Morgunblaðið - 22.02.2006, Side 26

Morgunblaðið - 22.02.2006, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þ að er ekkert nýtt und- ir sólinni og víst er að umræðan um vanda landsbyggðarinnar er ekki ný af nálinni. Það er gömul saga og ný að þjóð- in streymir til höfuðborgarsvæð- isins. Hinu hefur aftur heyrst minna af, þ.e. af fólkinu sem dreymir um að eiga heima úti á landi, en er bundið höfuðborgarsvæðinu af ýmsum ástæðum. Þeir eru nefni- lega til sem vilja miklu frekar eiga heima í hljóðlátum bæ við sjávarsíðuna eða í kyrrlátri sveit þar sem veðurguðirnir eru gjaf- mildir. Þjóðfélagið hefur þróast þann- ig að allar leiðir liggja til höf- uðborgarsvæðisins en af ein- hverjum ástæðum virðast þær ekki liggja aftur út á land. Sextán ára gömul þurfti ég að flytjast frá æskustöðvunum, Húsavík, til að geta haldið áfram í skóla. Eftir það bjó ég ekki heima nema yfir sumartímann og í jóla- og páskafríum. Enn þann dag í dag er það svo að þegar ég tala við fólk sem býr í mínum heimabæ fyllist ég trega af því að mig langar „heim“. Að sjálfsögðu fer ég heim eftir hvern vinnudag en einhvern veginn er Húsavík líka alltaf „heim“ og mér finnst ég alltaf vera á heimleið þegar ég fer norður að heimsækja fólkið mitt. Þegar ég var krakki var mjög algengt að heilu fjölskyldurnar tækju sig upp og flyttu suður. Það byrjaði með því að börnin fóru burt í skóla og svo ílengdust þau. Í kjölfarið langaði foreldr- ana að eiga meiri tíma með börn- unum og væntanlegum barna- börnum og það endaði með því að stórfjölskyldan var öll sam- ankomin á höfuðborgarsvæðinu. Ég var heppin af því að foreldrar mínir vildu vera um kyrrt og eiga sitt ævikvöld á Húsavík, þannig að ef mig langaði norður var það bara spurning um að setjast upp í bílinn og keyra af stað. Fólk flytur ekkert endilega af því að það vill það endilega, margir flytja af því að þeir eiga engra kosta völ. Hjón veit ég um, komin á efri ár, sem neyddust til að yfirgefa ástkærar heimaslóðir vegna þess að þau misstu allt. Þau höfðu alla tíð verið með verslun í litlu þorpi og verslunin útvegaði kost í bátana og sá frystihúsinu fyrir vistum. Og hvað gerðist? Blómleg verslun sem gjarnan var eins og sam- komuhús þorpsins þar sem allir komu saman varð gjaldþrota af því að kvótinn hvarf. Verslunar- eigendurnir áttu aleiguna úti- standandi en þegar bátarnir hurfu brott einn af öðrum fór að þyngjast róðurinn hjá frystihús- inu og keðjuverkun fór af stað. Reglusemi hjónanna og dugnaður var fyrir bí og ævistarfið horfið. Ég veit að þau ættu enn heima í þessu litla þorpi ef þau hefðu haft tök á. „Aldrei fór ég suður“ söng Bubbi á sínum tíma. Oft hef ég furðað mig á þessum söngtexta því að í gegnum orðin skín að eymd og volæði fylgi því að búa úti á landi og ekkert bíði þeirra sem þar eru. Reykjavík er ekki nafli alheimsins. Reyndar ekkert frekar en hvaða svæði sem er á Íslandi. Við erum öll á þessari litlu eyju í miðju Atlantshafi sem umheimurinn hefur varla vitað af fram að þessu. Íslendingar eru, kannski eins og flestar litlar þjóð- ir, afskaplega uppteknir af sjálf- um sér, en það er fyrst nú und- anfarin ár sem rödd Íslands er farin að heyrast að einhverju ráði í samfélagi þjóðanna. Ritstjóri lít- ils vikublaðs úti á landi sagði eitt sinn er hann var spurður hvort hann ætlaði nú ekki að flytja suð- ur þar sem hann væri svo ægi- lega góður blaðamaður að hann væri ekkert nær Kína þó að hann byggi í Reykjavík. Kína væri þó jú nær því að vera nafli alheims- ins vegna þess að þar býr svo gríðarlegur mannfjöldi. Mörg ár eru liðin síðan þessi orð voru sögð. Þetta er enn meiri sann- leikur í dag þegar heimsmyndin hefur skroppið svo saman að hver og einn getur nánast sinnt sínu starfi þar sem hann er kominn. Bara ef hann á tölvu og síma- tengingu. Í litlum bæjum þar sem allir þekkja alla er allt önnur stemn- ing. Fólk tekur gjarnan fullan þátt í gleði og sorgum annarra. Þétt handtak og heitt samúðar- augnaráð getur hjálpað ótrúlega mikið þegar eitthvað bjátar á. Á hinn bóginn getur það líka verið vont að finna að allir vita allt um alla og það getur snúist upp í andhverfu sína í slúðri um náung- ann. Atvinna, skólar, fjölbreytni í menningu, framboð afþreyingar fyrir unglinga og fleira í þeim dúr er það sem helst heldur fólki hér á höfuðborgarsvæðinu. Það sem helst stendur landsbyggðinni fyr- ir þrifum er fábreytni í atvinnu- málum og það að fólk heldur gjarnan að skólarnir séu betri hér fyrir sunnan. Þeir sem vilja flytjast búferlum á hvorn veginn sem er þurfa að horfast í augu við að aðstæður breytast mjög. Stórt einbýlishús úti á landi er virði tveggja til þriggja herbergja íbúðar á höfuðborgarsvæðinu, að vísu auðvitað eftir því hvar á landinu einbýlishúsið er. Ef fólk hins vegar dreymir um að flytja út á land þarf það að horfast í augu við að framboð á atvinnu er af skornum skammti og ef ekki er eitthvað fast í hendi áður en lagt er af stað er kannski bara um það að ræða að fá vinnu í álveri ef flytja á austur. Já, og allt útlit er fyrir að í framtíðinni verði hægt fá vinnu í álveri ef flytja á norður. Það er orðið nokkuð algengt að hús standi auð á landsbyggðinni nema rétt yfir sumartímann þeg- ar þau eru notuð sem sumarhús. Ef við höfum ekki varann á okkur gæti farið svo að allt landið utan höfuðborgarsvæðisins verði ein stór sumarhúsabyggð með örfá- um undantekningum. Oft var þörf en nú er nauðsyn að leggja höfuðið í bleyti af fullri alvöru og koma fram með hug- myndir sem gera fólki kleift að snúa aftur til landsbyggðarinnar. Landsbyggð- ina heim aftur Fólk tekur gjarnan fullan þátt í gleði og sorgum annarra. Þétt handtak og heitt samúðaraugnaráð getur hjálpað ótrúlega mikið þegar eitthvað bjátar á. sia@mbl.is VIÐHORF Sigrún Ásmundar BRETTUM upp ermar og skipt- um út afar þreyttum og lúnum at- vinnupólitíkusum í meirihluta bæj- arstjórnar Ísafjarðarbæjar. Ég er reiðubúinn að gera það af fullum krafti með ykkar stuðningi. Ég mun beita mér af öllu afli við að verja það atvinnustig sem nú þegar er í bæ okkar. Með það markmið að fjölga hér störfum, enda mun það efla bæjarfélagið og styrkja sam- félagslega þjónustu öllum til heilla. Ekki fer á milli mála að hátt at- vinnustig er grund- völlur þess að íbúum fjölgi eins og gott at- vinnuástand í Ísafjarð- arbæ hér áður fyrr er gott dæmi um. Herja þarf enn frekar á hið opinbera um færslu á störfum til Ísafjarð- arbæjar. Hlúa þarf að sjávarútvegi í Ísa- fjarðarbæ en þó sér- staklega í gamla Ísa- fjarðarkaupstað þar sem nær engin fisk- vinnsla er í dag. Einn- ig vil ég leggja mikla áherslu á ný- sköpun og sprotafyrirtæki. Enn fremur er núverandi staða íslensku krónunnar sjávarbyggðum okkar mjög fjandsamleg. Betri vegi og fleiri jarðgöng strax Í samgöngumálum liggur mest undir að gera varanlega vegi með jarðgöngum milli byggða í Ísafjarð- arbæ og nærliggjandi byggð- arlögum. Við búum við óviðunandi ástand eins og samgöngum er hátt- að í dag. Jarðgöng úr Dýrafirði yfir í Arnarfjörð, til Bolungarvíkur og Súðavíkur verða að komast sem fyrst á framkvæmdastig. Miklu skiptir að þar verði um samfellt verk að ræða sem verktaki geti boðið í sem eitt verk væri, þótt um forgangsröðun verkefna yrði að ræða. Við íbúar Ísafjarðarbæjar megum ekki lenda í því á nýjan leik að hér verði gerð ein jarðgöng og síðan líði áratugur án þess að sam- göngur innan Ísafjarðarbæjar kom- ist í viðunandi horf, sem er heils- ársvegur með ásættanlegu umferðaröryggi. Meira fjármagn í forvarnir Þeim peningum sem nú þegar hafa runnið til þessa málaflokks er vel varið og vil ég sérstaklega nefna þau óeigingjörnu og framúrskarandi störf sem Vávest hefur unn- ið. Framtíð Ísafjarð- arbæjar er unga fólkið í bænum. Gjaldfrjáls leikskóli Miklu máli skiptir fyrir íbúa Ísafjarð- arbæjar að fólkinu í bænum verði gefinn kostur á jafngóðri þjónustu og stefnt er að í mörgum bæj- arfélögum á landinu. Leikskólinn skiptir miklu máli og leikskólagjöld vega þungt í mati ungs fjölskyldufólks um hvort það vilji búa í bænum og festa þar ræt- ur. Súðavíkurhreppur hefur nú þeg- ar tekið forystu í leikskólamálum með gjaldfrjálsum leikskóla og sýnt mjög áhugavert frumkvæði í ýms- um málum sem snúa að hvatningu til fjölgunar íbúa og atvinnumála. Við í Ísafjarðarbæ getum litið þangað til fyrirmyndarfrumkvæðis í vestfirsku fjölskylduumhverfi. Öflugari grunnskóla Hvetja þarf til aukins vals innan grunnskólans og sérverkefna til efl- ingar eins og t.d. samstarfsverk- efna við önnur bæjarfélög hér heima og erlendis. Skólamáltíðir eru of dýrar hér. Reykjanesbær reiknaði út hvað „venjulegt nesti“ kostar og var það 185 krónur. Ákváðu þeir síðan að það yrði verð- ið á einni skólamáltíð sem foreldrar greiddu fyrir en bærinn greiddi fyrir mismuninn. Foreldar þar greiddu 3.700 fyrir heita máltíð í hádeginu í febrúar (20 virkir dagar) en foreldrar hér í Ísafjarðarbæ greiddu aftur á móti 6.400 krónur fyrir sömu þjónustu eða 72% hærra. Stytting framhaldsskóla? Tengja þarf grunnskóla og fram- haldsskóla saman þannig að nem- endur í 9. og 10. bekk hafi mögu- leika á að taka fög í framhalds- skólanum sem valgreinar og geta þannig auðveldað sér eða jafnvel stytt nám sitt í framhaldsskólanum. Vegna mikillar áherslu á ein- staklingsmiðaða námskrá í grunn- skólum gefur þetta nemendum tækifæri á að taka framhaldsskól- ann á þremur árum eða jafnvel fleiri. Efla þarf Háskólasetrið enn frek- ar – „háskólann heim“. Ég býð mig fram og er tilbúinn að leggja mitt af mörkum til að efla Ísafjarðarbæ ef þú ágæti lesandi veitir mér stuðning til þess í próf- kjöri Í-listans næstkomandi laug- ardag. Í-listann til sigurs í vor. Góðir íbúar Ísafjarðarbæjar Eftir Kristján Andra Guðjónsson ’Ég býð mig fram oger tilbúinn að leggja mitt af mörkum til að efla Ísafjarðarbæ …‘ Kristján Andri Guðjónsson Höfundur er fulltrúi Frjálslyndra og óháðra í sameiginlegu prófkjöri Í-listans í Ísafjarðarbæ. Prófkjör Ísafjörður ,,ÚTHLUTUN veiðiheimilda myndar ekki eignarrétt,“ sagði í frétt Morgunblaðsins á www.mbl.is, hinn 7. febrúar sl. og var svohljóð- andi: ,,Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu smábátaút- gerðarmanns, sem taldi að breytingar sem gerðar voru á lögum um stjórn fiskveiða ár- ið 2004 hefðu valdið honum tjóni og brotið gegn eignarrétt- arákvæði og jafnræð- isreglu stjórnarskrár. Útgerðarmaðurinn vildi að bótaréttur hans yrði við- urkenndur. Héraðsdómur vísar hins vegar til þess, að í lögum um stjórn fiskveiða, sem sett voru upphaflega 1990, segi að úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt for- ræði einstakra aðila yfir veiðiheim- ildum. Af þessu leiði að veiðiheim- ildir samkvæmt lögunum séu ekki varðar af ákvæðum 72. gr. stjórn- arskrárinnar. Útgerðarmaðurinn taldi einnig að reikniregla, sem lögfest var með lagabreytingunni árið 2004, hefði brotið gegn jafnræðisreglu stjórn- arskrár. Dómurinn komst hins veg- ar að þeirri niðurstöðu, að laga- ákvæðin væru hvorki ómálefnaleg né andstæð jafnræðisreglunni.“ Þessi dómur hlýtur að vera mikið áfall fyrir þá sem trúa, trúðu, eða trúa enn á kvótabraskkerfið. Í Fréttablaðinu 12. ágúst 2005 var frétt um sjávarútvegsmál sem bar yfirskriftina ,,Látið reyna á hvort byggðakvóti stenst lög“. Þar segir m.a. Magnús Kristinsson, útvegs- maður í Vestmannaeyjum: ,,Við get- um ekki lengur sætt okkur við eignaupptöku sem sjávarútvegs- ráðherra stendur fyrir.“ Og síðar í sama viðtali: ,,Það er alveg ljóst að nú látum við sverfa til stáls. Það er ekkert annað en hrein og klár eignaupp- taka þegar eignir manna eru teknar og þeim deilt út til ann- arra.“ Undir þetta tók að sjálfsögðu Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Lands- sambands íslenskra út- vegsmanna (LÍÚ). Hér virðist gæta misskilnings hjá þeim félögum í LÍÚ því staðreyndin er að veiðiheimildum er úthlutað af breytilegum forsendum frá ári til árs til útgerða. Úthlutun veiðiheim- ilda hefur alltaf verið í höndum sjáv- arútvegsráðherra og hefur aldrei leikið vafi á um rétt hans og vald til þeirra aðgerða. Umræða um eign- arhald er því út úr kortinu því stöð- ug afskipti samfélagsins af þessum verðmætum sínum eru til staðar. Því getur hefðarréttur aldrei myndast um veiðiheimildir.“ Aðili sem hefur fengið úthlutað þeirri sérstöðu að afla 10 tonna fyrir samfélagið og fær úthlutað eitt árið 9 tonnum hefur ekki orðið fyrir skerðingu á verðmætum heldur tek- ist á við þann áhættuhluta sem alltaf hefur fylgt sjávarútvegi t.d. minnk- andi fiskgengd við landið og/eða vegna sértækra byggðarsjónarmiða. Þetta er jafn innbyggt í sjávarútveg- inn og andrúmsloftið er umhverfi okkar því við erum veiðisamfélag. Sá sami hefur ekki heldur hlotn- ast happdrættisvinningur þegar árið þar á eftir færir honum til verks að afla 11 tonna fyrir samfélagið. Til- kall til þessa viðauka er ekkert frek- ar hans en samfélagsins því yfirráð- in yfir auðlindinni kemur frá þeim sem úthlutar í nafni þjóðarinnar og er kosinn til þess af almenningi. Þetta á líka við um nýtingarrétt, að sá sem fær úthlutað í ár heimild til veiða getur ekki gengið að því vísu að svo verði áfram óbreytt næstu árin. Þetta er í höndum ríkisvaldsins eins og áður segir. Í lögum þeim frá 1990, sem dóm- urinn vísar í hér að ofan, segir meðal annars: Lög nr. 38. 1990. 1. gr.: „Nytja- stofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheim- ilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óaft- urkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Nú hefur unnist hálfur sigur fyrir íslensku þjóðina og væntanlega verður það hlutverk Hæstaréttar að skera úr um hvort dómurinn haldi. Og ef svo fer að dómurinn verði staðfestur eða dómnum ekki áfrýjað, munu allar forsendur brasksins í kvótakerfinu líða undir lok. Það er vel þótt fyrr hefði verið. Kvótabraskið hangir á bláþræði Baldvin Nielsen fjallar um nýfallið dómsmál ’Nú hefur unnist hálfursigur fyrir íslensku þjóð- ina og væntanlega verður það hlutverk Hæsta- réttar að skera úr um hvort dómurinn haldi.‘ Baldur Nielsen Höfundur er bifreiðastjóri og situr í miðstjórn Frjálslynda flokksins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.