Morgunblaðið - 25.02.2006, Page 36

Morgunblaðið - 25.02.2006, Page 36
36 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN frá aðra leið Reykjavík Oslo Kr. 8.000 www.flysas.is Skattar og flugvallargjöld innifalin. Flug hefst 27. mars. Sími fjarsölu: 588 3600. Tími til kominn! frá aðra leið Reykjavík Þrándheimur Kr. 12.500 frá aðra leið Reykjavík Stavanger Kr. 9.500 frá aðra leið Reykjavík Bergen Kr. 9.500 HÁSKÓLI Íslands hefur það meginhlutverk í íslensku sam- félagi að mennta há- skólastúdenta til að gegna ýmsum störf- um í þjóðfélaginu. Hann gegnir jafn- framt því hlutverki að sinna vísindalegum rannsóknum ásamt því að miðla fræðslu til almennings og veita þjóðfélaginu þjónustu í krafti þekkingar sinnar. Háskóli Íslands uppfyllir mennta- og fræðsluhlutverk sitt með ýmsum leiðum. Fyrst má nefna hið fjölbreytta náms- framboð sem má finna í ellefu há- skóladeildum. Þar miðla færustu fræði- menn og sérfræð- ingar á hverju fræða- sviði af þekkingu sinni til stúdenta. Há- skóli Íslands veitir ekki aðeins menntun til fyrstu há- skólagráðu heldur hefur jafnframt átt sér stað mikil upp- bygging á framhaldsnámi á meist- ara- og doktorsstigi. Háskóli Ísland heldur úti öflugri vefsíðu, www.hi.is, þar sem meðal annars má finna upplýsingar um alla þá viðburði sem háskólinn býður upp á. Þessir viðburðir eru opnir almenningi og eru í daglegu tali kallaðir Opinn háskóli. Til gamans má nefna að á síðastliðnu ári voru 700 viðburðir auglýstir undir Opnum háskóla og um 25.000 manns sóttu þá. Þetta er m.a. leið Háskóla Íslands til að kynna almenningi það sem efst er á baugi hverju sinni innan há- skólasamfélagins. Í Opnum há- skóla eru kynntar rannsóknir, haldin málþing og fjölmargir er- lendir fræðimenn heimsækja skól- ann og halda erindi í samstarfi við háskóladeildir eða stofnanir Há- skóla Íslands. Hluti af því að miðla þekkingu til samfélagins er að fyrirtæki úr atvinnulífinu leiti til háskólastúdenta til að vinna að hagnýtum verkefnum, en tengsl Háskóla Íslands við atvinnulífið eru mjög virk hvað þennan þátt varðar. Atvinnulífið rennir einnig styrkum stoðum undir nýsköp- un innan Háskóla Ís- lands með styrkjum til háskóladeilda og fjármögnun á stöðum kennara. Í ljósi þessa má sjá að tækifæri til að afla sér þekkingar, mennt- unar og fræðslu á sviði vísinda eru fjöl- mörg hvort sem við- komandi er háskóla- stúdent eða sækir viðburði í Opnum há- skóla. Sá sem innritast til náms við Háskóla Ís- lands á oft fyrir hönd- um langt háskólanám. Með vali sínu er hann að stíga sín fyrstu skref í átt til sérhæf- ingar sem jafnframt endurspeglar áhugasvið hans og gildismat. Náms- og starfsval þarf að vera vel ígrundað. Í Háskóla Íslands geta háskólastúdentar leit- að eftir stuðningi og ráðgjöf um náms- og starfsval á öllum stigum háskólanámsins. Upphaf háskóla- náms má líta á sem upphaf starfsþróunarferils sem leiðir ein- staklinginn út í atvinnulífið. Vinnumarkaðurinn gerir þá kröfu til háskólamenntaðs starfsfólks að það viðhaldi þekkingu sinni með sí- og endurmenntun. Það má því segja að nú til dags verði ein- staklingurinn aldrei fullnuma í sí- breytilegri þróun fræðanna. Námsráðgjöf Háskóla Íslands hefur í 25 ár stutt háskólastúdenta með það fyrir augum að stuðla að árangri og vellíðan í námi. Mark- mið náms- og starfsráðgjafar felur m.a. í sér að gera nemendur fær- ari í að leita að upplýsingum um nám og störf, vega og meta kosti og galla, forgangsraða og taka upplýstar ákvarðanir um framtíð sína. Ákvörðunin byggist síðan á þeirra persónulegu sýn og er í samræmi við þau náms-, starfs- og lífsmarkmið sem hver og einn set- ur sér. Það er mat okkar að sú vísinda- og fræðastofnun sem Háskóli Ís- lands er bjóði stúdentum sínum upp á umhverfi þekkingar og reynslu sem undirbýr þá til að stuðla enn frekar að uppbyggingu og nýsköpun atvinnulífs á Íslandi. Sunnudaginn 26. febrúar kl. 11– 16 gefst almenningi og verðandi háskólastúdentum tækifæri til að heimsækja Háskóla Íslands og kynna sér hið fjölbreytta nám sem þar er í boði, bæði á grunn- og framhaldsstigi. Háskólastúdentar og kennarar úr öllum náms- greinum verða til viðtals. Auk þess verður fjölbreytt þjónusta við stúdenta kynnt s.s. Námsráðgjöf Háskóla Íslands, Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins, Félagsstofnun stúdenta, Lánasjóður íslenskra námsmanna, Endurmenntun Há- skóla Íslands, Stúdentaráð o.fl. Við hvetjum alla til að koma á háskólasvæðið og nota þetta tæki- færi til að kynna sér nám í Há- skóla Íslands. Háskóli Íslands – menntun, vísindi, þekking Arnfríður Ólafsdóttir og Jónína Kárdal fjalla um Háskóla Íslands í tilefni af Háskóladeginum ’Við hvetjum alla til aðkoma á háskólasvæðið og nota þetta tækifæri til að kynna sér nám í Háskóla Íslands.‘ Jónína Kárdal Höfundar eru náms- og starfsráðgjafar við Háskóla Íslands. Arnfríður Ólafsdóttir TENGLAR .............................................. http://www.hi.is/page/namskynn- ing2006 Í LANDNÁMU segir frá því að Þuríður sundafyllir hafi numið land í Bolungavík, sett Kvíarmið í mynni Ísafjarðardjúps og tekið eina á koll- ótta í leigugjald af hverjum sem nýtti miðin. Þetta eru líklega elstu heimildir um auð- lindagjald á Íslandi. Þær bera með sér að landeigandi gat inn- heimt gjald fyrir afnot af nærliggjandi mið- um. Nú má heita að al- menn samstaða sé um það sjónarmið að auð- lindir lands og sjávar séu þjóðareign. Gildir það um fiskistofnana, jarðhitann og fall- vötnin. En vaxandi fylgi er við að hagnýt- ing auðlindarinnar eigi að styrkja at- vinnulíf og byggð í þeim landsfjórðungi þar sem hún er. Fyrir 15–20 árum var það helsta verkefni þáver- andi iðnaðarráðherra að fá erlend fyrirtæki til þess að reisa og reka álver á Keil- isnesi. Orkuna átti að sækja til Austurlands með Kárahnjúkavirkj- un og flytja hana síð- an þvert yfir landið til Suðurnesja. Það var hins vegar pólitísk ákvörðun að falla frá þeim áformum og ákveða að orkan í fallvötnunum austfirsku yrði nýtt á Austurlandi með staðsetningu álvers þar. Þjóðin nýtur góðs af afrakstrinum af sölu orkunnar en Austfirðingar hafa mesta ávinninginn af álverinu, þar sem það eykur fjölbreytni atvinnu- lífs svæðisins og fjölgar störfum svo um munar. Fyrir vikið mun íbúun- um fjölga. Það mætti segja að Aust- firðingar taki eina á kollótta í af- gjald fyrir afnotin af auðlindinni þeirra. Nú setja Þingeyingar fram þá kröfu að hagnýting jarðhitans í sýslunni fari fram þar, en ekki í öðrum héruðum landsins. Þarna gildir í raun það sama og á Austur- landi. Þjóðin mun hagnast á sölu jarðhitans til atvinnustarfsemi og atvinna og búseta í Þingeyj- arsýslum mun styrkjast vegna ál- versins. Það er sanngjörn krafa Þingeyinga að fá sína kollóttu á í af- gjald fyrir auðlindanýtinguna. Eðlilegt er að láta þessi pólitísku viðhorf ná til upphafsins, nýtingar fiskimiða landsins. Það verður helst gert með því að ætla útgerð- arstöðum hlut af at- vinnustarfseminni í sjávarútvegi. Einfald- asta leiðin er sú elsta, að þeir sem nýta auð- lindina greiði afgjald í nærliggjandi sveit- arsjóð. Þannig fái íbú- arnir sitt afgjald rétt eins og þegar vatns- orkan og jarðhitinn eru hagnýtt. Á hverju ári eru greiddir millj- arðatugir króna fyrir aðganginn að fiskimið- unum og fer fjárhæðin vaxandi. Sanngjarnt er að „á kollótt“ renni til nærliggjandi byggð- arlaga og peningarnir nýtist til þess að styrkja atvinnu- starfsemi og búsetu þar. Það er svo útfærslu- atriði hvaða leið er far- in til þess að ná þessu fram. Þrjár leiðir koma til greina í fljótu bragði. Sú fyrsta að ríkið leigi og selji veiðiheimildirnar og andvirðið skiptist milli ríkis og sveitarfélaga. Önnur leið er að greiddur verði skattur af viðskiptum með heimild- irnar í núverandi kerfi. Sú þriðja er að afhenda sveitarfélögum veiði- heimildir til umráða sem þá væri líklega skynsamlegast að leigja út á markaði og tekjurnar rynnu í sveit- arsjóð. Meginatriðið er að festa í sessi þá stefnu að arðurinn af nýtingu auð- linda til lands og sjávar renni bæði til þjóðar og viðkomandi land- svæðis. Festa í sessi hina gömlu stefnu Þuríðar sundafyllis. Eina á kollótta Kristinn H. Gunnarsson fjallar um hvernig tryggja megi hag þjóðar Kristinn H. Gunnarsson ’Meginatriðið erað festa í sessi þá stefnu að arð- urinn af nýtingu auðlinda til lands og sjávar renni bæði til þjóðar og viðkomandi landsvæðis. ‘ Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.