Morgunblaðið - 25.02.2006, Side 41

Morgunblaðið - 25.02.2006, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 41 UMRÆÐAN Milljónaútdráttur Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigandi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 2. flokkur, 24. febrúar 2006 Kr. 1.000.000,- 9288 E 10119 E 11742 H 21948 E 22678 G 39337 F 42313 F 51779 B 56442 E 58443 B ÞAÐ er ánægjulegt að sjá að nemendur Háskólans á Akureyri eru að vakna til vit- undar og mótmæla nú af krafti því fjársvelti sem skólinn hefur þurft að búa við af hendi stjórnvalda. Það er alvarlegt ástand sem blasir við og ef ekkert verður að gert er ljóst að skera þarf enn frekar niður í starf- semi skólans, takmarka skráningu nýnema og jafnvel að segja upp kennurum og öðru starfsfólki. Það er því dálítið einkennilegt að sjá bæj- arstjórann á Akureyri og flokks- bróður menntamálaráðherra standa og taka nú loksins undir kröfur nem- enda. En er þessi skyndilegi stuðn- ingur Kristjáns Þórs trúverðugur? Bæjarstjórnarmeirihlutinn á Ak- ureyri, sem svo illa vill til að er ein- mitt skipaður sömu flokkum og eru í ríkisstjórn og hafa sett Háskólann á Akureyri í fjársvelti, hefur ekki lyft litla fingri til að þrýsta á ríkisstjórn- ina að bæta ráð sitt og stórhækka framlög til Háskólans í samræmi við aðsókn nýrra nemenda. Það er Sjálf- stæðisflokki og Framsóknarflokki að kenna að ekki hefur fengist nægj- anlegt fjármagn til rekstrar Háskól- ans á Akureyri. Ef svo hefði verið hefði skólinn fengið að stækka og dafna með eðlilegum hætti. Það er meðal annars dugleysi núverandi meirihluta þessara sömu flokka í bæjarstjórn að kenna að lítið hefur gengið að greiða götu skólans og þess vegna er sú staða upp komin sem nú blasir við. Framsókn og íhald á Akureyri hafa setið hjá í stað þess að beita sér af krafti. Á tyllidögum lofa allir og prísa Háskólann á Ak- ureyri og er það eðlilegt því skólinn er frábært dæmi um jákvæða byggðastefnu og hvernig er hægt að byggja upp þekkingarsamfélag úti á landi með góðum árangri. Samfélag sem er eftirsóknarvert til búsetu og atvinnusköpunar. En orðum verða að fylgja athafnir og þær hefur skort á ögurstundu. Vinstri græn með framtíðaruppbyggingu Háskólinn á Akureyri gæti nefni- lega stækkað enn frekar og náms- framboð á að aukast enn ekki skerð- ast. Við eigum að fjárfesta í menntun í meira mæli en ekki álverum eins og núverandi ríkisstjórn hefur einblínt á. Og því miður virðist bæjarstjórn- armeirihlutinn á Akureyri fylgja þar á eftir eins og flokksaginn segir þeim að gera. Og hinir ungu þingmenn framsóknar sem fóru um víðan völl fyrir kosningar og boðuðu mikinn stuðning við Háskólann á Akureyri hafa greitt atkvæði gegn tillögum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs um aukið fjármagn til Há- skólans, aftur og aftur. Enda spila þau í meirihlutaliðinu núna og gera eins og fyrirliðinn segir þeim að gera. Við þingmenn Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs stóðum fyrir utandagskrárumræðum strax við upphafi þings í haust um framtíð- aruppbyggingu og bága fjárhags- stöðu Háskólans á Akureyri og kom- um með tillögur til úrbóta og allir tóku undir en menntamálaráðherra sjálfstæðisflokksins dró heldur úr. Þó var vinna við reiknilíkan í gangi en hvað þeirri vinnu miðar hefur ekki komið fram í dagsljósið ennþá. Í öllu einkavæðingarfárinu datt ráð- herrum Sjálfstæðisflokksins í hug að það væri tilvalið að einkaaðilar reistu og myndu reka hið nýja rann- sóknarhús Háskólans. Niðurstaðan er sú að kostnaður skólans er þrisv- ar sinnum hærri en hann var áður í sambærilegu húsnæði. Þetta er dæmi um skipbrot einkavæðing- arstefnu ríkisstjórnarinnar sem meirihlutinn í bæjarstjórn fer einnig eftir. Framtíð Háskólans á Akureyri er björt fái hann þann stuðning sem honum ber. Auka þarf námsframboð og fjölga deildum þann- ig að skólinn geti þróast eðlilega með fjöl- breyttum námsmögu- leikum. Háskólinn á Akureyri er hag- kvæmur háskóli fyrir ríkið og þegar litið er á jákvæð áhrif á sam- félagið eru kostirnir augljósir. Viljinn er fyr- ir hendi en það skortir fjármagn. Ef til vill þarf áræði og kjark til að taka af skarið en málin eru fyrst og fremst í höndum menntamálaráðherra sem þarf að standa sig betur við að út- vega það fjármagn sem til þarf svo vöxtur skólans verði ekki heftur. Dugmikill bæjarstjórnarmeirihluti á Akureyri sem gæti beitt þrýstingi en færi ekki alltaf eftir flokksaga gæti einnig lagt málinu lið. Og því getum við breytt í kosningunum í vor. Hlynur Hallsson skrifar um Háskól- ann á Akureyri ’Framtíð Háskólans áAkureyri er björt fái hann þann stuðning sem honum ber.‘ Hlynur Hallsson Höfundur er varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í NA kjördæmi. Fjárfestum í menntun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.