Morgunblaðið - 25.02.2006, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
ATÓNAL eða tónal, ævintýrið um Dimmalimm og
tríó síðan á 19. öld koma við sögu á íslenskum
kammertónleikum KaSa-hópsins í Ráðhúsinu í
dag.
Tónleikarnir hefjast kl. 15 og eru öllum opnir.
„Yfirskriftin er „Íslensk kammertónlist í sögu-
legu samhengi,“ þar sem okkur langaði til að vera
með aðgengilegt yfirlit yfir verk, samin fyrir
klassísk hljóðfæri í kammerútsetningum eftir sum
af þessum helstu íslensku tónskáldum,“ segir
Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari í samtali
við Morgunblaðið, en auk hennar koma fram á
tónleikunum þau Áshildur Haraldsdóttir flautu-
leikari, Sigurður Bjarki Gunnarsson og Sigurgeir
Agnarsson sellóleikarar, Elfa Rún Kristinsdóttir
fiðluleikari og Helga Þórarinsdóttir lágfiðluleik-
ari.
Að sögn Nínu Margrétar verða tónleikarnir lif-
andi, þar sem hljóðfæraleikararnir munu leggja
sig fram um að útskýra það sem flutt er í orðum
og með tóndæmum. „Þetta er hugsað sem mjög
aðgengilegt fyrir alla,“ segir hún og bætir við að
tónleikarnir verði án hlés og taki um klukkustund.
Fólki sé þó frjálst að lauma sér hljóðlega inn og út
eftir hentugleikum.
Leikið úti í þjóðfélaginu
Tónleikarnir hefjast á Rímnadönsum sem upp-
haflega eru eftir Jón Leifs og byggðir á íslenskum
þjóðlagaarfi, en útsetningin sem KaSa-hópurinn
flytur í dag er eftir Atla Heimi Sveinsson og er í
formi píanókvintetts. „Þetta er mjög skemmtileg
sýn á arfinn, sem þarna er brugðið upp. Í beinu
framhaldi leikum við annað verk eftir Atla sem er
úr ævintýrinu Dimmalimm og segjum aðeins frá
því,“ segir Nína Margrét. Þá verður leikin fiðlu-
sónata eftir Jón Nordal, sem er áttræður um
þessar mundir, en hún var samin um miðja síð-
ustu öld og fylgir því þeim tónlistarstíl, að sögn
Nínu Margrétar. „Síðan förum við aðeins út í nú-
tímatónlist – eða það sem þótti nútímatónlist á
þeim tíma, árið 1975. Um er að ræða tríó eftir Leif
Þórarinsson, fyrir flautu, selló og píanó. Það er
eitt af hans fyrstu verkum þar sem hann leyfði sér
aftur að fara út í tónal-hluti, en þangað til hafði
hann verið eingöngu í atónal-verkum.“
Og munið þið þá útskýra hvað tónal og atónal er
á þessum tónleikum? „Já, við reynum að veita inn-
sýn í það,“ svarar Nína Margrét.
Tónleikunum lýkur svo á elsta verkinu á efnis-
skránni, tríói í e-moll eftir Sveinbjörn Sveins-
björnsson sem á rætur að rekja aftur til 19. aldar.
„Það er í raun orðið klassískt, og má segja að við
endum þarna á frumkvöðlinum,“ segir Nína Mar-
grét, sem mun lesa brot úr dagbókarfærslu
norska tónskáldsins Johans Svendsens, sem hitti
Sveinbjörn hér á landi árið 1866. „Sveinbjörn var
þá bara 19 ára og langaði í framhaldsnám í tónlist,
en hafði ekki efni á því. Það er dálítið gaman að
hafa þessa tilvitnun með úr því hún er til, því hún
varpar ljósi á hvað þetta var í raun erfitt fyrir
Sveinbjörn.“
Nína Margrét segir tónlistarmennina á tónleik-
unum vonast til að sem breiðastur áheyrendahóp-
ur láti sjá sig þar, allt frá smábörnum til eldra
fólks. „Við hlökkum virkilega til. Það er lang-
skemmtilegast að vera með tónleika svona úti í
þjóðfélaginu og við stefnum á að gera sem mest af
því.“
Tónlist | KaSa-hópurinn með íslenska kammertónleika í Ráðhúsinu á Vetrarhátíð
Frá Sveinbirni til Atla Heimis
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
Nína Margrét Grímsdóttir
Tónleikar KaSa-hópsins hefjast í Ráðhúsinu
í dag kl. 15.
ÉG fór á fyrri tónleikana og þegar
ég gekk inn í Háskólabíó var and-
rúmsloftið talsvert öðruvísi en á
hefðbundnum Sinfóníutónleikum.
Það var hálfgert mistur í salnum og
á stóru tjaldi fyrir ofan hljómsveit-
ina var mynd af geimnum. Áheyr-
endur virtust ekki vera alveg eins
prúðbúnir og venjulega, en þeir voru
þó á öllum aldri, enda rokksöng-
leikur Waynes svo gott sem orðinn
sígildur. Ég gat ekki betur séð en að
í salnum væru nokkrar fínar frúr.
Söngleikurinn kom út á plötu árið
1978 og er enn að seljast. Ég heyrði
hann fyrst þegar ég var unglingur,
og þótti mér viskírödd sögumanns-
ins Richards Burtons í algerum sér-
flokki. Á undan tónleikunum á
fimmtudagskvöldið velti ég því fyrir
mér hvort Jóhann Sigurðsson leikari
næði sömu hæðum og hann.
Já, eiginlega má segja það. Rödd
Jóhanns er ekki eins lifuð, en hún er
silkimjúk og falleg; það var gott að
hlusta á hana. Jóhann las skýrt, en
samt á þægilega afslappaðan máta,
og hann lék líka með viðeigandi til-
burðum.
Talsvert síðri var leikur þeirra
Jóns Jóseps Snæbjörnssonar og
Matthíasar Matthíassonar, en þeir
voru einsöngvarar kvöldsins ásamt
Margréti Eiri og Friðriki Ómari
Hjörleifssyni. Þeir sungu vissulega
ágætlega, en þegar þeir þurftu að
tala sem persónur í sögunni voru
þeir eins og plötusnúðar á lélegri út-
varpsstöð. Var það verulega yfir-
borðskennt. Sem betur fer heyrði
maður þá oftar syngja en leika.
Þau Margrét og Friðrik voru
minna áberandi, en þau sungu bæði
skemmtilega. Hins vegar dilluðu þau
sér óþarflega mikið í takt við tónlist-
ina á tímabili, þótt þau væru með
lokaðan munninn. Var það fremur
truflandi og dró athyglina frá sög-
unni.
Hljómsveitin spilaði vel undir
stjórn Bernharðs Wilkinsonar og
hrynsveit með Guðmund Pétursson
gítarleikara innanborðs var auð-
heyrilega með allt sitt á hreinu.
Að mínu mati var stjarna kvölds-
ins samt hvorug sveitin, heldur
hljóðmaðurinn Gunnar Smári
Helgason, sem sat við risastórt
stjórnborð og spilaði á það eins og
fimasti píanóleikari. Ekki er sjálf-
sagt mál að blanda saman hljóðum
úr svo ólíkum áttum þannig að við-
unandi heildarsvipur náist, en Gunn-
ar Smári gerði það af öryggi og
smekkvísi og var frammistaða hans
eins nálægt fullkomnun og hægt er
að óska sér. Aðeins mátti finna að
upphafinu, þar sem strengirnir voru
helst til lágværir, og einnig undir
lokin þegar rödd Jóhanns var kaf-
færð stutta stund í látunum; annað
var hins vegar frábært.
Ég verð líka að nefna þýðingu
Gísla Rúnars Jónssonar, en hún var
sérlega vönduð. Að hans skyldi ekki
getið í tónleikaskránni voru klaufa-
leg mistök, svo ekki sé meira sagt.
Að einhverju leyti bætti ljósasýn-
ingin, og einnig myndirnar á skján-
um fyrir ofan hljómsveitina (þær
sömu og fylgdu upphaflegu plöt-
unni), fyrir annmarkana á frammi-
stöðu söngvaranna. Ljósgeislar á
hreyfingu og myndir af ófreskjunum
frá Mars sköpuðu magnað andrúms-
loft og var útkoman merkilega heild-
stæð og sannfærandi. Enda virtust
áheyrendur skemmta sér konung-
lega og fögnuðu ákaft í lokin.
Rokkað á Sinfóníutónleikum
TÓNLIST
Háskólabíó
Jeff Wayne: Innrásin frá Mars. Einsöngv-
arar: Jón Jósep Snæbjörnsson, Matthías
Matthíasson, Margrét Eir og Friðrik Óm-
ar Hjörleifsson. Hljómsveitarstjóri: Bern-
harður Wilkinson. Leikstjóri: Sigurður
Sigurjónsson. Fimmtudagur: 23. febrúar.
Það var rokkað feitt á Sinfóníutónleikum
á fimmtudagskvöldið. Og ekki bara einu
sinni heldur tvisvar. Á dagskránni var
ofurvinsæll rokksöngleikur eftir Jeff
Wayne, Innrásin frá Mars, en hann bygg-
ist á skáldsögu H.G. Wells. Voru tónleik-
arnir endurteknir síðar um kvöldið vegna
gríðarlegrar eftirspurnar.
Sinfóníutónleikar
Jónas Sen
SÆNSKA skáldið Göran Sonnevi
hlýtur bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs í ár fyrir ljóðasafnið
Oceanen.
Í umsögn dóm-
nefndar segir:
„Oceanen, eða
Úthafið, er haf-
sjór af orðum
sem hægt er að
sökkva sér í eða
láta umlykja sig.
Verkið spannar
heila mannsævi
og ljóðheimur
þess er í senn lif-
andi, leitandi og í
sífelldri mótun. Ljóð Sonnevis eiga
brýnt erindi og skáldið tekst jafnt á
við pólitísk og samfélagsleg efni sem
og persónulegar spurningar um sekt
og ábyrgð.“
Verðlaunin, um þrjár og hálf
milljón króna, verða afhent á þingi
Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn
í haust.
Þetta var í sjötta sinn sem Svíar
tilnefndu Sonnevi til verðlaunanna
en íslensku skáldin sem tilnefnd
voru voru Kristín Marja Baldurs-
dóttir og Auður Jónsdóttir.
Sonnevi fær
bókmennta-
verðlaunin
Lesbók | 11
Göran Sonnevi,
bókmenntaverð-
launahafi Norður-
landaráðs í ár.
SÝNING Sigríðar Ólafsdóttur „Málaðar myndir
af fólki í Suðsuðvestri“ er beint framhald af verk-
um hennar sem hún hefur sýnt áður, m.a. í Artó-
teki og í ASÍ fyrir skömmu. Sigríður málar hóp-
portretta af fólki úr hennar nánasta umhverfi, til
að mynda afgreiðslufólkinu í hverfisbúðinni, fjöl-
skyldunni eða öðru fólki sem hún hefur samskipti
við. Stílbrögð hennar eru þau að brjóta myndina
upp í einfaldar grafískar einingar, ekki ósvipað og
Andy Warhol gerði á sínum tíma við súpudósina
og frægar persónur á borð við Marilyn Monroe.
Þar tengist popplistin naumhyggjunni á þann hátt
að hún klippir eða þröngvar kunnuglegum hlutum
og táknmyndum í sitt einfaldasta en samstundis
þekkjanlegt form.
Hluti af þessu ferli getur þjónað því markmiði
að gera hið persónulega ópersónulegt og almennt.
Það virðist vera ætlunin hjá Sigríði sem lætur
ekki staðar numið við hópmyndirnar heldur klipp-
ir líka út úr þeim einstök andlit og einfaldar þau
enn meira. Útklipptur stensill af andlitsformi,
sem er á mörkunum að vera þekkjanlegt sem
mannleg ásjóna, er síðan notaður til að fjölda-
framleiða myndir. Áhorfandanum býðst einmitt á
sýningunni að taka þátt í slíku ferli og gera sjálfur
verk eftir slíku skapalóni. Þetta er ekki ósvipað og
hugmyndin um að mála eftir númerum og sem
slíkt ekki áhugaverðasti þátturinn í sýningunni.
Hins vegar vísar þessi þáttur til verka sem Sigríð-
ur var með á samsýningu í ASÍ þar sem hún skar
tilfallandi andlitsform út í þykkara efni, eins kon-
ar tvívíða þrívídd sem skírskotaði til hönnunar.
Þar varð afhelgunin á fyrirmyndinni áberandi
bæði vegna fjölföldunarinnar og efnistakanna.
Verkin bera sterkan keim af tölvugrafík samtím-
ans og auglýsinga og iðnaðarferli neyslusam-
félagsins þar sem hin ópersónulega flatneskja
reynir ávallt að höfða til hins persónulega í heild-
inni.
Sem slík eru verkin í samræðu við okkar nán-
asta umhverfi en ná þó ekki að varpa neinu nýju
ljósi á umræðuna, heldur virka sem endurtekning
á viðtekinni orðræðu. Sem hannaðir nytjahlutir
eða málverk á vegg eru þau samt fullgild, og bera
einnig í sér möguleika á óendanlegum vangavelt-
um um sjónrænan veruleika og fagurfræði kerf-
ishugsunar.
Sýningin kemur vel út í sýningarrými Suðsuð-
vesturs sem hefur sannað sig á undanförnum
mánuðum sem einn af framsæknustu sýningar-
sölum landsins. Óhætt er að óska aðstandendum
salarins, þeim Ingu Þórey Jóhannesdóttur og
Thelmu Björk Jóhannesdóttur ásamt Reykjanes-
bæ, til hamingju með þessa áhugaverðu viðbót við
menningarlíf Suðurnesja.
Myndlist á mörkum framleiðslu
MYNDLIST
Suðsuðvestur, Reykjanesbæ
Sýningin stendur til 26. febrúar
Opið fimmtudaga til föstudaga kl. 16–18
Sigríður Ólafsdóttir
„Stílbrögð hennar eru þau að brjóta myndina
upp í einfaldar grafískar einingar, ekki ósvipað
og Andy Warhol gerði á sínum tíma …“
Þóra Þórisdóttir
MAGDALENA Margrét Kjartans-
dóttir opnaði í gær sýningu sína í
Grafíksafni Íslands, sal Íslenskrar
grafíkur. Sýninguna nefnir Magda-
lena „Konur í 20 ár“ og kennir þar
alls frá gribbum og griðkonum til
meyja og mamma. Magdalana er
listamaður ársins 2006 hjá Grafík-
félagi Íslands, en á sýningunni gefur
að líta hvít, stór grafíkverk sem sér-
staklega voru unnin fyrir rýmið í til-
efni af Vetrarhátíð í Reykjavík.
Sýningin stendur mjög stutt,
aðeins til 5. mars, og er sýningarsal-
urinn opinn föstudaga, laguardaga
og sunnudaga, kl. 14 til 18 báðar
sýningarhelgarnar.
Salur Íslenskrar grafíkur er til
húsa að Tryggvagötu 17.
Sýningu sína í Grafíksafni Íslands
nefnir Magdalena „Konur í 20 ár“.
Myndlist | Sýning
í Grafíksafninu
Prinsessur,
píur, pútur