Morgunblaðið - 25.02.2006, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 25.02.2006, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 49 KIRKJUSTARF prestar Fríkirkjunnar hafa leitt helgihaldið og hljómsveit kirkj- unnar séð og hressilega tónlist. Að lokinni messu verður kaffi og spjall í safnaðarheimilinu. Aðalfundur safnaðar fríkirkjunnar Kefas AÐALFUNDUR safnaðar fríkirkj- unnar Kefas verður haldinn þriðju- daginn 28. febrúar kl. 20: Eins og venjulega er þetta mjög áríðandi fundur og mikilvægt að safn- aðarmeðlimir mæti. Stjórnin. Djassmessa í Óháða söfnuðinum Á SUNNUDAGINN 26. febrúar kl. 14 verður djassmessa í Óháða söfn- uðinum. Sigurður Flosason saxó- fónleikari og Gunnar Gunnarsson hljómborðsleikari sjá um tónlist- arflutninginn að þessu sinni. Barnastarf er á sama tíma og jazzmessan er. Maul er síðan eftir messuna, þar sem menn geta sezt niður og malað saman. Allir vel- komnir. Ensk messa í Hallgrímskirkju Á SUNNUDAG, 26. febrúar nk., kl. 14 verður haldin ensk messa í Hall- grímskirkju. Prestur verður sr. Ása Björk Ólafsdóttir. Organisti verður Douglas A. Brotchie. Guðrún Finn- bjarnardóttir mun leiða almennan safnaðarsöng. Fimmta árið í röð er boðið upp á enska messu í Hall- grímskirkju síðasta sunnudag hvers mánaðar. Messukaffi. Service in English SERVICE in English at the Church of Hallgrímur (Hallgrímskirkja) 26h of February, at 2 pm. Holy Communion. The Sunday next be- fore Lent. Celebrant and Preacher: The Revd Ása Björk Ólafsdóttir. Organist: Douglas A. Brotchie. Leading singer: Guðrún Finnbjarn- ardóttir. Refreshments after the Service. Helgihald í Kolaportinu HELGIHALD verður í Kolaportinu 26. febrúar kl. 14 í „KaffiPort“. Frá kl. 13.30 syngur og spilar Þorvald- ur Halldórsson ýmis þekkt lög bæði eigin og annarra. Hann annast einnig tónlistina í helgihaldinu. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leið- ir samveruna. Að venju er boðið upp á að koma með fyrirbænaefni og mun Ragnheiður Sverrisdóttir djákni biðja með og fyrir fólki. Í gegnum tíðina hefur skapast andrúmsloft tilbeiðslu í þessu helgi- haldi. Þó margt sé um að vera í Kolaportinu eru ávallt margir þátt- takendur sem gjarnan fá sér kaffi- sopa, syngja, biðja og hlusta. Að sjálfsögðu eru allir velkomn- ir. Afmælishátíð KSS og KSF Í TILEFNI þess að nú í ár fagna tvær grasrótarhreyfingar innan Þjóðkirkjunnar, KSS (Kristileg skólasamtök), 60 ára afmæli og KSF (Kristilegt stúdentafélag), 70 ára afmæli, hefur verið ákveðið að halda veglegan afmælisfund laug- ardagskvöldið 25. febrúar. Fund- urinn fer fram á hefðbundnum fundartíma félaganna kl. 20.30 á Holtavegi 28. Fundurinn, sem verð- ur fjölsóttur, mun verða með hátíð- legu sniði og skarta mörgum af söngperlum félaganna. Jafnframt Alþjóðlegur bænadag- ur kvenna 2006 ALÞJÓÐLEGUR bænadagur kvenna hefur verið árviss við- burður innan kristinna safnaða á Íslandi í á fimmta áratug. Hann er jafnan haldinn fyrsta föstudag í mars, eins og í 180 löndum öðrum víðsvegar í heiminum. Tilgangur bænadagsins er að koma saman til að biðja fyrir konum í mismunandi löndum og fræðast um aðstæður þeirra, svo bænin sé byggð á þekk- ingu. Að þessu sinni kemur efni Al- þjóðlegs bænadags kvenna frá Suð- ur-Afríku. Yfirskriftin er: „Tákn tímanna“. Eins og við gerum á hverju ári munum við einnig nú tendra lampa okkar til að fræðast, að þessu sinni um sögu S-Afríku, menningu, trúarlegar hefðir, fé- lagsleg og stjórnarfarsleg vanda- mál og leggja fram land og þjóð í bæn. Um allt Ísland munu konur og karlar koma saman til að biðja fyrir mikilvægum málefnum S-Afríku hinn 3. mars 2006. Í Reykjavík verður bænadagurinn haldinn há- tíðlegur með samkomu í Kristni- boðssalnum, Háleitisbraut 58–60, Reykjavík og eru það systur okkar í Kristniboðsfélagi kvenna sem eru gestgjafar að þessu sinni. Í Lands- nefnd Alþjóðlegs bænadags kvenna á Íslandi eru fulltrúar 11 kristi- legra félaga og kirkjudeilda: Að- ventista, Fríkirkjunnar í Reykjavík, Fríkirkjunnar Vegarins, Hjálpræð- ishersins, Hvítasunnukirkjunnar, Íslensku Kristskirkjunnar, Kaþ- ólsku kirkjunnar, KFUM/K, Kristniboðsfélags kvenna, Óháða safnaðarins og Þjóðkirkjunnar. Bænadagssamkoman hefst kl. 20 og verður dagskrá fjölbreytt að vanda. Væntum við þátttöku fólks frá Afr- íku sérstaklega og eru bæði karlar og konur velkomin. Dagskrá kvöldsins, kynning á landi og barnaefni hefur verið sett inn á www.kirkjan.is/annall/ baenadagur. Fyrir hönd Landsnefndarinnar, Bára Friðriksdóttir. Prófastur Borgfirðinga vísiterar Akranes PRÓFASTUR Borgfirðinga, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, vísiterar Akranessöfnuð á morgun, sunnu- dag. Hann prédikar í guðsþjón- ustum á Dvalarheimilinu Höfða kl. 12.45 og í Akraneskirkju kl. 14. Kirkjukór Akraness syngur. Org- anisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Kirkjukaffi verður í safnaðarheim- ilinu Vinaminni eftir guðsþjónustu. Síðan mun prófastur funda með sóknarpresti og sóknarnefnd Akra- neskirkju. Akurnesingar eru hvatt- ir til þess að fjölmenna í áðurnefnd- ar guðsþjónustur. Sóknarprestur. Æðruleysismessa í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði ÆÐRULEYSISMESSA verður í Fríkirkjunni í Hafnarfirði annað kvöld, sunnudagkvöldið 26. febr- úar, kl. 20. Að venju er það hljóm- sveit Fríkirkjunnar, Fríkirkjuband- ið, sem leiðir létta og fallega tónlist. Þá verða sporin 12 lesin og hug- leidd og fluttur verður vitnisburður út frá sporunum 12. Æðruleysismessur hafa nú verið haldnar mánaðarlega í eitt og hálft ár í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og hafa jafnan verið vel sóttar. Það er hópur áhugafólks um æðruleys- ismessur sem stendur á bak við þetta helgihald og er hér því alfarið um grasrótarstarf að ræða en verður fundurinn í fullum takti við KSS/KSF-fundi dagsins í dag. Þannig er það ósk afmælisnefnd- arinnar að kynslóðirnar geti mæst og átt góða og uppbyggilega stund saman. Meðal dagskráratriða má nefna: Upphafsorð frá Sverri Axelssyni, einum stofnanda KSS, hugleiðingu frá sr. Írisi Kristjánsdóttur, for- manni Kristilegu skólahreyfing- arinnar, þrautakeppni milli kyn- slóðanna, þar sem fjögur lið keppa, eitt skipað KSS/KSF-ingum dags- ins í dag, annað með fulltrúum 30– 45 ára, hið þriðja 45–60 ára og loks lið skipað fulltrúum 60 ára og eldri. Einnig verður boðið uppá ljós- myndasýningu með myndum úr starfi félaganna gegnum árin, en auk þess munu gamlar skólamóts- dagskrár liggja frammi ásamt gömlum félagsblöðum. Eftir fund- inn verður boðið upp á léttar veit- ingar ásamt því að hægt verður að kaupa miða í afmælishappdrætti fé- laganna. Gamlir og nýir fé- lagsmenn hjartanlega velkomnir Afmælisnefndin. Fyrirlestur um helgi- myndlist í Landakoti AUÐUR Ólafsdóttir, listfræðingur og dósent við Háskóla Íslands, flyt- ur erindi í safnaðarheimili kaþ- ólskra á Hávallagötu 16 mánudag- inn 27. febrúar kl. 20: María mey og ímynd hennar í myndlist – Hin mörgu andlit Maríu: móðir, mey, himnadrottning. Þökkum Auði kærlega fyrir fús- leika sinn að gefa vinnu sína til að fræða okkur. Annar fyrirlestra hennar mun augljóslega vekja sömu athygli og fyrra erindið þar sem hún notar ríkulegt myndefni til að gefa okkur innsýn í sögu og þró- un helgimyndlistarinnar. Skátamessa í Grafarvogskirkju NÆSTKOMANDI sunnudag 26. mars kl. 14 verður hin árlega skáta- guðsþjónusta í Grafarvogskirkju. Skátafélagið Hamar annast guðs- þjónustuna. Hugvekju flytur Guð- mundur Pálsson skátaforingi. Skátakórinn syngur undir stjórn Sigurðar Viktors Úlfarssonar. Org- anisti: Hörður Bragason. Séra Vig- fús Þór Árnason þjónar fyrir altari. Í messunni verða ylfingar og skátar vígðir inn í skátahreyfinguna. Allir velkomnir. Grafarvogskirkja. Eldri borgarar í Grafarvogskirkju ÞRIÐJUDAGINN 28. febrúar kl. 12 munu eldri borgarar hittast eins og venjulega, en að þessu sinni munu þeir snæða saltkjöt og baunir í til- efni dagsins sem er sprengidagur. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur mun koma í heimsókn og fræða okkur um dagana sem í hönd fara á föstunni. Að venju verður handa- vinnan á sínum stað einnig verður spilað og spjallað. Allir velkomnir. Grafarvogskirkja. Húsdýragarður og prestsvígsla ÞAÐ verður stór dagur hjá Laug- arnessöfnuði sunnudaginn 26. febr- úar. Í tilefni Vetrarhátíðar mun sunnudagskólinn verða haldinn í Húsdýragarðinum um leið og al- menn messa fer fram í kirkjunni. Kl. 13.30 munu unglingarnir í Adr- enalíni gegn rasisma taka þátt í dagskrá á heimsdegi barna sem fram fer í Laugalækjarskóla í til- efni Vetrarhátíðar. Stjórn sunnu- dagaskólans er einkum á höndum Hildar Eirar Bolladóttur, sem og umsjón Adrenalínstarfsins, en kl. 16 þennan sama dag mun hún ganga upp að altari Dómkirkjunnar í Reykjavík og taka prestsvígslu. Er söfnuðurinn hvattur til að fjöl- menna líka við vígslu síns nýja prests. Samkynhneigðir og kirkjan – hver er ágreiningurinn? Á FRÆÐSLUMORGNI í Hallgríms- kirkju á morgun, sunnudag, kl. 10, mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir flytja erindi sem hún nefnir: Sam- kynhneigðir og kirkjan. Hver er ágreiningurinn? Í erindi sínu mun sr. Irma Sjöfn kappkosta að gera hlutlæga grein fyrir ólíkum sjón- armiðum hvað varðar aðkomu kirkjunnar við stofnun sambúðar samkynhneigðra. Ekki er um um- ræðufund að ræða heldur er hann hugsaður sem upplýsing um ólík viðhorf í viðkvæmu og mikilsverðu máli til að auðvelda fólki að taka af- stöðu með upplýstum hætti. Kl. 11 hefst síðan messa þar sem séra Halldór Reynisson verkefnisstjóri á biskupsstofu mun prédika og þjóna fyrir altari ásamt séra Sigurði Páls- syni. Í messunni syngur Ester Jök- ulsdóttir messósópran aríur úr H-moll messu Bachs. Organisti er Hörður Áskelsson. Barnastarf hefst á sama tíma í umsjá Magneu Sverr- isdóttur djákna. Kl. 17 hefjast síðan tónleikarnir Trompeteria. „Kamilla og þjófurinn“ í Breiðholtskirkju Á MORGUN, sunnudaginn 26. febr- úar, verður fjölskylduguðsþjónusta í Breiðholtskirkju kl. 11. Að þessu sinni fáum við Stoppleikhópinn í heimsókn og mun hann flytja leik- ritið „Kamilla og þjófurinn“ eftir Kari Vinje. Kamilla er átta stúlka sem býr í litlu rauðu húsi sem heitir Sólarstofa. Besti vinur Kamillu er Sebastían en hann er innbrots- þjófur en ákveður einn dag að hætta að stela með hjálp Kamillu. Leikritið veitir börnum nýja sýn á gildi þess að fylgja Jesú og feta hinn góða veg í lífinu. Þessi boð- skapur á erindi við hverja fjöl- skyldu og með sýningu verksins í fjölskylduguðsþjónustu gefst for- eldrum gott tækifæri til þess að koma með börnum sínum til kirkju og eiga þar skemmtilega og upp- byggilega stund. Allir eru velkomn- ir í barnastarf Breiðholtskirkju alla sunnudaga kl. 11. Trúarlíf íslenskra land- nema í Vesturheimi SR. BRAGI Friðriksson ræðir um trúarlíf Vestur-Íslendinga á sam- veru eldri borgara í Neskirkju, miðvikudaginn 1. mars kl. 15. Bragi þjónaði mörgum íslenskum söfn- uðum í Manitoba í Kanada. Eftir að hann lauk störfum sem prestur í Garðabæ og prófastur Kjalnesinga skrifaði hann meistararitgerð um þetta áhugaverða efni. Allir vel- komnir. Hjóna- og sambúðarmessur FJÖLSKYLDAN er mikilvægasta stofnun samfélagsins sem byggist á sambúð eða hjónabandi foreldr- anna. Mikilvægustu undirstöðurnar eru ástin, trúfestin og virðingin. Allar þessar þrjár stoðir þarf að rækta. Það er því mikilvægt að kirkjan komi með tilboð um þjón- ustu sem hjálpar hjóna- og sambúð- arfólki að rækta þessar stoðir. Á þessari vorönn stendur til að halda kvöldmessur í Bessastaða- og Garðakirkju sem kallast „hjóna- og sambúðarmessur“, en þetta er sam- starfsverkefni beggja sókna. Þar verður kastljósinu beint að hjóna- bandinu eða sambúðinni með fræðslu, gleði, tónlist og bæn. Margir snjallir fyrirlesarar miðla fróðleik og gott tónlistarfólk mun leiða lofgjörðina. Sunnudags- kvöldið 26. febrúar kl. 20 verður fyrsta messan í Garðakirkju. Prest- arnir Jóna Hrönn Bolladóttir og Friðrik J. Hjartar leiða stundina en hjónin sr. Vigfús Bjarni Albertsson og Valdís Ösp Ívarsdóttir fjöl- skylduráðgjafi fjalla um mikilvægi samtalsins. Ómar Guðjónsson gít- arleikari og Anna Sigríður Helga- dóttir söngkona stýra tónlistinni. Það eru allir velkomnir, aldur og kynhneigð er ekki fyrirstaða. Sjá nánar á www.gardasokn.is. Tómasarmessa í Breiðholtskirkju ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar Tómasarmessur efnir til fimmtu messunnar á þessum vetri í Breið- holtskirkju í Mjódd sunnudags- kvöldið 26. febrúar, kl. 20. Tóm- asarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breið- holtskirkju í Mjódd síðasta sunnu- dag í mánuði, frá hausti til vors, síð- ustu átta árin. Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breið- holtskirkja, Kristilega skóla- hreyfingin, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna. Tóm- asarmessan einkennist af fjöl- breytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrirbænaþjón- ustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna. Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undirbúningi og fram- kvæmd Tómasarmessunnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar. Hljómsveit afburða tónlistarnemenda leikur við messu í Langholtskirkju 25 ungmenni frá Tónlistarskól- anum í Bærum í Suður-Noregi eru á ferð hér á landi og leika m.a. við messu í Langholtskirkju sunnudag- inn 26. mars kl. 11. Hér er á ferð hópur afburðanemenda, og eru þessi ungmenni þegar orðin virk í tónlistarlífi í Suður-Noregi. Barna- starfið byrjar í kirkjunni eins og gjarnan og fær yngsta kynslóðin einnig að hlýða á þetta unga lista- fólk. Guðsþjónusta í Fríkirkjunni í Reykjavík GUÐSÞJÓNUSTA kl. 14. Börn verða borin til skírnar í stundinni. Þrjár ungar stúlkur, sem unnu hverfakeppni Samfés, þær Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Sara Margrét Ragnarsdóttir og Ágústa Ebba Hjartardóttir, munu flytja okkur frumsamið efni; þær syngja ásamt því að spila á fiðlu og píanó. Tón- listin verður, sem löngum fyrr, í höndum Önnu Sigríðar og Carls Möller. Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir stundina. Gleym mér ei EINELTI er staðreynd í okkar sam- félagi og það er mikilvægt að vinna gegn því, vegna þess að ofbeldi brýtur niður sjálfsmynd fólks. Á vegum Garðasóknar er sjálfshjálp- arhópur ungs fólks á aldrinum 14– 20 ára sem hefur það að markmiði að vinna gegn einelti og rjúfa fé- lagslega einangrun unglinga. Það eru samverur alla föstudaga í Vídalínskirkju í Garðabænum kl. 16. Umsjón með starfinu hefur sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. Hægt er að leita upplýsinga á netfangið: jona- hronn@gardasokn.is Halldór Ásgrímsson les úr Passíusálmunum í Grafarvogskirkju HALLDÓR Ásgrímsson, forsætis- ráðherra mun lesa fyrsta Pass- íusálminn á helgistund í Graf- arvogskirkju 1. mars nk., á öskudag, kl. 18:00. En þá hefst röð helgistunda sem verða alla virka daga föstunnar í fimmtán mínútur í senn, frá kl. 18:00-18:15. Ráðherrar og alþingismenn lesa úr Passíu- sálmunum. Þessar stundir eru samtals 31. Sú síðasta verður miðvikudaginn 12. apríl nk. Þá mun Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, lesa síðasta sálminn. Fríkirkjan Kefas.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.