Morgunblaðið - 22.02.2006, Side 31

Morgunblaðið - 22.02.2006, Side 31
hel komið“, er á stundum æði erfitt að verða að sætta sig við að vinir kveðji hið jarðneska jarðlíf, að manns eigin mati, fyrir aldur fram. Þannig er því farið með mig, sem átt hef Sigurð Sveinsson að starfsfélaga um rúmlega þriggja áratuga skeið. Sigurður vann við bókhalds- og endurskoðunarstörf alla sína starfs- ævi. Þar var hann svo sannanlega á sínum heimavelli. Þótt sagt sé, að „enginn sé fullkominn“ þá er hann sá, sem næst hefur náð þeirri full- yrðingu í störfum sínum, er ég þekki til. Einstaklega nákvæmur, tölu- glöggur með eindæmum og minnið óskeikult. Var aðdáunarvert að heyra hann rekja ýmis atriði í störf- um sínum, er átt höfðu sér stað löngu fyrr. En það sem var mest einkennandi fyrir störf hans var hve mikla umhyggju hann bar fyrir hag þeirra er hann vann fyrir. Ósérhlíf- inn við vinnu og illa við allt óþarfa áreiti, er truflaði störf hans. Mestan hluta ævi sinnar bjó Sig- urður einn. Þó ekki sé hægt að segja að hann hafi verið einfari naut hann sín ekki í miklu fjölmenni. Hafa erf- iðleikar í æsku sjálfsagt átt þátt í að móta persónu hans. Hann hafði yndi af lestri góðra bóka. Las mikið bæði innlendar og erlendar bókmenntir og ljóð voru honum sérlega hugleik- in. Hann hafði mikið dálæti á Tóm- asi Guðmundssyni og á ég ljóðasafn hans sem Sigurður færði mér eitt sinn í afmælisgjöf. Sem mikinn nátt- úruunnanda get ég vel séð Sigurð fyrir mér með því að vitna í eitt af ljóðum Tómasar: Og ég er einn og elfarniðinn ber að eyrum mér jafn rótt sem fyrsta sinni. Með skynjun tveggja heima í hjarta mér ég hverf á brott úr rökkurveröld minni. Og seinna þegar mildur morgunn skín á mannheim þar sem sálir stríð sitt heyja, mig skelfa engin sköp, sem bíða mín: Þá skil ég líka að það er gott að deyja. Sigurður var mikill námsmaður, bæði í gagnfræðaskóla og ekki hvað síst í Samvinnuskólanum, þar sem hann skilaði bestum námsárangri sinna bekkjarsystkinna á burtfarar- prófi, þó yngstur væri í þeim hópi. Hann var hafsjór af fróðleik og vitn- aði oft í greinar um ýmis málefni, sem hann hafði kynnt sér með lestri erlendra tímarita. Átti það ekki hvað síst við um ýmsar tæknilegar nýj- ungar. En besti tími í ævi vinar míns er án efa sá, sem hann átti í sambúð með Margréti Rögnvaldsdóttur. Hann hafði þekkt Margréti og fjöl- skyldu hennar um langa hríð. Nokkrum árum eftir að Margrét var orðin ekkja hófu þau Sigurður sam- búð. Ef samband þeirra bar á góma mátti merkja þann hlýhug sem hann bar til hennar og barna hennar. Kemur það glögglega fram í dag hjá stjúpbörnum hans og barnabörnum, hve mikla umhyggju Sigurður sýndi Margréti þann tíma, er þau áttu saman. Fráfall hennar var vini mín- um mikið áfall. Ekki verður annað sagt, en að Sigurður hafi verið heilsuhraustur á sinni ævi allt til þess, er hann fór að kenna þess sjúkleika sl. haust sem varð honum að aldurtila. Fór hann mjög dult með það, en þó gátum við starfsfélagar hans merkt að hann hafði ekki eins mikið starfsþrek og áður. Hann hafði ekki, að því er mér er kunnugt, þurft mikið að sækja til lækna. Ef hann fékk einhvern smá krankleika var, að hans mati, aðeins eitt lyf, sem læknaði slíkt. Notaði hann það nokkuð og eins sem eins konar forvörn. Undir slíkum kring- umstæðum lá oft vel á vini okkar, sem annars var hæglátur að eðlis- fari. Dulið skopskyn hans kom þá í ljós. Sigurður barst ekki mikið á um ævina, allt óhóf var honum mjög andstætt. En hann hugsaði vel um sig og sína. Við starfsfélagar Sigurðar og eig- inkonur færum aðstandendum hans hugheilar samúðarkveðjur og kveðj- um hann með orðum Kahlil Gibran: Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljós- ara í fjarveru hans, eins og fjall- göngumaður sér fjallið bezt af sléttunni. Þorsteinn Guðlaugsson. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 31 MINNINGAR ✝ Bára Jóhannes-dóttir fæddist á Stóra-Dunhaga í Hörgárdal 14. maí 1917. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð 15. febrúar síð- astliðinn. Bára var dóttir hjónanna Jó- hannesar Bjarnason- ar, f. 1867, d. 1946, og Bergrósar Jó- hannesdóttur, f. 1882, d. 1926. Á fyrsta aldursári flutti Bára með for- eldrum sínum og eldri systkinum að bænum Glerá ofan Akureyrar. Hún missti móður sína níu ára og flutti 13 ára með systur sinni, Lilju, að Uppsölum í Eyjafirði. Bára dvaldi á Uppsölum þangað til hún flutti til Akureyrar þar sem hún bjó síðan. Systkini Báru voru: Höskuldur, f. 1903, d. 1982, Jó- hannes, f. 1904, d. 1989, Lilja, f. 1905, d. 1976, Stefanía Sigrún, f. 1907, d. 1989, Bjarni, f. 1909, d. 1979, Dagmar, f. 1911, d. 1991, Sig- urður Gunnar, f. 1912, d. 1988, Þórdís, f. 1913, d. 1985, Friðrik Daníel, f. 1914, d. 1972, Hallur Ragnar, f. 1915, d. 1992, Friðjón, f. 1915, d. 1955, og Jónas Þór, f. 1920, d. 1985. Bára giftist Sigurjóni Jónssyni trésmið á Akureyri, f. 1. jan. 1886, d. 15. ágúst 1952. Þau eignuðust tvö börn, sem bæði eru búsett á Ak- ureyri, þau eru: 1) Erna húsmóðir, f. 1938, gift Sævari Hallgrímssyni kjötiðnaðarmeistara, f. 1938, og eiga þau þrjár dætur, sem allar eru búsettar á Akureyri, þær eru: A) Sólveig bankamaður, f. 1958, gift Guðmundi Skarphéðinssyni smið, f. 1959. Þau eiga tvo syni, a) Baldvin, verslunar- mann, f. 1982, í sam- búð með Guðfinnu Árnadóttur, f. 1985, dóttir þeirra er Stella, f. 2005, og b) Bjarka, f. 1990. B) Sigrún húsmóðir, f. 1963, gift Skapta Hallgrímssyni blaðamanni, f. 1962. Þau eiga þrjár dætur, Örnu menntaskólanema, f. 1988, Ölmu, f. 1994, og Söru, f. 1997. C) Þórdís Ósk hjúkrunarfræðingur, f. 1969, gift Erni Arnari Óskarssyni spari- sjóðsstjóra, f. 1970. Þau eiga tvö börn, 1) Kareni Lind, f. 1998, og Aron Örn, f. 2002. 2) Jóhannes hús- gagnasmiður, f. 1939, kvæntur Margréti Árnadóttur, f. 1944, og eiga þau tvo syni, Sigurjón, mat- svein og söngvara, f. 1962, sem bú- settur er á Ítalíu, og Árna, lækni á Akureyri, f. 1968, kvæntan Guð- rúnu Jónsdóttur hjúkrunarfræð- ingi, f. 1966, þau eiga eina dóttur, Margréti, f. 2000. Guðrún á einnig son, Davíð, f. 1990. Bára bjó alla tíð á Akureyri og starfaði sem verkakona, fyrst við fiskverkun og þrif, síðan í kexverk- smiðjunni Lorilei og síðast í þvotta- húsi Fjórðungssjúkrahússins. Útför Báru verður gerð frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Amma Bára var alla tíð ung í anda, eftir á að hyggja dálítið öðruvísi amma en maður hélt þær ættu að vera. Meira eins og vinur. Hún missti manninn sinn ung og ól ein upp börnin sín tvö, var verka- kona alla tíð og hafði örugglega ekki mikið á milli handanna þrátt fyrir mikla vinnu. Enda sagðist hún aldrei hafa haft það betra en eftir að hún hætti að vinna! Og alltaf virtist hún ánægð, hún var gjafmild og góð og það var gaman að vera hjá henni sem barn og unglingur, gaman að gista í Grænumýrinni, spila við hana og spjalla. Amma var lítil og mjó en ótrúlega kraftmikil. Sjötug kom hún suður til mín á meðan eiginmaður minn skaust til útlanda og við máluðum íbúðina saman. Tæplega áttræð tók amma sig til, án þess að nokkur vissi, og málaði húsið sitt að utan. Magga tengda- dóttir hennar kom að ömmu þegar hún var að ljúka því að mála veggina og bað hana í guðs bænum að príla ekki upp á þak til að mála það. Ömmu hefði verið trúandi til þess en leyfði víst körlunum í fjölskyldunni að sjá um það í þetta skipti. Svona var hún, sjálfstæð og kröft- ug. Rúmlega áttræð fann amma að ekki var allt með felldu. Hún tók að gleyma og hætti að rata heim úr búð- inni. Eftir að heilsan bilaði og hinn hræðilegi Alzheimer tók við stjórn- inni breyttist allt, hún hvarf okkur í raun. Síðustu árin bjó hún á dval- arheimilinu Hlíð og þar var vel hugs- að um hana. Ég kveð ömmu með þakklæti í huga fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og mína. Sigrún Sævarsdóttir. Elsku amma. Mig langar að þakka þér fyrir all- ar stundirnar sem við áttum saman þegar ég kom í heimsókn til þín, stundum með vinkonur mínar með þér. Þú vildir alltaf gefa okkur eitt- hvað að borða og ef þú áttir ekkert handa okkur þá gafst þú okkur pen- ing til að fara út í búð og kaupa okkur eitthvað að drekka. Eins áttum við Gummi og Baldvin gott frí með þér þegar við fórum saman til Hollands. Ég vil líka þakka þér fyrir Baldvin þegar ég var í vandræðum með pöss- un, þá var alltaf hægt að hringja í þig og þú varst alltaf tilbúin að hjálpa. Þú varst dugleg, jákvæð og kvart- aðir aldrei, mikil blómakona, og það mátti aldrei hjálpa þér en þú varst alltaf hlaupandi um allt til að hjálpa öðrum. Elsku amma, takk fyrir allt. Sólveig. BÁRA JÓHANNESDÓTTIR Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is 10-50% afsláttur TILBOÐ á legsteinum, fylgihlutum og uppsetningu Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGRÍÐUR G. JOHNSON, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 24. febrúar kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlegast bent á Barnaspítalasjóð Hringsins, sími 543 3724. Hildur Elín Johnson, Agnar H. Johnson, Sigrún Gunnarsdóttir, barnabörn og langömmubarn. Elskuleg dóttir okkar og systir, KOLBRÚN HELGA ÓLAFSDÓTTIR, Barrholti 25, Mosfellsbæ, verður jarðsungin frá Mosfellskirkju fimmtudaginn 23. febrúar kl. 13.00. Margrét Guðnadóttir, Ólafur Geir Ottósson, Írena Ósk og Kristófer Ísak. Elskulegur faðir okkar, sonur og bróðir, JÓN ÞÓR ÓLAFSSON, lést í El Salvador sunnudaginn 12. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur Þ. Jónsson. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURLIÐI JÓNASSON, Mýrarvegi 111, Akureyri, sem lést á hjúkrunarheimilinu Seli fimmtudaginn 16. febrúar, verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju mánudaginn 27. febrúar kl 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á minningarkort aðstandenda- félagsins Vinarhandarinnar á Seli. Jóna Aðalbjörnsdóttir, Eygló Sigurliðadóttir, Birgir Pálsson, Una Sigurliðadóttir, Þórir Haraldsson, Björn Sigurliðason, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUNNÞÓRA BJÖRGVINSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 41, áður búsett í Hvammsgerði 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grensáskirkju fimmtudaginn 23. febrúar kl. 13.00. Edda Óskarsdóttir, Halldór Hannesson, Iðunn Óskarsdóttir, Hafsteinn Hafliðason, Oddný Óskarsdóttir, Helgi Guðmundsson, Óskar Óskarsson, Ragnheiður Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, TÓMASAR EINARSSONAR kennara, Skúlagötu 40. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Guðlaug Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.