Morgunblaðið - 25.02.2006, Page 15

Morgunblaðið - 25.02.2006, Page 15
VETRARHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK DAGSKRÁ LAUGARDAGINN 25. FEBRÚAR Dagskrána í heild sinni má finna á: www.reykjavik.is 9:00 – 17:00 Ímyndir norðursins. Alþjóðleg ráðstefna ReykjavíkurAkademíunnar. Iðnó, Vonarstræti 3. 10:00 Út í bláinn! Skokk á vegum Þjónustumiðstöðvarinnar Hæðargarði. Lagt af stað frá Félagsmiðstöðinni Hæðargarði 31. 11:00 -14:00 Nýi tónlistarskólinn býður gestum að kynnast starfsemi skólans á ýmsan hátt. Stuttir tónleikar verða á dagskrá milli 12 og 13. Léttar veitingar í boði. Nýi Tónlistarskólinn, Grensásvegi 3. 12:00 – 19:00 Skammdegissöngur í Söngskólanum. Nemendatónleikar, fjöldasöngur, íslensk alþýðulög sem tilheyra árstímanum, vikivakadansar og veitingar. Söngskólinn í Reykjavík, Snorrabraut 54. 13:00 -16:00 Íslist og ís-íþróttir – Skautafélagið Björninn sýnir hokkí og listdans á skautum. Ísstyttur, gömul skíði og skautar til sýnis og vetrarleg ljósmyndasýning. Egilshöll, Fossaleyni 1. 13:00 -16:00 Kokkakeppni Food & Fun. Matreiðslumeistarar keppa í að framreiða þriggja rétta máltíð þar sem einungis er notast við íslenskt hráefni. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús, Tryggvagötu. 14:00 Hokkíleikur í Skautahöllinni, Laugardal. 14:00 Leiðsögn um Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og Sundhöll Reykjavíkur. Leiðsögn Magnúsar Skúlasonar, forstöðumanns húsafriðunarnefndar ríkisins. Leiðsögnin hefst við Heilsuverndarstöðina, aðalinngang. 14:00-16:00 Breiðholtshátíð. Íþróttahátíð Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra. Íþróttamiðstöðin við Austurberg. 14:00 – 17:00 Tónlistarskóli FÍH – Opið hús þar sem hægt er að fylgjast með kennslustundum og flutningi nemenda skólans. FÍH, Rauðagerði 27. 15:00 KaSa í Ráðhúsinu. KaSa hópurinn flytur kammerverk eftir íslensk tónskáld, m.a. Jón Nordal, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Jórunni Viðar. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu. 15:00 Fantasía. Nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík flytja einleik og kammertónlist. Norræna húsið. 15:00 Skautasýning og skautakennsla. Skautafélag Reykjavíkur sýnir listhlaup á skautum. Eftir sýninguna aðstoðar skautafólk byrjendur á svellinu. Skautahöllin, Laugardal, Múlavegi 1. 16:00 – 18:00 Snæbjörn Brynjarsson opnar einkasýningu á verkum sínum í Gallerí Tukt. Hitt húsið, Pósthússtræti 3 – 5. 17:00 „...þarfleg ráð þiggja skyldir“. Megas flytur lög sín við Passíusálma Hallgríms Péturssonar með aðstoð barnakórs og hljóðfæraleikara. Fluttir verða 7 passíusálmar Hallgríms auk laga við nokkra veraldlega texta eftir hann, sem og tveir sálmar eftir Matthías Jochumsson. Forsala miða í 12 tónum, miðaverð er 2000 kr., 1500 fyrir námsmenn, eldri borgara og öryrkja, en ókeypis er inn fyrir 14 ára og yngri. Skólavörðustíg. Hallgrímskirkja, Skólavörðuholti. 17:30 – 22:30 Svellkaldar konur. Kvennakeppni í ístölti. Aðgangseyrir kr. 1000. Skautahöllin í Laugardal. 18:00 Hanna Christel Sigurkarlsdottir myndlistarkona opnar sýningu sína í Gallerí Dvergi, Grundarstíg 21. 19:00 Vaxtarbroddur í Hinu Húsinu. Fjöldi upprennandi hljómsveita spila og gefa áhugasömum rokkunnendum innsýn í hina ýmsu strauma og stefnur rokksenunnar í Reykjavík nútímans. Hitt húsið, Pósthússtræti 3 – 5. 20:00 Ljósamót Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Keppt er í meistaraflokki og trimmflokki karla og kvenna. Skráning keppenda fer fram í félagsheimili HFR í Nauthólsvík frá kl. 19:00-19:30. Rásmark er við félagsheimilið. 20:00-22:30 Breiðholtshátíð - Hátíðardagskrá í samkomusal Hólabrekkuskóla. Breiðholtslagið frumflutt, línudans, kórsöngur, ávörp, heiðursviðurkenningar, hagyrðingar, gamanmál og dansleikur. Hólabrekkuskóli, Suðurhólum 10. 21:00 Joik, rímur og rokk. Samíska söngkonan Marit Hætta Överli og gítarleikarinn Klemet Anders Buljo koma fram ásamt Hilmari Erni Hilmarssyni, Sigtryggi Baldurssyni, Tómasi Tómassyni, Steindóri Andersen, Guðmundi Péturssyni og Bjössa og Bjarna úr Mínus. Miðaverð kr. 1000. Miðasala í Íslensku óperunni. Íslenska óperan, Ingólfsstræti 2a.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.