Morgunblaðið - 22.02.2006, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 19
MINNSTAÐUR
LANDIÐ
Borgarnes | Skrifað hefur verið
undir viljayfirlýsingu um bygg-
ingu reiðhallar í Borgarnesi. Það
eru Hestamannafélagið Skuggi,
Hestamannafélagið Faxi, Hrossa-
ræktarsamband Vesturlands og
bæjarstjórn Borgarbyggðar sem
sameiginlega munu standa að upp-
byggingu reiðhallarinnar á fé-
lagssvæði Skugga við Vindás ofan
Borgarness.
Borgarbyggð mun leggja 30
milljónir til verkefnisins en sam-
eiginlega munu félögin leggja til
10 milljónir með vinnu eða fjár-
framlagi. Þess fjár sem upp á
vantar munu aðilar sameiginlega
afla til að koma
húsinu í end-
anlegt form.
Stofnað verður
hlutafélag í eigu
fyrrnefndra að-
ila sem eiga
munu eiga hús-
ið og verður
sérstakur samn-
ingur gerður á
milli Borg-
arbyggðar og
hlutafélagsins
um árlegt fram-
lag til reksturs
hússins. Áætlað
er að fram-
kvæmdir við
bygginguna
hefjist nú í vor
og verði lokið
eigi síðar en í
árslok.
Fram-
kvæmdir að
hefjast
Kristján
Gíslason er for-
maður Skugga
og segir hann
að hugmyndina
og aðdragand-
ann að reiðhöll í
Borgarnesi
megi rekja til
samþykktar á
tillögu sem bor-
in var fram á
aðalfundi
Skugga árið
2003 um að kanna möguleika á
byggingu reiðhallar. Í kjölfarið
var bréf sent til Borgarbyggðar
sem tók vel í erindið og sama ár
var skipaður vinnuhópur skipaður
fulltrúum Skugga og Borg-
arbyggðar um byggingu reiðhall-
ar.
Kristján segir að landbún-
aðarráðuneytið hafi birt skýrslu
um úttekt sína á þörf fyrir stuðn-
ing við hestamennsku á lands-
byggðinni í byrjun árs 2004. Þar
kom fram að reiðhöll í Borgarfirði
væri framarlega í forgangsröð en
þó aðeins ef félögin sameinuðust
um staðsetningu. Í kjölfarið var
stjórnum Hestamannafélagsins
Faxa og Hrossaræktarsambandi
Vesturlands sent erindi og var
samþykkt á fundum þeirra að
standa að byggingu reiðhallar í
Borgarnesi.
,,Nú munu aðilar samstarfsins
skipa fulltrúa í stjórn hlutafélags
sem byggir og á húsið. Fyrst þarf
að semja um lokahönnun og þá er
ekki eftir neinu að bíða að hefja
jarðvegsframkvæmdir. Vona ég að
það verði á allra næstu vikum,“
segir Kristján, ,,og vonir standa til
að reiðhöllin verði risin í haust,
fullbúin að utan en svo verði inn-
anhússfrágangi hraðað eins og
hægt er. Þá ætti að vera hægt að
vígja hana t.d. í janúar eða febr-
úar 2007, jafnvel fyrr ef vel geng-
ur.“
Reiðhöllin staðsett í „gömlu
kartöflugörðunum“
Að sögn Kristjáns gæti heild-
arkostnaður numið á bilinu 65 til
80 milljónir kr. en fer eftir end-
anlegri útfærslu hússins. 8. febr-
úar sl. kom fram í fréttum að rík-
isstjórnin hefur samþykkt að verja
alls 270 milljónum kr. til þess að
styrkja byggingu reiðhúsa um allt
land. ,,Í þennan sjóð sækjum við
að sjálfsögðu enda teljum við okk-
ur uppfylla alla
þá skilmála sem
settir eru fyrir
stuðningi.“ Til-
lögur vinnuhóps-
ins gerðu ráð
fyrir 27 sinnum
60 metra höll og
ganga út á að
samið verði við
Límtré-Vírnet
um gerð og upp-
setningu húss-
ins. Til grund-
vallar liggur
verðkönnun sem
hópurinn gerði
hjá fyrirtækjum
sem byggja og
flytja inn reið-
hallir. Ekki hef-
ur verið gengið
frá hönnun.
Gólfið verður
sandborið, það
er sérframleitt
efni sem er
blanda af sandi,
vikri og leir.
,,Væntanlega sér
Límtré-Vírnet
um framleiðslu
og reisingu
hússins á sökk-
ul, en um þetta
á þó eftir að
semja. Þegar
kemur að inn-
réttingum og
slíku taka hesta-
menn við,“ segir
Kristján.
Reiðhöllin verður í „gömlu kart-
öflugörðunum“ sem eru milli
hringvallarins á félagssvæði
Skugga og Hringvegar. ,,Þarna er
hún í útjaðri svæðis hestamanna
og er það kostur vegna annarrar
notkunar,“ segir Kristján. ,,Eins
er ekki um mjög marga staði aðra
að ræða fyrir hús af þessari stærð
því fremur þröngt er á svæðinu.“
Bylting fyrir hestamenn
Fyrir á Skuggi félagsheimili
sem áfram verður notað enda nýt-
ist það prýðilega þegar verið er að
keppa á hringvellinum, að sögn
Kristjáns, sem og fyrir allt að 100
manna samkomur og fundi. ,,En
reiðhöllin boðar algjöra byltingu
fyrir hestamenn, bæði áhugamenn
sem og atvinnumenn. Núna verður
hægt að stunda hestamennskuna
óháð veðri og vindum sem gerir
alla þjálfun, bæði manna og hesta,
mun skilvirkari. Hægt verður að
halda úti reiðskóla allt árið um
kring ef vill. Eins skapast mögu-
leikar á því að bjóða upp á hesta-
mennsku sem val t.d. í grunnskól-
anum og í væntanlegum
framhaldsskóla. Einnig geta t.d.
frjálsíþróttamenn og knatt-
spyrnumenn notað höllina til æf-
inga. Svo má ekki gleyma því að
hestasýningar hafa ávallt verið
vinsælar og dregið að fjölda fólks.
Eins má hugsa sér allskonar við-
burði aðra í höllinni.“ Kristján
segir aðstöðuna ennfremur breyta
því að nú verða hestamenn ekki
eins háðir veðri og vindi. ,,Eins
hefur þetta stórbætta aðstöðu fyr-
ir tamningamenn í för með sér og
alger forsenda fyrir því að hægt
verði bæta reiðmennsku t.d. með
námskeiðum sem þá má halda allt
árið. Þetta kemur til með að hafa
sérstaklega góð áhrif á unglinga-
starfið í félögunum.“
Kristján telur að framkvæmdin
muni styrkja Borgarnes sem
ferðamannabæ enn frekar. Þarna
megi halda sýningar á sumrin
þegar hestamenn eru ekki að nota
höllina. Hann nefnir sem dæmi
tívolí eða aðra afþreyingu fyrir
börnin meðan foreldrarnir fara í
golf handan vegarins en þar er
golfvöllur Borgarness.
Borgarbyggð og hestamannafélögin sameinast um byggingu reiðhallar ofan Borgarness
Hægt að stunda
hestamennsku
óháð veðri
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Samstaða Skrifað undir yfirlýsingu um byggingu reiðhallar, f.v. Gunnar Örn Guðmundsson frá Faxa, Bjarni Mar-
inósson frá Hrossaræktarsambandi Vesturlands, Kristján Gíslason frá Skugga og Páll S. Brynjarsson bæjarstjóri.
Á baki Kristján Gíslason, formaður
Skugga, kominn á bak, hesturinn er
Brjánn frá Blönduhlíð.
Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur
Skráning í síma 544 4500 og á www.ntv.is - NTV - Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogur
GRUNNNÁM Í BÓKHALDI
Helstu námsgreinar:
Villt þú læra bókhald og tölvubókhald?
108 kennslustunda hagnýtt og hnitmiðað nám fyrir þá sem vilja læra
bókhald frá grunni til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum.
Námið hentar einnig einstaklingum með sjálfstæðan atvinnurekstur og
þeim sem eru að hefja rekstur og vilja geta fært bókhaldið sjálfir.
Virðisaukaskattur
- reglur, skil og öll meðferð vsk.
Tölvubókhald í Navision
- rauhæf verkefni með fylgiskjölum
Verslunarreikningur
- það helsta sem notað er við skrifstofustörf
Undirstaða bókhalds
- mikið um verklegar æfingar
Morgunnámskeið:
Námið er 108 stundir og kostar 86.450.- stgr. eða með raðgreiðslum.
Kennt alla virka daga
kl. 8:30 til 12:30.
Frá 29. mars til 5. maí.
Kennt á mán.- og mið kl. 18:00 - 22:00
og á laugardögum kl. 13:00 til 17:00.
Frá 6. mars til 24. apríl.
Kvöldnámskeið:
„Með auknum umsvifum fyrirtækis okkar
fannst mér ég sitja eftir hálf bjargarlaus.
Eftir námið treysti ég mér í öll störf á
skrifstofunni og get tekið að mér fleiri og
stærri verkefni. Nú er ekki spurning um
hvort heldur hvað ég ætla að læra næst ...“
Ragnheiður Einarsdóttir
- Útgerðafyrirtækinu Pétursey