Morgunblaðið - 22.02.2006, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Málstofa samgönguráðuneytisins, Samtaka ferðaþjónustunnar,
Ferðamálastofu og Öryrkjabandalagsins um
FERÐAÞJÓNUSTU FYRIR ALLA
Ársal Radisson SAS Hótel Sögu við Hagatorg
24. febrúar 2006 frá klukkan 13 til 17
Málstofan er haldin í samvinnu við Nordiska Handikappolitiska Rådet,
sem er ein af stofnunum Norðurlandaráðs
12:30 Húsið opnað.
13:00 Elías Gíslason, forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálastofu, setur málstofuna.
13:05 Magnús Oddsson, ferðamálastjóri, flytur ávarp.
13:15 Dr. Peter Neumann, hagfræðingur frá Þýskalandi, fjallar um ferðaþjónustu fyrir alla frá hagfræðilegu sjónarmiði
– Dæmi frá Þýskalandi (Economic Impacts of Accessible Tourism for All – The Case of Germany).
13:45 Fyrirspurnir til dr. Peters Neumann.
13:55 Ingemar Oderstedt, ráðgjafi hjá Nordiska Handikappolitiska Rådet – ferðaþjónusta fyrir alla frá sjónarhóli Nordiska
Handikappolitiska Rådet – Nordisk overview.
14:10 Unnur Svavarsdóttir, stjórnandi hjá Íslandsferðum
– er ferðaþjónustan í stakk búin til að taka á móti fötluðum ferðamönnum?
14:25 Guðrún Fjelsted, hestaleigunni að Ölvaldsstöðum – reiðkennsla og hestaleiga fyrir fatlaða.
14:40 Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri Ferðaþjónustu bænda – um aðgengi að ferðaþjónustubæjum.
14:55 Hressing.
15:10 Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, háskólanemi – Fatlaður á ferðalagi.
15:20 Þórunn Edda Bjarnadóttir, umhverfisskipulagsfræðingur frá Landbúnaðarháskóla Íslands – úttekt á aðgengi svæða.
15:30 Guðmundur Magnússon, formaður ferlinefndar Öryrkjabandalagsins – Fastur í fegurðinni.
15:40 Jón Hjalti Sigurðsson, tómstundaleiðbeinandi – Aðgengi án aðstoðar.
15:50 Hressing.
16:05 Niðurstöður – Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, dregur saman niðurstöður og þann
lærdóm sem hafa má af því sem fram fór.
ANDERS Fogh Rasmussen, for-
sætisráðherra Danmerkur, hafnaði í
gær kröfu stjórnarandstöðunnar um
að fram færi óháð rannsókn á fram-
göngu stjórnarinnar í deilunni um
skopmyndirnar af Múhameð spá-
manni.
Stjórnarandstaðan kvaðst vilja að
rannsóknin hæfist eftir að mótmæl-
um gegn skopmyndunum linnti í
löndum múslíma. Stjórnarandstæð-
ingar hafa meðal annars gagnrýnt
forsætisráðherrann fyrir að synja
beiðni um fund með sendiherrum ell-
efu múslímalanda sem höfðu varað
við því að skopmyndirnar, sem
birtust fyrst í danska dagblaðinu
Jyllands-Posten í september, gætu
leitt til götumótmæla. Þá hefur Fogh
Rasmussen verið gagnrýndur fyrir
að bregðast ekki við viðvörun
Egypta um að mótmælin gætu stig-
magnast.
Forsætisráðherrann varði fram-
göngu stjórnar-
innar og sakaði
stjórnarandstöð-
una um að reyna
að hagnýta sér
málið í pólitískum
tilgangi. Hann
hafnaði óháðri
rannsókn á mál-
inu og sagði að ef
stjórnarandstað-
an vildi draga
stjórnina til ábyrgðar gæti hún gert
það „fyrir opnum tjöldum“ á þinginu
þar sem hún gæti fengið svör við
spurningum sínum.
„Því að þetta mál er pólitískt og
snýst um grundvallarspurningar,“
hafði Jyllands-Posten eftir Fogh
Rasmussen. „Þegar við buðum ekki
sendiherrunum fund en sendum þess
í stað skriflegt svar var það pólitísk
ákvörðun. Tjáningarfrelsið er mikil-
vægasti frelsisrétturinn í Danmörku
og það á ekki að ræða hann við er-
lenda sendiherra.“
Forsætisráðherrann áréttaði að
stjórnin bæri ekki ábyrgð á efni sem
birt væri í óháðu dagblaði. „Í Dan-
mörku eru það dómstólarnir sem úr-
skurða í slíkum málum og ekki
stjórnin.“
Allt gert til að
vernda teiknara
Danskir fjölmiðlar skýrðu frá því í
gær að danska utanríkisráðuneytið
hefði í fyrstu ráðlagt Fogh Rasmus-
sen að samþykkja fund með sendi-
herrum múslímalandanna ellefu.
Forsætisráðherrann neitaði þessu í
gær og vísaði einnig á bug ásökun-
inni um að stjórnin hefði virt við-
vörun Egypta að vettugi, að sögn
Politiken.
Fogh Rasmussen sagði einnig á
vikulegum blaðamannafundi sínum í
Kaupmannahöfn í gær að dönsk yf-
irvöld hefðu gert „allar nauðsynleg-
ar ráðstafanir“ til að vernda þá sem
teiknuðu skopmyndirnar umdeildu
af Múhameð spámanni. Þeim hefur
verið hótað lífláti og róttækir klerk-
ar hafa lagt fé til höfuðs þeim.
Fogh hafnar rannsókn
á skopmyndamálinu
Anders Fogh
Rasmussen
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
YOWERI Museveni, forseti Úganda, heilsar hér
stuðningsmönnum sínum á síðasta kosn-
ingafundinum fyrir forsetakosningar sem fram
fara í landinu á morgun. Museveni hefur verið
við völd í nær 20 ár og stuðningsmenn hans á
þinginu breyttu stjórnarskránni til að gera hon-
um kleift að gefa kost á sér til endurkjörs. Eru
þetta fyrstu fjölflokkakosningarnar í landinu í
26 ár.
Á kosningafundinum í gær hrópuðu stuðn-
ingsmenn forsetans kosningavígorð hans:
„Enga breytingu!“ Í ræðu sinni kenndi Mus-
eveni stjórnarandstöðunni og útlendingum um
helstu vandamál landsins, meðal annars um raf-
magnsskort. Hann sagði að þingmenn stjórn-
arandstöðunnar og „erlendar slettirekur“
hefðu hindrað byggingu nýrra orkuvera. Þetta
myndi þó breytast vegna þess að breytt stjórn-
arskrá veitti forsetanum aukin völd.AP
Fyrstu fjöl-
flokkakosningar
Úganda í 26 ár
ÞAÐ gerist ekki á hverjum degi að
höfundur afþreyingabóka fái klukku-
tíma áheyrn hjá Bandaríkjaforseta,
George W. Bush.
Samkvæmt nýrri bók eftir Fred
Barnes, yfirritstjóra The Weekly
Standard, „Rebel in Chief: Inside the
Bold and Controversial Presidency of
George W. Bush“, átti afþreyingarhöf-
undurinn Michael Crichton þess þó
kost á liðnu ári. Samkvæmt Barnes
ræddi Crichton við Bush um nýlega bók sína „State of Fear,“ þar sem færð
eru rök fyrir því að ógnin af loftslagsbreytingum sé grundvölluð á ósannaðri
kenningu og því stórlega ofmetin. „Heimsóknin var ekki gerð opinber af ótta
við að misbjóða umhverfisverndarsinnum enn frekar,“ sagði Barnes í samtali
við The New York Times.
Frank O’Donnell, forseti umhverfisstofnunarinnar Clean Air Watch, sagði
í samtali við sama blað að „þetta sýndi að forsetinn hefði meiri áhuga á skáld-
skap en vísindum“, ásamt því sem hann fullyrti að stjórn Bush hefði ekki sett
nein takmörk á losun gróðurhúsalofttegunda.
„Hefur meiri áhuga á
skáldskap en vísindum“
George W. Bush Michael Crichton
London. AP. | Hrafnarnir í Lundúna-
turni, Tower of London, hafa verið
teknir í hús til að vernda þá fyrir
fuglaflensunni. Kannski eins gott
því að þjóðsagan segir að ef turninn
verði hrafnalaus þá muni hann
hrynja og konungsríkið í Bretlandi
líða undir lok.
„Þetta er fyrst og fremst var-
úðarráðstöfun,“ segir Derrick
Coyle, hrafnameistari í Lundúna-
turni. „Ég var búinn að segja að ef
fuglaflensa bærist til Þýskalands þá
myndi ég taka þá í hús.“
Hrafnarnir eru sex: Branwen,
Huginn, Muninn, Gwyllum, Þór og
Baldrekur en það var Karl II. kon-
ungur sem skipaði svo fyrir um á
sautjándu öld að alltaf skyldu sex
hrafnar vera í turninum.
Lundúna-turn hefur gegnt ýmiss
konar hlutverki, þar voru geymd
vopn, en turninn hefur líka verið
notaður sem dýragarður og auðvit-
að sem fangelsi. Er stundum sagt að
Anna Boleyn sem hálshöggvin var í
turninum 1536 fyrir landráð gegn
bónda sínum, Hinriki VIII., ráfi enn
um í turninum með höfuðið undir
arminum. Nú hefur Tower of Lond-
on hins vegar um langa hríð fyrst
og fremst verið ferðamannastaður.
Hrafnarnir í turninum eru látnir
vera lausir á daginn og fljúga þeir
þá um; á kvöldin sofa þeir hins veg-
ar í búrum sínum. Hrafnameist-
arinn í turninum sér um að stytta
flugfjaðrir þeirra til að fyrirbyggja
að þeir stingi af úr turninum en það
gerist hins vegar endrum og eins að
hrafn sleppur og í dagbókum Lund-
únaturns frá árinu 1981 segir t.a.m.
um hrafninn Grog að hann hafi síð-
ast sést fyrir framan krá í austurbæ
Lundúna.
Derrick Coyle hefur verið
hrafnameistari í 22 ár og segist
þekkja fuglana sex, sem nú byggja
turninn, vel. Hann segir fara vel um
þá á nýja staðnum; öðrum hluta
kastalans. Og hann kveðst sann-
færður um að ekkert muni ama að
hröfnunum, þeir muni eiga heimili í
Lundúnaturni í langa hríð enn.
Hinn aldagamli spádómur muni
ekki rætast. „Ég er hrafnameist-
arinn,“ segir hann. „Ég verð að
trúa þjóðsögunni.“
AP
Derrick Coyle hrafnameistari fyrir framan tóm búr hrafnanna sex.
Hrafnarnir fluttir í hús
Sagan segir að ef Lundúnaturn verði
hrafnalaus líði konungdæmið undir lok