Morgunblaðið - 28.02.2006, Síða 26

Morgunblaðið - 28.02.2006, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Það er mikið fagnaðarefni aðSiglingastofnun hefur núskilað raunhæfum tillögumum ferjuhöfn á Bakkafjöru. Ég minn- ist þess að það tók mig á þriðja ár með fylgni að fá Siglingastofn- unarmenn til þess að fallast á að það væri raunhæft að skoða möguleikana á að byggja höfn gegnt Eyj- um á Landeyjasandi, en þá tóku þeir til óspilltra málanna og Gísli Viggósson, verkfræð- ingur hjá Sigl- ingastofnun, sagði að þetta verkefni væri það metn- aðarfyllsta sem Siglingastofnun hefði fengist við. Síðan eru liðlega fjögur ár. Niðurstaðan verður að byggjast á rökum Um árabil hef ég haldið því fram að það skipti öllu máli þegar næstu stóru skref verða tekin í bættum samgöngum milli lands og Eyja að hafa raunhæfar kostnaðaráætlanir og möguleika á þeim þremur val- kostum sem við blasa, endurnýjun Þorlákshafnar-Herjólfs, gerð jarð- ganga milli lands og Eyja eða ferju- höfn á Bakkafjöru á Landeyjasandi. Tillögurnar um könnun og undirbún- ing á gerð jarðganga milli lands og Eyja og tillagan um ferjuhöfn á Bakkafjöru eru frá undirrituðum komnar inn á Alþingi og afgreiddar þar jákvætt. Þess vegna er verið að vinna í málunum nú. Til þess að geta tekið eðlilega ákvörðun þarf að ljúka ákveðnum grunnrannsóknum á möguleikum jarðganga annars vegar og ferjuhafnar hins vegar. Við vitum um kostnað við endurnýjun Herjólfs og allan rekstrar- og styrkjakostnað hans. Siglingastofnun hefur lagt mik- inn metnað í að leysa hugmyndina um ferjuhöfn á Bakkafjöru og er að ljúka við þriðju hönnunina sem sér- fræðingar stofnunarinnar telja fram- bærilegasta og framkvæmanlega þótt nokkrar rannsóknir og mæl- ingar eigi eftir að gera á líklega eins árs tímabili. Það er heldur engin spurning að vinna Siglingastofnunar í þessu máli er í höndum einhvers fær- asta hafnargerðarhönnuðar í heimi, Gísla Viggóssonar verkfræðings. Vegagerðin hefur dregið lappirnar með ólíkindum Annað er að segja um vinnubrögð Vega- gerðarinnar og sam- gönguráðuneytisins sem hafa dregið lapp- irnar sí og æ í jarð- gangamálinu. Til að mynda hefur Vega- gerðin aldrei sagt sitt álit sjálf þótt þar á bæ séu afburða sérfræðingar eins og t.d. dr. Hreinn Haraldsson. Vegagerðin hefur alltaf valið að vera í skjóli mis- viturra „sérfræðinga“, helst erlendra, eins og dæmin sanna. Vegagerðin lýsti því yfir fyrir nokkrum árum að það færi ekki á milli mála að það væri hægt að gera jarðgöng milli lands og Eyja og lagði þá fram framreiknaðar tölur frá gerð Hvalfjarðarganga. Slíkt er ekki góð viðmiðun vegna snarbreyttrar tækni og þróunar í gerð jarðganga, en samkvæmt þeim framreikningi áttu göngin að kosta 23–24 milljarða króna. Þá létu Æg- isdyr í Vestmannaeyjum Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands gera úttekt á því hvað Eyjagöng mættu kosta til að vera þjóðhagslega hag- kvæm. Niðurstaðan var um 30 millj- arðar króna og var þó ýmislegt já- kvætt látið liggja óbætt hjá garði, svo sem nærri sólarhrings stytting á sigl- ingarleiðinni milli Íslands og meg- inlands Evrópu, og m.a. auðveldari leið rafstrengja og vatnsleiðsla til Eyja. Þá kallaði Vegagerðin í sam- krulli við samgönguráðherra eftir áliti frá bresku ráðgjafarfyrirtæki sem fékk íslenskt verktakafyrirtæki til að skrifa undir með sér að göng milli lands og Eyja myndu kosta 31 milljarð króna og það væri aðeins hægt að vinna göngin frá fastaland- inu vegna veðurs í Vestmannaeyjum, takið eftir, vegna veðurs í Vest- mannaeyjum. 16 milljarða kostnaðu Þegar þarna var komið ir að opinbera kerfið virti sem tautaði og raulaði að Eyjagöngin til „andskota um við á stúfana nokkrir og leituðum álits færustu inga heima og heiman. E hluta vegna vildu íslensk ingarnir ekki opinbera í s upplýsingar sínar þótt þe mér að Eyjagöng þyrftu kosta krónu meira en 20 m Eftir skoðun sérfræðinga um var endahnykkurinn samstarfi við sérfræðing skandinavíska verktakaf NCC og norska sérfræði irtækisins Multiconsult a manna sem eru að vinna v um heim, manna sem set allar rannsóknir sem hafa ar á Vestmannaeyjasvæð mikla vinnu í ráðgjöfina o sem þeir veittu okkur. Þe sjálfsögðu ekki með nein það er alveg ljóst að þeir verið að leika sér og hafa fullkomnum heiðarleika o Þetta eru Svein Erik Kri verkfræðingur og verkef NCC, sem hefur til að my að gerð tvennra jarðgang eyjum undanfarin ár og S lindhaug jarðverkfræðin Multiconsult avd Noteby göngin kosta 16 milljarða +/- 20% með tilliti til ran þyrfti að vinna, kjarnabo ari hljóðbrotsmælingum gerði sl. sumar. Kílómetr eyjagöngunum kostar um ísl. króna með öllu, en áæ Eyjagöngunum hljóðaði 700 millj. kr. á km vegna stæðna. 16 milljarða áætl Valkostirnir Eyjagöng Bakkaferjuhöfn eða ný Þorlákshafnar-Herjólfu Eftir Árna Johnsen ’Það þýðir ekki abyggja á spádóm metnaðarlausra „ manna“. Hér eru munir Suðurland húfi og landsins í Árni Johnsen Í HÓP 100 BEZTU? Kristín Ingólfsdóttir, rektor Há-skóla Íslands, sagði í ræðu sinnivið útskrift stúdenta um síðast- liðna helgi að skólinn ætti að stefna að því að komast í hóp hundrað beztu háskóla heims. Ísland væri nú eina norræna ríkið, sem ekki ætti háskóla í þeim hópi. Rektor nefndi réttilega að til þess að Háskóli Íslands kæmist í þennan hóp skiptu gæði kennslu og árangur í vísinda- starfi og doktorsnámi meginmáli. Kristín rifjaði upp að Háskólinn hefði lagt grunn að öflugu doktorsnámi, en nú yrði að stíga stórt og ákveðið skref í eflingu þess og annars vísindastarfs við skólann. Gylfi Magnússon, forseti viðskipta- og hagfræðideildar HÍ, sagði í hádegisfrétt- um Ríkisútvarpsins í gær að markmið rektors væri gott, en ekki raunhæft við núverandi aðstæður. Tekjur Háskólans þyrftu að aukast til mikilla muna, ætti hann að standa jafnfætis þeim skólum, sem eru á listanum yfir 100 beztu háskóla heims. Viðskiptadeildin og lagadeildin hafa farið fram á heimild til að leggja á skólagjöld í meistaranámi til að bæta upp fyrir ónóg framlög frá ríkinu. Innan Háskóla Íslands ríkir engin samstaða um það hvort taka beri upp skólagjöld við skólann umfram það, sem nú er gert, eða ekki. Það verður þó ekki annað séð en að þetta verði skólinn að gera upp við sig, vilji hann stefna að því að verða einn af 100 beztu háskólum heims. Háskólinn á í samkeppni bæði innan- lands og við erlenda háskóla. Hér heima hefur hann eignazt nýja keppinauta, sem fá svipuð framlög til kennslu frá ríkinu og HÍ, en leggja þar að auki á skólagjöld. Þannig hafa þessir skólar aukið tekjur sínar, getað ráðið góða kennara og búið nemendum góða aðstöðu. Mikil aðsókn er að þessum skólum og nemendur setja skólagjöld ekki fyrir sig, enda lánar Lánasjóður íslenzkra námsmanna þeim fyrir þeim. Halda má því fram að í ýms- um tilvikum sæki nemendur einmitt í nám, þar sem greiða þarf skólagjöld, vegna þess að þeir telja að með því að borga fái þeir betri menntun. Ef Háskóli Íslands ætti að fá miklu hærri ríkisframlög til kennslu á hvern nemanda en hinir einkareknu keppinaut- ar hans hér innanlands, án þess að taka upp skólagjöld, væri það auðvitað alger- lega óviðunandi staða fyrir síðarnefndu skólana og þá, sem þar stunda nám. Það virðist þess vegna miklu nærtæk- ara, vilji Háskóli Íslands auka tekjur sín- ar í því skyni að laða að sér hæfustu kennarana og komast í fremstu röð, að þar verði innheimt skólagjöld með svip- uðum hætti og í sjálfstæðu háskólunum. Eins og Morgunblaðið hefur margoft fært rök fyrir er ekki vegið að jafnrétti til náms með slíkri gjaldtöku, að því gefnu að lánað sé fyrir skólagjöldunum. Með því að innheimta skólagjöld, sem væru e.t.v. á bilinu 100–200 þúsund krón- ur á nemanda, eins og Gylfi Magnússon nefndi í fréttum Útvarps, stæði skólinn betur að vígi gagnvart erlendum keppi- nautum á listanum yfir 100 beztu há- skólana, sem margir hverjir innheimta skólagjöld – og flestir miklu hærri fjár- hæðir. Háskólinn þarf aukinheldur að gefa meiri gaum öðrum fjáröflunaraðferðum; samstarfi við fyrirtæki, sem Kristín Ing- ólfsdóttir nefndi í ræðu sinni, og ekki síð- ur að virkja þá auðlind, sem býr í fyrrver- andi nemendum. Víða erlendis eru þeir drjúg tekjulind fyrir háskóla. Sömuleiðis þarf Háskóli Íslands að íhuga þá spurningu, sem sett var fram í úttekt á gæðum rannsókna við skólann í fyrra, hvort það fari saman að ætla að vera rannsóknaháskóli í fremstu röð ann- ars vegar og að taka hins vegar inn alla, sem náð hafa stúdentsprófi, án tillits til þess hvernig þeir stóðu sig. Þannig er markmið háskólarektors gott og verðugt, en hún þarf að svara því hvernig hún ætlar að ná því án þess að gera þessar tvær meginbreytingar á ann- ars vegar fjármögnun skólans og hins vegar vali nemenda. FRIÐARSÚLA YOKO ONO Gengið hefur verið frá samkomulagium að Yoko Ono reisi friðarsúlu á Íslandi og vill hún að súlan rísi í Viðey. Ono segist jafnframt stefna að því að haldin verði friðarhátíð vikuna í kring- um afmælisdag Johns Lennons, 9. októ- ber, og að á tveggja ára fresti verði veittur friðarstyrkur á afmæli hans. Þetta eru mikil áform. Yoko Ono er einn virtasti listamaður samtímans. Boðskapur hennar hefur ávallt verið einfaldur. Hún hefur verið boðberi frið- ar í heiminum. Hún lætur ekki slá sig út af laginu þegar gengið er á hana um það hvort sá boðskapur sé raunhæfur eða jafnvel barnalegur, en heldur sínu striki. Það getur þurft hörð bein til að halda slíkum boðskap til streitu í kald- hæðnum heimi og Ono hefur margsýnt að hún er hörkutól með mjúkan boð- skap. Í viðtali í Morgunblaðinu í gær spyr Pétur Blöndal hana um hugsjón- irnar: „Já, en sjáðu til, við erum öll að hugsa fyrir framtíðinni. Og það sem við hugsum, það gerist. Þess vegna verðum við að fara varlega í slíkar hugleiðingar. Margir friðarsinnar segja: Ekki meira stríð, stríð, stríð, stríð og við hugsum stríð þegar þeir segja þetta. Nú verðum við að byrja að segja friður. Og hugsa framtíðina út frá friði, en ekki stríði.“ Ono virðist sneiða hjá pólitískum mál- efnum samtímans í viðtölum og tjá sig fremur almennt en fjalla um einstök málefni. Friðarstyrkurinn hefur hins vegar verið notaður til að vekja athygli á einstökum málefnum eins og sást þegar hann var veittur síðast, annars vegar Mordechai Vanunu, sem var settur í fangelsi í Ísrael fyrir að segja frá því að Ísraelar hefðu smíðað kjarnorku- sprengju, og hins vegar Seymour Hersh, sem skýrði frá pyntingum fanga í Abu Ghraib í tímaritinu New Yorker. Á friðarsúluna er ráðgert að greyptar verði ljóðlínur úr lagi Johns Lennons, Imagine, þar sem hann biður fólk að ímynda sér heim þar sem allir búi í sátt og samlyndi, og úr friðarboðskap henn- ar um að draumur, sem fólk dreymi saman, sé raunveruleiki. Í súluna hyggst Ono safna friðaróskum, sem hún ætlar að fá fólk til að senda til Íslands. Jafnframt hyggst hún fá fólk til að koma til Íslands í pílagrímsferð á hátíð í þágu friðar: „Já, ástæðan er sú að við verðum öll að gera okkar besta til að komast af. Mannkynið er á góðri leið með að tor- tíma sjálfu sér og öllu jarðlífi. Til þess að komast hjá slíkum hörmungum verð- ur að eiga sér stað hugarfarsbreyting; við verðum að opna huga okkar 100 pró- sent til að geta ráðið bót á þessu.“ Það yrði sannur heiður að fá listaverk Yoko Ono hingað. Ekki aðeins vegna þess orðspors, sem af listamanninum fer, heldur einnig vegna þess, sem hún boðar. Í heimi samtímans eru viðsjár miklar og boðskapur friðarins á erindi sem aldrei fyrr. Engar grundvallarbreyt-ingar hafa átt sér staðfrá því í október á síð-asta ári sem kalla á breytingar á horfum á lánshæf- iseinkunn ríkissjóðs, að mati al- þjóðlega matsfyrirtækisins Stand- ard & Poor’s. Fyrirtækið hefur enn áhyggjur af sívaxandi skuld- um íslenska hagkerfisins og mikl- um viðskiptahalla. Þetta sagði Kai Stukenbrock, sérfræðingur fyrirtækisins um Ís- land, í samtali við Morgunblaðið í gær. Í október sendi Standard & Poor’s frá sér tilkynningu þar sem lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs voru staðfestar. Þá kom einnig fram að það væri mat fyrirtæk- isins að horfur væru áfram stöð- ugar. Síðastliðinn þriðjudag tilkynnti matsfyrirtækið Fitch Ratings um óbreytta lánshæfiseinkunn rík- issjóðs, en tekið var fram að horf- um væri breytt úr stöðugum í nei- kvæðar. Í Morgunblaðinu síðastliðinn föstudag var haft eftir Kristin Lindow, sérfræðingi hjá matsfyr- irtækinu Moody’s, að fyrirtækið hefði ekki séð ástæðu til að breyta horfum á lánshæfismati ríkissjóðs. Tæpur mánuður er síð- an Moody’s staðfesti hæstu ein- kunn fyrirtækisins fyrir ríkið. Þessi þrjú fyrirtæki; S Standard & Poor’s Standard & Poor’s telur að engar grundvallarbreytingar hafi á Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.