Morgunblaðið - 25.02.2006, Side 42
42 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
HJÖRLEIFUR Guttormsson,
fyrrverandi alþingismaður og ráð-
herra, skrifaði grein í Morg-
unblaðið 17. febrúar s.l. sem nefnd-
ist „Íslenska álæðið og
loftslagsbreytingar“. Þar segir
m.a.:
„Aðeins valdhafar
á Íslandi láta sem
þeir séu einir í heim-
inum og telja sig
hafa leyfi til að
menga meira og
meira sameiginlegan
lofthjúp jarðar...“
Þetta er slæmur mis-
skilningur. Álvinnsla
á Íslandi eykur ekki
styrk koltvísýrings í
andrúmsloftinu held-
ur dregur úr honum.
Losunin á Íslandi
eykst að vísu en
notkun á hluta álsins
í farartæki í stað þyngri efna spar-
ar andrúmsloftinu meiri losun frá
þeim en nemur aukningunni á Ís-
landi. Og það er heimslosunin ein
sem skiptir máli fyrir styrk gróð-
urhúsalofttegunda í andrúmsloft-
inu.
Koltvísýringur og fleiri gróð-
urhúsagös, einkum flúorkolefni,
fylgja vinnslu áls. Annars vegar frá
álverunum sjálfum (bæði efnin) en
hinsvegar frá raforkuvinnslunni til
álbræðslunnar (koltvísýringur) ef
rafmagnið er unnið úr eldsneyti úr
jörðu. Hjörleifur getur þess rétti-
lega að einu kg af áli framleiddu á
Íslandi fylgi 1,8 kg af
gróðurhúsagösum að
CO2-ígildi. Það kemur
allt frá álverunum.
Það lætur nærri að
hvert kg af hrááli spari
andrúmsloftinu losun á
6 kg af CO2 vegna þess
hluta álsins sem not-
aður er í farartæki og
kemur þar í stað
þyngri efna. Ef álið er
framleitt með raforku
úr vatnsorku eða jarð-
hita, eins og á Íslandi,
eða úr kjarnorku, spar-
ast andrúmsloftinu
þannig 6–1,8 =4,2 kg af CO2 á
hvert kg af hrááli með því að nota
ál í stað þyngri efna í farartæki.
Eru einhver rök til þess að und-
anþágu þurfi til að draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda í heiminum?
Ég segi nei.
Árið 2003 voru framleidd á Ís-
landi 266,6 þúsund tonn af áli. Sú
framleiðsla sparaði andrúmsloftinu
því 266,6x4,2=1.120 þúsund tonn af
CO2, 1,1 milljón tonn, borið saman
við að álið væri alls ekki framleitt
en þyngri efni notuð í farartæki.
Sama ár var öll innanlandslosun
CO2 á Íslandi 3.534 þúsund tonn,
eða rúm 3,5 milljón tonn.
Eftir að Fjarðaál er tekið til
starfa og eftir stækkun Norðuráls
og Alcans í Straumsvík er álfram-
leiðsla á Íslandi komin í 1 milljón
tonna á ári og sparnaður andrúms-
loftsins af þeirri framleiðslu, borið
saman við að álið væri alls ekki
framleitt, kominn í 4,2 milljónir
tonn af CO2 á ári, 19% meiri en öll
innanlandslosunin 2003!
Eðli máls samkvæmt á álfram-
leiðsla með rafmagni úr endurnýj-
anlegum orkulindum alls ekki að
vera með í Kyoto-bókhaldinu því
að hún dregur úr heimslosuninni. Í
staðinn gæti komið skuldbinding
um að nota í álverunum bestu fá-
anlegu tækni sem er efnahagslega
nothæf. Allt öðru máli gegnir um
álvinnslu með rafmagni úr elds-
neyti. Íslensk stjórnvöld þurfa að
afla viðurkenningar alþjóða-
samfélagsins á þessari staðeynd í
því sem við tekur eftir Kyoto-
bókunina.
Raforkuvinnsla úr eldsneyti til
álframleiðslu fer nú vaxandi í
heiminum og þar með losun á CO2
frá þeirri vinnslu. Hún nam 103,5
milljónum tonna af CO2 2003 frá
álverum innan ramma Int-
ernational Aluminium Institute.
Hún hefur vaxið um 3,5 milljón
tonn á ári til jafnaðar síðustu tíu
ár, svipað og öll árleg losun Íslend-
inga. Og ekki sér fyrir endann á
þeim vexti. Losunin nam 12,3 kg af
CO2 á hvert kg af áli 2003 borið
saman við enga losun á Íslandi, þar
sem rafmagnið er framleitt úr
vatnsorku og jarðhita. Þessu til
viðbótar koma svo 1,8 kg af CO2 á
kg af áli frá álverunum sjálfum, ef
gert er ráð fyrir að sú losun sé hin
sama og á Íslandi, eða 14,1 kg alls.
Nettóútkoman fyrir andrúmsloftið
er því 6–14,1=-8,1 kg CO2 á kg af
áli, þ.e. neikvæður sparnaður um
8,1 kg í stað jákvæðs sparnaðar um
4,2 kg á Íslandi. Mismunurinn er
12,3 kg CO2 á kg af áli Íslandi í
vil.
Sparnaður andrúmsloftsins í los-
un á CO2 2003 af því að 266,4 þús-
und tonn af áli voru framleidd á Ís-
landi með raforku úr
endurnýjanlegum orkulindum í
stað raforku úr eldsneyti nam 3,28
milljón tonnum; 93% af allri losun
innanlands á Íslandi það ár.
Ef Alcoa, Alcan og eigendur
Norðuráls hefðu kosið að auka af-
köst álvera sinna í löndum með
raforkuvinnsluna úr eldsneyti í
stað þess að auka hana á Íslandi,
hefði losun CO2 út í andrúmsloftið
orðið 9,05 milljón tonnum á ári
meiri en á Íslandi, eða sem nemur
2,56-faldri heildarlosun innanlands
á Íslandi 2003.
Íslenskur áliðnaður hefur líka
staðið sig frábærilega vel í að
draga úr losun flúorkolefna frá ál-
framleiðslunni. Þetta hefur hann
gert með endurbættri vinnslu-
tækni. Losun flúorkolefna á hvert
kg af áli dróst saman um 78% milli
áranna 1990 og 1998 og um önnur
78% milli 1998 og 2003, þannig að
hún var það ár aðeins 5% af því
sem hún var 1990. Samdráttur um
95% á 13 árum.
Með engu öðru móti geta Íslend-
ingar lagt jafnstóran skerf af
mörkum til að hemja losun gróð-
urhúsalofttegunda í heiminum og
með því að hýsa í landinu allan
þann áliðnað sem þeir mega. Ís-
lensk stjórnvöld geta því með
ágætri samvisku gagnvart gróð-
urhúsavandanum heimilað meiri ál-
framleiðslu á Íslandi.
Jakob Björnsson skrifar
um álvinnslu og svarar grein
Hjörleifs Guttormssonar ’Með engu öðru mótigeta Íslendingar lagt
jafnstóran skerf af mörk-
um til að hemja losun
gróðurhúsalofttegunda í
heiminum…‘
Jakob
Björnsson
Höfundur er fv. orkumálastjóri.
Álvinnsla hér dregur úr styrk
koltvísýrings í andrúmslofti
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
Nr. 1 í Ameríku
Extra sterkt
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
Góð heilsa - Gulli betri
Lið-a-mót
FRÁ
Ársalir - fasteignamiðlun Ársalir - fasteignamiðlun
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
Sími 533 4200
eða 892 0667
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5 105 Rvk
533 4200
Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar:
Ársalir ehf. - fasteignamiðlun
Borg og Eyrartún í Þykkvabæ, Rangárþingi-ytra, samtals talin vera um
120 ha. Á jörðinni er steinsteypt íbúðarhús, 143,6 fm, byggt árið 1973
ásamt 80 fm bílskúr. Húsið skiptist í forstofu, fjögur svefnherbergi,
stofu, eldhús með nýlegri innréttingu og baðherbergi, sem allt er ný
endurnýjað. Geymsla og gufubaðstofa fylgir. Teppi eru á stofu, dúkur á
svefnherbergjum og flísar á baði. Nýtt parket á eldhúsi, holi og gangi.
Einnig er á jörðinni 850 fm vöruskemma byggð árið 2002, einangruð og
klædd að innan. Skemman var byggð sem garðávaxtageymsla en gæti
nýst sem hesthús. Búið er að deiliskipuleggja land niður með Djúpá þar
sem eru 12 stórar lóðir fyrir sumarhús.
JÖRÐ TIL SÖLU í ÞYKKVABÆ
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
ÁGÆTI formaður! Svo er að sjá
að kastast hafi í kekki milli þín og
framhaldsskólakennara í landinu.
Við höfum nú lítið séð af þér nema
þá helst í blöðunum þar sem þú
slærð úr og í. Andlegur samnings-
aðili þinn í málinu, mennta-
málaráðherrann, er enn við sama
heygarðshornið og ætlar að leggja
fram frumvarp um styttingu (og
skerðingu) á framhaldsskólanum
þrátt fyrir samkomulagið góða
sem þið gerðuð.
Við erum mörg sem botnum
ekkert í þessu samkomulagi og
spyrjum, hvort sé mark takandi á
grein 3 í samkomulagi þínu og
ráðherra ef sú síðarnefnda fer
fram með frumvarpið í vor:
„Framhaldsskólum verður gefinn
fjögurra ára aðlögunartími til að
takast á við breytta námsskipan, á
grundvelli heildarendurskoðunar á
námi og breyttrar námsskipunar
skólastiganna, út frá eigin skipu-
lagi.“
Formaður FF, Aðalheiður
Steingrímsdóttir, hefur heimsótt
ýmsa framhaldsskóla og sagt, að
leggi ráðherrann fram frumvarpið
og setji á oddinn styttingu fram-
haldsskólans sé það líklega brot á
trúnaði milli þín og ráðherrans.
Hverju eigum við nú almennir
vesalingarnir í Kennarasamband-
inu að trúa? Meira að segja telja
sumir að þetta samkomulag eigi
sér langan aðdraganda en um það
skal ekki fullyrt hér.
Þú hefur ekki sinnt beiðni ým-
issa félagsmanna í KÍ að efna til
opins fundar með almennum fé-
lagsmönnum en nú býðst kærkom-
ið tækifæri til að greiða úr allri
þessari flækju.
Almennir framhaldsskólakenn-
arar hafa nefnilega tekið af þér
ómakið (og kostnaðinn) og hafa
boðað til opins fundar um öll þessi
styttingamál og samkomulagið við
ráðherrann. Þú hlýtur að fagna
þessu tækifæri að heyra í fram-
haldsskólakennurum, þínum fé-
lagsmönnum.
Fundurinn verður uppi í Verzló
næsta laugardag, 25. þ.m., kl.
14.00. Þetta er opinn fundur og
allir velkomnir. Það verður von-
andi heitt á könnunni en ég óttast
að verði þungt fyrir fæti að biðja
ágætan rector minn að bjóða upp
á kruðerí því ég hef af því áhyggj-
ur að hann og aðrir rectorar séu
með böggum hildar þessa dagana
því margir telja að með sam-
komulagi þínu og ráðherrans sé
því miður búið að gefa út opið
skotleyfi á fjárhag framhaldsskól-
anna.
Með góðri kveðju og vinsemd
ÁRNI HERMANNSSON,
Verzlunarskóla Íslands.
Stutt bréf til
Eiríks Jónssonar
Frá Árna Hermannssyni
framhaldsskólakennara:
ÍSLENSKUKENNARAR í
Menntaskólanum við Hamrahlíð
vara við hugmyndum um styttingu
íslenskunáms í framhaldsskóla
sem settar eru fram í tillögum að
nýrri aðalnámskrá framhaldsskóla
og menntamálaráðuneytið birti
undir árslok 2005.
Brottfall eykst
Með styttingu námstíma til stúd-
entsprófs segja ráðamenn mennta-
mála að draga megi úr brottfalli
og fjölga þeim nemendum sem
ljúka stúdentsprófi.
Við fullyrðum að tillögurnar um
breytt íslenskunám muni þvert á
móti auka brottfall.
Samkvæmt tillögunum á að
kenna nemendum á fyrstu önn í
framhaldsskóla mestallt efni sem
nú er kennt á fyrstu önn (stafsetn-
ing og beygingarfræði hafa færst í
grunnskóla), allt námsefni sem nú
er kennt á annarri önn og þar að
auki hluta af námsefni sem nú er
kennt á þriðju önn.
Það er reynsla okkar að nýnem-
um reynist síst of létt að ná tökum
á því námsefni í íslensku sem nú
er farið yfir á fyrstu önn.
Við sjáum fyrir okkur stóraukið
brottfall á fyrstu önn þegar náms-
efnið í fyrsta áfanga hefur verið
stóraukið.
Aukið námefni
– Styttri tími
Tillögur menntamálaráðuneytisins
gera ráð fyrir auknu námsefni í ís-
lensku í framhaldsskóla.
Til dæmis á hlutur ferilsritunar
að aukast, svo og þjálfun í munn-
legri færni.
Allir móðurmálskennarar vita
að þessir þættir eru mjög tíma-
frekir ef ætlunin er að sinna þeim
af alvöru.
Þetta aukna námsefni á að
kenna á styttri tíma og í færri ein-
ingum.
Við eigum bágt með að koma
því heim og saman.
Okkur sýnast tillögurnar, séu
þær settar fram í alvöru, þvert á
móti kalla á lengri tíma og fleiri
einingar.
Þess vegna leggjum við til að í
stað þess að fækka námseiningum
í íslensku úr 15 í 12 verði þeim
fjölgað í 18.
Þannig myndi að mestu vinnast
upp sá niðurskurður sem átt hefur
sér stað á íslenskunámi í fram-
haldsskólum undanfarinn áratug.
Núgildandi námskrá er frá
1999.
Ekkert mat hefur verið lagt á
hana.
Okkur finnst skynsamlegt að
skoða hvernig hún hefur reynst og
laga galla hennar í stað þess að
henda henni eftir svo litla reynslu.
Eflum
íslenskunám
Það er almennt viðurkennt að góð
þekking á móðurmáli sé und-
irstaða alls tungumálanáms.
Smáþjóð eins og við Íslendingar
byggjum sjálfsmynd okkar að
miklu leyti á tungumálinu.
Á tímum hnattvæðingar er það
smáþjóðum sérlega mikilvægt að
varðveita sérstöðu sína og menn-
ingu.
Okkar bókmenntahefð er ómet-
anleg og öllu skiptir að hver kyn-
slóð fái greiðan aðgang að henni
með öflugu íslenskunámi í skólum.
Við fögnum því að eitthvað af
núverandi námsefni framhalds-
skólans færist til grunnskólans og
sjáum í því möguleika á að auka
íslenskunám til stúdentsprófs.
Okkur finnst ekki veita af því nú
þegar íslenskan virðist eiga undir
högg að sækja.
RAGNHILDUR RICHTER,
SIGRÍÐUR
STEFÁNSDÓTTIR,
fagstjóri og deildarstjóri ís-
lensku í Menntaskólanum við
Hamrahlíð.
Íslenskukennarar í MH
vara við styttingu
Frá Ragnhildi Richter og Sigríði
Stefánsdóttur:
Rakarastofan
Klapparstíg
S: 551 3010
Hair play frá
Rakarastofan
Klapparstíg
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni