Morgunblaðið - 28.02.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.02.2006, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI AUSTURLAND Aukin fjárveiting | Á fundi sam- starfsnefndar um sameiningu Austurbyggðar, Fáskrúðsfjarðar- hrepps, Fjarðabyggðar og Mjóa- fjarðarhrepps og Árna Magnús- sonar félagsmálaráðherra fyrir skemmstu var greint frá því að jöfn- unarsjóður sveitarfélaga hefði sam- þykkt auknar fjárveitingar til hins nýja sveitarfélags. Ákveðið var í haust að sameina sveitarfélögin og gengur það í gildi í vor. Mun jöfn- unarsjóður veita 41 milljón króna til stjórnsýslu og endurskipulagningar þjónustu í nýja sveitarfélaginu, auk 5,6 milljóna króna framlags vegna undirbúnings og framkvæmdar sameiningarkosninganna sl. haust.    Íþróttahöll rís | Byrjað er að reisa stálvirki Fjarðabyggðarhallarinnar á Reyðarfirði, nýs íþróttahúss sem Fjarðabyggð byggir í sam- vinnu við Alcoa. Verkið er á áætl- un og stefnt er á vígslu hallarinnar við lúðrablástur í vor. Búnings- klefum í kjallara núverandi íþróttahúss verð- ur fjölgað og byggður tengigangur á milli íþróttahúss og hallarinnar. Sveinbjörn Sigurðsson ehf. er aðal- verktaki við höllina. Reyðarfjörður | Járnsmiðjan Ham- ar á Eskifirði valsar nú yfir 90.000 fermetra af þakklæðningu fyrir nýtt álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Björn S. Lárusson, samskipta- stjóri hjá Bechtel, segir klæðningu álversins einn stærsta verkhlutann við Fjarðaálsverkefnið og það sem mun vera mest áberandi á álvers- svæðinu við lok framkvæmda. Því þurfi klæðningin að líta vel út og standast það veðurfar sem Ísland býður upp á, úr sterku og ending- argóðu áli. Þakklæðningin kemur á álvers- svæðið í rúllum sem eru svo fluttar á verkstæði á Eskifirði. Hamar valsar síðan álið á þakklæðninguna í sam- starfi við framleiðandann, Alumasc, en það eru samtals yfir 90.000 fer- metrar af klæðningu. Fyrsta verk- stæðið var tekið í notkun í júní 2005 og mun þakklæðning verða völsuð á Eskifirði fram á haust. Að jafnaði vinna 6–8 manns við völsunina. Álið er fest þannig á þakið að engin göt eru gerð á álið heldur eru plöturnar læstar saman á samskeytunum. Nú hefur verið lokið við að festa 25% af þakklæðningunni á kerskálana. Klárar í flutning Þakeiningar tilbúnar utan á nýtt álver í Reyðarfirði. 90 þúsund fermetrar valsaðir á Eskifirði Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Hráefnið Kevan Latham, yfirmaður Alumasc á Íslandi. Neskaupstaður | Árleg karnivalganga nemenda í Verk- menntaskóla Austurlands var sl. fimmtudag en þá komu allar deildir skólans saman og fóru í göngu í þéttbýlis- kjörnum Fjarðabyggðar, um Eskifjörð, Reyðarfjörð og Neskaupstað. Nemendur og kennarar eru jafnan fag- urlega skreyttir hinum ýmsum litum og þemað breyti- legt eftir deildum. Ýmis slagorð eru rituð á spjöld sem nemendur ganga með þar sem hinar ýmsu deildir takast á. T.d. mátti sjá slagorð eins og: „félagsfræði er fáfræði“ og „náttúrufræði er fyrir einmana frímerkjasafnara“. Náttúrufræði fyrir einmana frímerkjasafnara Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Sími 462 3505. Opið virka daga 10-18, laugardaga kl. 10-16. NÝTT stuttkápur, stakir jakkar, pils, bolir og toppar „ÞETTA er grábölvað ástand, við vitum það en erum í nokkurri klemmu með þetta,“ segir Birgir Guðmundsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Norður- og Austurlandi. Nú fyrir skömmu var öxulþungi bifreiða um Eyjafjarðarbraut eystri takmarkaður við 7 tonn. Það þýðir að þunga- flutningar hafa lagst af um veginn, verktakar sem eru með stór verkefni í Naustahverfi komast þar af leiðandi ekki eftir efni í námur sem eru í Eyjafjarðarsveit, við Hól, Þverá og Skálpagerði. Samningar sem þeir hafa gert eru því í uppnámi. „Við vitum að ástandið er hrikalegt, það er ástæðan fyrir því að við þurfum að grípa til þessa,“ segir Birgir, en ástand vegarins hefur farið síversnandi undanfarna daga. „Þetta hefur farið snarversnandi, vegurinn er allur þver- sprunginn sem þýðir að hann hefði allur farið í tætlur hefðum við leyft þessa þungaflutninga áfram.“ Birgir segir að líka þurfi að hugsa um aðra umferð um þennan veg, en um er að ræða kafla frá Leifsstöðum og inn á námunum við Þverá. Vegurinn væri gamall, lagður fyrir löngu og hann þyldi einfaldlega ekki þessa umferð. Birgir segir að fyrirhugað sé að fræsa veginn allan upp næsta sumar og styrkja hann. Lítið væri hægt að gera einmitt núna, „meðan hann hangir í og við núllið og allt er rennandi blautt undir er ekki þorandi að hleypa þungaumferð á veginn. Hann myndi eyðileggjast gersamlega.“ Hins vegar ef þornaði og bleytan færi úr eða þá að frysi alveg yrði ef til vill hægt að laga veginn til bráðabirgða. Einn galli til viðbótar væri sá að olíurnar, asfaltið sem notað er til að binda efnið saman með virkaði ekki ef hiti er undir 5 gráð- um, þá yrði ekki almennileg viðloðun í efninu. „Meginmarkmiðið er að styrkja veginn í sumar og það er búið að taka frá peninga í það verk- efni,“ segir Birgir.    Vegurinn verður styrktur í sumar Laganemar | Laganemarnir fimm í liði Háskól- ans á Akureyri, sem eru á leið í úrslit alþjóðlegu Jessup málflutningskeppninnar, flytja styttar út- gáfur af erindum sínum sem þau hafa undirbúið fyrir málflutningskeppnina í Washington. Erindin verða flutt í stofu L201 kl. 12 í dag, þriðjudag. ÞAÐ urðu fagnaðarfundir á Ak- ureyrarflugvelli síðdegis í gær þegar skíðakonan Dagný Linda Kristjánsdóttir kom í heimabæ sinn eftir að hafa tekið þátt í vetr- arólympíuleikunum í Torino á Ítalíu. Kata systir, Katrín Kristjáns- dóttir, varð fyrst til að hlaupa upp um háls stóru systur og síðan kom röðin að móðurömmunni, Guðbjörgu Önnu Árnadóttur, en kærastinn, Valur Ásmundsson, beið hógvær þar til röðin kom að honum. „Við sögðum honum að hann mætti vera með henni í kvöld,“ sagði Tómas Ingi Jóns- son, formaður Skíðafélags Ak- ureyrar, en félagsmenn fjöl- menntu á völlinn til að taka á móti Dagnýju Lindu. Árangur hennar á leikunum þykir einkar góður, en hún hefur lítið getað æft í vetur vegna meiðsla í hné. Afreks- og styrktarsjóður Ak- ureyrarbæjar hefur styrkt skíða- konuna undanfarin tvö ár, greiðir henni 50 þúsund krónur á mán- uði. Samþykkt var í gær að fram- lengja gildandi samning, en sá sem fyrir var gilti þar til nú að loknum Ólympíuleikum. „Við vilj- um gjarnan sýna henni þann sóma sem hún á skilið,“ sagði Kristinn Svanbergsson, deild- arstjóri íþrótta- og tóm- stundadeildar Akureyrarbæjar. „Við vildum verða fyrri til, bjóða henni framhald á þessum samn- ingi, en hann er opinn þannig að hann gildir ekki til ákveðins tíma, heldur fer eftir hennar áætlunum og þeim stórmótum sem hún taka þátt í á næstunni.“ Kristinn kvaðst afar stoltur af Dagnýju Lindu, árangur hennar á leikunum hefði verið stórkost- legur, „hún sýndi framúrskarandi árangur, við erum mjög ánægð með hana. Þetta er frábært“. Aðrir ólympíufarar komu einn- ig til Akureyrar í gær, skíða- mennirnir Kristján Uni Ósk- arsson, Björgvin Björgvinsson og Sindri Már Pálsson. Afreks- og styrktarsjóður framlengir samning við Dagnýju Lindu Kristjánsdóttur Hún sýndi framúrskarandi árangur Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Katrín, systir Dagnýjar Lindu, hljóp fyrst allra á móti stóru systur og faðmaði hana að sér í flugstöðinni. Velkomin heim! Unnusti Dagnýjar Lindu, Valur Ás- mundsson, var ánægður með að fá hana heim. Stoltir foreldrar. Kristján Vilhelmsson og Kol- brún Ingólfsdóttir með Dagnýju Lindu í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.