Morgunblaðið - 28.02.2006, Page 15

Morgunblaðið - 28.02.2006, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 15 ERLENT LEITIN að tilgangi lífsins varð til þess að Ástralinn Joseph Thomas, sem flestir þekkja nú sem „Jíhad Jack“, hélt til Afgan- istans snemma árs 2001 í því skyni að finna samfélag þar sem lifað væri eftir boðorðum guðs. Thomas undi sér vel undir hinum bókstafstrúuðu talibönum, sem réðu Afgan- istan á þessum tíma, og skráði sig til her- þjónustu en það var einmitt í æfingabúð- unum í al-Farooq sem hann hitti Osama bin Laden. Mikið var fjallað um sögu Thomas í ástr- ölskum fjölmiðlum í gær, en hann var á sunnudag fundinn sekur um það fyrir rétti að hafa þegið 3.500 dollara, um 240.000 ísl. kr., og flugmiða að gjöf frá al-Qaeda- hryðjuverkasamtökunum. Thomas var hins vegar sýknaður af ákærum um að hafa ætl- að að veita al-Qaeda aðstoð í Ástralíu. Viðtal við Thomas birtist í ástralska sjón- varpinu í gær og jafnframt var ítarlegt við- tal við hann í blaðinu The Age. Í viðtöl- unum kom fram að Thomas, sem er 32 ára, hefði verið býsna ráðvillt ungmenni. Hann stundaði ballett sem unglingur, reyndi fyrir sér sem liðsmaður pönk-sveitar og ók leigubíl. Hann fæddist inn í ensku bisk- upakirkjuna, en hann er af fimmtu kynslóð innflytjenda í Ástralíu, en var ekki ánægður þar, átti erfitt með að una því að tilheyra trúfélagi sem stofnað hafði verið af konungi, Hinrik VIII., sem þjáðist af kyn- sjúkdómi. Thomas las sér til um andatrú og búddisma áð- ur en hann gerðist músl- ími. Hann lét breyta nafni sínu í Jíhad (heilagt stríð) og hélt til Afganistan í mars 2001. Hann sagðist í viðtali við ABC- sjónvarpsstöðina hafa heilsað Osama bin Laden í al-Farooq-herbúðunum, bin Laden hafi reynst „afar kurteis og lítillátur og feiminn. Hann kunni ekki við að vera kysstur of oft … honum var sama þó að maður faðmaði hann að sér en kossa kunni hann ekki við“. Þetta var skömmu fyrir hryðjuverkaárás- irnar á Bandaríkin 11. september 2001. Þegar talibanastjórnin hrundi um haustið eftir innrás Bandaríkjamanna flúði Thomas land og eyddi næstu þrettán mánuðunum í Pakistan. Þá var hann handtekinn og yf- irheyrður af bandarísku leyniþjónustunni (CIA), en síðan sleppt. Einn undirmanna bins Ladens, Khaled bin Attash, afhenti honum þá 3.500 dollara og sagði við hann: „Osama vill hvítan strák.“ Bað bin Attash Thomas um að fara heim til Ástralíu og bíða fyrirmæla um árás þar. En Thomas segist aldrei hafa ætlað sér að hlíta slíkum fyrirmælum, hann hafi einfald- lega hirt peningana og flugmiðann því að hann hafi verið farinn að sakna fjölskyldu sinnar. Aldrei hafi flogið að honum að valda saklausu fólki skaða eða fremja hryðjuverk í Ástralíu. Thomas á yfir höfði sér 25 ára fangels- isdóm en hæstiréttur Ástralíu mun fella úr- skurð um refsingu á allra næstu dögum. „Osama vill hvítan strák“ „Jíhad Jack“ þáði 3.500 dollara af al-Qaeda og var beðinn að fremja hryðjuverk í Ástralíu Joseph Thomas Washington. AP. | Hafnarþjónustufyr- irtækið Dubai Ports World (DPW) hefur samþykkt 45 daga endurskoðun á hugsanlegum áhrifum yfirtöku þess á starfsemi breska fyrirtækisins P&O í sex stórum bandarískum höfnum á þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Er talið að með því að samþykkja endurskoð- unina sé DPW, sem er ríkisfyrirtæki í Sameinuðu arabísku furstadæmun- um, að reyna að forðast frekari átök við bandaríska þingið vegna samn- ings þess um kaup á P&O, fyrir sem svarar um 450 milljörðum króna. En fjölmargir þingmenn innan raða bæði demókrata og repúblikana hafa lýst því yfir að samningurinn sé hugsanleg ógn við þjóðaröryggi landsins, með því að auka líkurnar á hryðjuverkum. Telja stjórnmálaskýrendur að rík- isstjórn George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, sé með endurskoðun- inni að reyna að lægja þær öldur sem hafa skapast á bandaríska þinginu vegna málsins. Þykir afar óvenjulegt að fram fari jafn umfangsmikil rann- sókn á kaupum erlends aðila á fyr- irtæki með starfsemi í Bandaríkjun- um, en þarlendar leyniþjónustur ályktuðu eftir 30 daga rannsókn á DPW að salan væri ekki ógn við ör- yggi landsins. Hafa talsmenn DPW bent á að P&O sé breskt fyrirtæki og að málið sýni því að fjárfestum sé mis- munað eftir þjóðerni. Hyggjast yfirmenn DPW fara í mál við bandaríska ríkið komist fyrirhug- uð rannsókn að annarri niðurstöðu. Demókratinn Charles Schumer er á öndverðum meiði og hefur leitt hóp öldungadeildarþingmanna sem hyggjast leggja fram lagasetningu er ætlað er að breyta núverandi lögum, þannig að DPW þurfi samþykki bandaríska þingsins fyrir heimild til að stunda viðskipti í landinu. Reynt að stöðva samninginn með dómsúrskurði En Bush forseti hefur sagt að hann muni beita neitunarvaldi sínu fari svo að þingið reyni að koma í veg fyrir að samningurinn verði að veruleika. Þá hafa hafnaryfirvöld vestanhafs einnig gripið í taumana. Samkvæmt frétt BBC lagði hafn- arþjónustufyrirtækið Eller & Co í Miami sl. föstudag fram beiðni í yf- irrétti í Bandaríkjunum um að samn- ingar vegna sölunnar á P&O verði ógildir. Samkvæmt sömu heimild hafa op- inberir starfsmenn í New Jersey einnig farið lagaleiðina til að reyna að stöðva samninginn, ásamt því sem hafnaryfirvöld í New York eru að reyna að ógilda 30 ára starfsleyfi P&O á þeim grundvelli að yfirmönn- um þess hafi láðst að sækja um leyfi fyrir sölunni. Hafna- samningur endur- skoðaður Dubai Ports láta liggja að lögsókn Þinn eigin fyrirtækjafulltrúi Greiðsluþjónusta – frí fyrsta árið Frítt greiðslukort fyrsta árið Sérstakur sparnaðarreikningur, þrepaskiptur, óbundinn með hærri innlánsvöxtum SPH innkaupakort þér að kostnaðarlausu Afsláttur á lántökugjaldi Sérstök bílalán á betri kjörum Vildarþjónusta fyrirtækja Vildarþjónusta fyrirtækja Í meira en 100 ár höfum við aðstoðað fyrirtæki við fjármálin. Við leggjum áherslu á langtímasamband og sérhæfðar lausnir sem taka mið af sérstökum aðstæðum og starfsumhverfi viðskiptavina okkar. Leyfðu okkur að aðstoða þig og nýttu tímann í annað. SPH – fyrir þig og fyrirtækið! AR G U S 06 -0 05 2 Alltaf að vinna?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.