Morgunblaðið - 28.02.2006, Qupperneq 17
Sauðárkrókur | Tíundi bekkur
Árskóla á Sauðárkróki hefur að
undanförnu sýnt leikverkið
Dýrin í Hálsaskógi í félags-
heimilinu Bifröst á Sauðár-
króki. Undirtektir hafa verið
svo góðar, að sögn Óskars
Björnssonar skólastjóra, að
uppselt hefur verið á allar níu
sýningarnar.
Þetta er árshátíðarsýning og
eru krakkarnir búnir að vera að
undirbúa og æfa verkið frá því í
haust. Tæplega 60 nemendur
eru í 10. bekk og koma allir að
einhverjum hluta sýningarinnar
og er mikil vinna lögð í alla um-
gjörð, leikmynd og búninga.
Þetta er hluti af námi þeirra í
skólanum og jafnframt þáttur í
fjáröflun fyrir ferð þeirra til
Köge í Danmörku og Kristjans-
stad í Svíþjóð í vor, en þessir
bæir eru vinabæir Sauðárkróks
og hafa slík nemendasamskipti
verið hluti af hefðbundnu skóla-
starfi í Árskóla í mörg ár.
Mikill metnaður hefur verið
lagður í leiklist í Árskóla. Allir
nemendur skólans koma fram
a.m.k. einu sinni á hverju skóla-
ári. Tíundu bekkingar setja síð-
an heilt leikverk á svið og
starfsfólk Árskóla aðstoðar við
uppsetninguna. Leikstjóri þess-
arar sýningar er leiklistar- og
myndmenntakennari skólans,
Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson,
sem hefur unnið að mörgum
sýningum í Þjóðleikhúsinu og
hefur jafnframt leikstýrt ófáum
sýningum á Sauðárkróki.
Allir nemendur 10. bekkjar
vinna við leiksýninguna
Ljósmynd/Árskóli
Dýrin Um sextíu nemendur Árskóla taka þátt í sýningu á Dýrunum í Hálsaskógi.
Árshátíð
Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs-
dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114.
Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds-
dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi-
@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Hreyfing virðist komin á framboðsmál
vegna sveitarstjórnarkosninganna næsta
vor. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í
Bolungarvík hefur ákveðið að fram fari
skoðanakönnun um uppstillingu á lista fé-
lagsins fyrir næstu kosningar. Elías Jón-
atansson, forseti bæjarstjórnar, er sá eini
af þeim fjórum bæjarfulltrúum sem listinn
fékk kjörna í síðustu kosningum sem sæk-
ist eftir endurkjöri. Þá hefur Anna G. Edv-
ardsdóttir, fyrrverandi skólastjóri og nú-
verandi starfsmaður á Náttúrustofu
Vestfjarða, gefið kost á sér í fyrsta sæti D-
listans og að hennar sögn stefnir hún að
því að setjast í stól bæjarstjóra náist til
þess fylgi. Við síðustu kosningar voru tveir
listar í kjöri, D-listi sjálfstæðismanna og
K-listi bæjarmálafélags Bolungarvíkur en
að því standa einstaklingar og félög á
vinstri væng stjórnmálanna. Niðurstaða
kosninganna þá var sú að listarnir stóðu
hnífjafnir og þurfti að grípa til þess að
varpa hlutkesti sem færði D-listanum
fjórða manninn og þar með meirihluta í
bæjarstjórninni. Af framboðsmálum
bæjarmálafélagsins er lítið að frétta en
gera má ráð fyrir því að þar á bæ fari menn
að huga að framboðsmálum einnig.
Ný og glæsileg vefsíða fyrir Bolungar-
víkurkaupstað var formlega opnuð í upp-
hafi síðasta bæjarstjórnarfundar. Umsjón
með smíði vefjarins hafði Þórður Vagns-
son, markaðs- og upplýsingafulltrúi Bol-
ungarvíkurkaupstaðar, og mun hann sjá
um daglega umsjón hans. Stefnt er að því
að vefurinn verði í senn ferskur og
skemmtilegur en umfram allt öflugt upp-
lýsinga- og markaðstæki fyrir bæjar-
félagið. Miklar vonir eru bundnar við það
að fólk notfæri sér þessa gátt til að kynna
sér mannlífið í Bolungarvík.
Markaðs- og kynningarmál er Bolvík-
ingum ofarlega í huga um þessar mundir
enda margt hér að bjóða sem líklegt er að
koma þurfi á framfæri. Einn liður í því að
leggjast frekar á árar í þeim efnum var að
endurreisa Ferðamálafélag Bolungarvíkur
sem gert var í síðustu viku. Blásið var til
fundar og ný stjórn kjörin og er nýr for-
maður félagsins Haukur Vagnsson. Næstu
verkefni félagsins er m.a að setja saman
vinnuhóp til að undirbúa þátttöku í sýning-
unni Perlan Vestfirðir sem fram fer í
Reykjavík 5. til 7. maí nk.
Úr
bæjarlífinu
BOLUNGARVÍK
EFTIR GUNNAR HALLSSON FRÉTTARITARA
var oftast boðið upp á
rjómabollur með súkku-
laði en heldur eru börnin
Grímsey | Hér í nyrstu
byggð er bolludagurinn
frábrugðinn bolludögum
annars staðar á landinu.
Það hefur verið til siðs í
marga áratugi að skóla-
börnin öll sem eitt rífa
sig upp úr heitum rúm-
unum um miðja nótt til
að fara á bæina og
„bolla“. Ástæðan fyrir
því að svo snemma er
lagt af stað er sú, að
börnin vilja ná í sjómenn-
ina áður en þeir sigla út.
En oft er fótaferð þeirra
þetta á milli klukkan 4 og
6 á morgana. Húsin eru
skilin eftir opin og börnin
læðast hægt og hljótt al-
veg inn að gafli. Að
„flengingum“ loknum
eru launin sælgæti í ýms-
um myndum. Hér áður
snemma á ferðinni til að
hafa lyst á slíkum kræs-
ingum.
Morgunblaðið/Helga Mattína
Guðrún Dagný, 6. bekk, Ingólfur Bjarni, 3. bekk, og
Adam Helgi, 4. bekk, baka bollur í heimilisfræðitíma.
Öðruvísi bolludagur
Á villibráðarkvöldi íMývatnssveit sendiJóhannes Sig-
mundsson frá Syðra-
Langholti vísu á næsta
borð til starfsmanna Bað-
lónsins, m.a. Friðriks
Steingrímssonar:
Er í kringum Frikka fjör,
fagrar konur, lundin ör.
Hefur jafnan handtök snör
hyggist einhver fækka spjör.
Friðrik svaraði:
Öfund Jóa ýtir við,
áður þekkti líkan sið.
Ellin fáum gerir grið,
grái hefur sjaldan frið.
Og Jóhannes:
Mývatnssveitar meyjarkinn
mér við blasir nú um sinn.
Finn ég gráa fiðringinn
fara nett um kroppinn minn.
Loks Friðrik:
Þó að mývetnsk meyjarkinn
magni gráa fiðringinn.
Bágt á ellibelgurinn
bregðist holdin ekki stinn.
Af villibráð
pebl@mbl.is
STJÓRN Samtaka um betri byggð hefur
ítrekað þá ósk sína við Dag B. Eggertsson
borgarfulltrúa að hann svari spurningum
sem fram koma á minnisblaði sem sam-
tökin sendu 20. desember í fyrra. Í minn-
isblaðinu komu fram spurningar um hag-
ræna úttekt og um störf stýrihóps um
alþjóðlega samkeppni um Vatnsmýrar-
svæðið.
Þess var krafist í minnisblaðinu að
borgarstjórn Reykjavíkur sliti þegar sam-
starfi sínu við samgönguráðherra um
framtíð flugstarfsemi í Vatnsmýri. Telja
samtökin að flugstarfsemi eigi sér enga
framtíð þar, enda sé fórnarkostnaður
vegna hennar a.m.k. einn milljarður króna
á mánuði.
Hefur stjórn samtakanna nú ítrekað þá
ósk sína að fá svör við spurningum sínum
eins fljótt og auðið er.
Ítreka beiðni
um svör
frá Degi
Stykkishólmur | Bæjarráð og bæjar-
stjórn Stykkishólmsbæjar hafa fagnað
gjafatilboði Haraldar Sigurðssonar pró-
fessors. Hann hefur ákveðið að færa Ís-
lendingum að gjöf safn sitt varðandi eld-
gos og eldvirkni og hefur nefnt
Stykkishólm sérstaklega í því efni.
Minnisblöð varðandi gjöf Haraldar voru
nýlega lögð fyrir bæjarstjórn og bæjar-
ráð. Samþykkt var bókun þar sem tilboð-
inu er fagnað og bæjaryfirvöld lýsa sig
reiðubúin að leggja Eldfjallasafni Íslands
til viðeigandi lóð.
Haraldur er prófessor í eldfjallafræði
og haffræði við Háskólann í Rhode Island
í Bandaríkjunum. Safnið sem hann vill
gefa hefur meðal annars að geyma fræði-
bækur, greinar og myndbönd auk fjöl-
margra listaverka. Ríkisstjórnin hefur
samþykkt að kosta heimflutning á safn-
gripunum.
Bjóða lóð fyrir
Eldfjallasafn
Íslands
♦♦♦
Barcelona er einstök perla sem íslendingar hafa tekið
ástfóstri við. Heimsferðir bjóða þér nú tækifæri til að
njóta vorsins í þessari einstöku borg á frábærum kjörum.
Fjölbreytt gisting í boði í
hjarta Barcelona.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Barcelona
23. mars
frá kr. 39.990
Helgarferð
Munið Mastercard-
ferðaávísunina
Frá kr. 39.990 Helgarferð
M.v. 2 í herbergi í 3 nætur á Hotel NH
Condor með morgunverði, 23. mars.
Netverð á mann.
Grenivík | Deiliskipulag fyrir frístunda-
byggð ofan Grenivíkur er nú á lokastigi og
verður það auglýst innan fárra daga.
Á skipulaginu eru 19 lóðir á svæði sem
nefnt verður Sunnuhlíð. Nú þegar eru 9
lóðir fráteknar en ekki fer fram formleg út-
hlutun fyrr en afgreiðslu á deiliskipulaginu
er lokið.
Frístundabyggð
♦♦♦