Morgunblaðið - 25.02.2006, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 25.02.2006, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 31 DAGLEGT LÍF Í FEBRÚAR ÍSLENSKÆTTAÐA lágfargjalda- flugfélagið FlyMe fær frekar laka einkunn hjá ferðavef Aftenposten í prófi á nokkrum lágfargjaldaflug- félögum, eða 3 af 6 mögulegum. Sterling fékk aðeins hærri ein- kunn eða 4 af 6. Air Lingus fékk hæstu ein- kunnina, 6, en um er að ræða írskt flugfélag sem flýgur til Evrópu og Bandaríkjanna frá Dublin og Cork á Írlandi. Vueling-flugfélagið fékk næsthæstu einkunn eða 5 af 6 en félagið flýgur um Mið- og S- Evrópu. Það sem dró FlyMe niður var gömul flugvél í prufuferðinni þar sem vélin sem átti að nota var í venjubundnu viðhaldseftirliti. „Samferðamenn okkar sögðu að óréttlátt væri að dæma FlyMe út frá þessu, en við þurftum samt sem áður að dæma út frá því sem við fengum í þessu prófi,“ segja dómarar Aftenposten. Kostirnir við FlyMe eru að mati dómaranna að máltíð er ódýr um borð, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að kaffi er ókeypis, fram- boð á ódýrum flugmiðum er mikið og flugfélagið er sveigjanlegt hvað varðar breytingar á flugmiðum. Gallarnir eru að flugvélarnar eru gamlar eða 18 ára að meðaltali, að því er fram kemur á vef Aften- posten. Sterling fær jákvæða dóma fyrir gott verð og að auðvelt sé að finna ódýra miða. Gallarnir eru þeir að farþegar mega ekki taka með sér nesti um borð en máltíð kostar að meðaltali sem samsvarar 800 ís- lenskum krónum. FlyNordic-flugfélagið er í eigu Finnair sem að hluta til er í ís- lenskri eigu. FlyNordic fær 4 af 6 í einkunn og hefur mikla markaðs- hlutdeild í viðskiptaferðum til Stokkhólms þar sem verðið er yf- irleitt helmingi lægra en hjá SAS. Það telja dómararnir helsta kost FlyNordic og að oft er hægt að fá gott verð á miða, jafnvel daginn fyrir brottför. Einnig að ókeypis er að breyta flugmiðanum á net- inu. Gallarnir eru gamlar flugvélar þar sem þægindi eru minni en í nýrri vélum. EasyJet fékk 4 af 6 og helsti kostur þótti að félagið býður upp á margar flugleiðir um alla Evr- ópu og að létt er að finna ódýra miða. Gallarnir voru þeir að máltíð um borð er dýr en hún kostar sem samsvarar um 1.000 íslenskum krónum og að ýmis gjöld bætast við þegar miði er pantaður. Ryanair fær 3 af 6 mögulegum fyrir stærsta net áfangastaða af öllum lágfargjaldaflugfélögunum: 288 flugleiðir til 21 lands. Miklir möguleikar á að finna ódýra miða. Gallarnir eru dýrar máltíðir um borð og að flugvellirnir sem lent er á eru langt utan við borgirnar sem fljúga á til samkvæmt flug- miðanum. Ryanair mun einnig fljótlega byrja að rukka fyrir farangur sem þarf að skrá inn. Dómurunum þótti félagið einnig fullósveigjanlegt þegar kom að því að reyna að breyta miðanum.  FLUGFÉLÖG Lággjalda- flugfélög metin Reuters www.aerlingus.com www.vueling.com www.hlx.com www.germanwings.com www.sterlingticket.com www.norwegian.no www.flynordic.com www.easyjet.com www.flyme.com www.sasbraathens.no www.ryanair.com Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. Sími 0045 3297 5530 • Gsm 0045 2848 8905 • www.lavilla.dk Kaupmannahöfn - La Villa www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.