Morgunblaðið - 25.02.2006, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF Í FEBRÚAR
Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur,
allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð.
Afgreiðslugjöld á flugvöllum.
Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og
minibus, 9 manna, og rútur með/án
bílstjóra.
Höfum bíla með dráttarkrók og smárútur,
allt að 14 manna. Smárútur fyrir
hjólastóla.
Sumarhús
Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum
stærðum - frá 2ja manna og upp í 30
manna hallir. Valið beint af heimasíðu
minni. - Þið takið húsið frá í 3 daga án
greiðslu og við staðfestum síðan og
sendum samning og greiðsluseðla. Einnig
má greiða með greiðslukorti.
LALANDIA
Útvegum sumarhús í Lalandia, einhverju
skemmtilegasta orlofshverfi Danmerkur.
Lágmarksleiga 2 dagar.
Húsbílar, hjólhýsi fyrir VM 2006
Höfum nokkra húsbíla fyrir VM 2006 í
Þýskalandi til afgreiðslu frá Kaupmanna-
höfn og Flensborg. Getum útvegað
hjólhýsi og bíla með dráttarkrók.
Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu;
www.fylkir.is
Fylkir.is ferðaskrifstofa
sími 456 3745
Eina ferðaskrifstofan á Vestfjörðum sem
ekki nýtur styrkja frá opinberum aðilum
Bílaleigubílar
Sumarhús í
Danmörku
Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga
Bílar frá dkr. 1.975 vikan
Riverrafting.is
Ferðaþjónustan Bakkaflöt
Skagafirði
Skólahópar!
Vinnuhópar!
Gisting - Veitingar
Fljótasiglingar - Klettaklifur
Ratleikir - Hestaleiga
Hestasýningar
Gönguferðir
Hafið samband,
við gerum tilboð
bakkaflot@islandia.is
sími 453 8245
Vorið 2006
E
ftir að hafa skrifað und-
ir yfirlýsingu um að við
værum heil á geði,
vissum að blautir
steinar gætu verið hál-
ir og að við færum ekki í mál við
skipuleggjendur hjá Arizona River
Runners ef slys yrði var mætt á
Harthrown Suites-mótelið í Las
Vegas. Leiðangursmenn voru 28 tals-
ins, allt frá þrettán ára aldri og upp í
72 ára, þar af þrír fararstjórar og fyr-
ir lá 280 mílna löng ferð frá upphafi
til enda gljúfranna,“ segir Vigfús
Pálsson, en með honum í för var eig-
inkonan Klara V. Þórhallsdóttir, son-
ur þeirra Baldvin, 21 árs, og dóttirin
Bryndís, 18 ára.
Eldsnemma að morgni var lagt
í’ann frá mótelinu og ekið í fimm tíma
til upptaka Marble Canyon og þar
hófst siglingin.
Fjarri siðmenningunni
„Allir voru svolítið órólegir í upp-
hafi því við vissum að okkar biðu
stórar flúðir, en Brian aðalfararstjóri
fullvissaði okkur um að aldrei hefði
neinn fallið útbyrðis þau 24 ár sem
hann hefði siglt um fljótið. Við kom-
um okkur fyrir í bátunum, en áður
hafði okkur verið úthlutað vatns-
heldum númeruðum pokum fyrir
fatnað og aðrar nauðsynjar. Í upphafi
var áin lygn og gljúfurveggirnir
hækkuðu og hækkuðu, en eftir því
sem á leið urðu flúðirnar stærri og
stærri. Smám saman óx kjarkurinn
og við vöndumst flúðunum furðu
fljótt þótt við værum víðs fjarri sið-
menningunni. Hvorki var til að dreifa
sjónvarpi né gsm-símum, en blaut
áttum við eftir að vera næstum allan
tímann á ánni. Hitinn, sem var 35–40
gráður yfir hádaginn, náði þó að
þurrka okkur á milli flúða. Á leiðinni
var farið á land í stuttar gönguferðir.
Afar vinsælt var að sulla í volgum
lækjum og bregða sér í sápulausa
sturtu undir fossum.
Allir hjálpuðust að við að tæma
bátana þegar komið var í næturstað.
Eldhúsi var snarað upp og WC stað-
sett. Fararstjórar undirbjuggu
kvöldverð, sem ávallt var mjög lyst-
ugur, á meðan aðrir tjölduðu og nálg-
uðust sínar dýnur og svefnpoka. Upp
úr kl. átta á kvöldin var orðið dimmt
og lögðust menn þá til hvílu því vakn-
að var um kl. 5.30 á morgnana við
rjúkandi kaffiilm og vel útilátinn
morgunverð,“ segir Vigfús.
Hellir rúmar 5.000 manns
Grand Canyon eru um fjögurra
milljóna ára gljúfur, en rista niður í
1.800 milljóna ára gömul berglög.
„Brian fræddi okkur ítarlega um
jarðsögu gljúfranna, plöntu- og dýra-
líf. Áin var frekar köld í upphafi, en
hitnar um eina gráðu á hverjar 40
mílur svo að um miðbik ferðar voru
allir farnir að sulla í gulbrúnni ánni
eins og ekkert væri.
Á öðrum degi kom hópurinn að
risastórum helli þar sem rúmast
a.m.k. fimm þúsund manns með góðu
móti. Farið var í land og skoðaðir
steingervingar af skordýrum í björg-
unum. Á þriðja degi var farið í fornar
indíánabyggðir, sem voru afar sér-
stakar að sjá og fræðast um. Gengið
var upp að hellum í 150 metra hæð
yfir gljúfurbotninum þar sem indíán-
ar höfðu geymt matvæli yfir vetr-
artímann í öruggu skjóli fyrir stór-
flóðum fljótsins. Í lok dags komum
við að Phantom Ranch, lítilli byggð
þjóðgarðsvarða í gljúfrinu. Þangað
er einnig hægt að komast á múl-
ösnum frá South Rim á einum
löngum degi.“
Dýralíf og gosmenjar
„Á fjórða degi komum við að
klettamyndunum þar sem saltútfell-
ingar koma fram rétt fyrir ofan
vatnsborð árinnar. Þarna er helgur
staður indíána og er öllum, að indíán-
unum undanskildum, meinaður að-
gangur að svæðinu.
Dýralíf er þó nokkurt, en mesta at-
hygli vöktu dádýr, sem voru fremur
gæf og greinilega vön mannaferðum.
Íkornar og eðlur eru algeng og einn-
ig sást til snáka og sporðdreka. Við
vorum vöruð við að trufla dýrin og
alls ekki að fæða þau. Fuglalíf var
ekki fjölreytt, en bláhegrar og krák-
ur sáust og dúfu sáum við einu sinni.
Alls staðar voru rauðir maurar, sem
gátu tekið upp á því að bíta svo af
hlutust óþægilegar bólgur.
Á fimmta degi komum við á svæði
þar sem voru mikil ummerki um eld-
gos. Ekki hefur gosið þarna síðustu
tvö hundruð þúsund árin, en fljótið er
búið að ryðja burtu hrauninu, sem
fyllti gljúfrin á stóru svæði. Á einum
stað sigldum við í kringum hraun-
drang, sem sagt er að sé gígtappi líkt
og tröllin í Vesturdal sunnan Ásbyrg-
is. Afar sérstakt var að sjá gamal-
kunnugt bólstraberg allt í kring, en
gosmenjarnar reyndust ný upplifun
fyrir samferðafólkið,“ segir Vigfús.
Á Íslandi þykir það ekki tiltökumál
að drekka vatn úr tærum lækjum. Í
ferðinni var þess gætt að allt neyslu-
vatn væri drykkjarhæft. Lausnin
fólst í því að á nokkrum stöðum í
gljúfrunum var að finna tiltölulega
hreint vatn, sem sett var á nokkra 20
lítra brúsa og það síðan soðið ræki-
lega.
Enginn féll útbyrðis
Á sjöunda degi var komið að einum
frægasta hluta gljúfranna, Lawa
Falls, tíu metra háum og eitt hundr-
uð metra löngum flúðum. „Nú var
gaman. Báturinn tók góðar dýfur og
við blasti vatnsveggur, sem steyptist
yfir okkur og enginn féll útbyrðis.
Á síðasta degi ferðarinnar vorum
við komin í neðsta hluta gljúfranna.
Siglt var á lygnri ánni á móti hrað-
báti, sem flytja átti okkur síðustu 40–
50 mílurnar. Þarna vorum við komin í
sömu hæð og Lake Meadow, sem er
risastórt uppistöðulón fyrir Hoover
Dam-stífluna við Las Vegas. Þegar
Hoover Dam var reist var yfirborð
Lake Meadows hækkað um 50 metra
sem hafði þau áhrif að stærstu og
hættulegustu flúðirnar fóru undir
vatn. Það leiddi til þess að gljúfrin
eru færari fyrir ferðamenn, hvort
sem þeir fara í skipulögðum ferðum
eða á eigin vegum.“
BANDARÍKIN | Gljúfrin miklu Grand Canyon eru 1.500 metra djúp
Fjölbreyttar
flúðir og
fagrir fossar
Colorado River í Grand Canyon. Vinsælt var að fara í sápulaust bað undir fossum á leiðinni.
Ferðalangarnir fræknu. Hjónin Vigfús Pálsson og Klara V. Þórhallsdóttir
ásamt syninum Baldvini og dótturinni Bryndísi.
Fjögurra manna íslensk fjölskylda fór í átta daga æv-
intýrasiglingu niður Colorado River í gljúfrunum
miklu Grand Canyon, sem er þjóðgarður í Bandaríkj-
unum. Jóhanna Ingvarsdóttir heyrði ferðasöguna.
join@mbl.is
www.raftarizona.com
Kveðjutónleikar B.B. King
Bændaferðir bjóða upp á helg-
arferð 31. mars–2. apríl á kveðju-
tónleika B.B. King sem mun koma
fram ásamt Gary Moore. Moore
mun leika fyrrihluta tónleikanna og
King seinni. Flogið verður til Lond-
on á föstudegi, gist eina nótt og hald-
ið til Birmingham daginn eftir til að
fara á tónleikana. Flogið heim á
sunnudagskvöldi. Verð á mann í tví-
býli er 59.000 kr. Miði á tónleikana
er innifalinn. Fararstjóri verður Ás-
geir Lárus Ágústsson.
Vorferð til La Manga
Vikuna 1.–8. apríl bjóða ÍT-ferðir
upp á sólarferð til La Manga á
Calida-ströndinni sem er um 100 km
suður af Alicante. Flogið er til Alic-
ante og gist á fjögurra stjörnu hót-
eli, Sol Galua. Verð á þessari ferð er
64.000 á mann miðað við tvo í her-
bergi með hálfu fæði.
www.baendaferdir.is
www.itferdir.is