Morgunblaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR ÁRBORGARSVÆÐIÐ Þorlákshöfn | Bæjarstjórn og for- svarsmenn Kaupáss boðuðu til borgarafundar um málefni smá- söluverslunar í Þorlákshöfn fyrr í vikunni. Mjög mikill áhugi var á fundarefninu enda hafði heyrst að til stæði að loka Krónuversluninni á staðnum og opna þess í stað Kjarvalsverslun. Í framsögu Ólafs Áka Ragn- arssonar bæjarstjóra kom fram að fyrir tveim árum þegar Krónu- verslun var opnuð hefði það að hluta verið að áeggjan bæjaryf- irvalda og væri þeim því málið skylt og það væri kappsmál að lág- vöruverðsverslun héldist á staðn- um. Í framsögu Sigurðar Arnar Sig- urðssonar forstjóra Kaupáss kom fram að til að Krónuverslun skilaði hagnaði í Þorlákshöfn yrði verslun að aukast allt að 20 til 30%. Hann sagði að ýmislegt hefði betur mátt fara í rekstri verslunarinnar, að- föng hefðu ekki verið í lagi og margt mætti bæta og það yrði gert. Hann sagði að tilraun yrði gerð í tvo mánuði og ef velta ykist nægjanlega yrði Krónuverslun rekin áfram á staðnum, en ef það gerðist ekki yrði opnuð Kjarvals- verslun. Miklar umræður urðu á fund- inum og hugur í heimamönnum að versla nú í heimabyggð svo fremi búðin verði löguð og ekki skorti vörur. Þorlákshafnarbúar vilja halda lágvöruverðsverslun í bænum Breytt um verslun ef velta eykst ekki Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Fjölmenni Margir sóttu borgarafund um málefni smásöluverslunar í Þor- lákshöfn og sýndu með því hversu mikill áhugi er á málefninu. Eftir Jón H. Sigurmundsson Selfoss | „Það er virkilega gaman að elda og fást við mat. Það fylgir því mikil sköpun að að búa eitthvað til og svo er gott að hugsa á meðan maður er að elda, sérstaklega þegar maður eldar heima, það fylgir því einhver sérstök ró að fást við matinn og hlusta á góða tónlist á meðan. Svo er matseldin þannig að það er alltaf hægt að prófa eitthvað nýtt. Ég reyni að halda mér í formi í eldamennskunni og hafa augun opin fyrir nýjungum, bæði fyrir heimilið og veitingastaðinn,“ segir Guðmundur Annas Árnason, matreiðslumaður og framkvæmdastjóri Þriggja bolla ehf. á Sel- fossi, sem rekur kaffihúsið og bistró-veitingastaðinn Kaffi-Krús. „Þetta er kaffihús í bistró-stíl þar sem við bjóðum upp á léttan og fjölbreyttan mat þar sem við erum alltaf með rétti dagsins sem eru mismunandi frá degi til dags. Svo vorum við að fá nýja kaffivél enda mikið lagt upp úr því að vera með gott kaffi og handleika það og bjórinn á réttan hátt svo gæðin skili sér til gest- anna,“ segir Guðmundur sem kemur frá 101 Reykjavík. Hann lærði í Perlunni og hefur unnið á ýmsum veitingastöðum. Hann vann hjá Rauða húsinu á Eyrarbakka og segir að ákvörð- unin um „Kaffi Krús“ hafi verið tekin yfir kaffibolla með rekstr- araðilum Rauða hússins enda hafi þeir allir haft sameiginlegan áhuga á að koma að skemmtilegum veitingarekstri á Selfossi. „Það má segja að ég hafi verið með þetta í maganum í þrjú ár en konan mín, Hildur Sumarliðadóttir, sem rekur hárgreiðslustofu hér í bænum, er frá Selfossi og mér fannst alveg tilvalið að koma einhverju af stað sem maður var vanur í 101 Reykjavík. Hérna var góður rekstur og nafnið var þekkt svo það gat ekki verið betra. Svo hafa verið gerðar breytingar á húsnæðinu svona til að fella það betur að því sem við erum með. Þó að þetta sé mikil vinna hefur mig alltaf langað að vera með eigin rekstur og það er ágætt að hafa gengið með þetta í nokkurn tíma.“ Þegar húsið var opnað var vakin athygli á forverum Guð- mundar í veitingarekstri í húsinu. Fyrst var það Anna Árnadóttir sem kom Kaffi Krús á fót. Síðan tók Guðbjörg Anna Árnadóttir við og rak staðinn þar til Guðmundur kom. Föðurnafnið er sam- nefnari þeirra og líka nafnið Anna. Húsið er gamalt íbúðarhús sem bar nafnið Núpur og er þekkt meðal Selfossbúa. Lifandi tónlist í sumar Guðmundur er tónlistarmaður og var í hljómsveitunum Stolið og annarri sem hét SOMA og átti einn mesta smellinn eitt árið sem hét Grandi-Vogar. „Ég syng og spila á gítar og píanó og hef mjög gaman af því að semja og vinna tónlist. Það er gott að geta nærst á tónlistinni því maður skilur hana ekki við sig þótt mikið sé að gera. Eitt af því sem maður fékk við að flytja frá miðborg Reykjavíkur er að hér fékk ég einbýlishús og bílskúr þar sem ég er með stúdíó. Svo keyptum við okkur þekkt gamalt hús hér í bænum sem Guðmundur skósmiður átti en hann var þekkt per- sóna á Selfossi. Við höfum bæði áhuga á gömlum húsum og það er nóg að gera þessa dagana við að endurnýja húsið. Svo eigum við þriggja ára son og ég á líka annan 10 ára,“ segir Guðmundur þeg- ar hann segir frá áhugamálum sínum og fjölskyldunni. Hann tekur undir það að viðskiptin lifni með hækkandi sól, jafnt og þétt, enda er mikið að gera þegar líður á vikuna. „Og í sumar eru margir möguleikar á að nýta pallinn hér fyrir utan til þess að skapa góða stemmningu í miðbænum enda er húsið vel staðsett við aðalgötuna og hér fer um fjöldi fólks, bæði íbúar á Selfossi og svo ferðamenn sem eiga leið hér um hlöðin,“ segir Guðmundur Annas Árnason, veitingamaður í Kaffi Krús. „Gott að hugsa meðan maður eldar“ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Kaffihúsaeigandi Guðmundur Annas Árnason veit- ingamaður fyrir framan stað sinn, Kaffi Krús á Selfossi. Eftir Sigurð Jónsson Hveragerði | Samningar á milli byggingafyrirtækisins Eyktar og Hveragerðisbæjar voru undirritaðir á bæjarskrifstofunum í Hveragerði fyrr í vikunni. Samningarnir hafa sem kunnugt verið umdeildir í bæj- arfélaginu en nú hefur verið gengið frá þeim. Í samningnum er stefnt að bygg- ingu 8–900 íbúða hverfis austan Varmár á næstu 12 árum þar sem ríflega 2.000 einstaklingar munu búa. Gangi uppbyggingaráformin eftir munu þau kalla á nýjan grunn- skóla og 6 deilda leikskóla í Hvera- gerði. Strax verður hafist handa við athuganir á landsvæði því sem um ræðir og í kjölfar þeirra hefst vinna við deiliskipulag, segir í fréttatil- kynningu frá Hveragerðisbæ. Gert er ráð fyrir að gatnagerð á svæðinu hefjist á næsta ári. Gengið frá samningum um sölu lands til Eyktar Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00 Öruggasti bíllinn í sínum flokki ár eftir ár og sérstaklega hannaður fyrir skandinavískar aðstæður. 2.290.000*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.