Morgunblaðið - 25.02.2006, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 65
Hvað er joik?, spyr MaritHætta Överli sjálfa sigþegar hún er innt eftirútskýringum á þessum
sér-samíska söngstíl sem verður í
aðalhlutverki á tónleikum í Íslensku
óperunni í kvöld og ber yfirskriftina
Joik, rímur og rokk.
Marit hagræðir sér lítillega í sæt-
inu, horfir út um glugga kaffiterí-
unnar í Norræna húsinu þar sem
við ákváðum að hittast og svo held-
ur hún áfram:
„Þegar ég joika til einhvers, þá er
ég ekki að joika um tiltekna per-
sónu heldur verður joikið að per-
sónunni sjálfri; tilfinningum hennar
sem eru það djúpar að engin orð fá
þeim lýst. Joikið er líka það kraft-
mikið að orðin virka máttlaus í sam-
anburði við það afl sem leysist úr
læðingi við sönginn. Hér eru eins-
konar frumkraftar að verki sem
samískir söngvarar hafa beislað í
aldanna rás og eru jafn einkennandi
og dulúðugir fyrir okkar menningu
eins og rúnir eru fyrir ykkur.“
Það er einmitt orða- eða texta-
leysið sem verkar framandi í eyrum
þeirra sem heyra joik í fyrsta skipti
en það kemst líklega næst söng-
særingum frumbyggja Norður-
Ameríku; enda segir Marit sjálf að
þegar hún heyrði indjánasöng í
fyrsta skipti í Kanada, hafi hún orð-
ið steinhissa á því það væru fleiri en
Samar sem joikuðu.
Marit sem er frá Finnmörku,
nyrst í Noregi, segir að hún hafi
byrjað að joika fyrir sextán árum
eftir að hafa alið son sinn. Joikið
var ekki stundað á hennar heimili,
hvorki af föður hennar né móður en
þá var menningarpólitísk stefna í
Noregi ennþá sú, að setja samíska
menningu skör lægra. Nú segir hún
að Samar séu mjög stoltir af sínum
menningararfi og ekki síður unga
fólkið sem virðist skilja mikilvægi
þess á tímum alþjóðavæðingar.
Joik og teknó
„Sú hamingja sem ég upplifði
þegar sonur minn kom í heiminn
varð ekki bundin í orð en með joik-
inu var eins og þessar tilfinningar
hefðu eignast sitt eigið tjáning-
arform og síðan þá hef ég ekki hætt
að joika.“
Marit segir að joikið eigi sér
mörg þúsund ára sögu og að það
hafi haldist meira eða minna eins í
gegnum tíðina. Síðustu ár hafi hún
og fleiri samt byrjað að vinna með
joikið á nútímalegri hátt og þá sér í
lagi notast við tölvutækni við upp-
tökur og blandað þá söngforminu
við aðrar tónlistarstefnur – til að
mynda teknó-tónlist.
„Sonur minn er mikill aðdáandi
teknó-tónlistar og þess vegna ákvað
ég að prófa að tvinna þessa tvo
ólíku tón- og hrynheima saman á
síðustu plötu minni. Joikið er nefni-
lega svo persónulegt að það getur
leitt mann hvert sem er. Þegar ég
sakna sonar míns á ferðalögum, þá
get ég auðvitað hringt til hans en
það er ekki það sama og að joika til
hans. Þegar ég joika til sonar míns,
þá er hann hjá mér. Þannig getur
joikið virkað sem lækningarmeðal á
sálina – ekki svo ósvipað því hlut-
verki sem söngur indjánanna gegn-
ir.
Fjárfest í listamönnum
En er þá hægt að æfa joik?
„Já, já. Það er hægt að æfa það
en þó ekki hægt að segja að joik sé
ekta nema að hluti þess sé spunn-
inn á staðnum og þá er það hlutur
hins ómeðvitaða sem spilar hvað
stærstan þátt. Á tónleikum reyni ég
að útskýra joik fyrir áhorfendum og
reyni þá um leið að túlka mismun-
andi tilfinningar í gegnum sönginn.
Það er erfitt að útskýra þetta í
blaðaviðtali en tónleikagestir ættu
að skilja þetta um leið og ég byrja
að syngja.“
Áður en ég mælti mér mót við
Marit var mér tjáð að hún hefði ný-
lega tekið við framkvæmdastjórn
Origo-kultur AS sem miðar að því
að fjárfesta í norður-norskum lista-
mönnum. Stórum fjárhæðum hefur
verið varið til verksins sem á að
stuðla að blómlegu listalífi í Finn-
mörku en hugmyndin er svipuð
þeirri sem Nýsköpunarsjóður bygg-
ist á. Upprennandi listamönnum er
útvegaður höfuðstóll til að þróa list
sína en skuldbindur sig svo síðar
meir til að borga arð, verði hann
einhver. Marit segir að þessi hug-
mynd hafi hlotið mikla athygli í
Noregi og að hún líti björtum aug-
um fram á veginn.
„Það er mjög fjölbreytt listalíf í
Norður-Noregi og ég er viss um að
þetta muni koma mörgum lista-
mönnum til góða en ekki síður
norskri og samískri menningu.“
Einstakir tónleikar
En að tónleikunum í kvöld.
Hverju eiga hljómleikagestir von á?
„Ég er viss um að þetta verða al-
veg einstakir tónleikar enda mjög
færir tónlistarmenn sem þarna
koma saman; Hilmar Örn Hilm-
arsson, Sigtryggur Baldursson,
Klemet Anders Buljo sem hefur
unnið með mér lengi, Steindór And-
ersen rímnasöngvari, Guðmundur
Pétursson gítarleikari og svo rokk-
ararnir í Mínus Bjarni og Bjössi.
Eins og yfirskriftin gefur til kynna,
verður íslenskri rímnahefð blandað
við samískt joik en svo verður þessu
öllu gefinn aukakraftur með rokk-
tónlistinni. Við höfum verið að æfa
undanfarna daga og ég iða af
spenningi fyrir að fá að flytja þetta
fyrir íslenska tónlistarunnendur.
Tónlist | Samíska söngkonan Marit Hætta Överli kemur fram á Vetrarhátíð í Reykjavík
Orð verða einskis virði
Eftir Höskuld Ólafsson
hoskuldur@mbl.is
Joik, rímur og rokk í Íslensku óp-
erunni í kvöld. Miðaverð er 1.000
krónur. Tónleikarnir hefjast kl. 21.
Morgunblaðið/Kristinn
Marit Hætta Överli og Bjössi í Mínus, leiða hesta sína saman í kvöld ásamt
fjölmörgum öðrum frábærum tónlistarmönnum.
TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
m.a.: Charlize Theron sem besta leikkona í aðalhlutverki og Frances McDormand
sem besta leikkona í aukahlutverki. Frá leikstjóra Whale Rider.2
eee
H.J. Mbl.
eee
V.J.V.Topp5.is
eee
S.K. DV
HANN VANN HUG OG HJÖRTU KVENNA
EN HÚN STAL HJARTANU HANS.
Töfrandi hnyttin og spennandi rómantísk
stórmynd frá leikstjóra Chocolat.
FÓR BEINT
Á TOPPINN
Í BANDA-
RÍKJUNUM!
TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
M.a. besta aðalhlutverk kvenna (Keira Knigthley),
bestu listrænu leikstjórn og tónlist.4
eeeeH.J. Mbl. eeeeL.I.N. topp5.is
TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
Besta leikstjórn (Steven Spielberg), besta mynd, besta handrit,
besta tónlist og besta klipping.5
*****
S.V. Mbl.****
kvikmyndir.is
****
Ó.Ö. DV
*****
L.I.B. Topp5.is
SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI
BLÓÐBÖND kl. 6 - 8 - 10:10
BLÓÐBÖND VIP kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10.10
CASANOVA kl. 3:30 - 5.45 - 8 - 10:20
NORTH COUNTRY kl. 5.15 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára.
BAMBI 2 m/Ísl. tali kl. 2 - 4
DERAILED kl. 10:20 B.i. 16 ára.
MUNICH kl. 9 B.i. 16 ára.
PRIDE AND PREJUDICE kl. 8
OLIVER TWIST kl. 3.30 B.i. 12 ára.
CHRONICLES OF NARNIA kl. 2 - 6
KING KONG kl. 4 B.i. 12 ára.
Litli Kúllinn m/Ísl. tali kl. 2
BLÓÐBÖND kl. 2:30 - 4:10 - 6 - 8 - 10:10
UNDERWORLD 2 kl. 6 - 8:15 - 10:30 B.i. 16 ára.
DERAILED kl. 8.15 - 10.30 B.i. 16 ára.
OLIVER TWIST kl. 4:15 B.i. 12 ára.
HARRY POTTER 4 kl. 1:30
eee
M.M. J. Kvikmyndir.com
FREISTINGAR GETA
REYNST DÝRKEYPTAR
Clive
Owen
Jennifer
Aniston
Vincent
Cassel
eee
V.J.V. Topp5.is
SEXÍ, STÓRHÆTTULEG
OG ÓSTÖÐVANDI
MYNDIR KL. 12 UM HELGAR Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
BAMBI 2 m/Ísl. tali kl. 12 - 2 - 4 - 6.30
CHRONICLES OF NARNIA kl. 12
Litli Kjúllinn m/Ísl. tali kl. 12