Morgunblaðið - 28.02.2006, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
AÐALMEÐFERÐ í máli fyrir-
tækja tengdra Frjálsri fjölmiðlun
hófst fyrir Héraðsdómi Reykjavík-
ur í gær, og er búist við að rétt-
arhöldin muni standa það sem eftir
er vikunnar. Sakborningar í málinu
eru alls tíu, en ákært er í samtals
níu ákæruliðum. Í átta tilvikum
vegna brots á lögum um skil á
vörslusköttum, en í einu vegna um-
boðssvika.
Ákært er vegna brota í starfsemi
alls átta fyrirtækja sem utan eitt
tengjast á einn eða annan hátt
Frjálsri fjölmiðlun ehf., sem tekið
var til gjaldþrotaskipta í júlí 2002.
Meint brot áttu sér stað á árabilinu
2000 til 2003, en félögin sjálf hafa
öll verið lýst gjaldþrota.
Ákært er vegna samtals rúmlega
119 milljóna króna. Þar af eru um
57,7 milljónir vegna brota á lögum
um staðgreiðslu opinberra gjalda,
um 36,7 milljónir vegna brota á lög-
um um virðisaukaskatt, og 24,8
milljónir vegna umboðssvika. Brot-
in eru ýmist talin varða við almenn
hegningarlög, lög um virðisauka-
skatt og/eða lög um staðgreiðslu
opinberra gjalda, og eru yfirleitt
fleiri en einn ákærðir vegna hvers
ætlaðs brots.
Við upphaf aðalmeðferðarinnar í
gær leiðrétti Jón H. Snorrason,
saksóknari og yfirmaður efnahags-
brotadeildar ríkislögreglustjóra,
nokkrar upphæðir sem ákært er
vegna, en við það lækkaði heildar-
upphæðin um liðlega 10 milljónir
króna.
Fimm sakborninga í málinu gáfu
í gær skýrslu fyrir dómi, ásamt
tveimur vitnum. Svavar Ásbjörns-
son, sem í ákæru er sagður hafa
verið fyrrverandi fjármálastjóri
Visir.is ehf., reið á vaðið, en hann
er ásamt Eyjólfi Sveinssyni ákærð-
ur fyrir umboðssvik. Svavar neitar
sök.
Talið er að Svavar hafi millifært
samtals liðlega 24,8 milljónir króna
í 24 færslum af reikningi Visir.is á
reikninga annarra fyrirtækja á
tímabilinu frá 29. apríl til 27. maí
2002, sem yfirdró reikninginn um
ríflega 23,9 milljónir króna. Engin
yfirdráttarheimild var fyrir hendi á
reikningnum, sem var í Sparisjóði
Reykjavíkur og nágrennis
(SPRON).
Jón H. Snorrason saksóknari
spurði Svavar um starf sitt hjá Vis-
ir.is, en fyrirtækið rak samnefndan
vef, og var nátengt Fréttablaðinu
ehf., sem á þeim tíma gaf út
Fréttablaðið. Hann sagðist hafa
starfað sem rekstrarstjóri Visir.is
frá júlí 2001 til áramóta 2001–2002,
og hafi starf hans heyrt undir Eyj-
ólf Sveinsson.
Eftir að hann hætti hjá Visir.is
fluttist starf hans til Fréttablaðs-
ins, þar sem hann gegndi svipuðu
starfi, og sagði Svavar að þar hefði
Eyjólfur líka verið sinn yfirmaður.
Auk þess hefði Gunnar Smári Eg-
ilsson, þáverandi ritstjóri Frétta-
blaðsins, „haft puttana í öllu sem
gerðist“, svo sem auglýsingasölu,
innheimtu og ritstjórn. Í raun hefði
fjármálastjórn skipst á milli sín,
Eyjólfs og Gunnars Smára.
Svavar sagði að yfirdrátturinn á
umræddum reikningi hefði komið
þannig til að eftir að Visir.is var
seldur til Femin ehf. hefði hann átt
von á greiðslum að upphæð samtals
60 milljónir króna. Hann hefði vitað
að fyrst væri von á 12 milljónum
króna og síðar 18 milljónum króna,
en afgangurinn kæmi síðar.
Prófaði að millifæra
Þegar 12 milljónirnar voru
komnar á reikninginn voru þær
millifærðar að beiðni Eyjólfs, en
svo var beðið eftir síðari greiðsl-
unni. Sagðist þá Svavar hafa prófað
að millifæra 500 þúsund krónur af
reikningnum, þrátt fyrir að í
heimabanka virtist sem greiðslan
væri ekki komin. Millifærslan gekk
eftir, og þótti Svavari því líklegast
að greiðslan hefði verið innt af
hendi fyrr þann sama dag, en hún
kæmi ekki í ljós í heimabankanum
fyrr en morguninn eftir.
Svavar sagði það sína reynslu af
bankaviðskiptum að ef yfirdráttar-
heimild væri ekki fyrir hendi væri
einfaldlega ekki hægt að yfirdraga
reikninga. Vitnaði hann þar m.a. til
reynslu sinnar af störfum fyrir
banka í 14 ár. Þegar í ljós kom
morguninn eftir að greiðslan hafði
ekki borist taldi hann að eigendur
Visir.is hefðu fengið yfirdráttar-
heimild á reikninginn. Það hefði
Eyjólfur staðfest óbeint.
Fjárhagsstaðan á þessum tíma
var slæm, og spurði saksóknari
Svavar hvort ekki hefði fylgt því
hætta að yfirdraga reikninginn.
Hann sagði svo ekki hafa verið,
enda hefði hann skilið það svo sem
það fé sem fengist vegna sölu Vis-
ir.is yrði notað til að greiða niður
yfirdráttinn.
Visir.is skuldaði Fréttablaðinu
30 milljónir króna
Á þessum tíma segir Svavar að
Visir.is hafi skuldað Fréttablaðinu
um 30 milljónir króna, það hafi
hann fengið staðfest hjá Gunnari
Smára. Þá skuld taldi Svavar að
hefði einnig átt að greiða með sölu-
andvirðinu. Spurður um einstaka
færslur, sem utan ein voru allar á
reikninga Fréttablaðsins ehf., sagði
Svavar að þær hefðu farið til dag-
legs rekstrar blaðsins, t.d. til að
greiða fyrir pappír.
Svavar sagði, aðspurður af verj-
anda sínum, að ekki hefði verið
hægt að sjá í heimabanka SPRON
hvort yfirdráttarheimild hefði verið
fyrir hendi, og á þeim tíma hefði
ekki heldur verið hægt að sjá það í
heimabönkum Búnaðarbankans og
Íslandsbanka. Engin yfirlit hefðu
borist sem sýndu yfirdráttinn.
Hann lýsti einnig samskiptum
sínum við starfsmenn SPRON, sem
hringdu þegar þeim varð yfirdrátt-
urinn ljós og sögðu málið komið á
borð lögfræðings bankans. Svavar
sagði starfsmann bankans hafa
borið að yfirdrátturinn hefði verið
mögulegur vegna villu hjá Reikni-
stofu bankanna, en á sínum 14 ára
ferli sem bankastarfsmaður hefði
hann aldrei heyrt af slíkri villu.
Spurður um þá ákvörðun að nota
söluverð Visir.is til að greiða yf-
irdráttinn sagði Svavar að það
hefði verið rætt á fundi sínum með
Gunnari Smára og Eyjólfi. Verj-
andi Eyjólfs, Halldór Jónsson,
spurði þá hvers vegna Svavar hefði
breytt framburði sínum frá því
hann gaf skýrslu hjá lögreglu, þar
hefði hann borið að enginn hefði
gefið fyrirmæli um millifærslurnar.
Sagði Svavar að hann hefði á þeim
tíma ekki munað hvort hann hefði
fengið bein fyrirmæli eða ekki.
Spurði verjandi Eyjólfs því út í ein-
staka færslur sem gerðar voru, og
hvort Svavar hefði haft samráð við
Eyjólf í hverju tilviki. „Ég hafði
samráð við Eyjólf um allar
greiðslur,“ sagði Svavar, en dró að-
eins í land þegar verjandi spurði á
ný, og sagðist hafa rætt við Eyjólf
á hverjum degi.
Eyjólfur raunverulegur
framkvæmdastjóri?
Svavar var ekki ákærður fyrir
annað en umboðssvikin, en hann
var einnig yfirheyrður fyrir héraðs-
dómi í gær sem vitni vegna tveggja
ákæruliða. Þar var hann m.a.
spurður nánar út í starf Eyjólfs hjá
Visir.is, en hann er í öðrum ákæru-
liðum ákærður sem stjórnarfor-
maður og daglegur stjórnandi Vis-
ir.is.
Svavar sagðist hafa þurft að leita
til hans með allar fjármálaákvarð-
anir, en lagði ekki mat á það hvort
hann hefði verið hinn raunverulegi
framkvæmdastjóri Visir.is. Á þess-
um tíma gegndi Sigurður Ragn-
arsson stöðu framkvæmdastjóra
fyrirtækisins, en hann tók við af
Þorvaldi Jakobsen síðla árs 2001.
Ragnar Hall, verjandi Sveins R.
Eyjólfssonar, spurði Svavar um
skýrslu sem hann gaf hjá lögreglu
þar sem hann sagðist hafa starfað
sem fjármálastjóri Visir.is, en hann
hefði fyrir dómi sagst hafa starfað
sem rekstrarstjóri félagsins. Svav-
ar sagðist hafa komið að fjármála-
stjórn, en starfið hefði þróast meira
í átt að gjaldkerastarfi.
Hann sagði að aldrei hefði verið
ákveðið að standa ekki skil á
vörslusköttum, meiningin hefði allt-
af verið að greiða þá. Spurður
hvort þetta væri ekki í mótsögn við
framburð hans hjá lögreglu, þar
sem hann sagði Eyjólf og Gunnar
Smára hafa tekið ákvörðun um að
greiða ekki skattana, sagði Svavar
að hann hefði átt við að Gunnar
Smári og Eyjólfur hefðu tekið allar
ákvarðanir um fjármál félagsins.
Vandamálið hefði verið að fé hafi
skort til að greiða reikningana,
enda fjárhagsstaðan á þessum tíma
afar erfið þar sem illa hefði gengið
að innheimta útistandandi skuldir.
Eyjólfur Sveinsson, fyrrverandi
stjórnarformaður Visir.is, var ann-
ar sakborninga til að gefa skýrslu
fyrir dómi í gær. Hann er ákærður
í sjö af níu ákæruliðum í málinu og
neitar alfarið sök. Var hann m.a.
ákærður ásamt Svavari Ásbjörns-
syni fyrir umboðssvik, auk þess
sem hann var ákærður fyrir brot á
lögum um virðisaukaskatt vegna
fimm fyrirtækja og brot á lögum
um staðgreiðslu opinberra gjalda
vegna sex fyrirtækja.
Saksóknari spurði Eyjólf fyrst
um meint umboðssvik, og þá fyrst
um hverjir hefðu haldið um stjórn-
artaumana á Visir.is á árunum 2001
til 2002. Eyjólfur sagði að Sigurður
Ragnarsson, einn ákærðu, hefði
verið ráðinn undir lok árs 2001. Í
ljós hefði hins vegar komið að hann
hefði þurft á meiri stuðningi að
halda en forveri hans í starfi, og
því hefði Eyjólfur komið meira að
rekstri Visir.is eftir að Sigurður
tók við.
Eyjólfur sagðist ekki hafa vitað
af yfirdrættinum á reikningi Vis-
ir.is hjá SPRON þegar hann hefði
átt sér stað. Hann sagði fjárhags-
stöðuna á þeim tíma hafa verið erf-
iða, og það hefði verið rætt tals-
vert. Hann hefði hins vegar ekki
fylgst með þessum reikningi í
SPRON, sem hann sagði hafa verið
nokkurs konar jaðarreikning, enda
aðalreikningurinn hjá Búnaðar-
bankanum.
Gaf ekki fyrirmæli um
að draga af reikningi
Eyjólfur tók fram að hann hefði
aldrei gefið Svavari fyrirmæli um
að draga af þessum tiltekna reikn-
ingi, né hefði hann vitað af því að
hann hefði verið yfirdreginn. „Ég
gaf honum aldrei fyrirmæli um að
draga af þessum gíróreikningi Vis-
ir.is, eða koma honum í neikvæða
stöðu,“ sagði Eyjólfur.
Hann sagðist hins vegar oft hafa
rætt fjármál félagsins við Svavar,
t.d. þegar Eyjólfur hefði lánað fé-
laginu af eigin fé.
Svavar átti að sjá um að inn-
heimta stórar skuldir félagsins, og
sagði Eyjólfur að það hefði ekki
Ákært vegna samtals
rúmlega 119 milljóna kr.
Aðalmeðferð hófst í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli vegna félaga tengdra Frjálsri fjölmiðlun
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vegna mikils fjölda sakborninga og verjenda þurfti að bæta við borðum í aðalsal Héraðsdóms Reykjavíkur í gær, en alls þurfti að koma tíu verjendum fyrir í salnum.
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is