Morgunblaðið - 25.02.2006, Side 28
Daglegtlíf
febrúar
Fólk hefur gaman af því að syngja ogdansa saman og erum við að stíla inná það,“ segir Ásrún Davíðsdóttir hjá
Söngskólanum í Reykjavík, en í dag stendur
skólinn fyrir söngskemmtun í tilefni Vetrar-
hátíðar í Reykjavík.
Skemmtunin fer fram í sal Söngskólans og
nefnist Upplyfting í skammdeginu. „Fólk
hefur óskaplega gaman af því að koma sam-
an og syngja, enda er sagt að það syngi eng-
inn óhamingjusamur maður, söngurinn veit-
ir svo mikla hamingju. Yfirskriftin á
prógraminu á líka vel við því söngurinn á að
lyfta okkur upp úr skammdegisdrunganum.“
Fjöldasöngurinn fer fram fjórum sinnum
yfir daginn, kl. 13:15, 14:45, 16:15 og 17:45,
og verður stiginn vikivakadans undir söngn-
um. Á milli fjöldasöngsins eru stuttir tón-
leikar þar sem burtfararnemendur Söng-
skólans flytja ýmis tónverk.
Syngjum sólskin í bæinn
„Ásgeir Páll Ágústsson verður forsöngvari
í fjöldasöngnum og Sibylle Köll stjórnar
vikivakadansinum. Vikivaki er auðlærður
svo allir ættu að geta dansað með. Það verða
sungnir íslenskir vikivakasöngvar og fólk
þarf ekki að kunna textann sem á að syngja
því forsöngvarinn syngur en aðrir taka und-
ir viðlagið. T.d. verður sungið um þegar húm
hnígur að þorra og dansað við Ólaf Liljurós
og það vex engum í augum að taka undir við-
lagið í þeim lögum.“
Ásrún segir þau hafa verið með opið hús í
nýjum húsakynnum skólans í fyrsta sinn í
fyrra og það hafi gengið mjög vel. „Þá fund-
um við að fjöldasöngurinn laðaði virkilega
að.
Söngdagskráin yfir daginn er svolítið stíl-
uð inn á árstímann í takt við Vetrarhátíð,
m.a. eru á dagskrá þýsk og íslensk huldu-
ljóð, barnasöngvar, ástarljóðavalsar og næt-
urljóð. Á fjöldasöngsdagskránni eru þorra-
lög, söngurinn um Malakoff, Nú er vetur úr
bæ, Sæmd er hverri þjóð, Góða veislu gjöra
skal og Í kvöld þegar ysinn er úti, þar sem
þriðja erindið gæti verið einkennissöngur
dagsins; „Þó vindsvalur vetur sé úti og vor-
blíðan langt suð’r í geim, þá syngjum við sól-
skin í bæinn og sumarið til okkar heim,“ og
það ætlum við einmitt að gera hér í dag.“
Ásrún segir fólk syngja minna saman en
áður því mötunin í þjóðfélaginu sé orðin svo
mikil. „Við finnum það á krökkum sem koma
í inntökupróf að þau kunna ekki mikið af
sönglögum. Við höfum lagt dálítið upp úr því
núna að láta nemendur okkar syngja saman
gömul alþýðu- og ættjarðarlög í svokölluðum
samtímum því það hafa allir gaman af því að
syngja saman.“
Það eru allir velkomnir í Söngskólann í
Reykjavík í dag. „Við erum í göngufæri frá
miðbænum svo fólk ætti að koma við hjá
okkur á laugardagsröltinu. Dagskráin hefst
kl. 12:30 og það verður boðið upp á veitingar
í þjóðlegum stíl, þ.e. heitt súkkulaði og
kleinur. Okkur hér í Söngskólanum finnst
þetta mjög gaman enda erum við mikil sam-
kvæmisljón og vonum að það verði fullt út úr
dyrum,“ segir Ásrún að lokum og bætir við
að aðgangur og veitingar séu ókeypis.
VETRARHÁTÍÐ | Upplyfting í skammdeginu í Söngskólanum í Reykjavík
Það syngur enginn óhamingjusamur maður
Ásrún og nokkrir þeirra nemenda sem koma fram syngja hér saman og dansa vikivaka.
Nánari dagskrá söngskemmtunarinnar má
sjá á www.vetrarhatid.is.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is