Morgunblaðið - 28.02.2006, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 19
MINNSTAÐUR
Auglýsendur!
Þið eigið stefnumót við áhugavert fólk - lesendur Tímarits
Morgunblaðsins.
Tímarit Morgunblaðsins er mest lesna tímaritið í áskrift á
Íslandi. Því er dreift í 60 þúsund eintökum með
sunnudagsblaði Morgunblaðsins til lesenda um land allt.
Allar nánari upplýsingar veita Sigrún Sigurðardóttir í síma
569 1378 eða sigruns@mbl.is, og Bylgja Björk Sigþórsdóttir
í síma 569 1142 eða bylgjabjork@mbl.is
LANDIÐ
SUÐURNES
Keflavík | „Já, mér finnst þetta
mikill heiður. Mér fannst ég varla
tilbúinn í þetta en varð stoltur
þegar Bjarni Páll Tryggvason fé-
lagsforingi tilnefndi mig,“ segir
Kristinn Guðmundsson sem var
kosinn aðstoðarfélagsforingi á að-
alfundi skátafélagsins Heiðabúa á
Suðurnesjum. Kristinn tók við
embættinu af móður inni, Hrafn-
hildi Atladóttur, sem ekki gaf kost
á sér áfram.
Kristinn er jafnframt starfs-
maður Heiðabúa í hlutastarfi. „Í
starfinu hef ég sinnt félagsmál-
unum sem eru mjög á könnu að-
stoðarfélagsforingja. Ég hef því í
raun verið að vinna hluta af þeim
störfum sem fylgja embættinu,“
segir Kristinn. Starfið felst í því
að sjá um að fundir gangi vel fyrir
sig og almennt að félagið gangi,
auðvitað í samvinnu við fé-
lagsforingjann.
Lærði margt nýtt
Kristinn hefur verið skáti frá
tólf ára aldri, eða í tæp tíu ár.
Hann hefur farið mikið á skátamót
erlendis og aflað sér menntunar
og hefur náð æðstu foringjagráðu
skátahreyfingarinnar sem nefnd
er Gilwell. „Þótt ég hafi verið bú-
inn að vera lengi í skátunum lærði
ég margt nýtt í foringjaþjálf-
uninni, til dæmis um hugmynd-
irnar að baki skátastarfinu. Við
fáum mikið af erfiðum krökkum til
okkar, til dæmis krökkum með at-
hyglisbrest, og þau blómstra hjá
okkur. Það er vegna þess að þau
fá verkefni við hæfi en eru ekki
sett til hliðar eins og algengt er í
íþróttunum. Í skátunum fá þau
hlutverk með ábyrgð, fyllast stolti
yfir því og sinna sínu. Þá geta
fundirnir gengið. Þetta mætti
gjarnan taka upp í skólunum,“
segir Kristinn. Auk starfsins með
Heiðabúum hefur hann haft um-
sjón með tilteknum námskeiðum á
vegum Bandalags íslenskra skáta.
Hann segist hafa fengið dýr-
mæta reynslu í skátastarfinu og
lært sjálfstæða hugsun og stjórn-
un. Hann fór til dæmis á al-
þjóðlegt skátamót í Chile, án for-
eldranna, þegar hann var þrettán
ára og hefur farið á mörg slík
mót. „Það er fyrst og fremst
skemmtilegt en um leið lærdóms-
ríkt að fara á þessi mót. Maður
kynnist mörgum og lærir heil-
mikla sálfræði. Ef allir íbúar
heimsins væru skátar væru vanda-
málin færri. Okkur er til dæmis
kennd virðing fyrir öðrum kyn-
þáttum og trúarbrögðum,“ segir
Kristinn.
Um hundrað manns eru í Heiða-
búum. Félagið er upprunalega
stofnað í Keflavík en hefur nú
deildir í Njarðvík, Garði og Sand-
gerði. Kristinn segir að starfið sé
öflugt en félagsmenn mættu vera
fleiri. Um helgina voru vígðir
þrjátíu ylfingar.
Auk Kristins kom Ágúst Þór
Guðmundsson nýr inn í varastjórn
Heiðabúa á aðalfundinum og tók
hann við af Bergþóru Ólöfu
Björnsdóttur sem ekki gaf kost á
sér til endurkjörs. Stjórnina skipa,
auk Kristins, þau Bjarni Páll
Tryggvason félagsforingi, Ásbjörn
Jónsson gjaldkeri, Vilborg Norð-
dahl ritari, Guðrún Häsler með-
stjórnandi og Ragnhildur Ingólfs-
dóttir meðstjórnandi.
Kristinn Guðmundsson tók við af móður sinni sem aðstoðarfélagsforingi skátafélagsins Heiðabúa
Ljósmynd/Bibbi
Ylfingar Tæplega þrjátíu ylfingar voru vígðir í Keflavíkurkirkju.
Krakkarnir blómstra
í starfinu hjá okkur
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Foringi Kristinn Guðmundsson er
aðstoðarfélagsforingi Heiðabúa.
Bárðardalur | Um sextíu manns
sóttu fund sem fjallaði um virkjun
Skjálfandafljóts eða nátt-
úruverndun sem SUNN, samtök
um náttúruvernd á Norðurlandi,
boðuðu til sl. sunnudag í skólahús-
inu Kiðagili í Bárðardal.
Í framsöguerindi Árna Hjart-
arsonar jarðfræðings um jarðfræði
og vatnafar á slóðum Skjálfanda-
fljóts og Suðurár kom fram að ekk-
ert af þremur þekktum hraun-
flóðum sem runnið hafa um
Bárðardal til sjávar munu hafa átt
upptök sín í Trölladyngju og var
það nýtt fyrir mörgum fund-
argesta. Árni taldi að lindir þær,
um 20 m3/sek sem mynda Suðurá
og Svartá, væru „algjört fágæti“ á
heimsmælikvarða. Sigurður Á.
Þráinsson, deildarstjóri í umhverf-
isráðuneytinu, kynnti áform
stjórnvalda um þjóðgarð norðan
Vatnajökuls og áhrif hans í Bárð-
ardal. Margir spurðu um þá hug-
mynd. Sigurður taldi aðspurður
ekki vandkvæði á að útvíkka þjóð-
garðinn þannig að hann næði vest-
ur í Skjálfandafljót, ef vilji heima-
manna stæði til þess.
Ásvaldur Æ. Þormóðsson, odd-
viti Þingeyjarsveitar, fór yfir stöðu
virkjanamála í sveitarfélaginu. Í
máli hans kom fram að Þingeyj-
arsveit á 8/15 hluta Þeistareykja-
lands. Í sveitarfélaginu eru 33
heimarafstöðvar og verið er að láta
athuga virkjunarmöguleika í
Svartá. Í Þingeyjarsveit er hafin
dreifing á heitu vatni frá Reykjum
norður Fnjóskadal, hugsanlega
verður veitan sú lögð alla leið til
Grenivíkur. Ásvaldur gat þess að
Hrafnabjargavirkjun hf., en þar er
Þingeyjarsveit aðili ásamt m.a.
Orkuveitum Reykjavíkur og Húsa-
víkur, hefur falast eftir rann-
sóknaleyfi á Skjálfandafljóti, einn-
ig hefur Landsvirkjun falast eftir
slíku leyfi.
Fram komu í máli sumra fyr-
irspyrjenda áhyggjur af flutningi
Suðurár í miðlunarlón hugs-
anlegrar Hrafnabjargavirkjunar,
að öðru leyti kom ekki fram á fund-
inum afstaða heimamanna í Bárð-
ardal til virkjunar í Skjálfanda-
fljóti.
Morgunblaðið/BFH
Fundað Frá fundinum í Kiðagili í Bárðardal um Skjálfandafljót, Sig-
urður Á. Þráinsson í ræðustóli. Um sextíu manns komu á fundinn.
Telur lindir Suð-
urár og Svartár
„algert fágæti“
Eftir Birki Fanndal Haraldsson
Húsavík | „Þetta er allt annað og betra,“ sagði Haukur
Eiðsson þar sem hann var að landa og átti við nýjan og
stærri löndunarkrana sem settur hefur verið upp við
Húsavíkurhöfn.
Haukur er skipstjóri á Karólínu ÞH sem er annar
tveggja yfirbyggðu línusmábátanna sem bættust í hús-
víska flotann á síðasta ári og var fyrirsjáanlegt að bæta
þyrfti aðstöðuna vegna þeirra.
Haukur segir þá á Karólínu hafa fiskað ágætlega að
undanförnu og t.a.m. fengið upp í 9–10 tonn í róðri.
„Við höfum m.a. verið að róa út undir Grímsey, lagt lín-
una í Flugvélapyttinn svokallaða, suðaustur af eyj-
unni,“ sagði Haukur en nafn sitt dregur pytturinn af
því að þýsk njósnaflugvél hrapaði í hafið þarna á stríðs-
árunum.
Höfum lagt
línuna í „Flug-
vélapyttinn“
Morgunblaðið/Hafþór
Bætt aðstaða Haukur Eiðsson við nýja kranann.