Morgunblaðið - 25.02.2006, Page 1

Morgunblaðið - 25.02.2006, Page 1
STOFNAÐ 1913 55. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Stórkostlegur leikur í Capote Viðtal við afbragðsleikarann Philip Seymour Hoffmann Menning Lesbók, Börn og Íþróttir Lesbók | Rem Koolhaas í Reykjavík  Zadie Smith og fegurðin  Gaman með hvössum broddi Börn | Notaður pappír  Þrautir Íþróttir | Bjarni Þór með Everton?  Bikarúrslitin í handboltanum VINNUMÁLASTOFNUN hefur á síðustu fimm mánuðum hafnað um 350 umsóknum um atvinnuleyfi. Nær allar umsóknir eru frá fólki frá lönd- um utan Evrópska efnahagssvæðis- ins. Vinnumálastofnun lætur umsókn- ir frá ríkisborgurum á EES njóta forgangs og hafnar nær öllum um- sóknum frá fólki sem býr utan þess. Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, lögfræðingur í félagsmálaráðu- neytinu, sagði að EES-samningurinn fæli í sér frjálst flæði vinnuafls milli landa. Í samningi um stækkun Evr- ópusambandsins, sem gerður var þegar ný ríki í A-Evrópu gengu í sam- bandið, væri kveðið sérstaklega á um forgang þessara ríkja að evrópskum vinnumarkaði. Stækkun ESB tók gildi 2004 en í haust ákváðu dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra að herða á for- gangsreglunni og nú er umsóknum einstaklinga sem koma frá ríkjum ut- an EES nær öllum hafnað. Hanna Sigríður sagði að ákvörðun um þessar hertu reglur væri tekin í ljósi reynsl- unnar og einnig þess að nú væri stutt í að taka þyrfti ákvörðun um hvort framlengja ætti fyrirvara sem settur var um atvinnuréttindi ríkisborgara frá nýju ríkjunum í ESB. Í dag hafa borgarar frá nýju ríkjunum ekki ná- kvæmlega sömu réttindi og aðrir íbú- ar ESB. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu- málastofnunar, sagði að 70 milljónir manna væru án vinnu á Evrópska efnahagssvæðinu. Íslensk fyrirtæki ættu því að eiga auðvelt með að fá starfsfólk af þessu svæði. Ríkisborgarar utan EES eiga orðið mjög erfitt með að fá atvinnuleyfi á Íslandi Um 350 umsóknum verið hafnað á skömmum tíma Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is  Ríkisborgarar | 10 París. AFP. | Frakkar bjuggu sig undir hið versta í gær en þá var staðfest, að komin er upp fuglaflensa á stóru kalk- únabúi í Austur-Frakklandi. Það verður þó ekki ljóst fyrr en í dag hvort um er að ræða það afbrigðið, sem er hættulegt mönnum. Dominique Bussereau, landbúnað- arráðherra Frakklands, sagði, að fuglaflensuveiran, H5, hefði fundist á búi með 12.000 kalkúnum og væri nú verið að kanna hvort um væri að ræða afbrigðið H5N1. Sagði Bussereau það áhyggjuefni, að býlið væri innan ör- yggissvæðis, sem sett hefði verið upp eftir að fyrsta villta og sýkta öndin fannst fyrir 12 dögum. Reynist hættulega afbrigðið vera á ferðinni mun það hafa miklar afleið- ingar fyrir þær varúðar- og varnar- ráðstafanir, sem þegar hafa verið ákveðnar í Frakklandi og öðrum Evr- ópusambandsríkjum, og ekki síst vegna þess, að kalkúnarnir eru alltaf hafðir inni. Láta menn sér helst detta í hug, að drit úr villtum fugli hafi með einhverjum hætti komist inn í húsin. Óttast hrun í sölu fuglakjöts Önnur alvarleg afleiðing H5N1- smits er, að sala á fuglakjöti hrynji en hún hefur nú þegar minnkað um 30%. Alifuglaræktin í Frakklandi veltir ár- lega 475 milljörðum íslenskra króna og við hana starfa 65.000 manns. Er alifuglarækt einn helsti atvinnuveg- urinn í sumum héruðum. Í þessum mánuði hefur fugla- flensuveiran fundist í 13 nýjum lönd- um og búast sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna við því, að hún eigi eftir að finnast miklu víðar. Fuglaflensa greind á frönsku alifuglabúi AP Franskir dýralæknar kryfja svan, sem fannst dauður í N-Frakklandi. Nú er óttast, að það komi ekki í veg fyrir fuglaflensusmit að hafa alifugla í húsi. Skýrist í dag hvort um er að ræða hættulega afbrigðið London. AP. | Breskir lögreglumenn, sem vinna að rannsókn mesta pen- ingaráns í Bretlandi, fundu í gær hluta ránsfengsins í hvítum sendi- bíl. Hafði hann verið skilinn eftir við hótel ekki fjarri ránsstaðnum. Lögreglan sagði aðeins, að um „verulegt fé“ hefði verið að ræða en talið er, að ræningjarnir hafi náð allt að því 50 millj. punda, 5,8 millj- örðum ísl. kr., í einni öryggis- miðstöð Securitas í bænum Ton- bridge í Kent á miðvikudag. Nú eru í haldi lögreglunnar þrjár manneskjur, karl og kona, sem voru handtekin í fyrradag, og kona, sem var handtekin í gær. Var það gert er hún reyndi að leggja fé inn á bankareikning en það var með einhverjum hætti merkt Tonbridge. Þegar ræningjarnir, sem voru dulbúnir sem lögreglumenn, létu til skarar skríða á miðvikudag, neyddu þeir framkvæmdastjóra ör- yggisþjónustunnar til að aðstoða sig og hótuðu ella að vinna konu hans og syni mein. Á sama tíma fóru tveir menn úr hópnum inn á heimili fjölskyldunnar og höfðu mæðginin í gíslingu um stund. Teikning af einum ræningjanna, í lögreglubúningi og án. Hafa fundið „verulegt fé“ Riyadh. AFP. | Stjórn- völd í Sádi-Arabíu sögðu í gær, að hrundið hefði verið árás á stærstu olíuhreinsunar- stöð í landinu. Hafði fréttin þau áhrif, að olíuverð hækkaði all- mikið. Haft er eftir heimild- um, að tveir öryggis- verðir og að minnsta kosti tveir árásarmenn hafi fallið en þeir reyndu að aka tveimur bílum hlöðnum sprengiefni að Abqaiq-olíuhreinsunarstöðinni. Eru liðsmenn al-Qaeda grunaðir um tilræðið og er þetta þá í fyrsta sinn, sem þeir leggja til atlögu við olíu- hreinsunarstöð í Sádi-Arabíu síðan þeir fóru að láta þar að sér kveða. Hefði árásin tekist, hefði hún getað helmingað útflutning Sádi-Arabíu upp undir eitt ár og þá með miklum afleiðingum fyrir olíuverðið. Hún tókst ekki en samt sem áður hækkaði verðið um 2,37 dollara og fór í 62,91 dollara fatið. Al-Qaeda eða önnur samtök hafa ekki lýst árásinni á hendur sér en Ayman al-Zawahiri, næstráðandi í al- Qaeda, hvatti liðsmenn samtakanna í haust til að ráðast á olíumannvirki. Hrundu árás á olíustöð AP Lögreglubílar við hlið olíuhreinsunarstöðvarinnar. HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra telur lækkun gengis ís- lensku krónunnar vera varanlega og kveðst vita að í framtíðinni muni krónan lækka meira, þótt það muni ekki gerast í stökkum. Þetta sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gær í Lundúnum. Í gær svaraði Halldór spurningum blaðsins Financial Times um íslensk efnahagsmál. Þar sagðist hann telja að krónan hefði verið óþarflega sterk. „Núna þegar þetta hefur gerst [veiking krónunnar] fer ákveðin spenna, þannig að ég sagði honum [fréttastjóra FT] að þetta hefði verið eitthvað sem við hefðum átt von á og því fyrr sem það gerðist því betra. Nú mun markaðurinn ná jafnvægi,“ sagði Halldór við Morgunblaðið. | 14 Varanleg gengislækk- un krónu Halldór Ásgrímsson MIKILL þrýstingur er á Vinnumálastofnun að samþykkja atvinnuleyfi frá ættingjum fólks sem starfar hér á landi og býr utan EES. Vinnumála- stofnun samþykkir umsóknir frá mökum, foreldrum og börnum, en um- sóknum frá systkinum eða fjarskyldari ættingjum er hafnað. Kærum frá fólki sem fengið hefur neitun frá Vinnumálastofnun hefur fjölgað gífur- lega að undanförnu. Á síðustu fimm mánuðum hafa ráðuneytinu hins vegar borist 55 kærur. Allt eru þetta kærur vegna fólks sem býr utan EES. Kærum fjölgar mikið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.