Morgunblaðið - 22.02.2006, Side 17

Morgunblaðið - 22.02.2006, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 17 ERLENT ÞRÝSTINGUR á Thaksin Shinaw- atra, forsætisráðherra Taílands, um að segja af sér embætti jókst í gær, þegar nokkrir nánir sam- starfsmenn hans lýstu yfir van- trausti á hann. Koma yfirlýsing- arnar í kjölfar mikillar óánægju- öldu með störf Shinawatra, en áætlað er að um 50 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælum gegn honum fyrr í mánuðinum. „Ég vil hvetja Thaksin til að færa fórn með því að segja af sér í þágu þjóðarinnar,“ sagði Chaml- ong Srimuang, fyrrverandi sam- starfsmaður hans og pólitískur lærifaðir. Vinai Sompong, flokks- bróðir Shinawatra á taílenska þinginu, tók í sama streng og sagði að forsætisráðherrann hefði fyr- irgert rétti sínum til valda þegar hann seldi síma- risann Shin Corp. „til út- lendinga undir vafasömum kringumstæð- um“. Er Sompong að vísa til þess að Shinawatra hefur undanfar- inn mánuð legið undir ámæli síðan hann seldi hlut sinn og fjölskyldu sinnar í símaris- anum Shin Corp. til fjárfestinga- fyrirtækis frá Singapúr fyrir um 122 milljarða íslenskra króna. Snýst óánægjan einkum um að Shinawatra greiddi ekki skatt af sölunni og að fyrirtækið sé nú komið í hendur erlendra aðila. Sompob Manarungsan, stjórn- málafræðingur við Chulalongkorn háskóla í Taílandi, sagði að and- stæðingum Shinawatra hefði tekist að einangra hann pólitískt og að „hann yrði að leysa upp þingið ell- egar hætta“, annars myndi pólitísk spenna í landinu magnast og leiða til ofbeldis. Spá fjölmennum mótmælum Búist er við að fyrirhuguð mót- mæli á sunnudag verði þau fjöl- mennustu hingað til, m.a. vegna þess að fyrrgreindur Chamlong hyggst taka þátt, en hann tengist hópi Santi Asoke búddista, sem hefur þúsundir meðlima. Hefur stuðningur búddista mikla tákn- ræna þýðingu, enda er konungur Taílands, Bhumibol Adulyadej, helsti fulltrúi búddista í landinu og nánast í guðatölu á meðal þegna sinna. Þá hyggjast 42 verkalýðs- félög taka þátt og krefjast afsagn- ar forsætisráðherrans. Munu fyrirhugaðar aðgerðir á sunnudag ganga þvert á bann Shinawatra við mótmælum af sömu stærðargráðu og haldin voru í höfuðborginni Bangkok fyrr í mánuðinum. Koma fyrirhugaðar aðgerðir í kjölfar þess að stjórn- lagadómstóll landsins synjaði sl. föstudag beiðni 27 þingmanna um að íhuga rannsókn á ákærum á hendur forsætisráðherranum. En Abhisit Vejjajiva, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar, sagði að nýleg tillaga Shinawatra um að sameig- inlegur þingfundur beggja þing- deilda sé tilraun til að koma í veg fyrir að þingið heimili rannsókn á störfum stjórnarinnar. Shinawatra í erfiðri stöðu Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Thaksin Shinawatra Bangkok. AFP. | Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Oliver Stone kvaðst í gær ekki vera viss um að Bandaríkjamenn væru undir það búnir að sjá væntanlega kvikmynd hans um hryðjuverkin í Bandaríkj- unum 11. september 2001. Hann lagði á hinn bóginn áherslu á að myndin snerist um örlög fólks en hvorki stjórnmál né samsæriskenn- ingar. Myndin nefnist „World Trade Center“ og gert er ráð fyrir því að hún verði sýnd síð- ar á árinu þegar fimm ár verða liðin frá hryðjuverkunum. Hún fjallar um sólarhring í lífi tveggja manna sem lokuðust inni í öðrum turna World Trade Center, fjölskyldna þeirra og björgunarmanna. „Hún er um björgun og fjöl- skyldurnar sem tengjast henni. Þetta er í rauninni tæknileg tilraun til að lýsa því sem gerðist í byggingunni á raunsæjan hátt,“ sagði Stone þegar hann svaraði spurn- ingum á kvikmyndahátíð í Bangkok. Bandarískir fjölmiðlar hafa skýrt frá því að nokkrir menn, sem tengjast gerð mynd- arinnar, hafi áhyggjur af því að Oliver Stone ætli að koma pólitískum skoðunum sínum á framfæri í myndinni. Hann hefur gagnrýnt viðbrögð George W. Bush Bandaríkja- forseta við hryðjuverkunum og á kvikmyndahátíðinni í Bangkok lýsti hann stjórn Bush sem „martröð“. Stone neitaði því að myndin snerist um stjórnmál eða sam- særiskenningar líkt og um- deild mynd hans um morðið á John F. Kennedy árið 1963. Með aðalhlutverkið í myndinni fer Nicolas Cage, en hann leik- ur lögreglumann sem lokaðist inni ásamt starfsfélaga sínum í öðrum turnanna sem hrundu í New York 11. september. „Þeir voru í miðju eyðilegging- arinnar. Þeir komust lífs af. Myndin er um björgun þeirra og um börnin þeirra heima.“ Myndin um ellefta september ekki pólitísk Reuters Oliver Stone (t.h.) með Nicolas Cage, sem leikur aðalhlut- verkið í mynd hans um hryðju- verkin 11. september.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.