Morgunblaðið - 22.02.2006, Side 11
Settur ríkissaksóknari spurði Jón
Gerald sérstaklega út í þetta, enda
hefði komið í ljós við rannsókn lög-
reglu á tölvu hans að þennan tölvu-
póst væri ekki að finna þar, ólíkt
hinum tölvupóstunum sem virðast
hafa komið frá Kristínu. Jón Gerald
sagðist ekki kunna skýringar á því
af hverju tölvupósturinn væri ekki í
tölvu hans, en þverneitaði því að
hafa falsað póstinn. „Þetta er tölvu-
póstur sem hún sendi mér,“ sagði
hann.
Kristín Edwald, verjandi Krist-
ínar Jóhannesdóttur, spurði Jón
Gerald út í reikninga frá Nordica,
og gerði sérstaklega athugasemd
við að dagsetningum á einum af
reikningunum beri ekki saman. Hún
benti á að með einum reikningnum
hefði fylgt forsíða af símbréfi sem
dagsett væri í apríl 2000, en reikn-
ingurinn sem fylgdi með væri dag-
settur í maí 2000.
Jón Gerald sagði þetta eiga sér
eðlilegar skýringar. Hann hefði sent
reikninginn með faxi til kaupanda
bílsins í apríl. Þegar greiðsla hefði
borist í maí hefði hann gengið end-
anlega frá reikningnum og skipt út
eintakinu sem var faxað fyrir ein-
takið sem gert var eftir að reikning-
urinn var greiddur. Sama reiknings-
númer hefði verið á báðum
reikningum, og þetta væri nokkuð
sem gert væri ráð fyrir í því bók-
haldskerfi sem hann notaði. Spurð-
ur hvers vegna ekki hefði fundist
upprunalega útgáfan sem hann fax-
aði sagði hann að trúlega hefði því
eintaki verið hent. Það skipti ekki
máli þar sem endanlegur reikningur
væri til staðar.
Þráspurður um samskiptin
við ríkislögreglustjóra
Einar Þór Sverrisson, verjandi
Jóhannesar, spurði ýtarlega út í
samskipti Jóns Geralds við starfs-
menn ríkislögreglustjóra. Jón Ger-
ald sagði þau samskipti hafa hafist
árið 2002, og það hefði verið lög-
maður sinn, Jón Steinar Gunnlaugs-
son, sem opnaði fyrir þau samskipti
með símtali. Hann sagðist svo að-
spurður hafa verið í sambandi við
starfsmenn embættisins í tengslum
við skýrslugjöf sína, og nokkrum
sinnum síðan til að fá upplýsingar
um framgang málsins.
Einar spurði Jón Gerald sérstak-
lega hvort hann hefði fengið símtal
frá Sveini Ingibergi Magnússyni,
starfsmanni efnahagsbrotadeildar
ríkislögreglustjóra, kvöldið áður.
Því játaði Jón Gerald, en sagði sím-
talið eingöngu hafa verið til að láta
hann vita hvenær hann ætti að
mæta í héraðsdóm, og til að vara
hann við að skýrslutakan gæti dreg-
ist á langinn.
Einar spurði Jón Gerald einnig
hvort hann hefði haft milligöngu um
að útvega skyldmenni starfsmanns
ríkislögreglustjóra gistingu á Miami
í Bandaríkjunum. Því neitaði Jón
Gerald alfarið, og sagðist ekki geta
skilið hvað verjandinn hefði verið að
tala um.
Einar vildi einnig spyrja Jón Ger-
ald hvort hann hefði verið í ein-
hverjum samskiptum við Jón Stein-
ar Gunnlaugsson, sem var lögmaður
Jóns Geralds, eftir að Jón Steinar
tók við embætti hæstaréttardóm-
ara. Áður en vitnið fékk tækifæri til
að svara greip Pétur Guðgeirsson,
dómsformaður, fram í og bað verj-
anda um að halda sig við þetta mál.
Einar dró því spurninguna til baka.
Ræddi við bílasala um að
útvega lögreglu gögn
Verjendur spurðu Jón Gerald
einnig um samskipti hans við Ivan
G. Motta, eiganda og forstjóra Zona
Franca Automotores. Þá kom í ljós
að Jón Gerald ræddi við hann um að
Motta útvegaði gögn úr fyrirtæki
sínu fyrir ríkislögreglustjóra. Eftir
það hefði Motta verið stefnt fyrir
rétt hér á landi, og hann samþykkt
að koma. Þá hefði hann hitt Motta
til að ræða um ferðalagið hingað til
lands, enda hefðu þeir verið sam-
ferða til landsins og gisti á sama
hóteli, sem ríkislögreglustjóri hefði
útvegað.
í héraðsdómi í gær
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 11
BAUGSMÁLIÐ
BANDARÍSKUR bílasali, Ivan
Gabriel Motta, bar vitni fyrir Hér-
aðsdómi Reykjavíkur við aðal-
meðferð í Baugsmálinu í gær, en
Motta er eigandi og forstjóri Zona
Franca Automotores, sem seldi
þrjá af þeim fjórum bílum sem
ákært er vegna í málinu.
Motta sagði samband sitt við
Jón Gerald Sullenberger vera á
þeim nótum að Jón Gerald væri
viðskiptavinur sinn, sem hefði
keypt 6–7 bíla af sér í gegnum
tíðina.
Hann sagði fyrirtæki sitt sér-
hæfa sig í að selja bíla til útflutn-
ings frá Bandaríkjunum, og sér-
hæfði það sig enn fremur í að
útvega sérstaka bíla með hraði
þegar þess væri óskað.
Hann sagði að hann hefði selt
Nordica, fyrirtæki Jóns Geralds,
bíla og skráð þá á nöfn vænt-
anlegra kaupenda á Íslandi, eins
og eðlilegt væri í viðskiptum af
þessu tagi. Hann staðfesti að þeir
reikningar sem Jón Gerald hefur
sagt vera vegna bílakaupa fyrir
ákærðu í málinu séu vegna bíla
sem hann seldi Nordica.
Gat ekki haldið bílnum fyrir
Nordica nægilega lengi
Hann staðfesti einnig þann
framburð Jóns Geralds að rugl-
ingur með framleiðslunúmer
BMW-bifreiðar, sem Kristín Jó-
hannesdóttir keypti, hefði komið
til vegna þess að bíllinn sem hún
vildi fá hefði verið vinsæll á þeim
tíma, og hann hefði einfaldlega
ekki getað haldið bílnum fyrir
Nordica nægilega lengi. Því hefði
annar alveg eins bíll verið útveg-
aður.
Motta staðfesti einnig að hann
hefði boðið Jóni Gerald að senda
bílana til New York í flug eða
skip fyrir 1.400 Bandaríkjadali,
en því hefði Jón Gerald hafnað og
flutt bílana sjálfur. Því hefðu end-
anlegir reikningar verið lægri
sem því næmi.
Kristín Edwald, verjandi Krist-
ínar Jóhannesdóttur, spurði Motta
ýtarlega út í samskipti sín við rík-
islögreglustjóra. Hann sagði að
Jón Gerald hefði verið í sambandi
við sig og spurt hvort hann væri
tilbúinn til að leggja fram gögn
um sinn þátt í málinu. Því hefði
hann játað, og í framhaldinu hefði
honum borist stefna frá íslenskum
yfirvöldum. Hann hefði samþykkt
að koma hingað til lands með
gögn, og að bera vitni í málinu,
en óskað eftir því að ferðast með
Jóni Gerald hingað til lands.
Aðspurður neitaði hann að hafa
farið yfir gögnin með Jóni Ger-
ald, hann hefði þó komið með til
ríkislögreglustjóra á sunnudag
þegar hann lagði gögnin fram. Þá
fyrst hefði Jón Gerald séð þessi
gögn.
Einar Þór Sverrisson, verjandi
Jóhannesar Jónssonar, spurði
Motta hvort lögreglan hefði áður
óskað eftir gögnum frá honum
eða Zona Franca, en því neitaði
Motta. Hann sagðist fyrst hafa
heyrt af rannsókninni nýlega þeg-
ar Jón Gerald setti sig í samband
við hann. Einar spurði Motta
einnig út í skráningu bifreiða, og
ferlið við kaup á þeim, sér í lagi á
bifreið sem Zona Franca keypti
frá Kanada til Bandaríkjanna, og
var síðar flutt til Íslands.
Meðal annars bar hann undir
Motta skráningu úr kanadísku
bifreiðaskránni, sem sýnir að um-
ræddur bíll sé enn skráður í Kan-
ada. Motta sagðist ekki kunna
skýringar á því, hugsanlega hefði
engin breyting verið gerð þar á í
kerfinu þar sem bíllinn hefði ver-
ið seldur úr landi.
Bíllinn var ekki
skráningarhæfur í Kanada
Gestur Jónsson, verjandi Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar, spurði
Motta ýtarlega út í skráningu
bílsins í Kanada, en í skjali ætl-
uðu kanadískum yfirvöldum sem
útbúin voru vegna útflutnings
bílsins, sem Jón Gerald sagði
Samskip hafa útbúið, kemur fram
að bíllinn hafi ekki verið óhæfur
(á ensku „unfit“) til að hljóta
skráningu í Kanada.
Motta sagðist ekki vita hvað
það ætti að fyrirstilla, bíllinn
hefði ekki verið á nokkurn hátt
gallaður, enda nýr. Þegar hann
var beðinn um að segja hvað hann
teldi líklegt að orðið „unfit“ stæði
fyrir sagði hann það líklega vera
að bílinn mætti ekki skrá í Kan-
ada þar sem hann hefði verið ætl-
aður til útflutnings. Hann sagðist
þó ekki hafa neina sérþekkingu á
kanadískum eyðublöðum.
Einnig spurði Gestur hvort átt
væri við kanadíska eða banda-
ríska dollara á eyðublaðinu, en
það sagðist Motta ekki geta sagt
til um, trúlega þó Bandaríkjadali
miðað við upphæðina.
Bandarískur bílasali
kallaður fyrir héraðsdóm
Morgunblaðið/Júlíus
Ivan G. Motta ræðir við Svein Ingiberg Magnússon, starfsmann efnahags-
brotadeildar ríkislögreglustjóra, á göngum héraðsdóms í gær.
HREINN Loftsson, stjórnarfor-
maður Baugs, sagðist fyrir héraðs-
dómi í gær hafa viljað vera alger-
lega öruggur um að ekkert orkaði
tvímælis í bókhaldi Baugs, og fyr-
irskipað úttekt á fyrirtækinu, eftir
fund sem hann átti með Davíð
Oddssyni, þáverandi forsætisráð-
herra, í London 26. janúar 2002.
„Ég vildi að það væri enginn
vafi að menn gætu staðist hverja
þá skoðun sem komið gæti til,“
sagði Hreinn. Aðeins eftir að end-
urskoðendur KPMG endurskoð-
enda voru búnir að gera slíka út-
tekt og skiluðu harðorðri skýrslu
varð Hreini ljóst hver staðan var á
viðskiptareikningum Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar, Kristínar Jóhann-
esdóttur og fyrirtækjum þeim
tengdum, Fjárfari og Gaumi.
Hreinn var spurður af verj-
endum hvort Baugur hefði lánað
Jóni Ásgeiri, Kristínu, Fjárfari
eða Gaumi fé, eða hvort um hefði
verið að ræða neikvæða stöðu á
viðskiptum þessara aðila við Baug.
Hann sagði að sumt af því sem
endað hafi á viðskiptareikningi
hefði farið fyrir stjórn Baugs en
annað ekki. Hann sagði að sér
væri ókunnugt um að um hefði
verið að ræða nokkur eiginleg lán
á fé gegn skuldaviðurkenningu.
Hreinn sagði að hann tæki hins
vegar ekki afstöðu til þess hvort
um hefði verið að ræða lán eða
viðskiptaskuldir í umræddum til-
vikum. Hann hefði
einfaldlega viljað að
þessi skuld yrði
greidd upp því hann
vildi hafa „hreint
borð“ og engar úti-
standandi kröfur.
Eftir umræður á
Alþingi hinn 22. jan-
úar 2002, þar sem
staða Baugs á mat-
vörumarkaði var
gagnrýnd harkalega,
sagðist Hreinn hafa
óskað eftir fundi með
Davíð Oddssyni, þá-
verandi forsætisráð-
herra. Þann fund
hefði hann fengið 26. janúar, og
hefði tilgangurinn helst verið að
segja sig úr einkavæðingarnefnd,
sem hann átti sæti í á þeim tíma.
Taldi Jón Ásgeir
hafa gert upp skuld sína
Á fundinum með Davíð sagðist
Hreinn hafa heyrt alvarlegar
ásakanir í garð Baugs, og því hefði
hann talið fulla þörf á úttekt á fyr-
irtækinu. Mikil harka hefði verið í
umhverfinu á þeim tíma, og hann
óttast að lögregla gerði húsleit,
eins og gert var hjá olíufélögun-
um. Fyrir honum hefði vakað að
ekkert gæti mögulega orkað tví-
mælis, kæmi til slíkrar rann-
sóknar.
Hreinn sagði að á stjórnarfundi
hinn 14. febrúar 2002
hefði Stefán Hilm-
arsson, endurskoð-
andi KPMG, bent á
atriði sem betur
mættu fara, en hann
hefði einnig sagt að
ekkert stórvægilegt
væri að hjá fyrir-
tækinu. Hinn 28.
febrúar 2002, við lok
ársuppgjörs Baugs,
hefði hann talið að
Jón Ásgeir hefði ver-
ið búinn að gera upp
skuld sína við fyr-
irtækið, en komið
hefði í ljós síðar að
svo hefði ekki verið.
Á stjórnarfundi 23. maí 2002
sagði svo Hreinn að Jón Ásgeir
hefði sagt stjórninni að Gaumur
skuldaði Baugi ekki neitt, né ætti
Gaumur eitthvað inni hjá Baugi.
Ekki hefði verið kannað af stjórn-
inni hvort það hefði verið rétt.
Hreinn sagðist aðspurður kann-
ast við umræðu um að gera ætti
upp skuldina með sölu eigna, en
verð á hlutabréfum væri alltaf háð
mati. Hann hefði kosið að hafa
ekkert matsmál tengt uppgjörinu,
heldur vildi að skuldin yrði gerð
upp með hefðbundnum hætti til að
„menn væru ekki að gefa á sér
skotfæri“.
Spurður hvort hann kannaðist
við að gefinn hefði verið út víxill
þann 20. maí 2002 til að greiða
upp skuldina við Baug sagðist
Hreinn ekki vita hvort svo hefði
verið. Sigurður Tómas Magn-
ússon, settur ríkissaksóknari í
málinu, sagði það undarlegt að
víxillinn hefði ekki komið til tals í
stjórn Baugs á fundi 23. maí,
þremur dögum eftir að hann var
gefinn út, sér í lagi þegar umræða
hefði verið um skuldina sem
greidd hefði verið með víxlinum á
umræddum fundi.
Vildi tryggja
rekstrarfé Baugs
Jóhanna Waagfjörð, fyrrverandi
fjármálastjóri Baugs, bar einnig
vitni fyrir héraðsdómi í gær. Hún
var m.a. spurð um það hver hefði
gefið fyrirmæli um hvernig ætti að
flokka viðskiptakröfur Baugs á
Jón Ásgeir, Kristínu, Gaum og
Fjárfar. Hún sagði það misjafnt,
það hefði verið ýmist forstjórinn –
Jón Ásgeir, aðstoðarforstjórinn –
Tryggvi Jónsson, eða fram-
kvæmdastjórar fyrirtækisins.
Hún sagðist hafa gert athuga-
semdir við stöðuna á viðskipta-
reikningum Jóns Ásgeirs, Krist-
ínar, Fjárfars og Gaums og óskað
eftir því að þeir yrðu greiddir upp.
Í framhaldinu hefði verið unnið í
því að lækka skuldirnar. Þetta
hefði hún gert til þess að tryggja
nægilegt fé til reksturs Baugs á
þessum tíma.
Vildi að bókhaldið gæti
staðist nána skoðun
Hreinn Loftsson