Morgunblaðið - 22.02.2006, Page 48

Morgunblaðið - 22.02.2006, Page 48
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. EF TILLÖGUR um styttingu framhaldsskól- ans ganga eftir hefur kennsla í íslensku verið skert um rúm 30% á innan við 10 árum í íslensk- um framhaldsskólum, að því er fram kemur í áskorun sem samþykkt var á fjölmennu mál- þingi Samtaka móðurmálskennara, Félags ís- lenskra fræða og Íslenska málfræðifélagsins í Þjóðarbókhlöðunni í gær. Samkvæmt drögum að nýrri námsskrá verð- ur grunnur í íslenskunámi á bóknámsbrautum framhaldsskóla tólf einingar en er fimmtán ein- ingar í dag. Fyrir gildistöku nýrrar námsskrár 1999 var grunnurinn hins vegar átján einingar. Í áskoruninni, sem samþykkt var með lófataki í lok þingsins, er skorað á ráðherra að falla frá áformum um styttingu. „Það er mat fundarmanna að með styttingu framhaldsskólans muni umfang þessarar kennslugreinar minnka og augljóst að staða ís- lenskunnar sem grunngreinar í skólakerfinu veikist,“ segir m.a. í áskoruninni. Framsögumenn á málþinginu voru í meg- inatriðum sammála um að drög að nýrri náms- skrá framhaldsskólanna fælu í sér skerðingu á íslenskukennslu, enda hefði einingafjöldi hing- að til verið nátengdur tímafjölda. Samkvæmt drögunum væri kennslu þjappað saman og kennarar hefðu minni tíma til yfirferðar í nám- inu. Það kæmi niður á færni nemenda, áhuga þeirra á móðurmálinu og frekara námi í grein- inni á háskólastigi. Sigurður Konráðsson, prófessor við Kenn- araháskóla Íslands, sagði í erindi sínu að móð- urmálskennsla í íslenskum grunnskólum væri nú þegar mun minni en í bæði Danmörku og Svíþjóð. „Það er ekkert vit í því að skerða nám í móðurmáli um 20% í framhaldsskóla þegar grunnskólanemar hafa fengið of litla kennslu í móðurmáli sínu,“ sagði Sigurður. Málþing móðurmálskennara um áform menntamálaráðherra Morgunblaðið/Eggert Íslenskukennarar fjölmenntu á málþingið, sem var haldið í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðunnar í gær. Stytting náms felur í sér skerðingu Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóð- anna, og Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur verið boðið að sækja alþjóðlega ráðstefnu karla um jafnrétt- ismál sem fyrirhugað er að halda hér á landi í september á hausti komanda. Ráðstefnan er haldin í framhaldi af ann- arri ráðstefnu karla um jafnréttismál í Salnum í Kópavogi fyrir nokkrum mán- uðum, en í ályktun þeirrar ráðstefnu var skorað á karlmenn heimsins að koma til Íslands og funda með íslenskum karl- mönnum um jafnréttismál. Undirbúningur ráðstefnunnar, sem meðal annars er haldin að tilstuðlan fé- lagsmálaráðuneytisins, er nokkuð á veg kominn samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Meðal annars hefur ofangreind- um leiðtogum verið boðið að sækja ráð- stefnuna heim, en ekki liggur fyrir enn hvort þeir hafa tök á að þekkjast boðið. Clinton, Annan og Blair boðið á ráðstefnu hér ÓKEYPIS aðgangur verður að Lista- safni Íslands frá og með næsta föstu- degi. Þetta er gert í samráði við menntamálaráðuneytið og með stuðningi Samsonar eign- arhaldsfélags, sem undirritaði þriggja ára samstarfssamn- ing við safnið í gær sem hljóð- ar upp á 45 milljónir króna. Niðurfelling aðgangseyris hefur gefist af- ar vel í ná- grannalönd- unum, að sögn Ólafs Kvaran, forstöðumanns Listasafns Íslands. Meg- inmarkmiðið sé að auðvelda aðgengi að safninu. „Ég held að þetta fyrirkomulag muni nýtast alls staðar í samfélaginu,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra á blaðamannafundi sem boðað var til um málið í gær. | 21 Ókeypis verður í Listasafn Íslands BÓNUS var með 8,2% lægra verð á mat- vörukörfunni í verðkönnun sem Morgun- blaðið gerði í gær í Bónus á Smáratorgi og Krónunni í Jafnaseli. Nokkur verðmunur var á sumum vörutegundum, t.d. voru kanilsnúðarnir á 31% lægra verði í Bónus og bæði grísakótilettur og kjúklingavængir 20% ódýrari í Bónus. Þá voru hafrakoddar 11,8% dýrari í Bónus en í Krónunni. Athygli vekur þó að af 38 vöruliðum er einnar krónu verðmunur í 27 tilvikum. | 22 Krónu munaði í 27 tilvikum af 38 / " *           1&%22 ( 1&'', 0. . MARKMIÐ frumvarps um breyt- ingar á lagaákvæðum um fjármála- eftirlit, sem Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra lagði fram á Al- þingi í gær, er að styrkja enn frekar úrræði eftirlitsins og eyða óvissu um túlkun nokkurra ákvæða. Í athugasemdum frumvarpsins segir m.a. að með því sé tekinn af allur vafi um að Fjármálaeftirlitið geti beitt þvingunarúrræðum lag- anna, m.a. um dagsektir gagnvart einstaklingum eða lögaðilum. Dag- sektirnar geta numið frá tíu þúsund krónum til einnar milljónar króna á dag. Í athugasemdum segir að nauðsynlegt sé að Fjármálaeftirlitið hafi tiltæk úrræði til að afla þeirra upplýsinga sem lagt er á eigendur eignarhluta að veita lögum sam- kvæmt. Úrræði Fjármálaeftirlits styrkt HREINN Loftsson, stjórnarfor- maður Baugs, sagði þegar hann bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í aðalmeðferð Baugsmálsins að hann gæti ekki tekið til þess afstöðu hvort skuld stjórnenda Baugs við fyrirtækið á árinu 2002 hefði verið viðskipta- skuld eða lán. Í gær var fram haldið aðalmeðferð í málinu, sem hófst á mánudag. Verjendur ákærðu spurðu Hrein hvort Baugur hefði lánað Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Krist- ínu Jóhannesdóttur, eða fyrir- tækjum þeirra, Fjárfari og Gaumi, fé, eða hvort hann liti svo á að um hefði verið að ræða neikvæða stöðu á viðskiptareikningi þeirra hjá Baugi. Hreinn sagðist ekki geta tekið afstöðu til þeirrar spurningar, en í kjölfar fundar síns með Davíð Oddssyni, þáverandi forsætisráð- herra, 26. janúar 2002 í London, hefði hann viljað að þessi skuld yrði greidd upp. Í kjölfar fundar Hreins og Dav- íðs bað hann endurskoðunarfyrir- tækið KPMG að gera útttekt á rekstri Baugs til þess að tryggja að þar væri ekkert sem gæti orkað tvímælis, kæmi til þess að lögregla gerði húsleit í fyrirtækinu. Taldi Jón Ásgeir vera búinn að gera upp skuldina Hreinn bar fyrir héraðsdómi í gær að Stefán Hilmarsson endur- skoðandi frá KPMG hefði bent á atriði sem betur mættu fara, bréf- lega og á stjórnarfundi 14. febrúar 2002. Við lok ársuppgjörs þann 28. febrúar hefði Hreinn talið að Jón Ásgeir hefði verið búinn að gera upp skuld sína við fyrirtækið, en síðar hefði komið í ljós að svo var ekki. Hreinn sagði að á stjórnar- fundi þann 23. maí 2002 hefði Jón Ásgeir sagt stjórninni að Gaumur væri ekki í neinni skuld við Baug. Um var að ræða hálfan milljarð króna, að sögn Stefáns Hilmars- sonar, en það kom fram við skýrslutöku af honum við aðal- meðferðina á mánudag. Jóhanna Waagfjörð, fyrrver- andi fjármálastjóri Baugs, bar einnig vitni fyrir héraðsdómi í gær. Hún var m.a. spurð um það hver hefði gefið fyrirmæli um hvernig ætti að flokka viðskipta- kröfur Baugs á Jón Ásgeir, Krist- ínu, Gaum og Fjárfar. Hún sagði það misjafnt, það hefði verið ýmist forstjórinn – Jón Ásgeir, aðstoð- arforstjórinn – Tryggvi Jónsson, eða framkvæmdastjórar fyrirtæk- isins. Hún sagðist hafa gert athuga- semdir við stöðuna á viðskipta- reikningum Jóns Ásgeirs, Krist- ínar, Fjárfars og Gaums og óskað eftir því að þeir yrðu greiddir upp. Í framhaldinu hefði verið unnið í því að lækka skuldirnar. Þetta hefði hún gert til þess að tryggja nægilegt fé til reksturs Baugs á þessum tíma. Engin afstaða til við- skiptaskuldar eða láns Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is  „Ég vissi …“ | 10 Stjórnarformaður Baugs í vitnaleiðslu fyrir héraðsdómi HORFUR eru á að það tak- mark náist hinn 1. sept- ember n.k. að lyfjaverð í heildsölu á Íslandi verði jafnt meðalheildsöluverði í Noregi, Danmörku og Sví- þjóð og í árslok 2006 verði smá- söluverð lyfja hér áþekkt því sem gerist á Evrópska efnahags- svæðinu, einkum í Danmörku og Finnlandi. Þetta kemur fram í skriflegu svari Jóns Krist- jánssonar á Alþingi. Þar kemur þó fram að sú verð- lækkun sem orðið hafi á undanförnum misserum hafi ekki skilað sér í sama mæli til neytenda og til ríkisins, m.a. vegna þess að lyfsalar hafa brugðist við verðlækkunum með því að draga úr afslætti sem þeir gáfu sjúklingum áður. Þá hafi sést vísbend- ingar um að dregið hafi verulega úr samkeppni milli apóteka eftir því sem eignarhald þeirra hefur færst á færri hendur. Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lagði fyrirspurnina fyrir ráð- herra. Útlit fyrir að markmið um lyfja- verð náist Jón Kristjánsson BILUN í háspennustreng frá aðveitustöð við Elliðaár laust fyrir miðnætti í gær- kvöldi olli því að aðveitustöð við Álfhóls- veg (A6) datt út að hluta. Við það varð Kópavogur rafmagnslaus að stærstum hluta í 24 mínútur. Gert verður við strenginn í dag. Rafmagnslaust í Kópavogi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.