Morgunblaðið - 22.02.2006, Síða 28

Morgunblaðið - 22.02.2006, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Fellsás - Frábært útsýni Einbýlishús á miklum útsýnisstað í Mos- fellsbæ. Húsið stendur ofarlega í Ása- hverfinu. Húsið skiptist á þrjá palla og er skipting sem hér segir, fimm svefnher- bergi, þrjár stofur, eldhús, baðherbergi, gestasnyrting, þvottahús og bílskúr. V. 55,0 m. 5412 Leiðhamrar - Frábær staðsetning Stórglæsilegt og vel skipulagt 281 fm einbýlishús, staðsett innst í botnlanga á frábærum útsýnisstað við óbyggt svæði. Húsið er á tveimur hæðum með inn- byggðum tvöföldum 61 fm bílskúr. Stór afgirt verönd með heitum potti og svöl- um meðfram húsinu. 4-5 svefnherbergi, vandaðar innréttingar, háalofthæð og stórar og bjartar stofur. V. 80,0 m. 5616 Kristnibraut Glæsileg 3ja herb. íbúð á jarðhæð í litlu fjölbýlishúsi í Grafarholti. 6 íbúðir eru í stigagangi. Íbúðin skiptist þannig: Stofa, eldhús, baðherbergi, tvö herbergi, þvottahús og forstofa. Vönduð, björt og vel umgengin íbúð í litlu fjölbýlishúsi á besta stað í Grafarholtinu. V. 23,5 m. 4793 Skólabraut - Með glæsilegu útsýni Falleg efri sérhæð og ris ásamt bílskúr. Hæðin skiptist í forstofu, hol, stofu, 3 stór herbergi, eldhús, þvottahús og bað- herbergi. Risið er eitt mjög stórt rými með geymsluplássi undir súðinni. V. 37 m. 5561 Freyjugata - Frábær staðsetning Í einu af glæsilegu húsunum í Þingholt- unum er til sölu 4ra herbergja miðhæð í þríbýlishúsi. Eignin skiptist í gang, stofu, borðstofu, eldhús, baðherbergi og tvö herbergi. Geymsla undir stiga. Stór og gróinn lóð með fallegum trjám. Falleg eign. Sérbílastæði á lóð. V. 29,0 m. 5632 Öldugata Falleg, björt 82 fm 4ra-5 herbergja ris- íbúð með svölum og fallegu útsýni. Eignin skiptist í gang, baðherbergi, svefnherbergi, eldhús með borðkrók, borðstofu og dagstofu, stórt herbergi (voru áður tvö herbergi). Góð íbúð í vesturbænum. V. 22,7 m. 5625 Frostafold - M. bílageymslu 3ja herb. 96 fm björt og falleg íbúð á 2. hæð með sérinngang af svölum og stæði í bílageymslu. Fallegt útsýni. V. 18,5 m. 5628 Bröndukvísl - Hús á einni hæð Mjög fallegt 233,5 fm einlyft einbýlishús í Kvíslunum í Árbænum með stórri og grónni lóð. Eignin skiptist í forstofu, snyrtingu, hol, stofu, betri stofu, eldhús, geymslu, baðherbergi og fjögur herbergi. Milliloft hjá holinu. Garðurinn er með hellulagðri verönd, heitum potti og sturtuaðstöðu. Garðurinn er afgirtur með hárri girðingu. V. 48,0 m. 5538 Straumsalir - Glæsileg Mjög 120 fm falleg íbúð á 1. hæð (jarð- hæð). Íbúðin skiptist í: Forstofu, barnaherb., stofur, sjónvarpshol,eldhús með borðkrók, gangur, geymsla, þvotta- herbergi innaf geymslu, barnaherb., hjónaherbergi og baðherbergi. Í sameign er sameiginleg hjólageymsla. Stutt er í alla helstu þjónustu. 5623 Bragagata Glæsileg 2ja herbergja íbúð með sérinn- gangi í Þingholtunum. Eignin skiptist í hol, stofu/borðstofu, eldhús, baðherbergi og herbergi. Húsið er nýlega viðgert að utan, þak yfirfarið og skipt um glugga og gler. Rafmagn hefur verið endurnýjað. Sérgeymsla í garði. Húsið lítur mjög vel út að utan. 5554 ÁFORM menntamálaráðherra um það sem ég hef tamið mér að kalla „skerðingu náms til stúdentsprófs“ en ráð- herrann kallar „stytt- ingu náms“ hafa vakið mikla ólgu í samfélag- inu. Meiri en slík kerf- isbreyting hefði þurft að gera, hefði mark- miðið fyrst og fremst verið að lækka útskrift- araldur stúdenta. Um það sýnist sitt hverjum en ólguna vegna máls- ins má um margt rekja til þeirrar staðreyndar að ekki lánaðist að fá fólk til að trúa því að markmið stjórn- valda væri að efla menntakerfið enda skein alls staðar í skæðasta óvin skólasamfélagsins – niðurskurð- arhnífinn. VG ályktaði gegn styttingu náms Landsfundur Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs ályktaði um málið seinasta haust: „Áform menntamálaráðherra um að skerða framhaldsskólanám úr fjórum árum í þrjú til að lækka stúd- entsprófsaldur eru vanhugsuð. Hug- myndin er ekki komin frá neinum þeim hópi sem málið varðar helst: nemendum, kennurum, há- skólamönnum eða foreldrum. Sam- tök bæði nemenda og kennara hafa andmælt henni. Rökin fyrir skerð- ingu hafa reynst léttvæg auk þess sem algjörlega hefur verið einblínt á eina leið, þá sem langerfiðast er að framkvæma án þess að gengisfella námið. Bent hefur verið á aðrar leiðir til að auðvelda þeim nemendum sem það kjósa að ljúka stúdentsprófi á skemmri tíma. Eftir sem áður ætlar ráðuneytið að skera niður einn fjórða af framhaldsskólanámi. Í skýrslum um efnið hefur því mistekist að sýna fram á að ekki verði um að ræða skerðingu á því námi sem stúdents- efnum býðst, sem mun bæði koma niður á fjölbreytni námsins og mik- ilvægum kjarnagreinum, s.s. ís- lensku, raungreinum og tungu- málum.“ Þessi ályktun stendur og þar með afstaða okkar vinstri- grænna í málinu. Að koma málinu í annan farveg Núna hefur ráðherra gert sam- komulag við samtök kennara um að gera átak í ákveðnum þáttum skóla- starfs. Það samkomulag bindur hins vegar hvor- ugan aðilann varðandi styttingu náms til stúd- entsprófs. Ég tel það góðra gjalda vert að ráðherrann skuli hafa ákveðið að staldra ögn við og hægja ferðina. Ég hef litið þannig á að í samkomulaginu felist tækifæri til að koma málinu í annan og betri farveg. Það merkir þó ekki að við í Vinstri- hreyfingunni – grænu framboði höfum breytt um afstöðu varðandi styttingaráformin. Það er sjálfsagt og eðlilegt að gefa ráðherra færi á að ráðgast við kennara og aðra. En ekki mun tjóa fyrir Þorgerði K. Gunnarsdóttur að leggja síðan fram frumvarp sem er alveg sam- hljóða fyrri tillögum eða sömu nám- skrártillögur lítið breyttar. Slíkar til- lögur fela einmitt í sér skerðingu á þeim greinum sem nefndar eru í landsfundarályktun VG og getur ráð- herrann vænst harðra viðbragða frá þingmönnum VG leggi hún slíkt frumvarp fram. Fyrsta skrefið í langri vegferð Ég hef sagt að samkomulag ráð- herrans og kennaraforystunnar geti verið fyrsta skrefið til að vinda ofan af þeirri flækju sem styttingaráform ráðherrans hafa skapað. Fyrsta skrefið í langri vegferð ef nokkur raunveruleg sátt á að nást um þetta mál sem komið var í sjálfheldu vegna stífni og einsýni ráðherrans. Ráð- herra á eftir að ræða við hagsmuna- samtök framhaldsskólanema og hlusta á þeirra sjónarmið. Og það sem meira er: Forystumenn kennara eiga ennþá eftir að sannfæra al- menna kennara um að rétt hafi verið að gera samkomulag við ráðherrann. Í fyrstu atrennu hefur það alveg mis- tekist og uns kennarar eru orðnir samstiga í málinu er því miður ekki hægt að líta svo á að samkomulag hafi náðst við þá. Það er ástæða til að hvetja forystumenn kennara til að hlusta á gagnrýni sinna félagsmanna og taka síðan höndum saman við þá um þá vinnu sem framundan er. Ef kennarar ætla að hrinda áformum ráðherrans, sem þrátt fyrir sam- komulagið virðast óbreytt, þá er nauðsynlegt að þeir nái innbyrðis samstöðu. Það hlýtur að vera sameig- inlegt verkefni kennaraforystunnar og grasrótarinnar í Kennarasam- bandinu að lyktir málsins verði far- sælar. Betur má ef duga skal En mikilvægasta skrefið sem er eftir er þó þetta: Það þarf að taka til- lit til þeirrar málefnalegu gagnrýni sem borist hefur úr öllum áttum á styttingaráformin. Það hefur ráð- herra ekki gert ennþá og við hljótum að bíða eftir að hún standi við stóru orðin um samráð og leggi ekki fram frumvarp þar sem í engu er brugðist við þessari miklu gagnrýni. Kjarni málsins er þessi: Því ber að fagna að menntamálaráðherra hafi staldrað við og áttað sig á því að hún er ekki ein í heiminum. Betur má þó ef duga skal. Vinstrihreyfingin – grænt framboð mun ekki styðja það að framhaldsskólinn verði skorinn niður um fjórðung. Við viljum að ráð- herra standi við það sem hún hefur sagt um sveigjanleika í skólakerfinu. Núverandi niðurskurðaráform falla ekki undir það. Komi fram tillögur um breytt skólakerfi sem við í VG getum samþykkt er ljóst að þær þurfa að vera mjög breyttar frá þeim áformum sem nú liggja fyrir. Slíkar tillögur þurfa að taka mið af þeirri gagnrýni sem fram hefur komið og þær þarf að vinna í góðu samráði við hagsmunaaðila, ekki aðeins forystu- sveit Kennarasambandsins. Færi til samráðs – en ekki um niðurskurð Kolbrún Halldórsdóttir fjallar um menntamál ’Það er ástæða til aðhvetja forystumenn kennara til að hlusta á gagnrýni sinna fé- lagsmanna og taka síðan höndum saman við þá um þá vinnu sem framundan er.‘ Kolbrún Halldórsdóttir Höfundur er þingmaður vinstri- grænna í Reykjavík og situr í menntamálanefnd Alþingis. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í LESBÓK 18. febrúar segir Þröst- ur Helgason frá ráðstefnu á vegum Reykjavíkurakademíunnar þar sem kapprætt var um afstöðu hug- og fé- lagsvísinda til útrásar- markaðs og gróðasamfélags nútímans. Þar mun hafa komið fram hjá Ólöfu Gerði Sig- fúsdóttur mannfræðingi að tal um ís- lenskan menningararf væri merk- ingarlaust og innnatómt „mal“. Ætti að gera orðið „menningararfur“ út- lægt úr umræðunni. Mun hafa verið gerður góður rómur að þessum mál- flutningi á ráðstefnunni. Ekki kemur á óvart að slíkar raddir heyrist úr röðum mannfræð- inga. Á undanförnum árum hefur Hallfríður Þórarinsdóttir haldið uppi árásum á íslenska málrækt- arstefnu í ræðu og riti og reyndar varð Gísli Pálsson fyrstur til þess fyrir nokkrum áratugum. Þar sem ég var ekki á téðri ráð- stefnu langar mig að biðja Ólöfu Gerði að skýra mál sitt. Ástæðan til þess er sú að ég hef sem útvarps- maður og á öðrum vettvangi töluvert gert að því að fjalla um það sem kall- að er íslenskur menningararfur og varðar sögu þjóðarinnar, tungu og menningu. Nú má vera að umræða um þetta sé ekki nógu markviss og sumt í henni megi kallast mal. En þá er að bæta umræðuna. Ef hins vegar í orðum fyrirlesarans felst að við eig- um að hætta að hugsa og tala um menningararfinn og gerast „nútíma- menn“ með þeim hætti, er það öllu róttækari boðskapur en svo að hon- um verði kyngt fyrirstöðulaust. Skyldi þessi málflutningur tengjast nýlegri tillögu viðskiptajöfra um að gera þjóðina „tvítyngda“ með því að kenna mönnum á ensku frá blautu barnsbeini, sem er raunar ekki ann- að en dulbúin krafa um „eintyng- ingu“ síðar meir, eins og Stefán Snævarr bendir á í sömu Lesbók? Ég vona að Ólöf Gerður Sigfús- dóttir sjái sér fært að verða við beiðni minni og áreiðanlega margra fleiri lesenda Morgunblaðsins. GUNNAR STEFÁNSSON, útvarpsmaður, Kvisthaga 16, Reykjavík. Mal um menningararf? Frá Gunnari Stefánssyni ÞAÐ ER ljóst að símakosning er ekki lausnin til að velja framlag okkar til Evróvisjónkeppninnar. Mjög virkur hópur í símanotkun eru unglingar og það sem er vinsælt og þekkt meðal þeirra á sigurinn vísan. Þá skiptir engu máli hvort lag og flytjandi er sigurstranglegt eða ekki. Höfundur sigurlagsins í ár hefur áttað sig á þessu þegar hann valdi sér flytjanda, sem sjálfur gerði svo text- ann, sjálfselskan og væminn. Mér er reyndar sagt að þessi flytjandi sé alls ekki til, þarna sé á ferðinni leikin per- sóna. Því kom þessi stúlka ekki fram undir eigin nafni eins og aðrir flytj- endur? Kynnarnir hefðu þá eins get- að verið Nonni litli og Edit Piaf. Fyrir alllöngu gerðu Spaug- stofumenn sitt eigið Evróvisjónlag, sem var mun frambærilegra en sig- urlagið í ár. Það var í gríni gert og hið besta mál og ætti framlag okkar nú best heima í þeim flokki. Í öðru sæti varð lag sem hafði mik- ið forskot á öll hin lögin, sem mörg voru þó mjög frambærileg. Það er ljóst að um það lag hefur flykkst hóp- ur sem var að kjósa í alvöru og veðj- aði á sigurstranglegt framlag. Lagið „Þér við hlið“ í flutningi Regínu Ósk- ar er því sigurlagið í ár, meðal þeirra sem tóku ábyrga afstöðu. Eigum við að bjóða Evrópu upp á þá hörmung sem við kusum yfir okk- ur? Svar mitt er: Nei. ÁMUNDI KRISTJÁNSSON, Minni-Núpi, 801 Selfossi. Söngvakeppni á villigötum Frá Ámunda Kristjánssyni, bifreiða- stjóra og áhugamanni um vönduð vinnubrögð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.