Morgunblaðið - 25.02.2006, Síða 10

Morgunblaðið - 25.02.2006, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Engin lognmolla á morgun  „Mér kippir kannski ekki alveg í kynið með skapstyggðina.“ Esther Talia Casey leik- og söngkona FRÁ því að reglum um atvinnuleyfi fyrir útlendinga var breytt í sept- ember á síðasta ári hefur Vinnu- málastofnun hafnað um 350 umsókn- um um atvinnuleyfi. Nær allar umsóknir eru frá fólki sem kemur frá löndum utan Evrópska efnahags- svæðisins. Allt árið 2004 var 117 um- sóknum hafnað. Vinnumálastofnun er að mestu hætt að veita fólki sem kemur frá löndum utan EES at- vinnuleyfi. Á síðasta ári fjölgaði mjög um- sóknum útlendinga um atvinnuleyfi, en gefin voru út um 6.000 leyfi á árinu öllu. Margir vinnuveitendur kvörtuðu yfir því að seint gengi að af- greiða umsóknir. Nauðsynlegt væri fyrir atvinnulífið að fá sem fyrst fólk í laus störf þegar útilokað væri að manna störfin með innlendu vinnu- afli. Dómsmálaráðherra og félags- málaráðherra ákváðu í september í haust að breyta verklagi við af- greiðslu umsókna um atvinnuleyfi frá ríkisborgurum hinna átta nýju aðildarríkja EES-samningsins. Markmiðið var að hraða afgreiðslu umsóknanna. Gissur Pétursson, for- stjóri Vinnumálastofnunar, segir að stofnunin hafi sett sér það markmið að afgreiða umsóknir á innan við 14 dögum. Ef fyrir lægi umsögn frá stéttarfélagi væri ekkert því til fyr- irstöðu að afgreiða umsókn á innan við viku. Breytt verklag við afgreiðslu um- sókna fól í sér að dregið var úr kröf- um um framlagningu skjala, þannig að ríkisborgarar þessara ríkja stóðu jafnfætis ríkisborgurum annarra EES-ríkja. Ekki er lengur óskað eft- ir staðfestingu á tryggu húsnæði, sjúkratryggingu, sakavottorði og heilbrigðisvottorði heldur einungis ráðningarsamningi, passamynd og afriti af vegabréfum/ferðaskilríkjum. Þessar breyttu reglur ná til ríkjanna sem nýlega gerðust aðilar að ESB, þ.e. Póllands, Tékklands, Ungverjalands, Slóvenínu, Slóvakíu, Eistlands, Lettlands og Litháen. Ís- land gerði á sínum tíma fyrirvara varðandi frjálst flæði vinnuafls frá þessum löndum og gildir þessi fyr- irvari til 1. maí næstkomandi. Ekki hefur verið ákveðið hvort þetta að- lögunarákvæði verður framlengt. 70 milljónir atvinnulausar á EES Í fréttatilkynningu sem stjórnvöld sendu frá sér í september er vikið sérstaklega að þessum nýju ríkjum sem gengið hafa í Evrópusambandið. „Þannig er áréttaður forgangur ríkisborgara þessara landa [nýju ríkjanna í ESB] að íslenskum vinnu- markaði umfram ríkisborgara landa utan EES-svæðisins.“ Gissur sagði að á árinu 2004, þegar ný ríki gerðust aðilar að ESB, hefði Vinnumálastofnun bent vinnuveit- endum á að þessi ríki nytu forgangs þegar kæmi að umsóknum. Segja mætti að ekki væri hægt að láta rík- isborgara frá þessum ríkjum njóta forgangs nema að hafna umsóknum frá borgurum landa sem standa utan EES. Þessari stefnu hafi verið fram- fylgt frá og með síðasta hausti þegar nýju verklagsreglurnar tóku gildi. Gissur benti á að það væru 70 milljónir manna atvinnulausar á Evr- ópska efnahagssvæðinu og það ætti ekki að þurfa að vera neitt vandamál fyrir íslenska vinnuveitendur að finna starfsfólk í þeim hópi. Það kynni þó að vera að leita þyrfti út fyr- ir svæðið til að finna mjög sérhæft starfsfólk. Eftir sem áður er mikill þrýst- ingur á Vinnumálastofnun að veita atvinnuleyfi til einstaklinga sem búa í Asíu og þeim A-Evrópuríkjum sem ekki eru í EES. Það er ekki síst fólk frá þessum löndum, sem starfað hef- ur hér um skemmri eða lengri tíma, sem þrýstir á atvinnurekendur að ráða ættingja sína í vinnu. Það eru atvinnurekendur sem leggja fram beiðnir um atvinnuleyfi en ekki ein- staklingar. Útlendingar sem hér starfa gera sér að sjálfsögðu grein fyrir að hér skortir vinnuafl og þrýsta á vinnuveitendur sem þeir þekkja að ráða landa sína í vinnu. Gissur segir að stærstur hluti þess fólks sem kemur í atvinnuleit á Ís- landi sé ófaglært starfsfólk. Fisk- vinnslan hafi lengi stuðst við erlent starfsfólk, en því hafi einnig á und- anförnum misserum fjölgað mikið í byggingariðnaði. Margir séu enn- fremur í hreingerningum og þjón- ustustörfum. Vinnumálastofnun veitti á síðasta ári stórum hópi Kínverja atvinnuleyfi vegna starfa við Kárahnjúkavirkjun. Gissur sagði að þar væri um að ræða sérstakt verkefni og þessi leyfi væru algerlega bundin því. Stofnunin myndi ekki veita starfsmönnum við Kárahnjúkavirkjun, sem koma frá ríkjum utan EES, atvinnuleyfi vegna annarra starfa hér á landi. Stofnunin hefði fengið tvær slíkar umsóknir frá starfsmönnum við Kárahnjúka, en þeim hefði báðum verið hafnað. Kærur hlaðast upp í ráðuneytinu Hægt er að kæra afgreiðslu Vinnumálastofnunar til félagsmála- ráðuneytisins. Kærum vegna þess- ara mála hefur fjölgað mikið á und- anförnum mánuðum. Frá því í september sl. hafa ráðuneytinu bor- ist 55 kærur. Til samanburðar má nefna að frá janúar 2004 til ágústloka 2005, þ.e. á 20 mánaða tímabili, bár- ust aðeins 8 kærur. Nú liggja 45 óaf- greiddar kærur í ráðuneytinu. Allar þessar kærur varða fólk sem kemur frá ríkjum utan EES og feng- ið hefur neitun. Málin eru af ýmsu tagi. Nefna má mál manna frá Serbíu sem fengu leyfi í haust til að vinna í sláturhúsi. Vinnumálastofnun taldi að um væri að ræða sérhæft starfs- fólk og gaf út tímabundið atvinnu- leyfi. Þegar það rann út fóru menn- irnir að vinna önnur störf og sóttu síðar um að fá atvinnuleyfi vegna þeirra starfa. Vinnumálastofnun hafnaði beiðninni, en mennirnir kærðu þá niðurstöðu til ráðuneyt- isins. Einnig hefur aukist að fólk hafi komið til landsins í svokallaða vist- ráðningu. Samkvæmt lögum er fólki heimilt að ráða fólk yngra en 26 ára í vistráðningu til eins árs og skiptir þá ekki máli frá hvaða landi fólkið kem- ur. Nokkuð hefur borið á því að fólki hafi verið sagt upp vistinni en um leið Fréttaskýring | Vinnumálastofnun hafnar flestum umsóknum fólks utan EES Ríkisborgarar á EES njóta forgangs Morgunblaðið/Árni Torfason Á örfáum mánuðum hafa félagsmálaráðuneytinu borist 55 kærur vegna umsókna um atvinnuleyfi sem Vinnumálastofnun hefur hafnað. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Auglýsingastofan ENNEMM hlaut fern verðlaun af þeim þrettán sem veitt voru á ÍMARK-verðlaunahá- tíðinni, en hún fór fram á skemmti- staðnum Broadway í gærkvöldi. Er þetta annað árið í röð sem ENN- EMM er sigursælasta auglýs- ingastofan á hátíðinni. Hún hlaut verðlaun fyrir bestu útvarpsauglýs- inguna, bestu auglýsingu í opnum flokki, bestu sjónvarpsauglýs- inguna og bestu auglýsingaherferð- ina, en auglýsingarnar voru allar gerðar fyrir Íslenska getspá/Lottó þar sem Lýður Oddsson, lottóvinn- ingshafi, var í aðalhlutverki. Auglýsingastofan Gott fólk og Ari Magg hlutu tvenn verðlaun í flokki veggspjalda og dagblaða- auglýsinga fyrir 1. des og Gay Pride auglýsingar Landsbankans. Auglýsingastofan Fíton hlaut einn- ig tvenn verðlaun fyrir auglýs- inguna Ekki láta útlitið blekkja þig, önnur í flokki almanna- heillaauglýsinga fyrir prentmiðla, í samvinnu við Ara Magg, og hin í flokki almannaheillaauglýsinga fyr- ir ljósvakamiðla en hún var gerð í samvinnu við Pegasus. Auglýsingastofan Hvíta húsið hlaut verðlaun fyrir vörumerki MS en það var valið besta vöru- og firmamerkið, Jónsson og Le’macks hlutu verðlaun fyrir auglýsinguna Kirkjufell fyrir 66°norður í flokki tímaritaauglýsinga, Íslenska aug- lýsingastofan í samvinnu við Base- Camp hlaut verðlaun fyrir bestu umhverfisgrafíkina fyrir Drauga- hús Tryggingamiðstöðvarinnar og Argus hlaut verðlaun fyrir besta markpóstinn, Forsmekkur að jól- um fyrir Samskip. Að lokum voru veitt verðlaun fyrir bestu auglýs- ingu allra tíma en það var Mast- ercard circles sem hlaut þá við- urkenningu. ENNEMM sigursælt á ÍMARK-hátíðinni Morgunblaðið/Árni Sæberg Fulltrúar verðlaunahafa voru ánægðir með verðlaunin á ÍMARK-hátíðinni. HEIMILAÐ verður að veita styrki vegna eldri einkahitaveitna með svipuðum hætti og vegna hita- veitna sem stofnaðar eru árið 1998 samkvæmt frumvarpi iðnaðarráð- erra til laga um breytingu á lögum um niðurgreiðslu húshitunarkostn- aðar. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefur að undanförnu nokkuð borið á því að hitaveitur sem ekki hafa einkaleyfi til starf- semi sinnar (einkahitaveitur) lendi í fjárhagsvandræðum vegna end- urnýjunar dreifikerfis. Sem dæmi um þetta megi nefna Hitaveitu í Aðaldal og Kinn. Búast megi við því að fleiri slík tilvik komi upp á næstunni því margar þessara veitna eru komnar til ára sinna. Til að koma til móts við þessar einkahitaveitur og til að fyrir- byggja að viðskiptavinirnir taki upp rafhitun og eigi þar með kröfu til niðurgreiðslu, telur ráðuneytið mikilvægt að brugðist verði við með almennum aðgerðum sem heimili styrkveitingar í slíkum til- vikum. Eðlilegast er að tengja slíka styrki því fyrirkomulagi sem er til staðar og hefur gefið góða raun á undanförnum árum varðandi nýjar hitaveitur. Í frumvarpinu er því lagt til að lögum nr. 78/2002 verði breytt á þann hátt að heimilað verði að veita styrki vegna eldri einkahitaveitna með svipuðum hætti og vegna hitaveitna sem stofnaðar eru árið 1998. Í lögunum er kveðið á um að þeir sem ekki eru tengdir einkaleyfishitaveitu eigi rétt á niðurgreiðslum. Eldri einkahitaveitur verði styrktar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.