Morgunblaðið - 22.02.2006, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 21
MENNING
JOHANNES Brahms verður í forgrunni á tón-
leikum þeirra Ásdísar Valdimarsdóttur víólu-
leikara, Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur
píanóleikara og Michaels Sterling sellóleikara,
sem haldnir verða í Salnum í Kópavogi í kvöld.
Á efnisskránni eru sónata í f-moll op. 120 nr. 1,
sónata í Es-dúr op. 120 nr. 2 og tríó í a-moll op.
114. Leika þær Ásdís og Steinunn Birna saman
í fyrri tveimur verkunum, en í hinu síðasta
slæst Michael, eiginmaður Ásdísar, í hópinn.
„Það má kannski segja að þessi tónlist, són-
öturnar tvær og tríóið, séu í hópi þroskuðustu
kammertónsmíða Brahms,“ segir Ásdís í sam-
tali við Morgunblaðið, en veltir fyrir sér orðinu
þroskaður í þessu samhengi. „Þetta eru meðal
síðustu tónsmíða hans, og ég myndi segja að
þær væru með þeim dýpstu og innilegustu. Ég
hef spilað mjög mikið af allri hans kammer-
tónlist; bæði kvartettana og strengjasextettana
svo dæmi séu nefnd.“
Öll verkin samin fyrir klarinett
Um tilurð verkanna þriggja á efnisskránni
segir Ásdís að Brahms hafi að mestu verið
hættur að semja þegar hann kynntist klarin-
ettuleikara, Richard Mühlfeld, hvers hljóð-
færaleik hann hreifst svo af að hann samdi fyr-
ir hann fjögur verk; sónöturnar tvær sem
leiknar verða á tónleikunum, tríó með selló og
píanói sem einnig verður flutt, og klarinettu-
kvintett. „Brahms var hrifinn af víólunni, gaf
henni mikið að gera í allri sinni kammertónlist,
sem sést til dæmis á því að í sumum kvart-
ettunum hefur víólan nærri jafnstóra parta og
fyrsta fiðlan. Honum þótti klarinetturöddin í
sónötunum og í tríóinu einnig geta hentað fyrir
víólu og gerði því slíkar útgáfur af þeim sjálf-
ur,“ segir hún. „Hann var reyndar ekki hæst-
ánægður með víóluútgáfurnar sínar af són-
ötunum, sérstaklega ekki þegar kemur að því
að færa klarinetturöddina upp eða niður um
áttund. Því gera flestir víóluleikarar sína eigin
útgáfu; ganga út frá víóluútgáfu Brahms sjálfs
og færa ýmist upp eða niður um áttund þar sem
þeim þykja eiga við. Og þar sem Brahms var
ekki nógu ánægður með eigin víóluútgáfu hefði
hann vonandi ekkert á móti því að maður fari
upp eða niður um áttund, eftir því hvernig
hentar manni,“ segir Ásdís og hlær.
Hún hefur leikið þessi verk þó nokkrum
sinnum áður, og segir til dæmis að sig hafi sár-
langað til að læra f-moll sónötuna skömmu eftir
að hún hætti á fiðlu og gerðist víólunemandi, þá
16 ára gömul. „Reyndar sagði þáverandi kenn-
arinn minn, Steve King, að ég væri ekki alveg
nógu þroskuð til að spila þetta verk. Þannig að
ég stalst í spilatíma til Helgu Þórarins með
f-moll sónötuna, sem ég hafði heyrt spila hana
svo fallega, af því að mig langaði svo til að læra
hana – þó að það hafi örugglega verið rétt hjá
Steve að ég væri ekki nógu þroskuð til að spila
hana,“ segir Ásdís hlæjandi. En ertu ekki orðin
nógu þroskuð núna? „Ég ætla að vona það!
Þetta eru verk sem lifa og vaxa með manni, og
núna er ég búin að vera að spila þau öðru hvoru
í 25 ár.“
Brahms var hins vegar hrifinn af víóluút-
setningunni af klarinettutríóinu, sem leikið
verður í kvöld, að sögn Ásdísar. Yfirskrift
verksins er „Tríó fyrir píanó, klarinettu eða
víólu og selló“, og því fylgja með í nótunum
fjórir partar – píanópartur, sellópartur, klarin-
ettupartur og víólupartur, þó einungis annar af
hinum tveimur síðastnefndu sé að sjálfsögðu
leikinn í einu. „Sónöturnar voru hins vegar ekki
gefnar út í einni bók sem verandi fyrir annað
hvort klarinettu og víólu,“ segir hún.
Utrecht String Quartet
Ásdís lauk námi frá Juilliard-tónlistarhá-
skólanum í New York, en starfsvettvangur
hennar hefur síðan verið í Evrópu. Hún hefur
verið mjög virk í tónlistarlífinu þar, bæði sem
einleikari og þátttakandi í kammermúsík, og
unnið með mörgum heimsþekktum listamönn-
um. Michael maður hennar gegnir stöðu 1.
sellista Hollensku útvarpsfílharmóníunnar í
Amsterdam.
Að sögn Ásdísar er það alltaf meira stress-
andi að koma fram á Íslandi en erlendis, jafnvel
þó að áheyrendur séu þar miklu fleiri. „Þó þeir
séu færri hér heima er þetta allt fólk sem mað-
ur þekkir frá gamalli tíð. Ég veit að ég er ekki
ein um þessa upplifun að fá meiri sviðsskrekk á
heimavelli en þar sem enginn þekkir mann.
Það er allt öðruvísi að spila fyrir fólk sem hefur
fylgst með manni frá blautu barnsbeini en fyrir
sal fullan af ókunnugum, og miklu innilegra
einhvern veginn að spila hér. Þetta er því alls
ekki bara neikvætt stress, því það gefur manni
svo mikið að vita að fólki þykir vænt um mann
sama hvað á gengur. Það er svo hlý tilfinning
og góð,“ segir Ásdís.
Það er ýmislegt á döfinni hjá Ásdísi um þess-
ar mundir, bæði í tónlistarlífinu og fjölskyldu-
lífinu. Hún hefur nýverið gengið til liðs við
kvartett í Utrecht í Hollandi, sem ber heitið
Utrecht String Quartet. Þá eru hún og maður
hennar að fara að ættleiða barn frá Kína, en
fyrir eiga þau fimm ára dóttur sem þau ætt-
leiddu frá London, og þar fyrir utan eru þau að
gera upp gamalt vöruhús í Amsterdam þar sem
þau búa. „Ég lék hér áður með Chilingerian-
kvartettinum, en þessi nýi er líka mjög góður.
Hann ferðast minna og spilar meira á heima-
slóðum,“ segir Ásdís. Og er þar af leiðandi fjöl-
skylduvænni, kannski? „Nákvæmlega – það
skiptir miklu máli um þessar mundir.“
Tónlist | Ásdís Valdimarsdóttir, Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Michael Stirling með Brahms-tónleika í Salnum
Að lifa og vaxa
með Brahms
Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Ásdís Valdimarsdóttir á æfingu í Víðistaðakirkju.
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
Tónleikarnir hefjast í Salnum í kvöld kl. 20.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að fella niður að-
gangseyri að Listasafni Íslands frá og
með næsta föstudegi. Er þetta gert í sam-
ráði við menntamálaráðuneytið og með
stuðningi Samsonar eignarhaldsfélags,
sem undirritaði þriggja ára samstarfs-
samning við safnið í gær. Fulltrúar hinna
þriggja aðila; Listasafns Íslands, mennta-
málaráðuneytisins og Samsonar kynntu
þessa tilhögun á blaðamannafundi í safn-
inu í gær.
Tilraunarinnar virði
Menntamálaráðherra, Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir, sagðist fagna sam-
starfssamningnum milli Listasafnsins og
Samsonar, og sagði að niðurfelling að-
gangeyrisins væri spennandi til-
raunaverkefni. „Mitt markmið sem
menntamálaráðherra og ráðherra menn-
ingar og lista er að fjölga gestum í söfnum
landsins. Okkur hefur tekist gríðarlega
vel til í Þjóðminjasafninu, því þó þar sé
tekinn aðgangseyrir er safnið nýtt og
spennandi, ýmis ný tækni í boði og fólk að
sjá munina aftur eftir öll þessi ár. Það er
hins vegar greinilegt að við þurfum að
taka öðruvísi á málum hér, og þess vegna
er þetta vel tilraunarinnar virði. Ég efast
ekki um að hún á eftir að skila sér,“ sagði
hún og sagðist vilja sjá fleira skólafólk,
ferðamenn og fólk í sunnudagsbíltúr, á
safninu. „Ég held að þetta fyrirkomulag
muni nýtast alls staðar í samfélaginu, að
sem flestir geti notið þeirrar listar sem
hér er boðið upp á.“
Í ræðu á blaðamannafundinum sagði
Þorgerður Katrín að þó þetta fyr-
irkomulag yrði tekið upp í Listasafni Ís-
lands, væri ekki víst að svo yrði gert í öðr-
um söfnum. „Það þarf ekki að gilda það
sama um til dæmis Listasafnið og Þjóð-
minjasafnið. Það getur vel verið að ef við
byggjum meira við Listasafnið eða eitt-
hvað annað nýtt kemur hér, þá verði
æskilegt að taka upp aðgangseyri á ný.
Ég held að við verðum að skoða aðstæður
á hverjum stað hverju sinni; markmiðið
er að sem flestir njóti listanna. Það hefur
að hafa styrkinn þannig, að mögulegt
væri að opna safnið og hafa ókeypis í það.
Það hefur tekið okkur tvö fyrirtæki að
melta þetta og nú er það komið. Við erum
mjög spenntir fyrir þessari tilraun og
stoltir af að taka þátt í henni.“
Breið samfélagsleg skírskotun
Ólafur Kvaran sagðist afar glaður yfir
báðum ákvörðununum sem kynntar voru
á fundinum; annars vegar að fella niður
aðgangseyri og hins vegar samstarfs-
samningnum við Samson yfirleitt. „Það
má segja að við séum að feta norræna
slóð; það er búið að gera þessa tilraun um
niðurfellingu aðgangseyris á öðrum
Norðurlöndum undanfarin þrjú ár. Það
hefur gefist ákaflega vel,“ sagði hann og
sagði það meðal annars hafa birst í því að
nýir hópar hefðu sótt söfnin heim. „Þetta
breikkar hina samfélagslegu skírskotun,
sem er mjög spennandi fyrir okkur, og er
lykilatriði í þjónustuhlutverki safnsins.
Meginhugmyndin er sú að auðvelda að-
gengi að safninu.“
Hann sagðist alltaf hafa átt gott sam-
starf við Björgólf Guðmundsson. „Hans
áhugi og velvilji gagnvart safninu er mjög
mikilvægur.“
sýnt sig að við höfum ekki þurft að spá í
það í Þjóðminjasafninu – aðgangseyrir
þar er engin hindrun, en það kann að vera
að hann sé það hér. Þess vegna þarf að
skoða hvert einstakt tilfelli,“ sagði hún.
En á að fara að byggja við Listasafn Ís-
lands? „Það er alltaf til skoðunar – það
eru metnaðarfullar hugmyndir uppi fyrir
Listasafnið og ég held að það sé alveg
ljóst að til lengri tíma litið þarf að gera
það. En það er ekki á skammtímaáætl-
uninni, eins og staðan er núna. Brýnast
núna er að auka aðsóknina.“
45 milljónir á þremur árum
Björgólfur Guðmundsson fer nú fyrir
þriðja samstarfssamningnum við Lista-
safn Íslands, en Samson eignarhaldsfélag
mun styrkja Listasafnið um 45 milljónir
króna á hinu þriggja ára samnings-
tímabili. „Ég er mjög ánægður með þenn-
an samning,“ sagði hann í samtali við
Morgunblaðið. „Ég hef komið nálægt
samstarfssamningum við Listasafn Ís-
lands í nokkur ár; fyrst í þrjú ár með
Pharmaco, síðan í þrjú ár með Actavis og
nú með þessum þriggja ára samningi. Frá
fyrsta degi hefur Ólafur Kvaran verið að
ræða við okkur um hvort ekki væri hægt
Söfn | Enginn aðgangseyrir að Listasafni Íslands frá og með næsta föstudegi
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Björgólfur Guðmundsson, Knútur Bruun, Ólafur
Kvaran og Birgir Már Ragnarsson við undirritun samningsins í Listasafni Íslands.
Nýtist alls staðar í samfélaginu
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
STÓRSVEIT Reykjavíkur heldur tónleika í Ráðhúsi
Reykjavíkur í kvöld kl. 20. Að þessu sinni stýrir Banda-
ríkjamaðurinn Bob Mintzer sveitinni og kemur einnig
fram sem einleikari á tenórsaxófón. Öll tónlistin sem
flutt verður er eftir Mintzer; nýlegar tónsmíðar af síð-
ustu geisladiskum hans.
Bob Mintzer er ein skærasta stjarna stórsveitaheims-
ins í dag og er koma hans hingað stærsta verkefni sem
Stórsveit Reykjavíkur hefur ráðist í upp á eigin spýtur.
Mintzer hefur leitt eigin Stórsveit í New York í á
þriðja áratug og gefið út 12 geisladiska með henni.
Hann hefur einnig verið meðlimur í hinni þekktu
„fusion“ hljómsveit Yellow Jackets undanfarin 15 ár og
leikið með henni um allan heim. Mintzer lék á árum áð-
ur með stórsveit Buddy Rich um langt árabil, auk þess
að útsetja og semja fyrir hann og ýmsa aðra, s.s. Thad
Jones, Mel Lewis, Art Blakey, Jaco Pastorius, Tito
Puente, Eddie Palmieri o.fl.
Bob Mintzer hefur hlotið Grammy verðlaun og verið
tilnefndur 14 sinnum. Útsetningar og tónsmíðar
Mintzers eru leiknar af stórsveitum um allan heim og
gefnar út af Kendor útgáfunni. Þess má geta að Stór-
sveit Reykjavíkur hlaut íslensku tónlistarverðlaunin nú
nýverið sem djassflytjandi ársins 2005.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heim-
ill meðan húsrúm leyfir.
Stórsveit Reykjavíkur.
Bob Mintzer með
Stórsveitinni í kvöld