Morgunblaðið - 25.02.2006, Page 40

Morgunblaðið - 25.02.2006, Page 40
40 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Opið hús í dag frá kl. 14.00 til 16.00. Mjög glæsileg 111,9 fm íbúð á 2. hæð í nýlegu lyftuhúsi í Sjálandshverfinu í Garðabæ. Bílastæði í bílageymslu fylgir eigninni. Íbúðin skiptist í forstofu, hjónaherbergi, 1-2 barnaher- bergi, eldhús, baðherbergi, stofu, borðstofu, þvottahús og geymslu. Glæsilegar innrétt- ingar og hurðir eru úr eik. Gólfefni eru parket og flísar. Gott útsýni. Suðursvalir. Verð 30,6 millj. Hermann býður ykkur velkomin. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Norðurbrú 3 Garðabæ - opið hús í dag ÞESSIR dagar eru þungbærir forstjóra Tryggingastofnunar sem kvartar sáran yfir miklum önnum starfs- fólks síns vegna við- bragða aldraðra og ör- yrkja við endurgreiðslukröfum stofnunarinnar. TR er að rukka inn átján hundruð milljónir króna vegna of- greiðslna á árinu 2005 eins og það heitir. Þess eru reyndar dæmi að farið sé þrjú ár aftur í tímann. Það eru ekki forstjórarnir á of- urlaununum sem hafa fengið of mikið sam- kvæmt laganna bók- staf heldur fatlaðir, sjúkir og aldraðir. At- hygli vekur að forstjóri Tryggingastofnunar sér ekki ástæðu til að kvarta undan lögum um almannatryggingar frá árinu 2002 heldur því að rekstrarfé stofn- unarinnar hrökkvi ekki til að ráða nógu marga sérfræðinga til að svara örvænting- arfullum öryrkjum og öldruðum, fólki sem í mörgum tilvikum hefur fengið óvæntar ein- greiðslur úr lífeyr- issjóðum eða aðra upp- bót ofan á skammarlega lágar bætur og er refsað harkalega af TR fyrir vikið. Það sér hver maður að slíkt kerfi gengur ekki upp. Vandinn er ekki sá að það vanti sérfræðinga í Tryggingastofnun heldur felst hann í sjálfum lögunum sem þarf að taka til heildar- endurskoðunar. Í þeirri endurskoðun verður að felast hvati til atvinnuþátttöku ör- yrkja með það að markmiði að tvöfalda hana frá því sem nú er. Þá fyrst værum við á bekk með öðrum Norðurlandaþjóðum hvað það varðar. Það gerist svo ekki nema að tekjutengingum verði að miklu leyti aflétt og það viðurkennt að fötl- un fylgir kostnaður. Heldur verður ekki lengur undan því vikist að hækka skattleysismörk. Það er miklu dýrara að vera sjúkur og fatlaður en heilbrigður á sál og líkama. Þetta þarf að meta til ótekjutengdrar fram- færslu. Sömuleiðis þurfum við að líta til hinna Norðurlandanna um það hvenær bætur byrja að skerðast vegna annarra tekna en þar er um allt önnur mörk að ræða en á Íslandi. Eitt af því sem hlýtur að koma til álita er að skilja á milli TR sem greiðslu- stofnunar annars vegar og inn- heimtustofnunar hins vegar. Það er mjög vafasamt að sami aðili hafi bæði hlutverkin á sinni könnu. Hvað fynd- ist okkur annars um það fyr- irkomulag að launagreiðandi væri sömuleiðis í því hlutverki að inn- heimta skatta? Það er ekki eðlilegt að öryrkjar þurfi að skila skatta- skýrslum sínum á tveimur stöðum en hlýtur þess í stað að koma til álita að allar innheimtur verði á hendi skatt- stofu svo jafnræðis sé gætt. Kerfið sem á að þjóna fötluðum er varðað þröskuldum. Þegar sérfræðingar hafa metið þörf einstaklings fyrir hjálpartæki af tiltekinni tegund eru ýmis dæmi um að það strandi á öðr- um sérfræðingum að afgreiða það. Er það virkilega nauðsynlegt að fatlað fólk eyði takmarkaðri orku sinni í endalaus kærumál á hendur veit- endum þjónustunnar? Einblínt er á illa hannað regluverk en síður horft til persónulegra þarfa hvers og eins. Persónuleg liðveisla Til að öryrkjar fái ný tækifæri til samfélags- legrar þátttöku er per- sónuleg liðveisla grunn- urinn. Í henni felst ekki sú heimaþjónusta sem veitt er í dag eða heima- hjúkrun heldur miklu meira en það. Horft er á einstaklinginn og þarfir hans. Þeir sem þurfa sólarhringsþjónustu heim fái hana. Komið er til móts við þarfir hvers og eins með það að markmiði að draga úr stofnanatengdri þjón- ustu en efla félagslega, menningarlega og starfstengda virkni. Stjórnarskrá lýðveld- isins er gildishlaðin og sömuleiðis lög um mál- efni fatlaðra. Á það sér- staklega við um mark- miðsgrein laganna þar sem segir að tryggja beri fötluðum sambæri- legar aðstæður og ófötl- uðum. Í þessu felst einn- ig að tryggja sambærileg tækifæri. Við erum ekki að krefj- ast forréttinda til handa fötluðu fólki heldur jafn- réttis. Þá verður að yf- irvinna þá þröskulda sem skerðingar vegna sjúkdóma, slysa eða meðfæddra þátta skapa einstaklingunum. Það gerum við ekki síst með persónulegri liðveislu þar sem hinn fatlaði er við stjórnvölinn og nýt- ur persónulegs stuðn- ings til nauðsynlegra daglegra athafna. Með þessu móti einbeitum við okkur að færninni í stað þess að einblína á vangetuna eins og tíðk- ast hefur. Er þetta ekki dýrt? Jú, þetta er dýrt en það er miklu dýrara að láta fólk veslast upp á stofnunum eða í að- gerðaleysi úti í bæ eins og gerist í dag. Það er líka dýrt að hneppa nánustu aðstandendur í gísl- ingu fötlunarinnar sökum skorts á lið- veislu. Það er ekki eins og það vanti peninga í þessu landi! Hver ætlar líka að setja verðmiða á lífsgæði og mann- réttindi? Einn af draumum MND- félagsins og margra annarra félaga innan ÖBÍ er að orlofssvæði verði hönnuð með aðgengi fyrir alla. Þegar kemur að sumarbústöðum og gisti- stöðum á landsbyggðinni er því miður ekki um auðugan garð að gresja með tilliti til hreyfihamlaðra. Nú er unnið að því að fá svæði undir sérhönnuð hús í nágrenni við almenna orlofs- byggð og með tengingu við þjónustu- húsnæði. Þar geti hreyfihamlaðir var- ið helgi eða viku í skjóli náttúrunnar og hlaðið sig nýjum lífskrafti. Unnið er að aðgengismálum á vettvangi ferðaþjónustunnar en betur má ef duga skal. Brýnt er að allt nýtt hús- næði og umhverfi sé hannað út frá nútíma viðhorfum um aðgengi fyrir alla. Það verður ekki gert án þess að fatlaðir sjálfir komi að hönnuninni í samræmi við kjörorð Evrópusamtaka fatlaðra; „Ekkert um okkur án okkar. Að lokum þetta. Við skorum á alla, fyrirtæki, einstaklinga, félagasamtök og stjórnmálaflokka, að taka höndum saman með heildarsamtökum öryrkja og breyta því sem breyta þarf svo við getum með sanni sagt að á Íslandi byggjum við samfélag fyrir alla. Þegar kerfið snýst um sig sjálft Guðjón Sigurðsson og Sigursteinn Másson fjalla um málefni öryrkja og endurgreiðslukröfur Tryggingastofnunar Guðjón Sigurðsson ’Við skorum áalla, fyrirtæki, einstaklinga, fé- lagasamtök og stjórnmála- flokka, að taka höndum saman með heildar- samtökum ör- yrkja og breyta því sem breyta þarf svo við get- um með sanni sagt að á Íslandi byggjum við samfélag fyrir alla. ‘ Guðjón er formaður MND-félagsins og Sigursteinn er formaður ÖBÍ. Sigursteinn Másson ÞAÐ virðist einsýnt að ég fái leyfi frá Alþingi til að gifta sam- kynhneigða. Ég fæ aukin réttindi og er bæði undir lögum Guðs og manna. Ég vil tileinka mér kærleiksboðskap Jesú Krists en hann vék ekki einu orði að samkynhneigð. Ég trúi einnig á umburð- arlyndi Biblíunnar að gera það öðrum sem ég vil að menn geri mér. Vandi minn er samt sá að ég vil gera Guðs vilja fyrst og fremst. Ég vil einnig elska Guð og ég vil sýna honum það í verki. Ég vil heiðra Jesúm Krist og vera sannkristinn maður. Ég trúi því að hann hafi meira að segja sagt allt satt og rétt, risið upp frá dauðum þó svo að ég skilji ekki hvernig það hafi getað átt sér stað. Ég boða það samt. Ég meira að segja sálusorga dauðvona menn með þessum von- arríka boðskap að þeir muni lifa jafnvel þótt þeir deyi ef þeir aðeins trúi á Jesúm Krist. En ef Alþingi setti í lög að vegna skorts á þekkingu á framhaldslífi væri bannað að boða þennan þátt kristinnar trúar, ætti ég að hlíta því? Mundi kirkjan hlýða slíkum lögum? Jesús segir: … skaparinn gjörði þau frá upphafi karl og konu og sagði: Fyrir því skal maður yf- irgefa föður og móður og bindast konu sinni og að þau tvö skuli verði einn maður. (Matt. 19:4.) Hvernig á ég sem boðberi kristinnar trú- ar að hafa annan hátt á en hér er frá greint? Guð skapaði ekki tvo karla til að bindast og verða einn maður og ekki tvær konur til að bindast og verða einn maður. En Alþingi ætlar að setja lög þar sem tveir karlar geta orðið einn maður. Hvort á ég að hlýða Guði eða 40 mönnum? (23 alþingismenn munu ekki verða viðstaddir samþykkt laganna!) Þessar lagabætur verða mér algerlega dauður bókstafur og koma sönnum boðberum kristinnar trúar að engu gagni. Mér sýnist flestir þeir sem hafa tjáð sig um þennan málaflokk hafa sleppt því að vísa til orða Jesú Krists. Því miður. Fulltrúi heið- ingja er ekki í vafa um að hlýða landslögum enda hafa Guðs lög lít- ið gagn fyrir hann. En hin fornu lög heiðingja tóku hart á mönnum sem stunduðu skelmisskap og ergi, við því lá dauðarefsing. Ríkisstjórn, ráðherrar og þing- menn: Þessar lagabætur koma mér ekki að gagni. Það væri eins og ég hefði lög sem skikkuðu mig til að taka þátt í heiðinni dýrkun, að mér bæri að falla fram og dýrka skurð- goð. Eða lög sem segðu mér að loka bókinni helgu! Allri þjóðinni verður að skiljast að lög sem gera samkynhneigðum kleift að giftast og fá blessun yfir þann gjörning eru í andstöðu við skikkan skaparans og boðskap Jesú Krists. Samkynhneigðin er nefnilega synd og því er það óhæfa að blessa slíkt. Það er ekki þar með sagt að við eigum að hata fólkið en við megum ekki breyta boðskap sem við höfum ekki höfundarrétt á. Ef menn vilja sjá samkyn- hneigða sem tilbrigði í náttúruvali til viðhalds á tegundinni verða menn að viðurkenna að sumir eru dæmdir úr leik í því vali. Hvers vegna að útvega þá börn til uppeld- is þegar sambönd þeirra standa stutt yfir? Það tekur lengri tíma að ala upp barn og mönnum þarf að skiljast að hjónaskilnaðirnir eru mannskemmandi fyrir börnin, hvað þá vísvitandi að ættleiða börn í óstöðugt sambýlisform. Það er þung sorg að heyra presta styðja málefnið giftingar samkynhneigðra og hafna texta Biblíunnar um málið. Þeir kenna sig við Lúter sem sagði: Sola scriptura, Ritningin ein. Prestar, þið sem mælið með lögleiðingu giftingar samkynhneigðra eruð villuráfandi hirðar sem villið enn meir sauði hjarðarinnar. Þið eruð launaðir af hinu opinbera til að segja satt. Margir sem segja satt þurfa að gjalda fyrir það dýru verði. Þið eruð þess vegna ekki frjálsir að koma með ykkar skoð- anir eða álit. Ykkur ber að tala eins og Ritningin boðar. Páll postuli ritaði Tímóteusi þetta: Tak eigi heldur þátt í ann- arra syndum, varðveit sjálfan þig hreinan. (1. Tím. 5:22.) Postuli heiðingjanna lagði ágætis starfs- reglu fyrir prestafélagið með þess- um orðum. Fríkirkjuprestarnir þurfa að dusta rykið af Biblíunni og taka mark á því að hún er inn- blásin af Guði og nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leið- réttingar, til menntunar í réttlæti, til þess að sá sem tilheyrir Guði sé albúinn og hæfur gjör til sérhvers góðs verks. (2.Tím. 3:16.) Samkyn- hneigðum er enginn hagur í því að vígjast til hjónabands nema homm- inn kvænist og lesbían giftist. Þau tvö eiga einnig að gangast undir lög Guðs. Það er jafnrétti, hitt er skelfing! Sýnum í verki að við elskum Guð og hans Orð. Gerum Jesúm Krist að leiðtoga lífs okkar. Giftingin og samkynið Snorri Óskarsson fjallar um kristna trú og hjónavígslu samkynhneigðra ’Sýnum í verki að viðelskum Guð og hans Orð. Gerum Jesúm Krist að leiðtoga lífs okkar.‘ Snorri Óskarsson Höfundur er forstöðumaður Betel. ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.