn- greinar, eins og hönnun, margmiðl- un og slíka hluti. Þá sjái þeir þess merki að vaxandi fjöldi stúdenta leggi fyrir sig iðnnám. Fólk komi eldra og þroskaðra inn í námið og sé tilbúið til að leggja sig fram við það. Sveinn sagði að það hefði einnig orðið greinileg breyting á viðhorfi til iðnnáms meðal almennings og yngra fólks. Bóknám hefði lengi verið hærra metið en iðnnámið, eins sérkennilegt og það nú væri í ljós mikilvægis iðnmenntunar og iðn- lærðs fólks í samfélaginu, en þetta viðhorf væri að breytast. Sveinn bætti því við að Samtök iðnaðarins teldu að leggja þyrfti einkum áherslu á tvennt nú til að mæta þörfum iðnnámsins og þess- um áhuga. Annars vegar þyrfti að leggja aukna áherslu á nám á vinnustöðum og hver bæri ábyrgð á því, bæði faglega og fjárhags- lega. Í mörgum greinum háttaði þannig til að það væru til þess að gera fá fyrirtæki sem gætu tekið nema, meðal annars vegna véla- kosts og slíkra hluta, auk þess sem starfskraftur nema nýttist ekki nema að takmörkuðu leyti í mjög mörgum tilvikum nú á tímum. Þetta gamla samband lærlings og meistara sem við þekktum heyrði þannig meira og minna sögunni til og við því þyrfti að bregðast. Þörfin fyrir alvöru vinnustaða- nám væri vaxandi og koma þyrfti upp svipuðu fyrirkomulagi hér á landi og væri við lýði í Danmörku til dæmis, þar sem fyrirtæki fengju hreinlega greitt fyrir það að taka nema upp á sína arma. Það væri þá sameiginlegt mál atvinnu- lífsins að fjármagna námið og um leið að gera kröfur til þeirra fyr- irtækja sem tækju að sér nemana. Hins vegar væri það skortur á góðu námsefni í iðn- og verknámi, sem Samtök iðnaðarins teldu að bæta þyrfti úr. Það væri ekki nógu skýrt hver bæri ábyrgð á því að nægilega gott námsefni væri til staðar í þeim efnum. Stjórn Sam- taka iðnaðarins hefði ákveðið að gera átak hvað þetta snerti á næstu árum og leggja talsverða fjármuni í námsefnisgerð fyrir iðn- og verknám og vildi fá aðra í lið með sér, bæði félög, fyrirtæki og stjórnvöld. Samtök iðnaðarins væru tilbúin til þess að fjármagna svona verkefni, allt að hálfu, gegn því skilyrði að aðrir aðilar kæmu með fjármuni á móti. Baldur Gíslason, skólameistari Iðnskólans í Reykjavík, segir að sókn í skólann sé mjög góð, en dálít- ið mismunandi eftir iðngreinum. Það sé til dæmis greinilegt að ásókn í iðn- og verknám sé svolítið tengt sveiflum í þjóðfélaginu. Þannig hafi síðustu eitt til tvö árin verið gríð- arlega mikil aðsókn í byggingar- greinar, sem sé væntanlega tengt þeim miklu umsvifum sem verið hafi í þeim greinum. Sama gildi um rafmagnsgreinar, en í þær sé stöð- ugt mikil ásókn. Þá væri nú fín að- sókn að múrverki, sem menn hefðu óttast á tímabili að væri að deyja út. Þar væru stórir hópar í námi nú. „Þessar gömlu iðngreinar halda fyllilega velli og heldur bæta við sig. Síðan eru aðrar greinar sem hafa átt undir högg að sækja lengi, eins og málmiðnaðurinn og þar er vandi fyrir hendi. Þar eru alltof fáir sem sækja um.“ Baldur sagði að þessi þróun væri synd þar sem þessar málmiðnaðar- greinar margar hverjar væru í raun og veru að verða hátæknigreinar. Það gilti um margt í vélvirkjun og rennsmíði, sem væru undirstöð- ugreinar í fyrirtækjum eins og Öss- uri og Marel, þar sem um hátækni- málmiðnað væri að ræða. Baldur sagði aðspurður að nám í iðngreinum hefði á liðnum árum færst meira inn í skólana almennt talað og meistaranámið fremur lát- ið undan síga þó það væri mismun- andi eftir greinum. Þetta væri greinilega þróunin og hann teldi það jákvæða þróun. Nú væru um 1.520 nemendur í dagskóla Iðnskól- ans, 350 til viðbótar væru í kvöld- skóla og um 150 nemendur í fjar- námi, þannig að samanlagt væru í skólanum nú á vorönn hátt í 2.100 nemendur. „Ég myndi vilja sjá veg iðnnáms- ins meiri og jafnari stöðu þess og stúdentsprófsins frá upphafi. Menntakerfið á í raun að leggja þetta hvort tveggja nokkuð að jöfnu, þannig að iðn- og starfsnám sé metið meira til jafns við annað nám,“ sagði Baldur. Þótt aðsókn að iðnnámi hafi auk- ist síðustu árin telja Samtök iðn- aðarins að það dugi ekki til þess að mæta nema um 70% af mannafla- þörfinni í iðnaði á næstum árum. Fréttaskýring | Iðn- og verknám Aukin aðsókn er í iðnnám Aðsókn í nám í byggingargreinum hefur aukist mikið síðustu árin Iðn- og starfsnám hefur sótt í sig veðrið. Ráðstefna haldin í dag á menntadegi iðnaðarins  Menntadagur iðnaðarins er í dag og af því tilefni standa Sam- tök iðnaðarins fyrir málþingi um iðn- og starfsmenntun í Versöl- um við Hallveigarstíg þar sem fjallað verður um iðnnám, náms- efnisgerð og kynningu á iðn- og starfsnámi. Ráðstefnan hefst klukkan 9.30 og eru fyrirlesarar frá atvinnulífinu, skólum og menntamálaráðuneyti, en menntamálaráðherra mun ávarpa ráðstefnuna. Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is RAGNHILDUR STEINUNN JÓNSDÓTTIR Dagskrárgerðarkona Stuðningsaðilar: Rækileg kynning á námsframboði háskólanna sjö en í boði eru 98 námsleiðir allt frá viðskiptalögfræði, listnámi, hrossarækt, fjölmiðlafræði og landslagsarkitektúr að sálfræði, kennaranámi, hagfræði, iðjuþjálfun og svo mætti lengi telja. Einnig verður veitt ráðgjöf um ýmislegt s.s. nám erlendis, stúdentaíbúðir, námslán o.fl. Ekki taka stærstu ákvörðun ævi þinnar án þess að kynna þér málin vel. Háskólinn á Akureyri Háskólinn í Reykjavík Hólaskóli - Háskólinn á Hólum Kennaraháskóli Íslands Landbúnaðarháskóli Íslands Listaháskóli Íslands Viðskiptaháskólinn á Bifröst Kynntu þér starfsemi háskólanna á Stóra háskóladeginum í Borgarleikhúsinu laugardaginn 25. febrúar, kl. 11-17 STÓRI HÁSKÓLADAGURINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.