Morgunblaðið - 22.02.2006, Side 24

Morgunblaðið - 22.02.2006, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FITCH HRINGIR VIÐVÖRUNARBJÖLLU Nýtt mat matsfyrirtækisins Fitchá horfunum í íslenzkum þjóð-arbúskap virðist hafa ýtt harkalega við fjármálamarkaðnum. Að minnsta kosti lækkaði gengi krónunnar og verð hlutabréfa í gær, eftir að fréttir um matið birtust. Þó kemur í raun fátt nýtt fram í mati Fitch, sem ekki hefur verið sagt áður af hálfu t.d. Seðlabank- ans og aðila vinnumarkaðarins. Hörð gagnrýni þessa virta, erlenda fyrirtæk- is á ýmsa þætti hagstjórnarinnar og þróunar efnahagslífisins virðist hins vegar vega þungt. Það er líka full ástæða til að taka mark á henni. Einna mesta athygli vekur sú harða gagnrýni, sem Fitch setur fram á stefn- una í ríkisfjármálum. Fyrirtækið segir að þrátt fyrir að fjármál hins opinbera hafi styrkzt og skuldir ríkisins lækkað, hafi of mikið verið lagt á peningamála- stefnu Seðlabankans við hagstjórnina, en ríkisfjármálunum ekki verið beitt með virkum hætti. Fitch gagnrýnir þá afstöðu ríkisstjórnarinnar að reka rík- issjóð með litlum afgangi. Þetta er heldur ekki nýtt og margir hafa gagn- rýnt stjórn ríkisfjármálanna, þar á meðal Seðlabankinn, sem ekki hefur talið sig hafa nægilegan stuðning í glímunni við verðbólguna. Það, sem telja má nýjan flöt á málinu hvað gagnrýni Fitch á hagstjórnina varðar, er samanburðurinn við fjár- málakreppuna í Japan og fleiri Asíu- ríkjum í lok síðustu aldar. Fyrirtækið segir að ástæðan fyrir aðgerðaleysi rík- isvaldsins sé sú skoðun stjórnvalda að núverandi ójafnvægi í efnahagslífinu eigi rætur sínar að rekja til einkageir- ans og muni lagast af sjálfu sér. Hins vegar sé einn mikilvægasti lærdómur- inn, sem draga megi af Asíukreppunni, að ríki, sem virðist búa við traust rík- isfjármál, taki mikla áhættu með því að horfa fram hjá ójafnvægi í einkageir- anum. Ójafnvægið í einkageiranum, sem Fitch gerir að umtalsefni, felst ekki sízt í miklum viðskiptahalla, hraðri útlána- aukningu, hækkandi eignaverði og stig- vaxandi erlendri skuldasöfnun. Fyrir- tækið segir raunar að þróun þessara þátta hafi verið óhagstæðari en það bjóst við. Íslenzk stórfyrirtæki fá sinn skammt af gagnrýni. Fitch segir að þrátt fyrir að skuldsetning einkageir- ans hafi tvöfaldazt á þremur árum, haldi bankar og önnur fyrirtæki áfram að þenjast út erlendis og safna erlend- um skuldum sem aldrei fyrr í því ferli. Þá er fyrirtækið augljóslega gagn- rýnið á áhrif breytinganna á húsnæð- islánamarkaði; segir að vegna hins auð- velda aðgangs heimilanna að íbúða- lánum hafi tólf vaxtahækkanir Seðla- bankans í röð ekki gert annað að verkum en að hækka gengið og auka enn á viðskiptahallann. Mat Fitch hringir réttilega ýmsum viðvörunarbjöllum. Það eru ekki ein- göngu stjórnvöld, sem þurfa að bregð- ast við. Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra segir réttilega í Morgun- blaðinu í dag að ríkisstjórnin verði að fara mjög varlega fyrir fjárlagagerð næsta árs. Það getur þurft að fresta enn ýmsum stórframkvæmdum á vegum ríkisins til að slá á þensluna. Það sama getur átt við um stærri sveitarfélög. Bankarnir og önnur stærri fyrirtæki verða sömuleiðis að íhuga þá ábyrgð, sem þau bera á núverandi efnahags- ástandi, ekki sízt með gegndarlausri er- lendri skuldasöfnun. Þá hlýtur útlánastefna bankanna að koma til frekari skoðunar fyrr eða síð- ar. Því miður virðist ávinningurinn af hinni miklu breytingu, sem varð á hús- næðislánamarkaðnum fyrir hálfu öðru ári, ekki eins augljós og flest benti til í upphafi. Ekki er heldur hægt að firra heimilin í landinu ábyrgð, sem mörg hafa skuldsett sig meira en góðu hófi gegnir. Ríkisstjórnin, Seðlabankinn, fyrir- tækin í landinu og heimilin bera öll ábyrgð á að vinda ofan af því ástandi of- þenslu og spennu, sem hefur skapazt í hagkerfinu. FATLAÐIR OG FERÐAÞJÓNUSTAN Aðgengi og þjónusta fyrir fatlaðaferðamenn skiptir miklu máli í ferðaþjónustu. Mikil áhersla er lögð á að kynna Ísland erlendis og lokka ferðamenn til landsins. Það á við um alla ferðamenn, en ekki bara suma. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg lagt hart að sér til þess að geta komið til móts við þarfir sem flestra og tryggja aðgengi allra. Það getur hins vegar verið til lítils ef ekki er hægt að nálgast upplýsingar um þá þjónustu og aðgengi, sem er fyrir hendi. Í Morgunblaðinu á sunnudag var sagt frá því að kona í Þýskalandi hefði skrifað meðal annars Reykjavíkurborg og Ferðamálastofu til að kvarta undan skorti á upplýsingum um ýmsar hliðar á aðgengi fatlaðra ferðamanna, sem hingað vildu ferðast. Konan var að skipuleggja ferð hreyfihamlaðra og fólks í hjólastólum til Íslands og átti erfitt með að finna upplýsingar um að- gengi hreyfihamlaðra að gististöðum, veitingahúsum, ferðamannastöðum og þjónustustöðvum. Þegar leitað var svara kom í ljós að nú væri unnið að því að bæta úr skorti á upplýsingum um aðgengi hjá Höfuð- borgarstofu og sömuleiðis ynni Ferða- málastofa nú að því í samvinnu við Sjálfsbjörg að útbúa kvarða um að- gengi að ferðamannastöðum. Í Morgunblaðinu á mánudag var síð- an greint frá því að ekki hefði verið unnt að finna gistingu á einum og sama stað á höfuðborgarsvæðinu fyrir tólf hreyfihamlaða ráðstefnugesti samtaka norrænna MND-félaga í haust og verði ráðstefnan því haldin á Selfossi. Aðgengi fyrir fatlaða er mikilvægt hagsmunamál. Því er víða ábótavant, þótt margt hafi batnað í þeim efnum. Það hlýtur að vera metnaður þeirra sem reka hótel, veitingahús og ferða- mannastaði að aðgengi sé sem best og henti flestum. Það er hins vegar lág- mark að fatlaðir geti nálgast upplýs- ingar um það hvar þeir fái viðunandi þjónustu og aðgengi. Ánægjulegt er að nú eigi að gera bragarbót í þessum efn- um og bæta upplýsingagjöfina, en það vekur furðu að það hafi ekki verið gert nú þegar. Þetta ætti ekki að vera kvöð á þeim, sem hafa atvinnu af ferðaþjón- ustu, heldur hagsmunamál þeirra. Alþjóðlega matsfyrirtækiðFitch Ratings hefurbreytt horfum á láns-hæfismati ríkissjóðs vegna skuldbindinga í innlendri og erlendri mynt úr stöðugum í nei- kvæðar. Þetta kemur fram í til- kynningu frá Seðlabanka Íslands til Kauphallar Íslands í gær en þar er meðal annars vitnað í lauslega þýðingu á tilkynningu Fitch. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem horfum á lánshæfiseinkunn ríkis- sjóðs er breytt úr stöðugum í nei- kvæðar af matsfyrirtækjum en það hefur gerst í tvígang áður. Í októ- ber 2001 breytti Standard & Poor horfunum og voru þær neikvæðar í rúmt ár en þær voru svo hækkaðar í stöðugar í nóvember 2002. Í febr- úar 2002 breytti Fitch horfunum einnig í neikvæðar og þar við sat þar til í mars árið eftir. Rétt er að taka fram að í hvorugt skiptið breyttist lánshæfismat ríkissjóðs og hafa ber í huga að það sama á við nú. Hér er verið að breyta horf- um en ekki lánshæfismati. Ofhitnun og misvægi Í tilkynningu Fitch er haft eftir Paul Rawkins, framkvæmdastjóra hjá Fitch í London að ástæða breytingarinnar sé „vísbendingar um talsvert aukna áhættu í þjóð- arbúskapnum vegna ósjálfbærs viðskiptahalla og hratt vaxandi hreinna erlendra skulda.“ Ýmsar raddir hafa verið uppi að undan- förnu um að þensla í hagkerfinu sé mikil, svo jaðri við ofhitnun. Meðal þeirra einkenna sem má nefna eru vaxandi verðbólga, hröð útlána- aukning, hækkandi eignaverð, verulegur viðskiptahalli og stigvax- andi erlend skuldasöfnun. Seðlabankinn nái ekki að sporna við þessu upp á eigin spýtur og hið opinbera verði því að auka aðhald í fjármálastefnunni til þess að draga úr þenslunni. Meðal þeirra sem hafa haldið þessu fram eru Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn (IMF) og Efnahags- og framfarastofnunin (OECD). Nú bætist Fitch í þennan hóp og segir að þrátt fyrir að merkja hafi mátt ofhitnun um nokkurt skeið hafi áðurnefnd ein- kenni þróast á óhagstæðari hátt en fyrirtækið bjóst við. „Fitch gagnrýnir núverandi efnahagsstefnu og telur að of mikið hafi verið lagt á peningamálastefn- una á meðan ríkisfjármálin hafa setið hjá. Þar sem heimilin hafa notið greiðs aðgangs að langtíma húsnæðislánum hafa tólf stýri- vaxtahækkanir síðan í maí 2004 að- eins náð að hækka raungengi krón- unnar og auka viðskiptahallann. Ástæðan fyrir aðgerðaleysi ríkis- valdsins er sú skoðun stjórnvalda að núverandi ójafnvægi eigi rætur sínar að rekja til einkageirans og muni lagast af sjálfu sér í fyllingu tímans. Samkvæmt þessu reka stjórnvöld ríkissjóð með litlum af- gangi í þessari efnahagssveiflu og hyggjast standa við kosningaloforð sitt um að lækka skatta á árunum 2006-2007,“ segir í skýrslunni og segir Rawlings að vinni Seðlabank- inn og hið opinbera ekki saman hafi líkur á harðri lendingu aukist. Er það án efa ein ástæða þess að horf- ur eru lækkaðar. Miklar umbætur hafa orðið Íslenskt efnahagslíf hefur gengið í gegnum mikið umbótaskeið á síð- astliðnum áratug og nefnir Fitch þar helst innleiðingu flotgengis- stefnu árið 2001 og bætt eftirlit með fjármálastarfsemi. Þetta hefur búið hagkerfið betur til þess að standast áföll. Ennfremur hefur hið opinbera á síðustu misserum beitt kröftum sínum í þá átt að draga úr skuldum sínum og er í tilkynningu Fitch bent á spá þess efnis að skuldir hins opinbera verði um 25% af vergri landsframleiðslu á yfir- standandi ári. Nokkuð sem styrki lánshæfismat ríkissjóðs. Hlutfalls- legar skuldir hins opinbera séu sambærilegar meðaltali annarra ríkja með sama lánshæfismat og að hrein erlend skuldastaða hins op- inbera hafi lækkað um helming frá því árið 2002 þegar hún náði há- marki. „Þrátt fyrir þetta segir Fitch að einn mikilvægasti lærdómurinn sem draga má af Asíukreppunni sé sá að ríki sem virðast búa við traust ríkis-fjármál taka mikla áhættu með því að líta framhjá ójafnvægi í einkageiranum. Hrein erlend skuldastaða Íslands er hærri en nokkurs annars lands sem metið er af Fitch. Erlend lausafjárstaða, þ.e. auðseljanlegar erlendar e liquid external assets) sem af stuttum erlendum sku liquid external liabilities), lökust, sérstaklega ef eignir bankanna eru unda Fitch gerir sér grein fyri lendar eignir íslensku b hafa vaxið umtalsvert en að þeir eru mjög háðir fjármögnun og mega illa vi un frá alþjóðlegum fjármá uðum um nokkurt skeið,“ s kynningunni og haldið er á „Fitch staðhæfir að öðru um með háa einkunn, svo s alíu og Nýja-Sjálandi, sé svipaðar skorður varðandi fjármögnun þótt þær séu e miklar og á Íslandi. Fitch því jafnframt fram að upp um samsetningu og áhæt erlendra skulda séu mun hjá þeim en á Íslandi. En hafi hagkerfi Ástralíu og N lands staðist álagsprófa langt tímabil en Ísland eig láta á það reyna við meir setningu. Óvissa um þetta s Líkur á har lendingu hafa Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings um lánsh Talið mikilvægt að hið opinbera og Seðlabanki vinn Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is Í Hálffimmfréttum KB banka í gær segir að tilkynning Fitch um breyttar horfur auki líkurnar á því að lánshæfiseinkunn Íslands verði lækkuð. Slíkt gæti haft verulega neikvæð áhrif á íslenskan fjár- málamarkað með því að skapa erf- iðleika við fjármögnun sem gæti dregið úr fjármálastöðugleika og aukið líkur á fjármálakreppu. Í Vegvísi Landsbankans er tekið fram að Fitch Ratings sé í raun ekki að benda á neitt nýtt varð- andi efnahagsþróunina hér á landi og samanburðurinn við Asíu- kreppuna er því fullharka mati greiningardeildar La bankans. Hún segir þó mikilvægt varnaðarorð Fitch alvarle til þess komi að lánshæfis Íslands verði lækkuð, þá h vaxtakjör ríkis og einkaað lendis og slíkt myndi sker armöguleika íslenska þjóð ins. „Ástæða er til að bend Fitch breytti horfum íslen isins úr stöðugum í neikvæ febrúar 2002, en færði ho aftur í stöðugar ári seinna Eykur líkur á að lánshæfisein EIRÍKUR Guðnason seðlabankastjóri segir að niður- staða Fitch komi lítið á óvart nema að því leyti að þetta sé í fyrsta skipti í þó nokkurn tíma sem eitthvert ryk falli á þá einkunnagjöf sem matsfyrirtæki gefa Íslandi. „Það er þó ekki um það að ræða að einkunnin sé að lækka, það er mikilvægt að taka það fram. Við höfum lent í því áður að horfur breytist úr stöðugum í neikvæð- ar án þess að það verði til þess að einkunn okkar lækki.“ Aðspurður hvort Seðlabankinn geti á einhvern hátt brugðist við gagnrýni Fitch segir hann: „Við vitum að það er misvægi í þjóðarbúskapnum. Fitch bendir á að það þurfi að bregðast við. Í því samhengi eru ekki verið að gagnrýna peningastefnuna. Það er bent á fjármál hins opinbera og lánakerfið en ég fæ ekki séð að þetta kalli á stefnubreytingu af hálfu Seðlabankans. Bent er á að eitthvað þurfi að gera til þess að hægja á hinum mikla útlánavexti og erlendri skuldasöfnun.“ Kallar ekki á stefnu- breytingu Seðlabankans F h u F g in sk a le le A b ið st in I b

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.