Morgunblaðið - 22.02.2006, Síða 18
Sandgerði | Nokkuð af olíu lak í
Sandgerðishöfn fyrir hádegið í
gær. Starfsmenn hafnarinnar
unnu að því síðdegis að hreinsa
upp olíuna.
Óhappið varð þegar verið var
að dæla olíu á togarann Sóleyju
Sigurjóns. Megn olíulykt var á
hafnarsvæðinu en menn urðu
ekki varir við að fuglar fengju á
sig olíu.
„Nei, þetta var ekki mikið en
það er alltaf leiðinlegt að sjá
svona sóðaskap,“ sagði Björn
Arason hafnarstjóri í gær. Olían
var svokölluð flotaolía sem
brotnar hægt niður í náttúrunni
og lyktar illa. Starfsmenn hafn-
arinnar náðu að girða mikið af
olíunni í einu horni hafnarinnar.
Þeir settu þar út púða og pylsur
sem draga olíuna í sig. Björn
segir að olían náist smám saman
upp með þeim hætti.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
„Leiðinlegt að sjá svona sóðaskap“
Mengun
Hreinsun Árni Sigurpálsson, starfsmaður Sandgerðishafnar, setur út hreinsipúða.
Höfuðborgin | Akureyri | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs-
dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114.
Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds-
dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi-
@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Gönguleiðakort | „Hafdís Roysdóttir í
Svínafelli hóf störf í þjóðgarðinum í Skafta-
felli um áramótin. Hafdís sér aðallega um
fræðslumál þjóðgarðsins og er núna að
vinna að gerð bæklinga fyrir Ingólfshöfða
og einnig erum við að vinna í gönguleiða-
korti fyrir Öræfasveit,“ segir Ragnar
Frank, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli, á
vefnum hornafjordur.is.
„Gönguleiðakortið nær yfir Öræfasveit
og austur að Jökulsárlóni og núna erum við
að fá athugasemdir og upplýsingar um ör-
nefni sem við munum svo bera undir land-
eigendur og fá samþykki þeirra. Helga
David, starfsmaður þjóðgarðsins með að-
stöðu í Nýheimum, er að vinna að samskon-
ar korti fyrir Lónið og Rannveig Ein-
arsdóttir er langt komin með að kortleggja
gönguleiðir á Mýrum. Þegar eru komin út
gönguleiðakort fyrir Nes og Suðursveit og
gangi allt samkvæmt áætlun verða þau kort
sem eru í vinnslu tilbúin fyrir sumarið og
þar með komin gönguleiðakort fyrir alla
sýsluna,“ segir Ragnar Frank.
Byggt upp á Bölta | Landbúnaðarráðu-
neytið hefur úthlutað styrk til uppbygg-
ingar á gamla hesthúsinu í Bölta í Skafta-
fellsþjóðgarði. Búið er að hreinsa
hesthústóftina, hlaða veggi hennar og und-
irbúa fyrir lokaáfanga verksins, segir
Ragnar Frank þjóðgarðsvörður á Sam-
félagsvef Hornafjarðar á hornafjordur.is.
Byrjað verður á verkinu 25. júní í sumar.
Að verkinu koma meðal annars nokkrir
sjálfboðaliðar frá Englandi. Þá hefur Ari
Jóhannsson, sem er sérfræðingur í hleðslu
úr torfi og grjóti, verið ráðinn til verksins
en hann hlóð upp veggina sem komnir eru í
tóftinni.
vann keppnina með glæsi-
brag og söng gamla
Queenlagið „The Show
Must Go On“. Sædís Sif
Harðardóttir varð í öðru
sæti og Katrín Huld
Káradóttir í því þriðja.
Söngkeppni Nem-endafélagsMenntaskólans á
Egilsstöðum var haldin
um liðna helgi. Sigurveig
Stefánsdóttir, 16 ára
stúlka frá Hofi í Fellum,
Mikil stemning var á
keppninni, sem verður æ
umfangsmeiri og glæsi-
legri með hverju árinu. Í
vor keppir Sigurveig svo
væntanlega í Söngkeppni
framhaldsskólanna.
Ljósmynd/GG
Sigurvegari Sigurveig Stefánsdóttir tekur við 1. verðlaunum í söngkeppni ME.
Vann keppnina með Queen
Hólmfríður Bjart-marsdóttir,Sandi í Aðaldal,
fylgdist með úrslitum í
forkeppni Evróvisjón:
Uppdiktaður næturgali áhorf
hlaut á skjá
og atkvæði hjá þorra landsins
barna.
Nýju fötin keisarans, þau
mændu mállaus á
og múnderingin, hún er orðin
stjarna.
Friðrik Steingrímsson
þurfti að fá sér nýjar
tennur vegna vinnuslyss
og hafði læknirinn
áhyggjur af andagiftinni.
Friðrik orti:
Ekki er nóg að brosa breitt
ef berja þarf á grönnunum
ef ég get svo ekki neitt
ort með nýju tönnunum.
Helgi Kristjánsson
horfði á fréttir NFS og
orti:
Samfylkingarsjónvarpið
segir allt á leið til fjandans.
En alltaf stækkar íhaldið
alltaf fær það stuðning
landans.
Af næturgala
pebl@mbl.is
TÆKIFÆRI íslenskra fyrirtækja og
sveitarfélaga í alþjóðlegu samstarfi er yf-
irskrift ráðstefnu sem haldin verður á
Grand hóteli dagana 23. og 24. febrúar
næstkomandi.
Utanríkisráðuneytið og Samband ís-
lenskra sveitarfélaga standa fyrir ráð-
stefnunni í samstarfi við Reykjavíkurborg
og Euro Info skrifstofuna. Dagskráin hefst
klukkan 11.30 fyrri daginn en 8.15 síðari
daginn.
Fjallað verður um þau tækifæri sem fyr-
irtæki og sveitarfélög hafa til þátttöku í al-
þjóðlegum verkefnum. Fyrri daginn verð-
ur áherslan á tækifæri sveitarfélaga en
seinni daginn verður sjónum beint að sam-
starfi atvinnulífs og sveitarfélaga og mögu-
leikum til þátttöku í verkefnum sem styrkt
eru af Þróunarsjóði EFTA.
Tækifæri
sveitarfélaga
í alþjóðlegu
samstarfi
Skagafjörður | Fjallað verður um
Austurdal í Skagafirði í máli og
myndum og víða komið við, á sam-
komu sem haldin verður í félags-
heimilinu Árgarði í kvöld klukkan
20.30. Þá mun Óskar Pétursson frá
Álftagerði taka lagið við undirleik
Stefáns R. Gíslasonar og Sigurður
Hansen í Kringlumýri flytur frum-
ort ljóð.
Kjartan Bollason, umhverfisfræð-
ingur og verkefnastjóri við ferða-
máladeild Hólaskóla, ræðir um úti-
vist í Austurdal, möguleika í nútíð
og framtíð. Sigurður Friðriksson frá
Ferðaþjónustunni á Bakkaflöt segir
frá stöðunni í flúðasiglingum og
deilir framtíðarsýn. Ólafur Arnalds,
prófessor við Landbúnaðarháskóla
Íslands, talar sem ferðalangur í
Austurdal. Ingimar Ingimarsson og
Gísli Rúnar Konráðsson segja frá
Austurdal í máli og myndum. Dofri
Hermannsson, meistaranemi í hag-
vísindum við Viðskiptaháskólann á
Bifröst, flytur erindi sem hann nefn-
ir: Að virkja eða ekki að virkja – þar
er efinn. Loks segir fulltrúi frá Æv-
intýraferðum frá uppbyggingu
náms fyrir leiðsögumenn í flúðasigl-
ingum í samvinnu við ferðamála-
deild Hólaskóla.
Austurdalur
í máli og myndum
♦♦♦
Nýr vefur Bolungarvíkur | Nýr vefur
Bolungarvíkurkaupstaðar var tekinn í notk-
un fyrir skömmu, á fundi bæjarstjórnar,
undir léninu www.bolungarvik.is.
Þórður Vagnsson, markaðs- og kynning-
arfulltrúi Bolungarvíkurkaupstaðar, kynnti
vefinn og möguleika hans og Einar Pét-
ursson bæjarstjóri opnaði hann formlega.
Fram kemur í fréttatilkynningu að stefnt
hefur verið að því að vefurinn yrði í senn
ferskur og skemmtilegur, auk þess sem
hann yrði á endanum öflugt upplýsinga- og
markaðstæki bæjarfélagsins. Vefurinn mun
þróast áfram á næstunni og markmiðið er
að hann verði sambland af frétta-, stjórn-
sýslu-, ferðaþjónustu-, mannlífs- og menn-
ingarvef.
Grundarfjörður | Unnið er að stofnun
hlutafélags um byggingu og rekstur frysti-
geymsla, svokallaðs frystihótels, í Grund-
arfirði. Gengur verkefnið undir vinnuheit-
inu Snæfrost.
Stofnfundur félagsins var haldinn í
Sögumiðstöðinni í Grundarfirði síðastlið-
inn laugardag og fram kemur á vef Grund-
arfjarðarbæjar að framhaldsaðalfundur er
fyrirhugaður eftir tvær vikur.
Starfsemi frystigeymslunnar verður
með þeim hætti að hún tekur við frystum
afurðum til geymslu, gegn gjaldi, um
lengri eða skemmri tíma, fyrir þá sem þess
óska, t.d. beitu, frystum sjávarafurðum
hverskonar og jafnvel frystum landbúnað-
arafurðum. Ætlun undirbúningsnefndar er
að geymslan rísi á nýrri landfyllingu við
stóru bryggju, en væntanlegar byggingar-
lóðir á því svæði verða innan skamms aug-
lýstar lausar til umsóknar.
Undirbúningsstjórn var skipuð á fund-
inum en í henni sitja Þórður Magnússon,
Kristján Guðmundsson og Gísli Ólafsson,
frá Grundarfirði og Hafsteinn V. Ásgeirs-
son framkvæmdastjóri Hafliða ehf. í Þor-
lákshöfn.
Unnið að
stofnun frysti-
hótels í
Grundarfirði