Morgunblaðið - 25.02.2006, Side 44
44 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Aðalheiður Val-gerður Stein-
grímsdóttir fæddist
á Kroppi í Eyjafjarð-
arsveit 6. apríl 1948.
Hún lést á heimili
sínu 18. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Óskar
Steingrímur Guð-
jónsson, f. á Björk í
Sölvadal 1.9. 1910, d.
27.12. 1988, og Elín
Björg Pálmadóttir, f.
á Hofi í Arnarnes-
hreppi 4.6. 1917, d.
12.10. 1979. Heiða var sú fjórða í
röð átta systkina. Hin eru: Hreiðar,
f. 17.12. 1942, kvæntur Halldóru
Kristínu Marteinsdóttur, f. 30.6.
1940, þau eiga fimm börn, Pálmi, f.
Bjarna Indriðasyni frá Víðigerði í
Mosfellsdal, f. 2.11. 1948, d. 27.12.
1999. Foreldrar hans eru Svava
Elíasdóttir, f. 20.1. 1922, og Indriði
Jón Gunnlaugsson, f. 16.1. 1915, d.
2.7. 1972. Þau eignuðust fimm börn.
Bjarni og Aðalheiður eignuðust
þrjá syni. Þeir eru: 1) Steingrímur,
f. 11.8. 1967, kvæntur Jóhönnu
Hólmfríði Guðmundsdóttur, f. 28.3.
1974, þeirra börn eru: Ingimundur
Bjarni, f. 9.5. 2001, Aðalheiður Val-
gerður, f. 28.11. 2003, og Hlynur
Bergþór, f. 28.11. 2003; 2) Gunn-
laugur Indriði, f. 22.9. 1970, sam-
býliskona hans er Ásta Guðjóns-
dóttir, þeirra börn eru: Solveig Rut
Sigurðardóttir, f. 28.6. 1988, Bjarni
Marel Gunnlaugsson, f. 4.9. 1998,
og Harpa Karen Gunnlaugsdóttir,
f. 24.4. 2001; og 3) Eyþór Már, f. 9.2.
1974, hann er kvæntur Katrínu
Björk Baldvinsdóttur, f. 4.10. 1975.
Aðalheiður ólst upp á Kroppi í
Eyjafirði, en flutti 16 ára gömul í
Mosfellssveit. Þar bjó hún og starf-
aði við ullariðnað.
Útför Aðalheiðar fer fram frá
Lágafellskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
17.12. 1944, Elín Guð-
rún, f. 27.6. 1946, gift
Vésteini Garðarssyni,
f. 16.6. 1942, þau eiga
þrjú börn, Jón Ragn-
ar, f. 11.10. 1949,
kvæntur Halldóru Ás-
geirsdóttur, f. 27.10.
1958, þau eiga tvær
dætur, Valur, f. 15.6.
1953, kvæntur Regínu
Úlfarsdóttur, f. 19.3.
1957, þau eiga fjögur
börn, Úlfar, f. 21.6.
1953, kvæntur Guð-
björgu Steingríms-
dóttur, f. 28.2. 1954, þau eiga þrjú
börn og Lárus Örn, f. 24.4. 1955,
kvæntur Guðnýju Kristjánsdóttur,
f. 24.4. 1954, þau eiga þrjú börn.
Aðalheiður giftist 31.12. 1969
Elsku mamma, við erum enn í
sjokki þó svo að við höfum vitað að
hverju stefndi. Eftir veikinda-
stríðið 1999 héldum við að þessum
veikindum væri lokið en það kom
nú annað í ljós. Í lokatékkinu
vegna krabbans í byrjun 2005 kom
reiðarslagið, meinið var komið aft-
ur. Eftir hetjulega baráttu varð
undan að láta og krabbameinið
vann. Það er nú ekki langt síðan
meðferð var hætt. Við vorum nú
sumpart farin að sjá að endalokin
væru nærri en samt héldum við að
við hefðum aðeins meiri tíma.
Kannski er það alltaf þannig. Mað-
ur heldur að maður hafi lengri
tíma með þeim sem manni þykir
vænst um.
Við vissum að það var alltaf
hægt að leita til þín, því þú varst
boðin og búin að hjálpa ef mögu-
leiki var á. Mjög gott var að leita
til þín fyrir afmæli og aðrar veislur
þar sem við gátum notið hæfileika
þinna í eldhúsinu. Skinkubrauð-
tertan var hrein snilld, enda mjög
vinsæl hjá fjölskyldu og vinum. Við
tengdadæturnar höfum líka passað
okkur á því að fá þær uppskriftir
sem drengjunum hefur líkað og
var það ávallt hið minnsta mál. Við
munum sakna fjölskyldumáltíð-
anna, þar sem lambakjötið var í
aðalrétt en kærleikur og samveru-
stundirnar kryddið.
Minningarnar er margar og eru
bernskubrekin þeirra á meðal.
Mamma var nú til dæmis ekkert
rosalega ánægð þegar Steini gerði
við mótorhjólið í forstofunni eða
þegar Gulli spilaði fótbolta í kjall-
aranum í Byggðarholtinu. Hún
hafði nú líka áhyggjur af honum
Mára sínum. Hann reif sig alltaf úr
öllum útifötunum og henti þeim
inn fyrir dyrnar þegar nýbúið var
að klæða hann í þau í vetrarveðri,
en honum var heitt! Barnabörnin
voru þitt líf og yndi. Enda var
Heiða amma í miklu uppáhaldi.
Þau voru algjörir englar, sérstak-
lega þar sem þau vissu að Bellukex
var ávallt til í skápnum og þau
þurftu bara að spyrja til að fá eitt-
hvað gott.
Við munum sakna þín sárt, því
þú hefur verið svo stór hluti af lífi
okkar alla tíð. Við vonum að þján-
ingum sé lokið og friður kominn í
sálina.
Ástarkveðja
Steingrímur, Gunnlaugur, Ey-
þór, Jóhanna, Katrín og Ásta.
Elsku Heiða mín,
Það verður rosalega skrýtið að
koma aftur heim til Íslands í sum-
ar og vera ekki boðin í neitt ofáts-
boð hjá ömmunni í Mosfellsbæn-
um.
Það var alltaf gott og gaman að
koma í heimsókn til þín og það
skipti engu máli hvort við komum
snemma að morgni, seint um
kvöld, hvort við hringdum á undan
okkur eða hvað, borðið þitt var
alltaf fullt af góðum mat, kökum
eða einhverju góðgæti. Þú passaðir
alltaf vel að enginn gengi svangur
út úr þínu húsi.
Ég kynntist þér þegar ég var 10
ára og þið Bjarni tókuð mér strax
sem ykkar eigin barnabarni, mér
þótti svo vænt um það þá og mun
alltaf meta það vel. Þú varðst alltaf
ánægðari og ánægðari þegar
barnabörnin urðu fleiri og fleiri.
Mér fannst alltaf gaman að koma
til þín og systkinum mínum líka,
fyrir okkur var heimsókn til þín
lítið ferðalag því okkur fannst það
svo langt. Bjarna Marel finnst
miklu skemmtilegra að spila við
þig heldur en mig af því að þú
gefst ekki upp jafn hratt og ég, og
þú gast spilað alveg endalaust við
hann. Hörpu Karen fannst mest
gaman að seglasafninu þínu held
ég. Alltaf þegar ég hugsa um þig
hugsa ég ósjálfrátt um seglana
þína, risastór ísskápur þakinn
seglum alls staðar að úr heiminum.
Gjöf til þín úr hverju ferðalagi var
segull merktur þeim stað sem við
fórum á hverju sinni. Núna var ég
búin að kaupa handa þér feita,
svarta konu með ávaxtakörfu á
höfðinu merkta Dóminíska lýðveld-
inu, þú færð þann segul ekki úr
þessu.
Mér finnst alveg rosalega skrýt-
ið og óraunverulegt að skrifa þetta
til þín núna því innst inni vona ég
virkilega að þú verðir þarna ennþá
þegar ég kem til baka og allt verði
eins og það var áður, en svo er
ekki, ég veit það.
Eftir öll veikindin og erfiðið sem
þú ert búin að ganga í gegnum
Heiða mín, sérstaklega núna síð-
ustu mánuði, þá vona ég hjart-
anlega að þú fáir loks þína hvíld
hjá honum Bjarna. Þið fóruð bæði
of snemma og ykkar er sárt sakn-
að.
Ég mun aldrei gleyma ykkur,
mér þykir vænt um þig.
Hinsta kveðja,
Solveig Rut.
Elsku Heiða amma.
Manstu þegar þú gafst okkur
nammi og lékst við okkur? Það var
nú frekar erfitt að passa okkur öll
svo ég fékk oftast að vera einn
með þér. Mér fannst gaman að
vera í pössun hjá þér. Það var svo
gaman að leika við þig, spila, horfa
á sjónvarpið og fá nammi. Okkur
þótti alltaf gott að koma til þín og
jafnvel betra þegar þú komst í
heimsókn til okkar og við gátum
dregið þig um allt til að leika við
okkur. Hlynur vildi nú helst ekki
láta þig vera heldur áttir þú að
passa hann. Aðalheiði fannst svo
gaman þegar þú nenntir að elta
hana um allt og leika.
Við munum sakna nærveru þinn-
ar um ókomna tíð.
Ástarkveðja
Ingimundur, Aðalheiður
og Hlynur.
Það er sárt að kveðja elsku syst-
ur og mágkonu og hugsa til þess
að gleðistundir okkar verði ekki
fleiri. Við gleðjumst fyrir Heiðu
hönd, þjáningum hennar er lokið
og við erum þess fullviss að Bjarni
hefur tekið vel á móti henni. Þau
voru svo samhent hjón og góðir
vinir vina sinna. Við munum alltaf
minnast gleðistundanna með þeim.
Við sendum sonum þeirra og
fjölskyldum innilegar samúðar-
kveðjur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Blessuð sé minning þín.
Jón og Halldóra.
Þá er komið að kveðjustund. Í
dag kveðjum við elskulega konu,
hana Heiðu okkar. Hún laut í
lægra haldi fyrir illvígum sjúkdómi
sem hún barðist hetjulega við fram
á síðasta dag.
Þegar litið er yfir farinn veg eru
margar minningar sem ylja okkur
um hjartarætur.
Þegar strákarnir í Byggðarholt-
inu áttu afmæli og boðið var til
veislu, þá svignaði borðstofuborðið
undan kræsingunum hennar
Heiðu. Fagurlega skreyttar brauð-
tertur og besta peruterta bæjarins
ávallt vinsælastar.
Við minnumst samverustund-
anna í Víðigerði, bæði við leik og
störf. Gott var að leggjast í grasið
í garðinum, og njóta sólargeisl-
anna.
Heiða og Bjarni voru dugleg að
fara norður í land á hverju sumri
og þegar við fjölskyldan lögðum
leið okkar norður, þá var ávallt
komið við á Kroppi og jafnvel gist í
tjaldi í garðinum eða inni í bæ. Svo
var farið í dagsferðir um Norður-
land, Akureyri, inn um sveitir og
dali og inn í Vaglaskóg.
Einnig er það minnisstætt þegar
Heiða fékk sér nýja og mikla Don
Kano úlpu, rauða að lit, og auðvit-
að varð húsmóðirin á þessu heimili
einnig að fá sér svoleiðis úlpu.
Heiða var kjarnakona með sínar
skoðanir á flestum hlutum. Sterk-
ur persónuleiki með hlutina á
hreinu og sást það best á heimili
hennar og Bjarna, sem var ávallt
gott heim að sækja.
Það var Heiðu mikið áfall þegar
Bjarni lést skyndilega og var það
mikill missir fyrir hana, sem og
fjölskylduna alla. Nú hafa þau hist
að nýju í draumalandinu.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Elsku Steini, Gulli, Mári og fjöl-
skyldur, megi góður Guð styrkja
ykkur og styðja á þessum erfiðu
stundum.
Fjölskyldan Arkarholti.
Elsku Heiða, við kveðjum þig í
dag í hinsta sinn. Þú barðist hetju-
lega við þennan ógnvænlega sjúk-
dóm og núna er komið að kveðju-
stund. Við þökkum allar þær
samverustundir sem við höfum átt
á síðastliðnum 16 árum. Öll fjöl-
skylduboðin, hvort sem um afmæli
barnabarna okkar eða aðrar hátíð-
ir er að ræða, sitja ofarlega í huga
okkar. Ómetanlegar eru einnig all-
ar ömmustundirnar okkar saman
þar sem við fórum og náðum í tví-
burana og Ingimund á leikskólann
saman og vorum með þau þar til
Jóhanna kom heim úr vinnunni.
Þú varst dugleg að fá þér göngu-
túra í nánast hvaða veðri sem var
og komst þá iðulega við hjá okkur
á kaffihúsinu til að spjalla og fá
þér einn kaffibolla. Núna á síðasta
ári komstu til okkar nánast á
hverjum einasta degi. Mikill sökn-
uður er að því að fá þig ekki í
heimsókn til okkar.
Elsku Steini, Mári, Gulli og fjöl-
skyldur, okkar innilegustu samúð-
arkveðjur á þessum erfiðu tímum.
Megi Guð vera með ykkur.
Ingunn, Guðmundur og
Guðmundur Árni Þór.
Elsku Heiða.
Núna erum við að kveðja þig í
hinsta sinn. Baráttu þinni er lokið
við þennan illa sjúkdóm. Vonandi
líður þér betur núna. Við vitum að
Bjarni hefur tekið vel á móti þér
og að ykkur líður vel saman á ný.
Það voru margar góðar stundir
sem við áttum saman og hittumst
við síðast á yndislegum degi um
áramótin þegar Mári og Kata giftu
sig.
Það leið oft langur tími frá því
við sáumst síðast en alltaf var það
jafnnotalegt að spjalla við þig. Við
höldum alltaf að við höfum allan
tímann í heiminum til að koma í
heimsókn en þegar við ætluðum að
kíkja á þig á laugardaginn var það
orðið of seint. Jóhanna hringdi í
Beggu og sagði að þú værir farin.
Okkur fannst það ekki sanngjarnt
því okkur langaði til að hitta þig
einu sinni enn, en þinn tími var
kominn og Bjarni farinn að bíða
eftir þér. Við fengum þó að kveðja
þig heima á laugardaginn og erum
við mjög þakklát fyrir það.
Kormákur og Kristófer sakna
þín mikið, þeir elskuðu þig eins og
sína eigin ömmu. Stundum í
göngutúrunum okkar skildu þeir
ekkert í því ef þú varst ekki með,
þegar við komum upp í Mosó í
göngu. Þegar við vorum á göngu
þar áttir þú að vera með. Kormák-
ur sagði um daginn: Mamma, ég
sakna Heiðu ömmu svo mikið, það
komst ekkert annað að í hausnum
mínum í dag. Kristófer segir að þú
sért ekki farin, þú kemur aftur.
Hann reifst meira að segja við
bróður sinn um það. Hann skilur
ekki ennþá að þú ert alltaf hjá
okkur, bæði í huga og hjarta.
Elsku Steini, Mári, Gulli og fjöl-
skyldur, okkar innilegustu samúð-
arkveðjur á þessum erfiðu tímum.
Megi Guð vera með ykkur.
Bergþóra, Jón Óskar,
Kormákur Helgi, Kristófer
Ingi, Valgerður og Halldór.
AÐALHEIÐUR
VALGERÐUR
STEINGRÍMSDÓTTIR
Mér fannst gaman að
koma og gista hjá þér og
spila við þig Olsen Olsen og
Yatzy. Ég sakna þín svo mik-
ið og geymi þig alltaf í hjarta
mínu.
Þinn
Bjarni Marel.
Ég sakna til þín amma mín
af því að þú ert svo góð við
mig, þú leyfðir mér alltaf að
fá nammi og ristað brauð og
kakó.
Þín
Harpa Karen.
HINSTA KVEÐJA
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Sorgarfregn berst
okkur yfir lönd og
haf, alla leið frá Ís-
landi.
Þóra Stefánsdóttir
er látin. Hún var okkur Anneli ná-
inn og kær vinur og mikill Finn-
landsvinur. Persónutöfrar hennar,
glatt og hlýtt viðmót og góðar gáfur
settu svip sinn á samverustundir
okkar. Í okkar augum var hún full-
komin og gestrisin húsfreyja í ein-
stökum veislum á hinu fallega
heimili hennar og Haraldar, áður í
Skildinganesi og hin síðari ár á
Þorragötu.
Það kom í hlut Þóru að standa
fyrir óteljandi móttökum, matar-
veislum og öðrum athöfnum í
tengslum við móttöku finnskra
gesta á Íslandi. Á grundvelli upp-
ÞÓRA
STEFÁNSDÓTTIR
✝ Þóra Stefáns-dóttir fæddist í
Reykjavík 10. júlí
1924. Hún andaðist
á Landspítalanum í
Fossvogi 26. janúar
síðastliðinn og var
jarðsungin frá Frí-
kirkjunni í Reykja-
vík 7. febrúar.
runa síns, umgengn-
isfærni og persónu-
töfra sá hún um allan
slíkan mannfagnað af
miklu öryggi og fágun
og átti því ríkan þátt í
að skapa þeim gott
umhverfi. Ásamt Har-
aldi átti hún ríkan
þátt í að sinna mál-
efnum Finnlands um
margra ára skeið áð-
ur en Finnland stofn-
aði sendiráð á Íslandi,
fyrst sem ræðis-
mannshjón í Reykja-
vík frá 1965 og frá 1968 sem að-
alræðismannshjón.
Söknuðurinn við fráfall Þóru er
mikill meðal fjölda vina í Finnlandi,
sem þau Þóra og Haraldur hafa
eignast vegna virkra tengsla við
vort land og fjölmargar heimsóknir.
Hugir okkar eru hjá þeim nán-
ustu, hjá Haraldi og yngri kyn-
slóðum fjölskyldunnar. Í miðsvetr-
armyrkrinu hér í Helsingfors
kveikjum við á kerti í minningu
Þóru.
Anneli og Håkan Branders,
fv. sendiherra Finnlands
á Íslandi.