Morgunblaðið - 25.02.2006, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 35
Málefni íslenskra tónlistar-skóla krefjast vissulegaallrar athygli eins oggrein Sigurðar Flosason-
ar bar með sér í Morg-
unblaðinu í fyrri viku.
Gagnrýni hans er þó því
miður ómarkviss og
beinist í mikilvægum at-
riðum ranglega að
Reykjavíkurborg fyrir
mál sem hún ber enga
sök á. Borgin hefur haft
forgöngu um það þarfa
mál að kalla eftir nýjum
lögum um tónlistarnám,
að ríkið axli ábyrgð á
framhaldsnámi í þessari
grein eins og öðrum og
allt landið verði eitt
skólahverfi fyrir tónlist-
arnema. Þá höfum við
tekið undir áhyggjur
þeirra sem benda á að
engir nýir tónlistarkenn-
arar virðast útskrifast
þessi misserin.
Reykjavík vill
úrbætur
Það gleður mig að lesa
að Sigurður Flosason
hefur skilning á óskum
Reykjavíkur um kostn-
aðarskiptingu við ríkið
vegna nemenda á fram-
haldsskólaaldri. Ég hef
skynjað að tónlist-
arnemar, forsvarsmenn
tónlistarskóla og nánast allir sem til
þekkja telja nauðsynlegt að fá botn í
það mál, en ríkið dregur lappirnar ár-
um saman. Tónlistarlífið í landinu á
mikið undir því að niðurstaða fáist og
sakna ég þess að Sigurður sækir ekki
fram með mér um þá kröfu. Við vitum
öll að fámenn og veikburða sveit-
arfélög geta engan veginn staðið und-
ir dýru tónlistarnámi á framhalds-
stigi. Sömuleiðis tel ég að Sigurður
hljóti að skilja að Reykjavíkurborg
getur ekki með nokkru móti greitt
fyrir framhaldsnám allra landsmanna
meðan önnur sveitarfélög eru stikkfrí.
Með því að hætta að greiða með utan-
bæjarfólki gátum við fjölgað reyk-
vískum nemendum um 360. Hins veg-
ar ætti Sigurður að vita að Reykja-
víkurborg hefur ekki látið deilur við
ríkið bitna á nemendum sínum og
dugar ekki að kenna henni um það
sem önnur sveitarfélög aðhafast.
Án þess að bitni á nemum
Sveitarfélögin hafa sameinast um
þá kröfu á hendur ríkinu að það taki
ábyrgð á framhaldsnámi í tónlist. Ég
tók þátt í viðræðum um það mál
2003/4. Málið er enn óleyst. Borgin
ákvað að þar sem ekki hefur verið
gengið frá samkomulagi við ríkið um
kostnaðarskiptingu vegna nemenda í
framhaldsskólum muni Reykjavík-
urborg greiða með þessum nem-
endum að fullu. Fjöldi annarra sveit-
arfélaga ákvað að gera það ekki og því
greiða þau mun minna með sínum
nemendum, sem eiga á hættu að fara
frá námi. Reykjavík vill leysa úr
árekstrarmálum við ríkið án þess að
það bitni á nemendum.
Sigurður Flosason ætti því að beina
gagnrýni sinni að þeim sem ekki
standa sig að hans mati.
„Átthagafjötrar“
Það er ekki rétt að til þess að fá
stuðning í tónlistarskóla þurfi nem-
endur að eiga lögheimili í Reykjavík.
Hins vegar greiðir borgin aðeins með
nemendum með lögheimili í Reykja-
vík, en önnur sveitarfélög með sínum
nemendum eftir þeim reglum sem
þau setja sjálf samkvæmt hefðbund-
inni verkaskiptingu.
Aldursreglur, hvers vegna?
Ákvæði um aldurshámark hefur
blandast inn í umræðuna um reglur
sveitarfélaga um tónlistarkennslu.
Rétt er að geta þess að Reykjavík-
urborg hefur rýmstu reglurnar:
Greiðir með nemendum upp að 25 ára
aldri í hljóðfæranámi og 27 ára í söng-
námi á meðan nágrannasveitarfélög
greiða með nemendum til 25 ára ald-
urs hvort sem er í hljóðfæra- eða söng-
námi. Þeir nemendur sem eru yfir ald-
ursmörkum og voru í námi þegar
reglur Reykjavíkurborgar tóku gildi í
maí sl. fá að halda áfram námi til
hausts 2007. Þegar regl-
urnar voru kynntar var
sérstaklega tekið fram
að þær væru aðeins
tímabundnar í þeirri
von að ný lög um tónlist-
arskóla kæmu fram sem
fyrst. Með því að setja
aldurshámark er borgin
ekki að fækka nem-
endum sem eiga kost á
að stunda tónlistar-
skólanám, heldur að for-
gangsraða fjármunum
og gefa fleira ungu fólki
tækifæri til að læra í
tónlistarskólum. Þessi
regla sparar því enga
peninga. Hún kann að
hvetja nemendur til
hraðari námsframvindu
þegar vitað er að námið
verði mun dýrara fyrir
einstaklinginn eftir að
ákveðnum aldri er náð.
Ljóst er að allflestir þeir
sem hefja tónlistar-
skólanám á unga aldri
eiga að hafa möguleika
á að ljúka framhalds-
námi í tónlist á þessum
tíma. Menntaráð borg-
arinnar getur veitt und-
anþágu frá þessum ald-
ursmörkum vegna einstakra nemenda
að undangengnu áliti fagnefndar.
Þessi regla er sérstaklega sett til að
atgervisfólk þurfi ekki að hrekjast frá.
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu
voru hins vegar alveg samstiga í því að
setja þessar reglur til að forgangsraða
í þágu ungs fólks, og greina á milli
þess sem kalla má ,,alvörunám“ í tón-
list og hins vegar tómstundanáms full-
orðinna. Borgin hefur því farið mjög
vægilega í sakirnar og lýst sig reiðu-
búna til endurskoðunar um leið og
ljóst er innan hvaða lagaramma við
störfum í framtíðinni. Sjálfur er ég
þeirrar skoðunar að þessi regla sé að-
eins tímabundin og þurfi að afnema
sem fyrst þegar lagarammi um fram-
halds- og æðra nám verður til.
Of margir skólar
Heildarframlög Reykjavíkurborgar
vegna kennslu 3.000 einstaklinga í tón-
listarskólum er nær 700 mkr. Sé skóla-
hljómsveitum bætt við fjölgar nemum
um u.þ.b. 400 og heildarfjárhæðin fer í
nær 800 mkr. Ég tek heilshugar undir
áhyggjur Sigurðar Flosasonar af því
að tónlistarskólarnir séu of margir og
óhagkvæmar rekstrareiningar. Við
þessu reyndum við að bregðast með
því að setja kröfur um stighækkandi
lágmarksfjölda nemenda, til að hvetja
til samruna og hagræðingar. Skólarnir
eru mjög ólíkir innbyrðis og talsmenn
þeirra færa fram mjög mismunandi
rök, sem torveldar borginni að ná sátt
um lausnir í þessu efni; hefur það verið
reynt ítrekað. Sigurði hlýtur að vera
kunnugt um álit samkeppnisráðs um
þetta mál og deilur tónlistarskólanna
um skiptingu fjármuna sem hafa sett
borgina í mjög þrönga stöðu – þar er
hann sjálfur hlutaðeigandi.
Tvö meginmarkmið
Í þennan málaflokk eins og aðra er
takmarkað fjármagn sem kemur af
skattpeningum íbúa. Markmið eru tvö:
að gefa sem flestum á skólaaldri tæki-
færi á að stunda tónlistarnám, og gefa
þeim sem hafa sérstaka köllun til að
helga sig tónlist tækifæri til þess.
Þetta eru ólík markmið, en ekki ósam-
rýmanleg og munu saman stuðla að
fjölbreyttu og auðugu tónlistarlífi. Það
fyrra göfgar að mennt og elur upp
góða tónlistarunnendur sem m.a.
hlýða á þá sem helga sig listinni. Ég tel
að við Sigurður Flosason getum auð-
veldlega náð saman um markmiðin, en
verðum báðir að viðurkenna að ágrein-
ingur er um leiðirnar. Sá ágreiningur
snýst ekki um einn borgarfulltrúa, því
þá væri málið auðleyst.
Tónlistarskólarnir
í borginni
Eftir Stefán Jón Hafstein
Stefán Jón Hafstein
’Markmið erutvö: að gefa sem
flestum á skóla-
aldri tækifæri á
að stunda tónlist-
arnám, og gefa
þeim sem hafa
sérstaka köllun
til að helga sig
tónlist tækifæri
til þess.‘
Höfundur er formaður menntaráðs.
a. Í fjöl-
ar Nor-
grein
ar eru
aðstoð-
órn-
n er
um at-
latriði
stöðu
gið
, sem
ins, í
r-
allandi
sins
ærðu
gur hf.
króna
a (sbr.
ráttar
ækjum
m af út-
kstur
im all-
arða
á Ís-
u. Við
oregi
ir
slögum
- og
eiðslur
ði ein-
r at-
ærunni.
rætt
fði átt
rtæk-
staðið
brotið
ælt hefði
hvernig
verið
f því
ið að
hf., það
gi hf.
ki um
gar,
ærðar
tjór-
að reka
uta-
tr-
illiti til
hluthafa, yfirvalda og annarra sem
eiga hagsmuna að gæta í tekju- og
eignafyrirkomulagi fyrirtækis og
stjórnar.
Hvað refsinæmi varðar skiptir
ekki máli hver gaf skipanir og ann-
aðist þær greiðslur sem fyrirtækið
stóð straum af að ástæðulausu. Að-
alatriðið er hvort hinir ákærðu
stjórnendur gerðu sér grein fyrir
því hvað gerðist og hvort þeir sam-
þykktu það – með beinum eða
óbeinum afskiptum. Það skiptir
heldur ekki máli hver hagnaðist á
brotinu, þeir sjálfir eða einhverjir
aðrir. Aðalatriðið er að það er órétt-
lætanlegt að láta fyrirtækið standa
straum af kostnaðinum. Það skiptir
minna máli hver hagnast. Í þessu
máli er einn forstjóra Baugs hf.
meðeigandi í skemmtibátnum og
þar af leiðandi leikur enginn vafi á
því hver hagnaðist og hver sá hagn-
aður var. Það hefur hins vegar áhrif
á ákvörðun refsingar hverjum var
ívilnað. Það er aðeins tæknilegt at-
riði hvort líta eigi á gjörðina sem
fjárdrátt eða umboðssvik. Refs-
ingin er hin sama.
Í öðru dæmi tóku stjórnendur
ólögleg lán í Baugi hf. að upphæð
100 milljónir króna til þess að
kaupa hluti í fyrirtækinu með að-
stoð eins af einkafjárfesting-
arfélögum sínum (sbr. ákærulið IV
10).
Forstjórar fyrirtækisins færðu
því einnig til tekna tvo tilhæfulausa
reikninga, samanlagt um 108 millj-
ónir króna, til þess að oftelja tekjur
Baugs hf. Bókhaldið sýndi með því
mun betri útkomu og hagnað en
raunverulegur rekstrarreikningur
fyrirtækisins gaf til kynna. Þetta er
einföld og sígild aðferð til þess að
fegra bókhaldslega stöðu (sbr.
ákærulið VI 29).
Athugasemdir Hæstaréttar
byggjast á því að ákæran lýsi því
ekki hvernig sakborningar fóru að
þessu í sameiningu, hvernig mögu-
legu samstarfi var háttað og í
hverju (möguleg) mótfærsla fólst,
og hvernig hægt væri að tekjufæra
reikninga í fyrirtækinu (29. liður).
Það sem er afgerandi fyrir mat
um refsinæmi (í 29. lið) er hvort
bókhald Baugs hf. hafi með röngu
verið ofreiknað um alls 108 millj-
ónir króna með tveimur til-
hæfulausum reikningum og hvort
hinir ákærðu hafi vitað af þessu.
Ekki er algengt að tekið sé með í
ákæru hvernig tæknilega var farið
að og að tilgreint sé í smáatriðum
hver gerði hvað. Það fellur undir
sönnunarfærsluna.
Það þarf oft að leggja fram mjög
víðtækar og ítarlegar keðjur sann-
ana svo hægt sé að sýna fram á
tæknilega framkvæmd háþróaðra
efnahagsbrota og hver gerði hvað í
raun. Peningar eru fluttir með
margþættum færslum á milli fyr-
irtækja og banka, bæði heima og
erlendis, þeir eru sendir í hringi,
upphæðum er skipt, þær samein-
aðar að nýju og svo aftur deilt upp.
Margir geta átt hlutdeild að því
ferli. Þessum þáttum er aldrei lýst í
sjálfri ákærunni, þær lýsingar eiga
heima í sönnunarfærslunni. Í ákær-
unni eiga eingöngu að koma fram
helstu þættir kærumálsins og þar á
aðeins að lýsa helstu þáttum verkn-
aðarins, tímasetningu hans, stað og
einkennum.
Ég geri þær athugasemdir við
dóm Hæstaréttar að hann kallar á
alveg nýja og aukna umfjöllun um
lýsingar á atvikum þar sem fjalla
þarf nánar um hvernig staðið var
að verki, smáatriði sem einna helst
gegna því hlutverki að vera til nán-
ari skýringar, en þó án þess að
dómstóllinn skilgreini hvar þær
nánari skýringar eiga að hefjast
eða enda. Það er mjög óljóst hvert
markmiðið með kröfum um nánari
skýringar eiginlega er. Hættan er
sú að þetta gefi kost á miklum
óþarfa rökræðum og réttar-
farslegum mótmælum um hve
langt skuli ganga í skýringum í
ákærum. Hingað til hefur það verið
óþarfi því þetta hefur ekki valdið
neinum vandræðum. Óskýrar kröf-
ur um nánari skýringar hafa ekkert
annað í för með sér en aukinn
kostnað og tímasóun.
Við höfum um áratuga skeið lagt
fram ákærur í stórum efnahags-
brotamálum. Ákærurnar eru að
sjálfsögðu rökræddar og ekki tekst
alltaf jafnvel til með þær. Lýsing á
háttsemi er þó aðalatriðið. Dóm-
stóllinn velur sjálfur þá lýsingu sem
honum finnst hæfa verknaðinum.
Ég hef aldrei kynnst því að
ákærðu og verjendur þeirra átti sig
ekki á gegn hverju þeir eiga að
verjast, jafnvel þótt nánari skýr-
ingar í þeim ákærum, sem notast er
við annars staðar á Norðurlöndum,
séu ekki frábrugðnar þeim sem fyr-
ir liggja í Baugsmálinu. Í ákærunni
koma eingöngu fram helstu þættir
hennar og sá einn er tilgangurinn.
Miklu mikilvægara er að leggja
fram sönnunargögnin og hlusta á
skýringar vitna.
3. „Réttlát málsmeðferð – The
fair balance“ – Að vega og
meta hvaða tillit á að taka til
brotaþola og geranda
Það er orðið bæði tímafrekt og
dýrt að fjalla um efnahagsbrot fyrir
dómstólum. Fyrir því eru takmörk
hve umfangsmikið málið getur orð-
ið áður en tíminn setur meðferð
þess sín mörk. Þetta á einkum við
um stór efnahagsbrotamál þar sem
atburðarásin er úthugsuð, víðtæk
og flókin. Við verðum að halda okk-
ur af einurð við það sem skiptir
máli fyrir ákærða en forðast óskýr-
ar réttarfarslegar reglur sem or-
saka deilur. Þetta gerum við af til-
litsemi við brotaþola sem eiga rétt á
því að úr málinu sé skorið.
Hér þarf að vega og meta kröfur
réttarríkisins og mannréttindi. Þeir
sem ákærðir eru eiga rétt á rétt-
látri málsmeðferð (neikvæðar
skyldur ríkisins) en brotaþolar eiga
einnig rétt á þeirri vernd sem felst í
því að upplýst sé um refsivert at-
hæfi og hinir brotlegu sóttir til saka
fyrir það (jákvæðar skyldur rík-
isins). Mannréttindadómstóllinn
hefur lýst þessu mati á eftirfarandi
hátt: „ The boundary between the
State’s positive and negative
obligations … does not lend itself to
precise definition. The applicable
principles are, nonetheless, similar.
In both contexts regard must be
had to the fair balance that has to
be struck between the competing
interests of the individual and of
the community as a whole …“ Sjá
von Hannover gegn Þýskalandi
(dómur frá 24. júní 2004, 57. grein).
Samkvæmt dómahefðum Mann-
réttindadómstólsins verða ríkin að
búa við fullnægjandi löggjöf af til-
litssemi við fórnarlömbin, málin
þarf að rannsaka og rannsóknin
verður að vera nægilega skilvirk.
Mannréttindadómstóllinn hefur á
síðari árum að ýmsu leyti gengið
býsna langt í kröfum sínum um
lagavernd brotaþola og gerðar eru
mjög ítarlegar kröfur um að rann-
sókn mála sé skilvirk og markviss
til þess að uppfylla kröfur hans um
skilvirkni. Kröfur um nákvæmni í
ákæru hafa einnig verið metnar og
þær eru hvergi nærri jafnítarlegar
og Hæstiréttur Íslands miðar nú
við. Aðalatriðið er að hinir ákærðu
viti um hvað ákæran snýst. Nánari
skýringar koma fram í sönn-
unarfærslunni.
Það líður eflaust ekki á löngu uns
stórir hópar brotaþola bindast sam-
tökum um að kæra ríki sín fyrir
Mannréttindadómstólnum fyrir
brotalamir í löggjöf, rannsókn
sakamála eða dómaframkvæmd frá
sjónarhóli brotaþola séð. Grund-
vallarviðmiðunin liggur þegar fyrir
í skilyrðinu um „réttláta máls-
meðferð – The fair balance“.
Meta þarf allar reglur um réttar-
farslega meðferð, jafnt á grundvelli
krafna um sanngjarna máls-
meðferð ákærðu sem og um vernd
brotaþola. Þessi krafa er einkum
mikil þegar um er að ræða um-
fangsmikil efnahagsbrotamál. Þess
vegna er nauðsynlegt að hafa góðar
reglur sem hægt er að vinna eftir.
arfshætti réttarríkisins
ga-
æsta-
ar á
a um-
r á at-
la
rnig
…‘
Höfundur hefur verið saksóknari
efnahagsbrotadeildar lögreglu í
Noregi (Økokrim – The National
Authority for Investigation and
Prosecution of Economic and
Environmental Crime) síðan
1989. Hann hefur bæði ritstýrt og
samið bækur og fjölda greina um
efnahagsbrotamál og skrifað
kjallaragreinar í ýmis dagblöð.
Hann hefur starfað sem kennari
og prófdómari við Háskólann í
Ósló og aðrar menntastofnanir á
háskólastigi.
TENGLAR
............................................
Greinina má lesa a norsku á
www.mbl.is/greinar
auknar líkur á því að þetta smitefni
geti borist til Íslands, því það er
greinilega aukning á dreifingu í
Evrópu og víðar,“ bætir hann við.
Til Keldna berist á annað hundr-
að fuglshræ á ári og séu sýni tekin
úr þeim og þau sett í almenna
sýklaræktun og fleiri rannsóknir.
Um sé að ræða hræ af villtum fugl-
um, búrfuglum og alifuglum.
„Hingað til höfum við gert þetta við
þær aðstæður að við miðum ekki við
að í hræjunum séu hættulegar
veirur sem gætu borist í menn. En
nú aukast líkur á að smitefni geti
verið í þeim og við viljum vera vel
búin svo starfsfólk okkar starfi við
sem mest öryggi,“ segir Sigurður
Ingvarsson.
fullkomin krufningar- og öryggis-
rannsóknarstofa. Á fundinum hafi
komið fram að líkur væru á að
bráðabirgðarannsóknarstofu yrði
komið á laggirnar en hin fram-
kvæmdin yrði áfram til skoðunar.
Mikilvægt að vera í góðri
viðbragðsstöðu
Sigurður segir mikilvægt að hér
verði komið upp aðstöðu þar sem
hægt verði með öruggum hætti að
rannsaka sýni vegna hugsanlegrar
fuglaflensu. „Það er mikilvægt svo
við getum verið í góðri viðbragðs-
stöðu og meðhöndlað fuglshræ og
sýni úr fuglum svo hægt sé að mæla
smitefni ef fuglaflensan berst hing-
að,“ segir hann. „Við teljum stöðugt
smitefni, en slík framkvæmd myndi
kosta um 85 milljónir króna. Und-
anfarin eitt til tvö ár hafi málið
fengið nýja vídd vegna fuglaflensu-
smits í heiminum. Keldur hafi haft
samráð við Framkvæmdasýslu rík-
isins (FSR) um að kanna möguleika
á uppbyggingu rannsóknaaðstöðu
og búið sé að kynna fyrir mennta-
málaráðuneytinu þær hugmyndir
sem uppi séu um hana. Drög að
skýrslu sem FSR hefur látið gera
um málið voru kynnt á fundi Sig-
urðar og ráðuneytisstjóra mennta-
málaráðuneytisins á miðvikudag.
Sigurður segir að þar séu gerðar
tvær tillögur. Sú fyrri lúti að upp-
byggingu bráðabirgðarannsókna-
stofu, en sú seinni að útbúin verði
lega verði ákveðið að
irgðarannsóknastofu
um aðstöðu þar sem hægt er að skoða sýni vegna fuglaflensu
Reuters